Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. aprfl 1983 10-12% orkutap Nú þegar undir það hillir að lokið sé hringtengingu orkuflutningslínanna liggur næst fyrir að styrkja dreifikerfið. Orkuráð gerði um það áætlun 1978 að endurbygg- ingu og styrkingu dreifikerfisins yrði lokið á næstu 8 árum, frá og með árinu 1978 að telja. Sú áætlun hefur nú farið úr böndum. Úr því að orkumál landbúnaðarins hafa nú, góðu heilli, verið tekin til umræðu á sérstakri ráðstefnu er ekki úr vegi að rifja upp, að síðasta Búnaðarþing samþykkti ál- yktun, þar sem skorað „er á stjórnvöld að hlutast til um að nefnd áætlun verði tekin til endurskoðunar á þessu ári og að því stefnt, að endurbyggingu og styrkingu dreifikerfis raforku í sveitum verði lokið eigi síðar en að fimm árum liðnum þannig að þá hafi 70- 80% notenda rafmagns í sveitum aðgang að þrífasa rafmagni". Notkun rafmagns í sveitum hefur aukist mjög á síðari árum, eins og Búnaðarþing bendir á og bændur, sem aðrir landsmenn, verða því æ háðari en samtímis hefur dreifikerfinu hnignað og annar því ekki allt- af að flytja þá orku, sem nauðsynleg er og markaður er fyrir. Á það einkum við um eldri veiturnar. Á sumum dreifiveitunum er því mikið orkutap og jafnvel talið nema 10-12% af þeirri orku, sem fer inn í dreifik- erfið. Hér er því til nokkurs að vinna. - mhg Fyrirlestur um ónæmi Þriðjudaginn 12. apríl nk. mun dr. Helga Ögmundsdóttir halda fyrirlestur á vegum Líffræðifélags íslands um rannsóknir sínar áaðgreiningarhæfni makrófaga. Makrófag- ar eða átfrumur gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfinu og eru þær frumur sem fyrs- tar greina og vinna úr aðskotaefnum, svo sem bakteríum, þegar þau berast í lík- amann. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 20.30. Öllum er heim- ill aðgangur Á föstudaginn langa hófst í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur. Þetta erfyrsta einkasýning Jóhönnu og sýnir hún 13 olíumálverk sem hún hefur unnið þrjú undanfarin ár. Áður hefur hún tekið þátt í samsýningum, nú síðast á sýningunni „Ungir myndlistarmenn" að Kjarvalsstöðum og „Gullströndin andar" að Hringbraut 119. Jóhanna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1972-1976 og síðar framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam frá 1976-1980. Jóhanna býr því að langri skólun, enda sést að tæknileg vandamál vefjast ekki fyrir henni. Málverk hennar eru flest af stærri gerðinni, hlutbundin og unnin með expressiónískum tilþrifum. Dökkir og svartir litir eru áberandi í verkum Jóhönnu. Mjúkarogstríðarútlínur umlykj a form og fígúrur sem birtast og hverfa í óræðu rými myndflatarins. Teikningin er lipurleg og leikandi. Pensilskriftin er hröð og gjarnan eru litirnir bornir á strigann með þunnum en þurrum strokum, þannig að áferðin verður nokkuð grafísk og blæbrigðarík. Þótt Jóhanna sé málari og verk hennar séu expressíf er vart hægt að segj a að þau falli undir „nýja málverkið", einsog það hefur verið sett fram hér á landi. Yfirbragð mynda Jóhönnu er öllu líkara þeim óháða expressionisma sem lifað hefur um langt skeið í Evrópu og á kannski sína merkustu fulltrúa á Spáni. En ef til vill eru það hinir dökku litir sem kalla fram þessa svörun, Spánver j ar eru þekktir fyrir margt annað en skæra liti. Þó notar Jóhanna ekki dökka liti einvörðungu, þvíferfjarri. Innan um og saman við eru dregnar fram bjartar litasamstæður en mildar, sem gefa verkunum spennu, lífga upp á myndflötinn líkt og sólargeislar sem brjótast fram undan þungbúnum himni. Þrettánda verkiö sem er utan skrár sýnir einnig vel hve Jóhanna á auðvelt með að nota bjartari litasamstæður þegar henni þykir það henta sér. Hér er með öðrum orðum á ferðinni athyglisverður málari sem býr yfir kraftmikilli tjáningu og óvenju miklu öryggi í útfærslu myndefnisins. Jóhanna er mjög persónurlegur listamaður, nánast innilegur (intim) í sköpun sinni. Henni læ^ur vel að vinna stórar myndir þar sem sterkir pensildrættir njóta sín og frjálsleg framsetning er ekki háð takmörkum flátarins. Það sést best á verkunum sem hún hefur gert áþessu ári. „Tvær sjálfsmyndir", „Flamenco", „Foréldrarnir" og „Tískan" bera vott um vaxandi styrk og áræði. En einnig eru smærri verkin athyglisverð sakir óvenjulegs myndefnis og útfærslu. Þar má benda á „Sverðagleypi" sem einnig er frá þessu ári. Þar sem sýningar Nýlistasafnsins standa orðið mjög stutt, er vert að benda fólki á að sýningu Jóhönnu lýkur þann tíunda og eru því fáir dagar til stefnu. ritstjórnargrein Geir um húsnæðismálin: Eign fyrir alla — en alls ekki strax Húsnæðisstefna Sjálfstæðismanna er með miljarða gati Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið staðinn að verki við yfirboð í húsnæðismálum. Hann hefur lofað meira upp í ermina á sér en dæmi eru áður til um, líklega nam yfirdráttur Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum nær 2 miljörðum króna í sl. viku. Á þessa staðreynd benti Svav- ar Gestsson í grein í síðasta Sunn- udagsblaði Þjóðviljans, og Kjart- an Jóhannsson hefur einnig tekið undir þetta sjónarmið á opinber- um vettvangi. íhaldið er með hrein yfirboð. Auðvitað hefur það komið illa við Sjálfstæðisflokkinn að láta hanka sig á því, að tillögurnar ganga engan veginn upp. Sér- staklega þegar það er sjálfur for- maður flokksins, Geir Hallgríms- son, sem ritar greinarnar til skýr- ingar á stefnu flokksins í húsnæð- ismálúm. Sú áhersla bendir til þess, að húsnæðismálin hafi átt að vera rósin í hnappagatið (af- sakið orðalagið, kratar) í þessum kosningum. Nema þá að flokkurinn sé far- inn að etja Geir á foraðið með þá málaflokka sem hæpnari eru. En lítum nánar á þessi innantómu loforð íhaldsins. 80% - seinna Þeir ætla að auka lán til íbúða- bygginga úr 12% af verði íbúðar (sem þeir segja sjálfir að nú sé lánað) í 80%. Það var þetta lof- orð sem varð til þess að menn tóku að reikna og fengu út, að þetta loforð hlyti að vera upp á 2.500 miljónir króna. Og að tekj- ustofnar á móti væru í hæsta lagi nokkur hundruð miljónir, og því vantaði 2 miljarða upp á. Nú hefur Geir snúist til varnar. í langri grein og furðu klénni tel- ur hann Svavar vaða í villu og svíma - og hefur þó litlar útskýr- ingar þar á. Þó hefur hann gert þá bragar- bót, að tillögur Sjálfstæðisflokks- ins fela nú aðeins í sér 80% lán til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn. Skv. því eiga hinir að láta sér nægja 12%, svo notað sé taln- afals þeirra Sjálfstæðismanna. En mínir kæru, talsmenn sjálfs- bjargarviðleitninnar, hafið þið leitt hugann að þeim vand- kvæðum sem það er háð að draga í þessa dilka? Það höfum við í Alþýðubandalaginu gert, og því erum við með tillögur um sér- stakan sjóð. í öðru lagi viðurkennir Geir í Morgunblaðinu, að tillögur þeirra Sjálfstæðismanna séu til lengri tíma. Þær leysa semsé ekki vanda þeirra sem nú eru að stofna heimili og vantar húsnæði. Ósvífið talnafals Hvað sem öllum Iagfæringum á tillögum Sjálfstæðisflokksins líður, þá stendur engu að síður eftir tröllaukið gat í fjármögnun þessara tillagna. Þetta gat nemur liðlega miljarði, eftir að Geir hef- ur þó dregið verulega í land. Jafn- vel þótt kostnaðaraukinn við til- lögur íhaldsins sé reiknaður alveg eftir þeirra formúlum, þá nemur viðbótarkostnaðurinn um 1.200 miljónum króna. En hvaða peninga hefur Sjálf- stæðisflokkurinn á móti? Næst- um því ekki neitt. Hann vill láta Byggingasjóð rfkisins fá 2% launaskatt. í dag vantar aðeins 10 miljónir króna upp á að Bygging- asjóður ríkisins og Byggingasj- óður verkamanna fái þessi 2%, annar með 148 miljónir og hinn með 158. Þessi leið gefur því ekki nema 10 miljónir, nema þá að Byggingasjóður verkamanna verði sviptur tekjum sínum og verkamannabústaðakerfið lagt í rúst. Sjálfstæðisflokkurinn vill frjálsa samninga við lífeyris- sjóðina um aukin skuldabréfa- kaup. Samningar hafa þegar ver- ið gerðir við lífeyrissjóðina og þeir hafa stóraukið kaup sín af Byggingasjóði ríkisins. Nema þar sem Sjálfstæðismenn stjórna sjóðunum, þar kaupa þeir skuldabréf í höll verslunarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins gæti reynt að beita áhrifum sínum til þess að sjóðir öxluðu ábyrgð eins og aðrir. En það gæti talist góður áranguref hinirfrjálsu samningar Geirs Hallgrímssonar við lífeyris- sjóðina gæfu meira en 50 miljónir króna. En nú kaupa lífeyrissjóðir í landinu skuldabréf í húsnæðis- lánakerfinu fyrir nær 200 miljónir króna. Verðlaunum hátekjumenn Að lokum ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að fara að veita skatt- Engilbert_______________ Gudmundsson skrifar aívilnanir til þeirra sem leggja fé inn á bundna bankareiknmga. Hér á semsé að fara að svipta ríkissjóð tekjum til nauðsynlegra verkefna og verðlauna þá með skattalækkun, sem eiga fé til að leggja á banka. Og þrátt fyrir slíka ívilnun er mjög ólíklegt að þessi póstur myndi skila stórum tekjum til húsnæðiskerfisins. Kannski nokkrum tugum miljóna. Jafnvel eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur dregið í land með tillögur sínar, er gat upp á rúman miljarð í þessum tillögum, og er þá reiknað eftir þeirra eigin forsendum. Og rúsínan í pylsu- endanum er síðan að þessar til- lögur eiga ekki að leysa vanda líðandi stundar. Þetta er 5 ára áætlun eins og hjá þeim austur í Rússíá. Tillögur Alþýðubandalagsins beinast að vandanum sem við er að etja í dag. Það eru tillögur um mjög aukið fé til íbúða fyrir ungt fólk, nú þegar á þessu ári. Fast- mótaðar tillögur liggja fyrir um fjármögnun. Og þessar tillögur opna fyrir fleiri eignaform í ný- byggingum en nú er: leiguíbúðir, námsmannaíbúðir, kaup/leigu- íbúðir o.fl. Það er staðreynd, að eins og nú er háttað í þjóðfélaginu er lána- fyrirgreiðsla húsnæðislánakerfis- ins ófullnægjandi. En hitt er líka staðreynd, sem kemur fram á öðrum stað í blaðinu, að lánin hafa aldrei verið hærra hlutfall byggingakostnaðar en nú. Það er allt á „hverfanda hveli“ hjá íhaldinu þessa dagana (svo vitnað sé í forsíðumynd Þjóðvilj- ans í dag), húsnæðisstefnan jafnt sem annað. Verður hún sýnd hér eftir kosningar? - eng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.