Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.04.1983, Blaðsíða 5
Helgin 9.-10. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ræningja- drottningin indverska gaf sig fram Indverska ræningjadrottningin Phoolan Devi („Blómadrottning- in“) hefur lagt niður vopn og gefið sig t'ram við yfirvöld ásamt ræn: ingjaflokki sínum í fylkinu Bhind. I þrjú ár hafði mikið vopnað lið ver- ið á hælum Blómadrottningarinn- ar, sem í augum margra indverskra fátæklinga var einskonar Hrói höttur, hrollvekja þeim ríku og hjálparhella fátækra. Phoolan Devi hefur átt herfilega ævi. Hún var gift ellefu ára tví- tugum manni, sem barði hana, og strauk hún að heiman. Fjölskyldan vildi skila henni aftur til mannsins, og enn flúði hún - en lögreglumenn náðu henni og notuðu tækifærið til að nauðga henni. Það var ekki í Þúsundir manna komu til að sjá Phoolan Devi gefa sig fram við yfirvöldin. síðasta skipti sem stúlkan sætti slíkri meðferð. Einhverju sinni nauðguðu bófar nokkrir Phoolan Devi á torginu í þorpi einu - löngu síðar heimsótti hún þorp þetta og tók tuttugu manns af lífi í hefndar- skyni. Afbrotalisti ræningjadrottning- arinnar er mjög langur orðinn. En með því að gefa sig fram af fúsum vilja getur hún átt von á fangelsis- dómi sem í reynd verður ekki nema tíu ár. Kvikmyndaframleiðendur ind- verskir ætla að nota tækifærið og gera kvikmynd um líf ræningja- drottningarinnar. Hún hefurheitið því, að fari þeir rangt með, þá muni engar rimlar halda henni inni - hún rnuni strjúka og hefna sín. Þadermargt semmá ^tast! I útibúi okkar aö Suöurlandsbraut 30 bjóöum við öllum viðskiptavinum okkar upp á margar geröir eldtraustra geymsluhólfa gegn vægu gjaldi. Hvort sem um er aö ræöa verömæta skartgripi, veröbréf, afsöl, fágæta bók, persónulegt bréf eöa annaö sem er bér mikils viröi og má ekki glatast, þá er geymsluhólfið örugg og ódýr lausn. Þú þarft aöeins aö sækja um hólf viö þitt hæfi, útfylla tilheyrandi pappíra og þú hefur eignast trausta hirslu sem enginn hefur aðgang að, - nema þú. Kynntu þér þessa þjónustu hún er einmitt fyrir þig Munið næturhóifín þau eru nauðsynleg öryggisþjónusta líka Alþýðubankinn hf. Laugavegi 3t~sími 28700 — Útibú Suðurlandsbraut 30 - sími 82911 rtt CTX1200 VHF bátastöð. Vérð til báta kr. 4.814. 25 wött, 12 rásir. Polaris 7100 Tölvuleitarinn meö stefnuvitanum. Verö til skipa kr. 18.800. Gengj 7/2 '83. Wallas 1200 Eldavél m/miðstöö. Verð til báta kr. 9.420. Eyösla aðeins 0.15 I per klst. Sílva Áttavitar í úrvali fyrir báta og til fjallgöngu. Verö frá kr. 747. „HRESSINGARDVÖL Ferðaskrífstofa Kjartans He/gasonar Gnoðarvogur 44 Reykjavik Simi86255. m A Grand hótel Varna er hægt að tvinna saman orlof og „hressingardvöl". . . Þar eru heitar laugar frá náttúrunnar hendi, en auk þess fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta, með nýtisku tækjum og ágætis læknum. Alls konar nudd — nálastungumeðferð — Gerauital meðferð - o. fl. Nánari upplýsingar i skrifstofu okkar. OpiO frá kl. 8—5 alla virka daga og 8—12 alla laugar- daga. Símsvari alla aOra tíma. BENCO Boiholti 4. S. 91-21945 og 84077. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fósturheimili óskast á stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir 10 ára gamlan dreng, talsvert heyrnarskertan. Nánari upplýsingar veittar á Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar í síma 74544.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.