Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 5
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 á fnnfluttum vörum í smásölu, einkum varanlegum neysluvörum, verði tak- markaðir, svo og vörukaupalán, sem enn kunna að tíðkast á innflutningi til einkanota. 6.10. Átak verði gert til að hvetja til kaupa á innlendri framleiðslu og opinberum innkaupum beitt markvisst í sama skyni. 6.11. Hömlur verði lagðar á fjárfestingu í banka- og verslunarhúsnæði næstu ár, en fjármagni þess í stað beint til nýsköp- unar í atvinnulífi. 6.12. Stofnuð verði Olíuverslun ríkisins er annist allan innflutning til landsins á oiíuvörum. 6.13. Næsta árið meðan sérstakt átak er gert til hjöðnunar verðbólgu verði stór- auknu aðhaldi beitt í verðlagsmálum. Atvinnumái Gerð verði fjárfestingaráætlun vegna atvinnuveganna til næstu 5-10 ára með áherslu á arðbæra uppbyggingu atvinnulífs, hagræðingu og sparnað í rekstri og aukna framleiðslu fyrir innanlandsmarkað og út- flutning. Stefnt verði að vaxandi hlutdeild innlends fjármagns í fjárfestingu, samræm- ingu á starfsemi fjárfestingarlánasjóða og útlánum banka og lífeyrissjóða í þágu at- vinnulífsins. 7.1. Gerðar verði ráðstafanir til að sam- ræma veiðar og vinnslu og draga þannig úr tilkostnaði í sjávarútvegi og bæta meðferð afla og úrvinnslu á öllum stig- um. Lánsfé til fiskvinnslu verði aukið, en dregið úr nýfjárfestingu í fiski- skipum. Átak verði gert varðandi fisk- eldi og sókn beint vannýtta stofna. 7.2. Starfsskilyrði iðnaðar verði bætt og gerð áætlun um aukna hlutdeild inn- lends iðnaðar á heimamarkaði. Tryggt verði íslenskt forærði í stóriðnaðarfyrir- tækjum, m.a. með meirihlutaeign ís- lenska ríkisins. Viðhald og endurnýjun fiskiskipaflotans fari fram í íslenskum skipasmíðastöðvum. 7.3. Hefðbundin landbúnaðarframleiðsla verði í sem bestu samræmi við innan- landsmarkað. Búrekstri á jörðum verði hagað í samræmi við landgæði og mark- aðsaðstöðu. Nýjar búgreinar verði efld- ar, m.a. með útflutning fyrir augum. „Innflutningsleyfi á tilteknum samkynja og einföldum vöruf lokkum verði boðin út opinberlega og innf lutningsleyf i veitt tímabundið þeim sem býður innf lutninginn á lægstu verði.“ „Hömlur verði lagðar á fjárf estingu í banka- og verslunarhúsnæði næstu ár, en fjármagni þess í stað beint til nýsköpunar í atvinnulífi.“ „Bætt eiginfjárstaða Seðlabankans umfram verðbólgu verði hagnýtt í þágu atvinnuveganna.“ „Raforkuverð til álversins hækki í 15-20 mills. Gefinn verði tveggja mánaða f restur til samninga. Ef ekki takast samningar á þeim tíma verði ákvörðun tekin um einhliða hækkun raforkuverðsins.“ „Komið verði í veg fyrir allarfrekari hernaðarframkvæmdir og aukningu vígbúnaðar á Keflavíkurflugvelli eða annarsstaðar álandi hér og skýrt verði kveðið á um þetta í stjórnarsáttmála.“ 7.4. Allir lífeyrissjóðir leggi fram 50% af ráðstöfunarfé sínu og bankar 10% af innlánsaukningu til húsnæðismála og til fjárfestinga í atvinnuvegum í samræmi við lánsfjáráætlun. 7.5. Bætt eiginfjárstaða Seðlabankans um- fram verðbólgu verði hagnýtt í þágu atvinnuveganna. ísal - Alusuisse Raforkuverð hækki í 15-20 rnills. Gefinn verði tveggja mánaða frestur til samninga. Ef ekki takast samningar verði ákvörðun tekin um einhliða hækkun raforkuverðs. Utanrikismál - herstöðin 9.1. Komið verði í veg íyrir allar frekari hernaðarframkvæmdir og aukningu víg- búnaðar á Keflavíkurflugvelli eða ann- ars staðar á landi hér og skýrt verði kveðið á um þetta í stjórnarsáttmála. 9.2. Bygging flugstöðvar verði tengd áætl- un um nauðsynlegar framkvæmdir í ís- lenskum flugmálum og í stað hernaðar- framkvæmda í Helguvík verði leitað annarra lausna á mengunarhættu frá olíugeymum annars staðar á hernáms- svæðinu. 9.3. Undirbúin verði löggjöf um að bannað verði að flytja kjarnorkuvopn um Is- land, lofthelgi landsins og fiskveiðilög- sögu og íslensk stjórnvöld taki fullan þátt í umræðum norrænna ríkisstjórna um kjarnorkuvopnalaust svæði Norður- landa. 9.4. Þróunaraðstoð íslendinga við þjóðir þriðja heimsins verði aukin í áföngum á næstu árum. Skilyrði 10.1. Neitunarvald einstakra flokka í meiriháttar málum verði tryggt og virt. Samkontulag urn þetta verði birt í upp- hafi stjórnartímabilsins nteð málefna- samningi. 10.2. Þingrofsvaldi verði ekki beitt nema með samþykki allra stjórnaraðila. 10.3. Engar ákvarðanir verði teknar um lagasetningu sent hefur áhrif á almenn laun nema allir stjórnaraðilar samþykki, enda verði haft fullt samráð við samtök launafólks. Breytíngar á stjórnkerfhm 11.1. Sameining og samruni ríkisstofnana, m.a. ráðuneyta. 11.2. Opinberir embættismenn verði aðeins ráðnir til 5 ára í senn. 11.3. Stofnað verði efnahagsmálaráðu- neyti sem taki að nokkru yfir verkefni Framkvæmdastofnunar, Þjóðhagsstofn- 1 unar og Seðlabanka. 11.4. Ríkisbankarnir verði tveir, og Seðla- bankinn endurskipulagður. 11.5. Samræming á stjórn ríkisfyrirtækja. 11.6. Stuðla ber að atvinnulýðræði í öllum fyrirtækjum með sérstakri löggjöf sem tryggi starfsmönnum aðgang að öllum helstu upplýsingum um rekstur fyrir- tækja og rétt til að tilnefna fulltrúa á stjórnarfundi. Umhverfismál 12.1. Með löggjöf verði ákveðið að nátt- úruauðlindir svo sem jarðhiti, vatnsafl og auðlindir hafsbotns séu þjóðareign. 12.2. Sett verði strax á fót stjórnunarnefnd umhverfismála, er samræmi meðferð þeirra í stjórnkerfinu og undirbúi stofn- un umhverfisráðuneytis, er taki til starfa á árinu 1985. 12.3. Undirbúið verði landnýtingarskipu- lag er taki tillit til allra þátta og geti myndað grunn fyrir ákvarðanir varð- andi ráðstöfun lands, hvort sem er til beinnar hagnýtingar, friðunar eða úti- vistar. 12.4. Löggjöf verði undirbúin um meðferð hálendis, verndun, urnferð og fram- kvæmdir. 12.5. Réttur fólks til að njóta náttúru landsins, til umíerðar og útivistar verði rýmkaður um leið og skýrt verði kveðið á um náttúruvernd og aðstaða sköpuð til eðlilegrar utngengni við landið og nauð- synlegs eftirlits. 12.6. Leitað verði eftir auknu samstarfi við grannþjóðir unt umhverfisvernd við norðanvert Atlantshaf, þar á meðal varðandi mengun og hættu af kjarn- orkuvopnun, svo og um nýtingu auð- linda. Atta safaríkar Sovétríkin 15. júlí - 5. ágúst 5.-26. ágúst. Tvær þriggja vikna ferðir til Moskvu, Leningrad og Sochi ásamt fimm nátta dvöl í Kaupmannahöfn. Dvalist er í tíu daga á hinum frábæru baðströndum Svartahafsins við Sochi, í óviðjafnanlega fögru umhverfi þessa stærsta og fræg- asta sólbaðsstaðar Sovétríkjanna. Helsinki 16. júlí - 3. ágúst Helsinki-ferðin er á einstaklega hag- stæðu verði og nú opnast kórum, lúðrasveitum, íþróttafélögum og ótal öðrum félagasamtökum ásamt auðvitaö einstaklingum langþráð og kærkomið tækifæri til þess að heimsækja Finnland með ævintýralega litlum tilkostnaði. Ný sumarhús í Hollandi 18. júní-1. júií Vegna langra biðlista í ferðirnar til sumarhúsanna í Eemhof í Hollandi efnum við til sérstakraraukaferðartil Kemper- vennen sumarhúsanna á landamærum Hollands og Belgíu. Þessi hús og öll sú aðstaða sem þeim fylgir voru byggð í vetur og óhætt er að fullyrða að aðbún- aðurinn í Kempervenneni eigi eftir að koma farþegunum hressilega á óvart með stærð sinni og glæsileika. Sumarhús í Danmörku 11.-30. júní 1.-22. júlí 22. júlí - 11. ágúst Þrjár bráðsmellnar og óvenjulegar ferðir á ótrúlega glæsilegum kjörum fyrir alla aðildarfélaga. Ekið er vítt og breytt um landið og dvalist í glæsilegum sumar- húsum á þremur stöðum í Danmörku. Skemmtileg blanda af rútu- og sumar- húsaferð. Toronto Winnipeg 14. júlí - 4. ágúst 3ja vikna dvöl í Toronto, 3ja vikna dvöl (Winnipeg, bílaleigubíll, Florida, Hawaii, stórborgir á vesturströndinni eða hvað annað sem hugurinn girnist. Leiguflugið til Toronto og þaðan yfir til Winnipeg er einstaklega ódýr byrjun á góðri ferð til Vesturheims. Kína 18. ágúst -11. september. Ævintýraferðin í ár er til Kína í fylgd þaulkunnugs íslensks fararstjóra. Ferðin hefstmeð 1 næturdvöl í London en síðan er flogið til Peking og ekið þaðan vítt og breitt um landið, alla leið suður til Hong Kong. Hér verður hver dagur nýtt og framandi ævintýri sem aldrei gleymist. Bændaferð 16. - 28. júní Stórskemmtileg bændaferð til Skotlands. Ekið er víða um landið, gist ( frægum borgum og fallegum bæjum, víðfrægir ferðamannastaðir heimsóttir og jafnvel kíkt á Loch Ness skrímslið! Frægir og athyglisverðir búgarðar sóttir heim og ótal margt fleira gert sem jafnt heillar hinn almenna ferðamann og er stórfróð- legt fyrir allt landbúnaðarfólk. Rútuferðir Við minnum í lokin á hinar sívinsælu rútuferðir um mið-Evrópu, 8-landa sýn 6-landa sýn, Rínarlönd og Jersey/ Frakkland. Nú seljum við síðustu sæti í hverri rútu! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.