Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 27

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 27
Helgin 21. - 22. maf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Ibúa- samtökin sigruðu 30 km hámarks hraði samþykktur í hluta Vesturbæjar Ég óska íbúum og íbúasam- tökum Vesturbæjar til ham- ingju með þennan sigur mann- fólksins yfir blikkbeljunni, sagði Guðrún Ágústsdóttir á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, er lögð var fram samþykkt umferðarnefndar um 30 km hámarkshraða í hluta Vesturbæjar (Hofsval- lagata og Túngata undan- skildar). Guðrún Ágústsdóttir sagði að hér hefði unnist mikill sigur. Slíkar tillögur hefðu oft komið til afgreiðslu áður í um- ferðarnefnd, en þeim hefði alltaf verið slátrað. Vonandi væri hér um hugarfarsbreyt- ingu að ræða, þarsem sömu menn og nú samþykktu þessa tillögu um hámarkshraða hefðu áður verið andvígir slík- um hugmyndum. Öryggi gangandi fólks hefði með þessu verið metið meira en einkabíllinn. ' Vakti hún at- hygli á því, að hingað til hefðu konur haft forgöngu um þetta mál og virtust reiðubúnari til stærri átaka heldur en karlar. Davíð Oddsson borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins mótmælti því að væri einhver grundvall- armunur á afstöðu karla og kvenna í þessu máli. Hann sagðist einnig vera almennt andvígur svona reglum, af því að það væri ekki hægt að framfylgja þeim. Hann teldi ekki líklegt að þessi regla yrði haldin í Vesturbænum. Lög- gæslumenn hefðu tjáð sér að mjög erfitt væri að halda uppi virku eftirliti með þessu í íbúðahverfum. Hér væri hins vegar bara um tilraun að ræða, sem hann væri hræddur um að hefði ekki verulega breytingu í för með sér. En hvað sem efasemdum borgarstjóra um málið líður, var tillagan samþykkt rneð öll- um atkvæðum borgarfulltrúa. Því er hámarkshraði vestast í Vesturbænum nú orðinn 30 km í stað 50 km áður. - Borgarstjórn_______ Engarsjö þúsund krónur Tillaga Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins um að veita Gránufélaginu (leikfélagið) sjö þúsund króna styrk var felld með hjásetu allra borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sl. fimmtudag. - Það verður að halda sig við prinsippið sagði borgarstjór- inn, og kvað það ekki venju að greiða kostnað af bruna- vörslu einsog hér væri um að ræða. - óg Togarinn Haukur GK 25 frá Sandgerði steytir á skerjum fyrir utan hafnargarðinn í Sandgerðishöfn. Togarinn Haukur GK 25 Strandaði rétt utanvið höfnina í Sandgerði Togarinn Haukur GK 25 frá Sandgerði sem gerður er út af Jóni Erlingssyni hf. strandaði um ki. 14 í gær. Togarinn var á leið til veiða út úr höfninni þegar stýrisútbúnaður bil- aði meðiþeim afleiðingum að hann bar af leið, 50 metra út fyrir renn- una. Munaði minnst að hann sigldi upp í fjörur, en hann var í stefnu á fiskmjölsverksmiðju. Skipstjóran- um tókst að forðast það og stöðvaðist togarinn um 200 metra frá hafnargarðinum í Sandgerði. Haukur GK er einn þriggja togara sem gerðir eru út frá Sandgerði. Hann er jafnframt eini togari eigandans, Jóns Erlingssonar sem jafnframt rekur fiskverkunarhús. Flóð var þegar togarinn strand- aði en ekki tókst að ná honum út og um kl. 19 í gærkvöldi var fjara í hámarki. Meiningin var að reyna að ná togaranum út þegar flæddi að aftur. - hól. Innkeyrsla á lóð SS í Laugamesi samþykkt Þessi tenging skapar mikla slysa- hættu og því vara ég við samþykki tillögu um þessa aðkomuleið, sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins um nýja aðkomu að lóð Sláturfélags Suður- lands í Laugarnesi. Tillaga um nýju leiðina var til umfjöllunar í borgar- stjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag. Sigurjón Pétursson sagði að versti kostur hefði verið valinn við þessa aðkomuleið, því tengingin væri á miðri beygju og skapaði mikla slysahættu í umferðinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að koman á lóðina hefði alltaf verið mikið vandamál, en nú hefði verið haft samráð við íbúana og væru þeir mjög ánægðir með þessa breytingu. Kristján Benediktsson sagði að illskásta leiðin hefði verið fundin. Þarna hefði ævinlega verið stríð útaf innkeyrslu, en þó skapaði nýja tengingin vissa slysahættu. Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs lýsti sig sammála Kristjáni. Sigurjón Pétursson sagði að fyrst borgarfulltrúar viður- kenndu að þetta væri „illskásta“ leiðin og að hún skapaði slysa- hættu, þá væri greinilegt að hún væri ekki nógu góð. Var tillagan um nýju tenginguna samþýkkt nteð 15 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Alþýðubandalagsfull- trúa. - óg. Stjórnarmyndunarviðræðurnar: r Afram í dag Svavar Gestsson tekur á móti Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, alþingismanni Samtaka um kvennalista, þegar hún kom til viðræðufundar um ríkisstjórnarmyndun klukkan 9:30 á föstudag í húsakynnum Alþingis í Þórshamri. Borgar- stjórn felldi frávísunar- tillögu Þrátt fyrir að borgarstjórn væri búin að mœla með friðun hússins Tillaga Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins um frestun á afgreiðslu beiðni eiganda húseignarinnar Aðalstræt- is 10 um leyfi til breytinga á hús- eigninni, var felld með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu- dag. Fyrir fundi borgarstjórnar lá beiðni frá Sigurjóni Valdimarssyni eiganda húseignarinnar um að breyta innréttingum hússins, en einsog kunnugt er er þar fyrirhug- aður leiktækjasalur. Áður hafði beiðnin verið til umfjöllunar í bygginganefnd borgarinnar, þar- sem meirihlutinn mælti með sam- þykki þessarar beiðni. Hins vegar var minnihluti nefndarinnar and- vígur breytingunum vegna þess að borgarstjórn hafði áður samþykkt á næstsíðasta fundi sínum að Reykjavíkurborg hefði forgöngu um friðun þessa húss. Benda þau Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Magnús Skúlason á í bókun sinni, að rétt sé að leyfa ekki breytingar á innréttingum þessa húss meðan viðræður fara fram um friðun húss- ins, „auk þess sem umbeðin starf- semi hæfir lítt þessu húsi". Einsog kunnugt er var þetta hús byggt á vegum innréttinga Skúla Magnús- sonar og er elsta hús í borginni. Sigurjón Pétursson vísaði til bókunar minnihluta bygginga- nefndar í máli sínu á fundinum og lagði til að afgreiðslu beiðninnar yrði frestað. Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi kvennaframboðsins mælti fastlega með að frestunartil- lagan yrði samþykkt. En allt kom fyrir ekki; frestunartillagan var felld með 12atkvæðum Sjálfstæðis- flokksins gegn 9 atkvæðum allra minnihlutaflokkanna. - óg Kuldinn verstur Framhald af 28. siöu. heimilinu og meoai Kunningja minna. Guðmundur: Við kunnum svo- lítið fyrir okkur í spænsku en svo fór hún að liðkast í ensku og hana notuðum við framundir jól en þá fór hún að tala íslensku og síðan hefur allt gengið eins og í sögu. Hún hélt m.a.s. fyrirlestur í ís- lensku um land sitt í vetur. Sandra: Það var nú fyrir jól og Beta, dóttir hjónanna, samdi hann fyrir mig og ég skildi alls ekki allt sem ég las. Guðmundur: Það gekk nú samt vel, þú ruglaðist ekki nema einu sinni. Það var þegar þú kallaðir höfuðborgina, Quito, þjóðgarð. Nú er hlegið við borðið. - Að lokum, Sandra. Ætlar þú að læra rafmagnsverkfræði í heimalandi þínu? - Já, líklega til að byrja með en mig langar þó að fara til Bandaríkj- anna að læra. Háskólinn í Quito er ágætur en margir stúdentanna eru mest í pólitík og hugsa lítið um námið. Það er því svolítið erfitt að einbeita sér að náminu þar. Sandra segir okkur að lokum að Quito sé mjög forn borg og hafi verið önnur af tveimur aðalborgum í hinu forna Inkaríki og sjálf hafi hún blöndu af spænsku blóði og indiánablóði í sínum æðum. Áður en við kveðjum er okkur boðið í snarl með fjölskyldunni og við tökum eftir að Sandra hámar í sig hangikjötið. Hún er því greini- lega orðinn heilmikill íslendingur. - GFr

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.