Þjóðviljinn - 22.10.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23.
' <•* . , t f
október 1983
surmudagspistill
Það Indland sem breytist
og það sem breytist ekki
Árni
Bergmann
skrifar
Sigurður A. Magnússon:
Við elda Indlands.
Ferðasaga.
Mál og menning.
Reykjavík 1983.
Ég skal játa það að það var með tor-
tryggni nokkurri að ég tók mér í hönd nýja
útgáfu á tuttugu ára gamalli ferðasögu
Sigurðar A. Magnússonar frá Indlandi.
Hlýtur slík bók ekki a vera orðin gjörsam-
lega úrelt? Höfundur hefur velt því sama
fyrir sér, en hann kemst að þeirri niður-
stöðu í formála, að svo sé ékki. Og líklega
hefur hann næstum því rétt fyrir sér. Það er
oft vikið að hróplegum andstæðum örbirgð-
ar og ríkidæmis í þeirri bók, og við vitum að
ekki hefur úr þeim dregið á Indlandi. Morg-
unkyrrð, kvöldsól og pílagrímar við Gang-
esfljót eru sjálfsagt enn á sínum stað. Að
maður ekki tali um musterin öll, sem heiðra
þrjú hundruð miljónir guða með furðulegri
list. Meira að segja sá þessi lesandi hér um
daginn myndafrásögn í Stern sem segir ná-
kvæmlega sömu sögu af ömurlegu vændis-
hverfi í Bombay og Sigurður í þessari bók.
Ýmiskonar ferðasögur
Ferðasagan er nú fyrirferðarminni á
bókamarkaði en var um skeið. Efni hennar
er að mestu leyti flutt í sjónvarpið, og kann
sú staðreynd að reynast mestur fjötur um
fót þessari bók. Ekki þar fyrir - það er alltaf
ómaksins vert að skoða hvernig landar
manns upplifa hinar ýmsu álfur heimsins,
og víst er Indlandsskagi ein þeirra.
Menn skrifa ferðasögur af ýmsum ástæð-
um. Eiríkur frá Brúnum vegna þess að hann
er saklaus maður með hæfileikann til að
undrast óskaddaðan. Aðrir vegna þess að
þeir voru fyrstir sinna landa á vettvang —
eða gátu kynnst miklu fleiri hlutum en
aðrir. Til eru ferðasögur sem tilefni sjálfs-
könnunar. Eða þær sem reyna að miðla
skipulegum fróðleik með aðferð sem er líf-
legri en yfirlitsrit um landafræði og sögu.
Eitthvað af þessu öllu er í bók Sigurðar -
eins þótt hann geti að sjálfsögðu ekki gert
sér upp sakleysi Eiríks frá Brúnum, né held-
ur sé hann beinlínis í sjálfskönnun. Undur
Indlands eru honum mjög hugstæð eins og
fram kemur í lýsingum á helgihaldi og must-
erum. Afstöðu tekur hann sem er í stórum
dráttum fremur viðfelldin: eðlileg
hneykslan á nábýli auðs og eymdar, á harð-
stjórn og nýlendustjórn fyrri tíma, viðleitni
til að forðast evrópska fordóma af ýmsu
tagi. Líka þá „jákvæðu fordóma" að falla í
stafi yfir vitringum, eins og hent hefur
marga lífsþreytta Vesturlandamenn, sem
kynlífssvall guðanna utan og innan á
musterum. (Áður fvrr sögðu langferða-
menn frá þessum styttum, eða
þá hofhórum, með þessu
undarlega evrópska blandi af sárri
hneykslun og drýgindum yfir því að hafa
augum litið þvílík býsn). En það hægja líka
á bókinni ýmsar endurtekningar, ekki síst
tengdar erfiðum járnbrautarferðum. Og
það má líka spyrja um það, hvort hlutföll
séu hin æskilegustu í þessari bók.
Veit ég vel, að það er vondur siður að
biðja um öðruvísi bók en þá sem maður
hefur í höndum. En hér verður nú samt
bryddað upp á slíkri tilætlunarsemi - vegna
þess blátt áfram að bók Sigurðar er Ind-
landsbókin íslenska og ólíklegt að aðrar séu
á döfinni (nema þá sérbækur um hugleiðslu
eða þessháttar). Og frá þessu sjónarmiði
hafði mátt gefa Eldar Indlands út aftur með
breytingum sem stefndu í tvær áttir. Ann-
aðhvort að leggja höfuðáherslu á þann
gilda þátt bókarinnar sem fjallar um sögu,
trú og listræn afrek - og gera textann þá
aðgengilegri með auknum myndakosti af
því sem lýst er. Á hinn bóginn hefði mátt
þjappa saman hinum sögulega og listræna
þætti, og taka upp hinn pólitíska þráð.
Indverska tilraunin
Sá hluti er reyndar mjög fyrirferðarlítill
hjá Sigurði. Hann lætur upp afstöðu sína til
breskrar heimsveldisfortíðar og fer mjög
hörðum orðum um Jinnah, sem klauf Pak-
istan frá Indlandi. Hann segir líka nokkuð
frá ágætum stofnunum sem Rabindranath
Tagore og aðrir göfugir menn komu á fót til
ménnta og mannúðar og eru sem vinjar
einatt í örbirgðarhafi. En hann gefur sig
lítið að þeirri merkilegu tilraun sem Ind-
land hefur í raun og veru verið - eins þótt
kostir og þverstæður og ósigrar þeirrar til-
raunar væru allvel komnir í dagsljósið um
það leyti sem efni var til bókarinnar safnað.
Indland er eitt af nýfrjálsum ríkjum, þróun-
arríkjum og eitt af þeim fáu, sem hvorki
þróaðist undir fána kommúnistabyltingar
né heldur lenti í öngstræti í vasa spilltra
herstjóra. Þrátt fyrir sterkar einræðis-
hneigðir frú Indiru Gandhi hefur tekist að
halda þar einskonar plúralisma, koma í veg
fyrir valdaeinokun. En það hefur heldur
ekki tekist að leysa stærstu vandamál Ind-
verja - ekki aðeins fólksfjölgunarvandann,
heldur er stéttaskipting hindúismans við
lýði sem fyrr, spilling gífurleg, og örbirgð og
auðlegð á sínum stað sem fyrr segir. Og það
er merkur kapítuli út af fyrir sig, að spyrja
um arf Gandhis, einn þeirra meistara og
landsfeðra, sem allir vitna til sem heilags
manns og þjóðardýrlings - um leið og þeir
sem enn reyna að taka kenningu hans alvar-
legra eru álitnir skrýtnir. Þessar spurningar
leita á hugann einmitt nú, þegar fróðleg
kvikmynd um Mahatma Gandhi hefur eflt
áhuga á Indlandi. Kannski hafa þau undar-
legu viðskipti átt sér stað, að Vesturlönd
afhentu Indverjum atómbombuna en þáðu
í staðinn það „andóf án ofbeldis", tengt
nafni Gandhis, sem hefur svo mjög sett svip
sinn á friðarhreyfingar og mannréttinda-
baráttu í okkar hluta heims.
ÁB.
Örbirgðin mun enn á sínum stað.
Fakírar á þyrnirunnum sömuleiðis.
hafa verið að narta í austurlenska visku
meira af kappi en forsjá. Ein hlálegasta
frásögnin í þessari bók fjallar einmitt um
heimsókn til eins þeirra meistara sem munu
því miður láta fátt annað af sér leiða en gera
ringlaða mehn enn ringlaðari.
Möguleikar
Það eru margar lýsingar reyndar fjörlega
skrifaðar í þessari bók - t.a.m. um hina
skuggalegu dýrkun á Kalí, sem er verri part-
urinn af konu Síva, um heilagt líf á Ganges-
bökkum eða þá vangaveltur um óendanlegt
Tröllaleikir
með tilbrigðum
Lcikbrúðuland: Tröllaleikir.
Bryndís Gunnarsdóttir, Hallvcig Thorlacius
og Heiga Steffensen sömdu þættina,
gerðu brúður og stjórna þeim.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Þetta er líklega metnaðarmesta sýning
Leikbrúðulands til þessa, enda er því nú
ekki í kot vísað: sýnt er í Iðnó á sunnu-
dögum. Á efnisskrá eru fjórir einþáttungar
og skilja þeir eftir sig endurminningu um
fjölbreytni, því þeir eru hver öðrum ólíkir.
Samnefnari fyrir þessa sýningu er það
listrænt öryggi og útsjónarsemi sem
leikbrúðuskáldkonur hafa náð á sitt vald og
ætla ekki að sleppa hendi af. Óg áhorfandi
skal ekki draga í efa að Þórhallur leikstjóri
eigi góðan hlut í hugvitssemi sýningarinnar
og útfærslu hennar. Það er líka ástæða til að
hafa góð orð um tónlist Atla Heimis, Jóns
Ásgeirssonar og Áskels Mássonar sem
fylgja þrem þáttanna.
Búkolla er byggð á þjóðsögunni alkunnu.
Margt er vel til fundið í þeim þætti, en það
truflar hann, hve oft er skipt frá brúðum til
skuggamynda, það verður lítið svigrúm til
að láta tiltekna myndræna hugmynd njóta
sín. Eggið heitir þáttur sem eru hugleiðing
um gamalt spakmæli sem er víst bæði róm-
verskt og indverskt - allt líf kemur úr eggi.
Þar er ýmislegt sem er blátt áfram fallegt,
en líklegt að „sagan“ sé full „afstrakt" fyrir
þann áhorfendahóp sem Leikbrúðuland á
helst von á.
Best tekst til með tröllaleiki í fyrsta og
síðasta þætti þar sem brugðið er á leik með
stór form og smá með lifandi leikara og
náttúrugerfinga. Þátturinn af „Risanum
draumlynda'* naut sín betur en þegar hann
var fluttur í „blöndu“ íslensku hljóm-
sveitarinnar í fyrra, það er skemmtilega far-
ið með ástardagdrauma risans, sem þurfa
vitanlega að rekast á hans hvunndgsleika
eins og gengur. Er þá ótalinn sá þáttur sem
vafalaust verður þessari sýningu drýgstur til
vinsælda, en hann er gerður eftir sögu
Guðrúnar Helgadóttur um ástir trölla og
Ástarsaga úr fjöllunum: tröllkonan eldar
sér graut.
álög sem á þeim hvíla og hvorutveggja haft
til vinsamlegra tengsla náttúrunnar og
þjóðtrúar. „Astarsaga úr tjöllunum“ komst
vel til skila um leið og meginhugmynd
hennar eignaðist magnað og stórskorið
sjónlíf í fjalli ágætu sem var um leið elsku-
legasta tröllskessa. ÁB.