Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 15
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
mmI ■ mu
1 ^|| 1« Í
1 Wimm
Magnús Torfi Ólafsson: þrátt fyrir árekstra ríkti góður andi f stjórninni. (Ljósm. eik).
fundi Samtakanna. En svo leið að kosning-
um og það var gert ráð fyrir því að Hannibal
Valdimarsson yrði í efsta sæti í Reykjavík.
En harður ágreiningur var um skipan næstu
sæta. Þá kemur mjög innileg áskorun frá
stuðningsmönnum Hannibals á Vestfjörð-
um um að hann verði þar efstur á blaði.
Hannibal hafði engar vöflur á því, sagði sæti
sínu lausu í Reykjavík og heldur vestur. Nú
var mjög liðið á framboðsfrest og uppstill-
inganefnd kom þá til mín í öngum sínum og
bað mig gefa skjót svör um það hvort ég
vildi taka efsta sætinu hér í Reykjavík. Og
ég afréð að reyna. Þannig gerist það á tveim
mánuðum, að ég sem hafði alls ekki ætlað í
framboð er orðinn þingmaður og ráðherra-
efni. Og menntamálin komu í minn hlut.
Ég verð að segja, að ég fylltist ekki
neinum valdalosta þegar ég kom í ráðu-
neytið hér á Hverfisgötunni. Ég taldi mig
vegna fyrri starfa kannast vel við ýmis mál
ráðuneytisins, starfsfólkið sumt reyndar
líka, svo ég kveið ekki fyrir. En það kom
fljótt í ljós, að í þessu stóra ráðuneyti er
mjög mikilli ábyrgð saman þjappað á ráð-
herrastólinn. Og það tók við mjög mikil
vinna við að kynna mér niður í kjölinn mál
sem ég hafði kannski nasasjón af, en þurfti
að þekkja miklu betur.
Ég lagði mesta áherslu á að þoka áleiðis
grunnskólafrumvarpinu, sem hafði um
margt verið vel undirbúið. Það var mikilþörf
áaðkoma fastari skipan áskyldufræðsl-
una - hættan var sú, að landsbyggðin dræg-
ist aftur úr og mikill aðstöðumunur að því er
menntun varðar yrði eftir búsetu. Ég tel að
það hafi furðuvel tekist að afstýra þeirri
hættu sem þarna var yfirvofandi.
Það er gjarna horft á stöðuveitingar þeg-
ar menn hugsa um ráðherravald. Eg hafði
þann sið að leita sem best umsagna, ekki
aðeins hjá þeim sem skylt var að gefa um-
sagnir heldur og víðar - til að glöggva mig
sem best á umsækjendum um störf. Starfs-
lið í menningarstofnunum og skólakerfinu
á mjög mikið undir ráðherra sínum - að
hann ekki aðeins sigli fram hjá pólitískri
hlutdrægni heldur og fram hjá klíkuskap og
poti sem getur upp komið í stofnunum. Það
er því mikilvægt að hann leggi sig fram um
að rétt sé breytt við þá sem leita eftir störf-
um.
>ta þegar ég kom í ráðuneytið
indi fyrir ákveðinn fjölda breskra togara
innan 50 mflnanna.
- Og þessu var nú ekki tekið með fögnuði.
- Síður en svo. Alþýðubandalagið var
mjög óánægt og það varð snörp senna um
málið á alþingi. Alþýðubandalagsmenn og
hluti Sjálfstæðisþingmanna voru svo á móti
því að staðfesta samkomulagið.
Afdrif
herstöðvamálsins
- Herstöðvamálið hefur þó orðið ykkur
enn strembnara?
- Það má segja það. í stjórnarsáttmálan-
um var gefið fyrirheit um að stefnt væri að
því að segja varnarsamningnum við Banda-
ríkin upp og að herinn yrði á brott á kjör-
tímabilinu, en ekki var gert ráð fyrir úrsögn
úr Nató. Það kom fljótt í ljós að það voru
töluvert skiptar skoðanir um það, hvernig
þetta tvennt skyldi samræmt. Niðurstaðan
varð sú, að þótt herinn yrði látinn fara, þá
hefðu íslendingar ákveðnar skyldur
gagnvart Nató meðan þeir væru í því. Ann-
ars lá hermálið nokkuð í láginni, þótt það
væri rætt í grundvallaratriðum, meðan
landhelgisdeilan var í algleymingi. Það var
ekki fyrr en vel var komið fram á 1973 og
stjórnin búin að sitja í tvö ár, að farið var að
ræða hermálið í smáatriðum. Og eftir
strangar setur fulltrúa stjórnarflokkanna
varð samkomulag um ákveðin atriði sem
skyldi leggja fyrir Bandaríkjamenn. Það
var orðið svo framorðið, að vegna ákvæða
um uppsagnarfrest á varnarsamningi ofl.
var sýnt að herinn gæti ekki farið á
kjörtímabilinu, og var gert ráð fyrir því í
þessum drögum að brottför hans drægist
fram á það næsta.í öðrulagivorufyrrnefnd-
ar skyldur við Nató afgreiddar á þann hátt,
að íslendingar tækju við ýmsum störfum á
Keflavíkurflugvelli og lendingarréttur her-
flugvélahéldist innan vissra marka.
En svo gerðist það, að um svipað leyti og
Einar Ágústsson utanríkisráðherra fór til
Washington með þessi drög að kynna þau
þar komu alvarlegir brestir í stjórnina. Og
því reyndi í raun og veru aldrei á það, hvað
Bandaríkjamenn mundu setja fram sem
gagntillögur. Og höfum það iíka í huga, að
um þetta leyti höfðu VL-menn, ungir menn
úr Sjálfstæðisflokknum, staðið fyrir mikilli
undirskriftasöfnun gegn því að herinn færi,
og hún hafði vissulegaáhrif bæði á almenn-
ingsálit og stjórmálamenn.
Á fallandi fæti
En semsagt - þetta mál rann út í sandinn
vegna þess að stjórnin var komin á fallandi
fót, og staða hennar á alþingi veik. Vegna
þess að snemma varð klofningur í þing-
flokki Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna. Bjarni Guðnason sagði sig úr þing-
flokknum vegna óánægju með efna-
hagsmálaákvarðanir, hann fordæmdi það,
að við hinir í SFV kusum gengislækkun
heldur en millifærslukerfi til að rétt hlut
sjávarútvegsins. Eftir þetta hafði stjórnin
aðeins eins atkvæðis meirihluta í neðri deild
alþingis og mátti ekki tæpar standa.
Hagþróunin hafði verið íslendingum
hagstæð 1971 og 1972 en þegar kemur fram
á 1973 og einkum 1974 steðjuðu að ýmis-
konar vandræði, ekki síst eftir kjara-
samninga sem gerðir voru míg minnir í
febrúar. Rétt eina ferðina enn var rætt um
efnahagsráðstafanir og þá um að taka aftur
hluta þess sem aðilar vinnumarkaðarins
höfðu samið um, því annars væri kollvelta
framundan. Þá kemur í ljós, að Björn Jóns-
son, sem hafði tekið við ráðherradómi í stað
Hannibals, var mjög andvígur þeim til-
lögum sem Ólafur Jóhannesson lagði fram
um efnahagsráðstafanir. Hannibal og Kar-
vel Pálmason voru á sama máli, en ég taldi
hinsvegar ekki hjá þeim ráðstöfunum kom-
ist, sem bornar voru fram í lokatillögum
Ólafs.
Ólafur Jóhannesson bar þær svo fram
sem stjórnarfrumvarp, en Björn Jónsson,
sem þá var á sjúkrahúsi í veikindaleyfi, lýsti
því yfir að hann stæði ekki að því. Ólafur
svaraði með því að biðjast lausnar fyrir
hann úr ráðherraembætti. Þetta verður svo
til þess að þessir þrír félagar mínir láta af
stuðningi við ríkisstjórnina, en ég sit í henni
og styð hana áfram.
Sameiningarmálið
líka
En þessi ágreiningur um efnahagsmál var
ekki eina ástæðan fyrir því að Samtökin
sundrast svona. Þar var líka uppi ágreining-
ur um viðleitni til að þoka sameiningarmál-
um vinstri manna áleiðis. Það fór ekki á
milli mála að þeir Hannibal, Björn og Kar-
vel lögðu á það megináherslu að ná sam-
stöðu og þá sameiningu við Alþýðuflokk-
inn. En ég, Bjarni Guðnason og þorri
Samtakafólks, a.m.k. hérí Reykjavík, vild-
um leita jöfnum hödnum samstarfs við Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokk og töldum
það eitt í samræmi við stefnumótun Sam-
takanna í upphafi.
En á þessum vikum, þegar stjórn Ólafs
Jóhannesspnar er að missa meirihlutann á
þingi, voru uppi í stjórnarandstöðunni ýms-
ar bollaleggingar og áþreifingar um
stjórnarskipti, um að mynda nýjan þing-
meirihluta. En það var ekki mögulegt og
því var þing rofið og efnt til kosninga.
Ráðherradómur
- Finnst þér, eftir á að hyggja, að
ráðherravald sé jafn háskalegt og margir
vilja vera láta?
- Ég hafði ekki sett mig í neinar andlegar
stellingar til að gerast alþingismaður og því
síður ráðherra. Þetta bar allt mjög snöggt
að. Ég hafði lítið starfað í SFV vegna óá-
nægju mcð afgreiðslu ýmissa mála á stofn-
- Fannst þér að samráðherrar þínir
reyndust þeir sömu menn og þú hafði ætlað
fyrirfram?
- Ég þekkti Magnús Kjartansson auðvit-
að best frá fyrri tíð. Og ég kynntist í stjórn-
inni alveg nýrri hlið á Magnúsi - hvað hann
gekk rösklega fram í að tileinka sér þau
vinnubrögð sem þurfti til að stjórna stórum
ráðuneytum, maður málflutningsins, sem
nýlega hafði setið á ritstjórastóli, gerðist
skjótt maður framkvæmdanna.
Annars má segja, að þrátt fyrir ýmsa á-
rekstra þá ríkti góður andi í stjórninni.
Menn stóðu ekki í málþófi eða þrefi á
stjórnarfundum, þeir gengu beint til verks
að afgreiða hlutina með sem minnstum
málalengingum.
Þegar upp er staðið
- Samtök frjálslyndra og vinstri manna
urðu svo fyrir skakkaföllum í kosningunum
1974?
- Klofningur SFV og svo það, að ekkert
hafði miðað í sameiningarmálum vinstri-
sinna verður til þess, að við sem vildum
halda áfram með Samtökin áttum undir
högg að sækja. Hannibal og Björn gengu
beint til liðs við Alþýðuflokkinn. Bjarni
Guðnason var um tíma með eigin flokk,
Frjálslynda flokkinn. í kosningunum 1974
komum við hvergi að manni nema á Vest-
fjörðum. Karvel Pálmasyni tókst að halda í
verulegan hluta af fylgi þeirra Hannibals
þar - og ég varð svo uppbótarþingmaður af
listanum í Reykjavík.
- Og 1978 hverfa Samtökin af þingi.
- Já ogþegar upperstaðið og Samtökin
ekki lengur virkt afl á stjómmálasviðinu má
segja, að þessir tveir flokkar, Alþýðuflokk-
ur og Alþýðubandalag, sem ætlunin var að
sameina með okkur - þeir hafi verið mjög
samtaka um að mylja okkur sundur á milli
sín. Og draga til sín þá molana, sem þeim
þótti mestur slægur í.