Þjóðviljinn - 21.01.1984, Page 19

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Page 19
Helgin 21.-22. janúar 1984' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 „Hvers vegna rœðst Þjóðviljinn á mig?“ Athugasemd frá Tómasi Árnasyni forstjóra Þjóðviljinn ræðst af offorsi á mig vegna bflamála og vil ég í tilefni af því senda blaðinu þessar línur, sem ég vona að verði birtar þar. Raunar hefir verið sagt frá því í Morgunblaðinu fyrir mörgum vikum, að ég væri einn af sex ráð- herrum úr fyrrverandi stjórn sem ætlaði að nýta þessa heimild um niðurfellingu gjalda af bifreið, svo uppgötvun Þjóðviljans er ekki ný af nálinni. Bflamál ráðherra hafa lengi veríð til umræðu. Tvær reglur gilda í þeim efnum. Sú fyrri, að ríkið leggi ráðherrum til embætt- isbfla. Hin síðari að ráðherrar leggi til eigin bfl, sem ríkið rekur síðan. Lengi vel giltu engin lög um þessi mál, en sú venja mynd- aðist að ráðherrar, sem létu af embætti, fengju niðurfelld að- flutningsgjöld af nýjum bfl. Arið 1970 var aflað lagaheimildar til eftirgjafar gjalda af bifreiðum ráðherra. Það, sem eðlilegt er að deila um eru reglurnar. Hvernig eiga þær að vera? Að deila á suma menn, sem fara að réttum lögum og reglum, en ekki aðra er auðvitað hlutdrægni. Þegar ég var fjármálaráðherra 1979 lagði ég fram frumvarp um að afnema eftirgjöf gjalda af ráðherrabflum. Frumvarpið var lagt fram 8. fe- brúar 1979 en dagaði samt upp í þinginu. Ég lét af starfi fjármála- ráðherra haustið á eftir, þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar fór skyndilega frá. Þeir, sem hafa verið fjármálaráðherrar stðan hafa ekki endurflutt frumvarpið. Vorið 1979 keypti ég Chevrolet-bfl og greiddi hann að öllu leyti úr eigin vasa og lagði hann til sem ráðherrabíl í fjögur ár. Hann myndi nú kosta 11-1200 þús. kr. Áreiðanlega hefði verið ábatasamara fyrir mig að leggja það sem ég greiddi fyrir bflinn árið 1979 inn á vaxtaaukar- eikning og láta ríkið leggja mér til bfl eins og sumir ráðherrarnir gerðu. Þessir bílar eru mjög mikið notaðir í þágu embættanna og nú gæti ég sennilega selt hann árúmar200þús. kr. Ef frumvarp- ið hefði verið samþykkt hefðu all- ir ráðherrarnir sjálfsagt látið rík- ið leggja sér bfl. Það er þó áreið- anlega dýrara fyrir ríkið. En frumvarpið var ekki sam- þykkt, svo að ég og margir fleiri eiga þann rétt að eignast nýjan bíl með þessum kjörum og standa svipað að vígi í bflamálum eins og við upphaf ráðherradóms. Ég þarf því ekki að gera neinum grein fyrir því, þótt ég nýti þenn- an rétt meðan hann er til. En hvers vegna ræðst Þjóðvilj- inná mig fyrir þetta? Tugir ráð- herra og fyrrverandi ráðherra hafa nýtt sér þennan rétt. Hvers vegna ræðst Þjóðviljinn ekki á Lúðvík Jósefsson, sem nýtti sér þennan rétt í tvígang? Lúðvík lét af ráðherrastörfum í ágúst 1974, en fékk niðurfellingu gjalda ári seinna eða 2. ágúst 1975. Já það er sitt hvað Jón eða séra Jón hjá Þjóðviljanum. Minning: Herbert Jóhann Sveinbjömsson Fœddur 9. júlí 1927 Dáinn 12. janúar 1984 Þitt föðurland, þín fagra Heimaey mun fagna þér. Hve voídug ertu vetrardísin bjarta, hún vefur þig að sínu móðurhjarta. Kveðja frá systur Sœli bróðir sefur þú við söngsins óma. Kirkjan öll í Ijósum Ijómar. Ljúfir heyrast orgelhljómar. Hingað mamma bar bjarta barnið til skírnar, mjúkt á sinnar móðurörmum. Mild þá léku bros á hvörmum. Síðan árin áfram liðu, æskan bjarta indæl var til enda gengin. Öll við munum glaða drenginn. Uppi munu orðtök þín í okkar hópi. Ei þau voru á allra vörum, oftast glettni í þínum svörum. Allt þér lék í höndum högum hljómlist unnir. Alltaf var hún gleðigjafinn góð mun hvíldin, hljómum vafin. Veit ég horfinn vinahópur verður glaður. Heilsar þér með opnum örmúm. Aftur leika bros á hvörmum. Jóhanna Herdís Það eru liðnir áratugir síðan við Hebbi vorum nágrannar á Breka- stígnum, en þó man ég greinilega hlýja einlæga svipinn hans, ljósa hárið og brosið sem ljómaði á litla andlitinu, hann mun hafa verið um fjögurra ára gamall. Ég man líka að ég kallaði þig stundum litla kærast- ann minn. Já það voru góðir nágrannar á Brekastígnum bæði ungir og aldn- ir, og glaðir drengir og meyjar sem léku sér þar, og ekki þurfti að ótt- ast bflana eða slys af þeirra völdum í þá daga. Þið í Núpsdal voruð næstir mér við götuna að austanverðu, dreng- imir í Heiðarhól, Sveinbjörn bróðir minn, Dunni, Tommi og ótal fleiri sem of langt yrði upp að telja, en búa þó í huga mínum og vekja ljúfar minningar. Og árin líða, eftir þrjá áratugi flutti ég til landsins, eins og sagt var í Vestmannaeyjum. Vegir skiljast og hver býr við sitt og ennþá eru liðnir þrír áratugir sem ég bý hér í Reykjavík. Én þrátt fyrir öll þessi ár, þegar ég í gær sá hann í sínu síðasta hvfl- urútni, fannst mér eins og bregða fyrir þessu brosi, sem ég kannaðist svo vel við frá löngu liðinni tíð. Lifðu heill í þínum nýja heimi. Ég fel þig Guði, friðarsól þér skín. Hans föðurhöndin blíða gœti þín. GuSríður Guðmundsdóttir Ungur íslenskur tónlistarmaður Á frama- braut í USA Pétur H. Pétursson hélt til Bandaríkjanna haustið 1976 og hóf tónlistarnám við Berklee-háskólann í Boston Mass. Vorið 1980 iauk Pétur prófi við skólann fyrstur íslendinga. Síðan hefur Pétur verið í einkatímum hjá John Bavicchi, sem var aðalkennari hans í Berklee. Tónsmíðar hafa verið aðalgrein Péturs í Bandaríkjunum. Áður en hann hélt utan hafði hann numið við Tónlistarskólann í Reykjavík í mörg ár, starfað hjá sjónvarpinu og ennfremur leikið í popphljómsveitum. I Boston starfar merk blásarasveit- MIT Concert Band - sem fyrir stuttu hélt upp á 35 ára afmæli sitt. Frá árinu 1954 hefur sveitin einungis leikið verk sem upprunaiega eru samin fyrir blásara. MIT Concert Band leikur eingöngu nútímatónlist og hefur á efnisskrá sinni verk eftir Hindcmith, Copland og Schönberg. Stjórnandi sveitarinnar, John Corley, hóf feril sinn á íslandi þegar hann gegndi herþjónustu. Hann kynntist þá m.a. Sigurði heitnum Þórðarsyni. Corley fór fram á það við Pétur að hann nýtti íslensk þjóðlög í verki sínu. Pétur H. Pétursson lagði síðan fram verkið - Dýrin, börnin og dagarnir koma - og það var leikið á afmælistónleikum blásarasveitarinnar ásamt fimm öðrum nútímaverkum. MIT Concert Band hyggur nú á tónleikaferðalag í tilefni 35 ára afmælisins og verk Péturs verður þá á efnisskránni. Pétur H. Pétursson vinnur nú að tónverki fyrir kór og hljómsveit fyrir Fflharmoníufélagið í Arlington Mass. Arlington Philharmonic Orchestra mun frumflytja þetta verk á komandi vori. Þorrablót Arshátíöir VEISLUSALUR Viö bjóöum ykkur upp á stor- glæsileg salakynni fyrir hvers- konar veislur og fundarhöld. SJÁUM UM ALLAR VEITINGAR PANTIÐ TÍMANLEGA r stttnar! listí! Játakk! Vinsamlega sendiö mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Nafn: Heimili: Sendist til: FREEMANS of London c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, simi 5 39 00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.