Þjóðviljinn - 21.01.1984, Qupperneq 27
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27,
„The Day After“ frumsýnd í Bíóhöllinni í gœr
Vildi horfast í
augu við þetta
Linda og Einar. - mynd: Atli.
Afleiðingamar
eru hríkalegar
- Mér fínnst þetta allt mjög
sennilegt. Myndin skýrir vel fyrir
manni hvernig þetta myndi ganga
fyrir sig. Þetta er ekki óhugnan-
legra en ég bjóst við en þetta er
mjög skýrandi, sagði Hannes Ág-
ústsson sem var viðstaddur frum-
sýningu myndarinnar í gær.
- Ég er ekki viss um að þessi
mynd muni hafa mikil áhrif hér á
landi, frekar þar sem hermennska
er við lýði. íslendingar trúa aldrei
að neitt geti gerst. Þessi mynd er
geysilegur óhugnaður en ekki fjarri
þvf sem ég hafði gert mér í hugar-
lund.
Myndir þú hvetja fólk tii að sjá
þessa mynd?
- Já, það myndi ég gera. Dóttir
mín sagði við mig áður en ég fór af
stað að ég ætti alls ekki að fara að
sjá þessa mynd, en ég vil horfast í
augu við þetta. Hér er um að ræða
hluti sem geta gerst, því miður. Við
skulum átta okkur á því að það
hafa aidrei í sögunni verið smíðuð
vopn sem ekki hafa verið notuð
síðar meir, sagði Hannes.
- Það má segja að þetta hafi ver-
ið nokkuð svipað því sem maður
átti von á, sögðu þau Einar Reynis-
son og Linda Björk Lýðsdóttir að
aflokinni frumsýningu myndar-
innar.
- Það ættu allir að sjá þessa
mynd, alveg tvímælalaust.
Hvað fannst ykkur mest sláandi
við þessa mynd?
- Afleiðingarnar eru hrikalegri
en maður getur ímyndað sér. Sér-
staklega það ástand sem skapast
eftir á og það sem þeir verða að
þola sem lifa fyrst af sprenginguna.
Haldið þið að þetta eigi eftir að
gerast?
- Það kæmi manni alls ekki á ó-
vart, sögðu þau Linda og Einar.
A eftir
gerast
Skelfílegt
„Þetta er mjög sennilegt, en þetta er líka alveg skelfi-
legt“, voru almenn viðbrögð kvikmyndahúsagesta sem
voru viðstaddir frumsýningu myndarinnar „The Day
After“, í Bíóhöllinni í gærkvöld.
Fáar kvikmyndir hafa hlotið eins mikla umræðu og þessi
óhugnanlega mynd um eyðingarmátt og hörmungar kjarn-
orkustyrjaldar sem ABC sjónvarpsstöðin bandaríska lét
gera á nýliðnu ári. Kjarnorkuandstæðingar og félagar í frið-
arhreyfingum um allan heim hafa hvatt almenning til að láta
þessa mynd ekki fram hjá sér fara, því myndin lýsi síst um of
þeirri ógn sem vitfirrtur vígbúnaður mun að endum kalla yfir
jarðarbúa verði ekki snúið af braut kjarnorkukapphlaups
risaveldanna.
Myndin „The Day After“ greinir frá daglegu lífi íbúa í
bænum Lawrence skammt utan við stórborgina Kansas
City. Lífið gengur sinn vanagang en sjónvarp og útvarp flytur
fréttir um vaxandi ófrið í Þýskalandi. Áður en varir breiðist
ófriður út um alla Evrópu milli hernaðarbandalaganna og
kjarnorkusprengjum er beitt. í Kansas City og nágrenni
grípur um sig skelfing þegar íbúar þar uppgötva að borgin er
eitt fyrsta skotmark óvinarins. Kjarnaflaugar eru grafnar í
skotbyrgjum allt í kringum borgina. Þegar búið er að skjóta
þeim á loft veit almenningur að stundin sem enginn vildi trúa
á, nálgast óðum. Fyrst er það ringulreiðin, þá þögnin, þrýsti-
bylgjan, hitinn, eyðileggingin, dauðinn og geislarykið. En þá
er ekki nema hálf sagan sögð. Hvað tekur við daginn
eftir???
Hér á eftir er lýst viðbrögðum nokkurra þeirra sem voru
viðstaddir frumsýningu myndarinnar í gær. ~lg-
- Mér fannst þctta spennandi en
um leið hræðilegt. Ég átti von á
þessu eitthvað líku því sem var,
sagði Páll Pálsson að lokinni sýn-
ingu myndarinnar.
- Ég er alveg viss um að þetta
eigi eftir að gerast. Alveg tvímæla-
laust, sagði Páll Pálsson.
- Sennilegt
Sprengjan er fallinn og eyðileggingin er nær algjör. Hvað býður þeirra sem lifa fyrsta daginn af??
Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni, Þóra Einarsdóttir kona hans og Jórunn Rothenberg dótturdóttir þeirra á
sýningu sem opnuð var í gær í Þjóðleikhúsinu í tilefni af áttræðisafmæli dr. Jakobs. Á sýningunni eru
ljósmyndir úr ýmsum uppfærslum á leikritum dr. Jakobs og leikritum eftir börn hans, Svövu og Jökul. Þar
eru einnig gamlar leikskrár og ýmis handrit að leikritum dr. Jakobs. Verk eftir þau öll þrjú eru nú á fjölum
Reykjavikurleikhúsanna. Ljósm.: eik.
- Ig-
Páll Pálsson. — Mynd: Atli.