Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 7
25 miljónir-sektir 50 miljónir starfsheiti hinna nýbökuðu borgarstarfsmanna, en nokkr- ir eldri menn héldu starfsheitum sínum. Sem væri sök sér ef ekki skildu sex launaflokkar störfin að, mönnunum í óhag. Lögmannsstofa sú sem sér um innheimtuaðgerðir og uppboð á bifreiðum borgarbúa, borgi þeir ekki á réttum tíma, hefur hins vegar þurft að bæta við sig mannskap. Magnús Óskarsson borgarlögmaður samdi við lögmanns- stofuna, en ekki var leitað tilboða. En á þó eftir að ganga frá öllum samningum milli borgarinnar og lögmannssto- funnar, að öðru leyti en því að lögmannsstofunni eru tryggð þessi viðskipti við borgarbúa. nni“ við rukkanir, en síðan hafi verið ráðnir 15 nýir stöðuverðir. Stöðuverðir á götunni nú eru 35 og hefur því fjöldi þeirra í starfi aukist mjög. Nánar er fjallað um ráðningar og launamál stöðu- mælavarða og stöðuvarða hér til hliðar í blaðinu. 10 miljónir í sektir Samkvæmt upplýsingum Ás- geirs Þórs Ásgeirssonar, yfir- manns stöðuvarða hjá Reykja- víkurborg, má áætla að um 900 seðlar vegna aukastöðugjalda hafi komið inn að meðaltali á undangengnum mánuðum. Áður en borgaryfirvöld lækkuðu sektir vegna þrýstings frá borgurum, sem margir hverjir hafa verið mjög ósáttir við nýskipan þessara mála, má slá á að innkoma í bíla- stæðasjóð í júní sl. vegna „sekta“ hafi verið um 11 miljónir og 700 þúsund. Júlí mun sennilega hafa gefið um tíu og hálfa miljón, vegna lækkana á sektum. Tekjur bílastæðasjóðs hafa því, sam- kvæmt áðurgefnum forsendum, verið um 15 miljónir á mánuði, frá 1. mars eða um 75 miljónir til loka júlí. Sagði Ingi Ú. Magnús- son gatnamálastjóri í viðtali við Þjóðviljann að þær upphæðir sem runnið hefðu í ríkissjóð fyrir þessar breytingar, hefðu aðeins verið brot af því sem nú kemur inn. Uppboðsbeiðnir á leiðinni Sá aðili sem sér um innheimtu á aukastöðugjöldum er Lögmanns- stofan sf. sem lögmennirnir Gísli Gíslason, Sigurður A. Þórodds- son og Gunnar Jóhann Birgisson reka. Var Magnúsi Óskarssyni borgarlögmanni falið af borgar- stjóra Davíð Oddssyni að finna heppilega lögmannsstofu til verksins, þar sem borgaryfirvöld töldu slíka skipan heppilegri en að sjá um innheimtu sjálf. Mun Magnús hafa haft samband við nokkrar lögmannsstofur, en síð- an varð Lögmannsstofan sf. fyrir valinu. Borgaryfirvöld auglýstu ekki opinberlega eftir umsækj- endum um verkefnið og ekki var efnt til útboða. „Verkið þótti þess eðlis að ekki væri heppilegt að bjóða það út,“ sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykja- víkurborgar. Aðspurður um hver hefði tekið þá ákvörðun að velja þessa stofu út, benti Gunnar á að borgarstjóri væri æðsti embættis- maður borgarinnar, en honum væri ekki kunnugt um hvaða um- ræða hefði farið fram um málið. Gunnar Jóhann Birgisson hjá Lögmannsstofunni sf. sagði að enn væru allir samningar milli stofunnar og borgarinnar, hvað varðar þqknun til handa stof- unni, ófrágengnir. Hver hlutur hennar af aukastöðugjöldum verður, er því enn óljóst. „Hvað við munum fá í okkar hlut af inn- heimtukostnaði af sektum, á enn eftir að semja um við Reykjavík- urborg. í raun tökum við ekki innheimtuþóknun fyrir hverja sekt, heldur hvert bréf sem sent er út, þannig að innheimtuk- ostnaður getur verið misjafn hjá mönnum. í raun fara menn vel út úr þessu þar til bíllinn fer á upp- boð. Við sendum reikning fyrir uppboðsbeiðni sem er 1970 kr. og tökum aftur sömu upphæð fyrir að mæta á uppboð. Við þurfum að semja mjög bráðlega, því þessu hefur fylgt mikill stofnkostnaður fyrir okkur, en við erum ekkert farnir að fá í va- sann enn þá,“ sagði Gunnar Jó- hann. Sagðist Gunnar Jóhann búast við að borgarfógeta yrðu sendar fyrstu uppboðsbeiðnirnar í næstu viku. „Það verður erfitt að segja nákvæmlega hversu margar þær verða, en þær verða þó nokkrir tugir. En ég á ekki von á að það komi til margra vörslusviptinga, því fólk borgar þegar það sér al- vöruna í malinu,“ sagði Gunnar Jóhann. -phh Haukur Sveinsson hefur starfað í 52 ár hjá borginni, þar af rúm 8 ár sem stöðumælavörður. Hann er samt 6 launaflokkum undir þeim sem eru nýráðnir sem stöðuverðir. Stöðuvörðum mismunað í launum Geðþóttaákvörðun gatnamálastjóra? Námskeiðahald í ólestri Stöðuverðir þeir sem nú keppast um í sem mestum móð að hengja „aukaleigu- gjöld“ á bíla borgarbúa, eru sennilega með óvinsælli mönnum þessa dagana, alla vega hjá þeim sem oft verða fyrir barðinu á þeim. Eins og vill verða, hefur al- þýða manna uppnefnt þá miður vinsamlegum nöfnum og tengt þá borg- arstjóranum sjálfum. Stor- msveitir Davíðs. Á undan- förnum mánuðum hafa stöðuverðir náð inn tvöfalt meiri tekjum með „sekt- um“, en borgarbúar hafa náð að borga með greiðslu í stöðumæla. Stöðuverðir sem ganga á milli bifreiða eru í dag um 35. Fyrir 1. mars þegar stöðumæla- verðir voru enn við lýði, sáu 12-13 manns um þetta starf. En sú breyting sem átti sér stað þann 1. mars hefur ekki aðeins haft óheppileg áhrif fyrir pyngju margra borgarabúa, heldur hefur skapað deilur og særindi meðal fýrrverandi stöðumælavarða. Ollum stöðumælavörðum var sagt upp þann 1. desember á síð- asta ári og var gefinn kostur á endurráðningu sem stöðuverðir þann 1. mars, að því tilskyldu að þeir hefðu lokið 1. mánaðar námskeiði. Að sögn Péturs Pét- urssonar, starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar var það gert „til að hafa alla möguleika opna, til þess að skapa svigrúm.“ Sagði Pétur að ekki hefði á þetta svig- rúm reynt og allir hefðu verið endurrráðnir. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Hluti stöðu- mælavarða var endurráðinn sem stöðuverðir, en 5 aðrir fengu að- eins endurráðningu sem stöðu- mælaverðir. Stöðumælaverðir voru í launaflokki 226 með byrj- unarlaun um 33 þúsund krónur og laun eftir 18 ára starfsaldur 43.076 krónur. Stöðuverðir aftur á móti, og í þeim hópi er allt unga, afkastamikla og nýráðna fólkið er í launaflokki 233 og hef- ur rúm 40 þúsund í byrjunarlaun og 52 þúsund eftir 18 ár. Nýráðna fólkið er sem sagt 6 launaflokk- um ofar en þeir sem störfuðu áður sem stöðumælaverðir. Mismunun eftir geðþóttaákvörðun Svo virðist sem geðþóttaák- vörðun gatnamálastjóra hafi ráðið því hverjir voru hækkaðir upp um launaflokka og hverjir sátu eftir. Það fer a.m.k. ekki eftir aldurdreifingu hverjir voru færðir til, því margir þeirra sen upp voru færðir eru jafngamlir eða eldri en þeir sem eftir voru látnir sitja. Mikael Bajic var t.d. ekki forframaður í starf stöðu- varðar, en hann er 55 ára. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að ástæða þess að menn voru ekki gerðir að stöðuvörðum og hafi þar af leiðandi ekki fengið launahækkun, hafi verið sú að þeir hafi neitað að fara á nám- skeið. Þessu neita stöðumæla- verðirnir fimm alfarið. Haukur Sveinsson, sem starfað hefur 52 ár hjá borginni og þar af rúm 8 ár sem stöðumælavörður, sagði að hann hefði mætt á fyrsta nám- skeiðið, en verið gerður brott- rækur. „Okkur hafa engar skýr- ingar verði gefnar á þessari fram- komu. Auðvitað vitum við meira um starfið en þetta fólk sem er verið að ráða núna. Við vitum að það byggist ekki síst á tillitssemi og kurteisi. Auðvitað getum við sinnt stöðubrotum, ekki síst ef Ýið fengjum að mæta á námskeið. En það er alrangt að við höfum neitað að mæta á námskeið," sagði Haukur. Vildi Haukur að fram kæmi að með harðfylgi og íhlutun Starfsmannfélags Reykjavíkurborgar hefði tekist að hækka þá sem eftir sátu um þrjá launaflokka, úr 226 í 229 nú í júlí. Enn skilja þó 4 launaflokkar samstarfsfólkið að. Námskeiö í ólestri Hvað þessi námskeið varðar að öðru leiti, að þá eru allir sammála um að þau hafi ekki gengið eins og til var ætlast. Ætlast var til að stöðumælaverðir og aðrir sem kæmu til greina í starf stöðu- varða, lykju mánaðarnámskeiði hjá lögreglunni. í uppsagnarbréfi sem gatnamálastjóri sendi starfs- mönnum sínum l.desember segir: „Jafnframt er yður gefinn kostur á endurráðningu miðað við nýtt starfsskipulag með því skilyrði að þér standist próf úr um 1. mánaðar námskeiði í lögregl- uskólanum, sem haldið verður í febrúarmánuði. Miðað er við að þeir sem útskrifaðir verða geti hafið störf í marsmánuði." Ekk- ert slíkt námsskeið hefur verið haldið, heldur aðeins kvöldnáms- skeið þrjú kvöld. Ef farið hefði verið eftir innihaldi þessa upp- sagnarbréfs ætti enginn stöðu- vörður vera starfandi í dag. En kvöldnámskeiðin dugðu nýliðun- um og þeim stöðumælavörðum sem á þau fengu að fara til stöðu og launahækkunar. Síðan er ætl- unin, samkvæmt því sem Pétur Pétursson, starfsmannastjóri sagði að þegar þessir aðilar hafi lokið sínu mánaðarnámsskeiði að þeir hækki enn um launaflokk. Eftir sitja hinir með sárt ennið og rýra pyngju. Ónotaálag Þó svo enginn verði feitur af rúmum 4o þúsundum í mánaðar- laun, viðurkenndi Pétur Péturs- son að þessi launaflokkur, 233 væri óvanalega hár fyrir byrjend- ur. „En það ber líka að líta á það að þetta fólk er í mjög nánum tengslum við borgarann og þá oft undir dáh'tið leiðinlegum aðstæð- um. Starfsfólkið verður dálítið fyrir barðinu á þeim sem brot- legir eru.“ Stöðuverðir fá m.ö.o. nokkurs konar „ónotaáiag“ v ;gna þess að Reykvíkingar hafa ekki viljað taka þessari auknu skattheimtu þegjandi. En séu þessi rök lögð til grundvallar ættu þau auðvitað að gilda um þá stöðumælaverði sem ekki fengu hækkun. Nema þá að yfirmenn þeirra hafi séð út hversu kurteisir opg prúðir starfsmenn þeir væru og að þeir væru ekki líklegir til að áreita borgarann með starfi sínu. Því þurfi þeir ekki á neinu „ónotaálagi" upp á 6 launaflokka að halda! -phh NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.