Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 17
Er Karl Bretaprins vinstri sinnaður? Skelfing grípur um sig meðal íhaldsmanna Karl Bretaprins kynnir sér lífsviðhorf unglinga í Manchester. ískaldur vindur feykti tætings- legum regnskúrum eftir Temsárbökkum. Tugir flæk- inga höfðu leitað sér skjóls undir Waterloo-brú. Þótt kom- ið væri langt fram á þessa nó- vembernótt gengu þrír eða fjórir menn varlega milli poll- anna sem endurspegluðu götuljósin. Flækingarnir lágu þétt saman undir steinbogun- um, skeggjaðir, tannlausir og með rauð augu. Þrátt fyrir óþefinn og hrjúfa framkomu flækinganna, gengu gestirnir ótrauðir milli þeirra í næstum tvo tíma. En enginn þeirra þekkti manninn, sem ræddi við þá og sþurði þá vingjarn- lega og virtist hafa mikinn áhuga á hrakfallasögum þeirra. Þessi maður, sem var enginn annar en Karl Filippusson, prins af Wales og ríkisarfi Bretlands, virtist kunna jafn vel við sig þarna undir brúnni meðal flækinganna og í forgylltum sölum Buckingham-hallar. Þessi óopin- beri næturleiðangur hans var engan veginn hinn fyrsti. Elsti sonur Elísabetar drottningar hef- ur nefnilega látið í ljósi mikla samúð með lítilmögnum og þeim sem hafa orðið undir í lífsbarátt- unni í veldi Járnfrúarinnar, og hefur hann margsinnis farið á stúfana og haldið á fund atvinnu- leysingja, húsnæðislausra manna og annarra slíkra. Það er því ekki nema von þótt íhaldsmenn séu skelfingu lostnir og spyrji í angist sinni hinnar mjög svo óvæntu spurningar: „Skyldi erfðaprins- inn vera vinstri sinnaður?“ „Ríkisarfa- vandamál“ Samkvæmt enskum venjum hefur prinsinn af Wales engin sér- stök réttindi. Elísabet drottning fær einu sinni í viku hverri heim- sókn forsætisráðherra, sem skýrir henni frá helstu ákvörðunum stjórnarinnar, og getur hún látið í ljós skoðanir sínar og „efa- semdir“ - eins og hún hefur að sögn ekki hikað við að gera varð- andi stefnu stjórnarinnar í mál- efnum Suður-Afríku - þótt hún stjórni ekki og eigi að vera hlut- laus í stjórnmálum. En ríkisarf- inn hefur engin réttindi og fær ekkert að gera. Hann verður að bíða andláts þjóðhöfðingjans til að taka við því starfi sem hann hefur verið þjáifaður til að gegna frá frumbernsku. Vegna langlífis þjóðhöfðingja af Windsor-ætt, einkum þeirra sen hafa verið kvenkyns, hefur oft verið „ríkisarfa-vandamál" í Bretlandi, sem er að því leyti verra en ung- lingavandamál að það varir lengur. Játvarður 7., sonur Vikt- oríu drottningar þurfti að bíða til sextugs áður en hann varð kon- ungur, og stytti hann sér á meðan stundir yfir glasi. Georg 5. var krýndur 45 ára gamall og Georg 6. 41 árs. Karl prins beið ekki til fertugs áður en hann fór að láta í ljós skoðanir sínar á ýmsum við- kvæmum málum: atvinnuleysi, fátækt, kynþáttahatri og slíku. íhaldsmaður einn, sem lét þetta fara í taugarnar á sér, sagði: „Samúð hins tilvonandi Eng- landskonungs með atvinnu- leysingjum stafar af því að hann er atvinnulaus sjálfur. Á fertugs- aldri hefur hann aldrei haft neina ábyrgð. Það er vandamál hans“. Daginn eftir var fyrirsögnin í íhaldsblöðum: „Finnið starf handa honum!“ Vildi ganga í Verkamanna- flokkinn En skoðanir prinsins af Wales hvíla á sterkari grunni en svo, að unnt sé að útskýra þær á einhvern slíkan hátt. Stundum er því hald- ið fram að áhrif Filippusar föður hans hafi ráðið miklu. Til að forða honum frá að alast upp í of þröngu umhverfi sendi hertoginn af Edinborg hann nefnilega í skóla, þar sem afkvæmi miðstétt- arinnar fengu gjarnan menntun sína. Þar tók hann virkan þátt í iþróttum og leiklist, og kom jafnvel fram í Shakespeare- sýningum. Síðar lærði hann sagn- fræði í háskólanum í Cambridge, og var þar í slagtogi með dóttur sendiherrans frá Chile, sem var eldri en hann og róttæk. Á þeim tíma ákvað Karl prins að ganga í Verkamannaflokkinn breska, og þurfti frændi hans Mountbatten lávarður að beita öllum sínum sannfæringarkrafti og valdi til að fá hann ofan af því. En Karl prins , lauk prófi í sagnfræði og varð N fyrsti prinsinn af Wales með há- skólapróf. Karl prins var síðan nokkra stund í sjóhernum samkvæmt gamalli hefð í fjölskyldunni, og lærði þar m.a. að stjórna þyrlu. En upp úr 1980 fór hann að skipta sér af áhugamálum sínum, og byrjaði á ýmislegri félagslegri starfsemi sem miðaði að því að aðstoða unga atvinnuleysingja, sem ekki var hægt að segja að Járnfrúin skipti sér mikið af. Þá fór hann að kynna sér ástandið í fátækrahverfum landsins af eigin raun, og vakti gífurlega hneykslun íhaldsmanna með því að lýsa því yfir að lífsskilyrðin þar væru fyrir neðan allar hellur: „Menn lifa við kjör sem eru engu betri en á Indlandi. Þetta getur ekki gengið". fhaldsblað ávarp- aði hann með orðunum: „Hættu að hugsa!" Annað blað sagði: „Verndið oss gegn gáfuðum kon- ungum. Karl 1. varhálshöggvinn. Karl 2. seldi Fransmönnum landið, og Georg 3. missti Amer- íku...“ „Þiö eruð verri en þýski loftherinn..." Prinsinn af Wales lét þetta ekki á sig fá, því að hann vissi að vin- sældir hans meðal alþýðu voru talsverðar. Og í desember síðasta ár tók hann að láta í ljós skoðanir sínar á öðru sviði, en það var eyðilegging gamalla hverfa og ný- byggingar í Englandi. Á árlegu samsæti byggingamanna, arki- tekta og skipulagsmanna hélt hann ræðu og var ekki myrkur í máli: „Þið hafið valdið meira tjóni í London en þýski lofther- inn gerði á stríðsárunum," sagði hann. „Þegar Þjóðverjar helltu sprengjum yfir byggingar okkar, settu þeir ekki neitt verra í stað- inn en grjóthrúgur. En það hafið þið hins vegar gert“. Tók hann sem dæmi Pálskirkjuna frá 17. öld, sem nú er umkringd skelfi- lega ljótum nútíma-stórhýsum, og hann vitnaði í frönsk lög til verndunar sögulegum húsum og hverfum, sem eiga enga hlið- stæðu í Bretlandi. Áður en þetta gerðist hafði Karl prins reyndar komið í veg fyrir að byggð yrði viðbygging við safnið National Gallery í London, en hann sagði að þessi viðbygging væri eins og „hræðileg varta" sem hann vildi ekki sjá á andliti besta vinar síns. Síðan hef- ur hann sagt skoðun sína á mörg- um áætlunum um stórbyggingar. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að gera ekki greinarmun á skapandi nútímaarkitektum og hönnuðum hinna hryllilegustu kumbalda. En hann er hlynntur því að almenningur sé spurður álits þegar verið er að breyta um- hverfinu með byggingu stórhýsa og öðru, og eftir að hann hefur farið að láta skoðanir sínar í ljós með svo lítilli tæpitungu, er sagt að þær hafi nú talsverð áhrif á slíkar framkvæmdir í London. Sagt er að Karl prins sé „húm- anisti“ og hafi orðið fyrir miklum áhrifum af rithöfundinum, heimspekingnum og æfintýra- manninum Sir Laurence Van der Post, sem vígði hann inn í leyndardóma Afríku. Vegna slíkra áhrifa á hann það til að ein- angra sig stundum nokkra daga fjarri skarkala heimsins: í fyrra var hann t.d. um stundarsakir á smáeyju í Suðureyjum, þar sem hann veiddi rækjur, setti niður ! kartöflur og svaf á mottu. Slíkt hátterni veldur sumum íhalds- sömum Bretum áhyggjuui... (eftir „L‘Expre _________________________________| NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - '3iDA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.