Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 15
Ef mengun frá Kísiliðjunni eyðiieggur Mývatnssvaeðið eru íslensk stjórnvöld ábyrg. Þau vita vel hvaða áhættu þau eru að taka. Þau hafa verið vöruð við þessu undanfarin 20 ár. áhætta tekin. Skömmu seinna sagði hann í sömu ræðu, að ef í ljós kæmi að eitthvað skaðaði umhverfið þá yrði þegar gripið í taumana. Ég benti honum á, að það að stöðva eitthvað þegar það hefði valdið skaða væri þveröfugt við það að taka ekki áhættu, en það gat ráðherrann ómögulega skilið." Ferðamenn Samtökin um verndun Mý- vatns hafa ekki bara áhyggjur af Kísiliðjunni. Pau láta sig skipta alla þætti sem geta haft skaðleg áhrif á umhverfið. Mikil umferð ferðamanna til svæðisins er vax- andi áhyggjuefni. „Það er langt því frá að við telj- um Kísiliðjuna vera eina bölvald- inn hér. Fjöldi ferðamanna er miklu meiri en svæðið getur tekið á móti með núverandi viðhaldi. Það býður enginn heim gestum nema að þurfa að taka til eftir þá. Ef fjöldi gesta verður mjög mikill þá þarf en meiri tiltekt og ef gest- afjöldinn er meiri en heimilið get- ur með góðu móti tekið á móti, þá er hætta á skemmdum. Skilningur forráðamanna í ferðamálum á þessu hefur því miður ekki verið nógu mikill en þeir eru nú farnir að gera sér grein fyrir þessu. Ástæðan er sú að þeir skilja að ef svo fer fram sem nú horfir þá munu þeir standa uppi án þess að hafa neitt að selja. Það er mjög gott þegar hagnaðarsjónarmiðið kemur náttúruverndinni til góða. Margir staðir á svæðinu eru orðnir verulega illa farnir af á- troðningi ferðamanna og eru Dimmuborgir mjög sláandi dæmi um það. Allur gróður á svæðinu er mjög viðkvæmur. Yfirborð Mývatns er í 277 metra hæð yfir sjávarmáli og jarðvegslagið ofan á hrauninu er mjög þunnt. Allt gróðurfar hér er því óhemju viðkvæmt. Undir þessu jarðlagi er svo hraun sem minnir helst á svissneskan ost. Allt sem fer niður í hraunið síast lítið sem ekkert áður en það fer niður í grunnvatnið. Rotþrær hér eru alls ekki gerðar fyrir þann fjölda sem hingað kemur á ferð- amannatímanum, þannig að þær verða yfirfullar og skolpið rennur beint ofan í grunnvatnið." Stööuga rann- sóknaráætlun En hvað vilja samtökin að sé gert? „Við viljum fá fullkomna rann- sóknaáætlun, sem tekur til allra þátta er geta valdið röskun í vistkerfinu á svæðinu. Við viljum að þessari áætlun sé haldið í gangi að staðaldri þannig að hægt sé að fylgjast með öllum breytingum í lífríkinu. í öðru lagi viljum við að fjár- magn í viðhald, virkt eftirlit og rannsóknir á þessum þáttum verði stóraukið. Síðast en ekki síst þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá þeim sem flytja inn ferðamenn. Ferða- mennirnir sjálfir eru yfirleitt mjög tillitssamir, þeir ráða bara ekki sínum ferðum, heldur eru það innlendir fararstjórar, sem taka ekki tillit til umhverfisins.“ -Sáf Stefnuyfirlýsing Samtaka um verndun Mývatns ISamtökunum er skylt að standa vörð um lögin um verndun ■ Laxár og Mývatns frá 1974, og gæta þess að þau séu haldin í hvívetna. 2Ef rannsóknir á lífríki Mývatns eða aðrar augljósar staðreyndir ■ benda til þess að námagröftur úr botni þess, starfræksla efnaverksmiðju á bökkum þess, röng stjórnun á framrennsli Mý- vatns við Mývatnsósa, eða hver önnur starfsemi á svæðinu stofni lífríki Mývatns eða umhverfi þess í hættu, ber þegar í stað að stöðva slíka starfsemi, nema óyggjandi sannanir liggi fyrir um að breytingar á þeim rekstri komi í veg fyrir alla áhættu. Samtökin eru þess fullviss, að lífríki Mývatns sé svo einstakt og dýrmætt, að óafsakanlegt sé að setja það í hugsanlega hættu af mannavöldum. 3Markmiðum sínum hyggjast Samtökin ná meðal annars með ■ að leita aðstoðar áhugamanna, stofnana og samtaka um náttúru- og umhverfisvernd, innlendra sem erlendra, svo og með kynningu á málstað okkar í ræðu og riti, enda teljum við okkur skylt að veita liðsinni hverjum þeim aðilum, sem hafa náttúruvernd hvers konar að markmiði. Dukakis og varamaður hans Dukakis verður forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum og vinnur að ö.llum líkindum sigur og mönnum líst ekkert illa á það. Viðhorf hans til mála eru nær einhverri evr- ópskri velferðarmiðju en höf- uðkenningar Reaganista. Dukakis ætti og að ganga enn beturen Reagan að semja við Sovétmenn um afvopnunar- skref og vígbúnaðareftirlit. En allur aðdragandi að því að Dukakis er valinn dregur hugann að ýmsum sérkennum og furðum bandarískra stjórnmála. Og þá fyrst og fremst að því, hve langt er komið þeirri þróun að forvitn- in beinist nær eingöngu að ævi- ferli og persónulegum einkenn- um forsetaefnisins en mjög lítið að því hvað hann ætli sér í pólitík eða hvort hann ætlar sér eitthvað yfir höfuð. Það er mjög í þessum anda að allir sem vettlingi valda hafa ver- ið kvaddir til að vitna um per- sónuleg kynni sfn af Michael Dukakis allt frá blautu barns- beini. Útkoman er dálítið sér- stæð: Það kemur nefnilega á dag- inn að Dukakis er maður galla- laus. Aldrei hefur hann brotið rúðu, stolið súkkulaði, skrifað skólastíl upp eftir öðrum, farið á hóruhús, reykt hass, svikið undan skatti, né heldur tekið sér ástkonu. Hann er sjálfur Fyrir- myndarpilturinn. Maður sér að blaðamenn eiga í dálitlum erfið- leikum með þessi ósköp og reyna þeir sumir að hefna sín á forseta- efninu sárasaklausu með því að segja að maðurinn sé barasta hrútleiðinlegur. Stefnuskrár borga sig ekki En eftir því sem persónuleika- þulan lengist því færra heyrist um pólitík Dukakisar. Enda hafa menn hans það fyrir satt, að ekki borgi sig að taka mjög ákveðið á neinu máli sem um er deiit, held- ur tala sem loðnast og jákvæðast um að „koma til móts við þarfir þjóðarinnar" eða „endurskoða forgangsröð verkefna samfélags- ins“. Haft er eftir einum af helstu hagfræðingum Demókrataflok- ksins, Michael Barker, að „Það er ekki barasta svo að það sé eng- in stefnuskrá til hjá Demókrö- tum. Við erum að komast á það stig þegar menn hafa enga trú á því að hafa stefnuskrá yfir höfuð“. Með öðrum orðum: ímynd forsetaefnis er um leið hinn pólit- íski boðskapur þess. Allt annað skiptir litlu máli. Þetta þýðir líka, að margra dómi, að Demókrataflokkurinn, sem er einatt nokkuð svo losara- Iegt bandalag ýmissa strauma sem ekki finna sér annan farveg í spennitreyju tvíflokkakerfisins, hann hafi gefist upp við að skýra frá því hver hann er. Með og á móti Þetta þýðir nú samt ekki að Michael Dukakis sé skoðanalaus. Það má telja upp nokkurn lista yfir mál þar sem hann er á önd- verðum meiði við Reagan og þá forsetaefni Repúblíkana, Bush varaforseta. En þess er með ein- földu bragði gætt, að reikulir kjósendur taki ekki alltof mikið eftir þessu. Það bragð er valið á íhaldsömum suðurríkjademó- krata, Llloyd Bentsen, til vara- forsetaefnis. Bentsten þessi er nefnilega á öndverðum meiði við Dukakis - en á sama máli og höf- uðfjandinn Bush um flest eða öll þau mál sem menn hafa fest á blað. Tökum dæmi. Dukakis er á móti áframhald- andi aðstoð Bandaríkjanna við kontraskæruliða í Nicaragua. Bentsen (og Bush) eru fylgjandi þeirri aðstoð. Dukakis er á móti skattaniður- skurði Regans frá 1981, sem kom fyrst og fremst hinum efnuðustu til góða. Bentsen (og Bush) eru fylgjandi þeirri skattapólitík. Dukakis er á móti MX- elfdflaugunum, B-1 sprengju- flugvélunum, dauðarefsingu, skyldubænahaldi í skólum, skatti á innflutning olíu og Stjörnust- ríði. Bentsen (og Bush) er með MX og B-1 og dauðarefsingu og bænahaldi og Stjörnustríði. Dukakis vill eftirlit með byssu- eign þegnanna og frjálslegri stefnu í fóstureyðingarmálum, Bentsen er hinsvegar með þessu. Og svo var það Jackson Þetta sýnist í meira lagi ein- kennileg samsetning. En hún er víst talin klókindaleg til atkvæða- veiða. Bentsen „dekkar“ eitthvað af því hægraliði sem Bush hefur átt auðveldast með að höfða til. Dukakis reynir að sjá um afganginn. Og það fylgir með í útreikníngum þessum, að það mikla fylgi sem Jesse Jackson hlaut í forkosningum og tengist inn á það sem helst hrærist af rót- tækni og baráttu fyrir réttindum minnihluta, það geti ekkert farið annað og hljóti að skila sér í sig- urpott Demókrata. Þeim, sem fylgst hafa með bandarískri stjórnmálaumræðu síðustu misserin ber saman, um að Jesse Jackson hafi einn forset- aefna haft eitthvað það sem máli skipti fram að færa til umræðu um vandamál sem tengjast hinum miklu andstæðum í bandarísku samfélagi - auk þess sem hann hafi reynst manna málsnjallastur. Það hefði verið merkileg lyfting blökkumönnum og öðrum minni- hlutahópum ef honum hefði tek- ist að koma sér í stöðu varaforset- aefnis, og menn hefðu fengið miklu skýrari skilaboð um það en nú, að um tvo kosti væri í raun og veru að velja í bandarískum stjórnmálum. En svo fór sem fór: Demókrataflokkurinn áræðir ekki að hafa svartan mann í fyrir- svari, hinn bandaríski meðaljón er fyrirfram dauðhræddur við slíka möguleika, og kemur til skjala sjálft tveggja flokka kerfið og teymir allan málflutning eins langt inn í þokukennt miðjumoð og hugsast getur. Árni Bergmann Bentsen og Dukakis: I framboði með skoðanabróður Bush. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.