Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 19
erum að sigla inn í skeið þar sem flokkaóánægjan mun verða enn meira áberandi og upp úr því kann að koma krafa frá kjósend- um um uppstokkun. - Sjálfur fer ég ekki dult með að ég er þeirrar skoðunar að með Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki er geysilega mikill skyld- leiki. Ég held að flokksrótin í báðum flokkum hugsi mjög svip- að. Menn hafa nokkuð mismun- andi afstöðu til utanríkismála, en því má ekki gleyma að mjög margir Alþýðuflokksmenn td. ungkratar hafa endurtekið lýst yfir vilja sínum um brottför hers- ins. Og þrátt fyrir áherslumun í ýmsum málum og öðru vísi vinn- ubrögð er Kvennalistinn jafn- framt að minni hyggju í mikilli málefnalegri nálægð við þessa tvo flokka. Kvennalistinn þarf tíma - Það er kannski erfitt að tala um samstarf A-flokkanna og Kvennalistans á landsvísu vegna þess að Kvennalistinn er enn það ung hreyfing og hann hefur aldrei þurft að takast á við þau vanda- mál sem fylgja landsstjórninni. Áður en hægt er að sjá fyrir sér einhverja breiða samfylkingu á vinstri kantinum þá þarf Kvenna- listinn tíma til að átta sig á eigin stærð, og í rauninni til að ákveða hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Vill hann taka þátt í hreyfingu sem bæri umhverfis- mál, kvenfrelsi og hag láglauna- fólksins fyrst og fremst fyrir brjósti - eða verður hann sér- flokkur kvenna um eilífð? Því svarar enginn með vissu í dag, allra síst við karlarnir. Hin æskilega þróun er sú að fyrir aldamótin takist miklu breiðari samvinna með A- flokkunum og Kvennalistanum sem leiði til þess að upp spretti ný fylking til vinstri við íhaldið. En nær Alþýðubandalagið að lifa fram að aldamótum miðað við stöðuna eins og hún er í dag? Hver er skýringin á fylgishruni flokksins? - Skýringin er tvennskonar held ég. Það hefur verið viss lang- tímaþróun innan verkalýðshreyf- ingarinnar sem Alþýðubandalag- ið samkvæmt hefð hefur grund- vallað starf sitt og stefnu á. Verkalýðshreyfingin hefur verið á þungbæru og erfiðu undanhaldi í heilan áratug. Mistök forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar hafa veikt traust manna á Al- þýðubandalaginu. Það mætti hafa langt mál um þetta. Kon- ur hafa til dæmis sótt í stór- auknum mæli út á vinnumarkað- inn en verkalýðshreyfingin sofið og ekki svarað þeim kröfum sem komið hafa upp samfara þessari þróun. Það hefur því myndast óskipuleg ný verkalýðshreyfing, sem samanstendur fyrst og fremst af konum, sem nánast allar fylla láglaunahópana. Þessar konur hafa lítið sem ekkert getað sótt til verkalýðshreyfingarinnar. Hún hefur vanrækt þær og þetta hefur skapað sterka andúð í garð hreyfingarinnar. Alþýðubanda- lagið hefur svo mætt þessari sömu andúð. Þessi veikleiki og undan- hald verkalýðshreyfingarinnar hefur síðan komið enn skýrar fram í svakalegum kjarasamning- um. Það var einmitt eftirtektar- vert, að mikil sókn Kvennalistans í fylgisraðir Alþýðubandalagsins kom fram þegar þær tóku að beita sér sem hinn eini raunveru- legi málsvari láglaunakvenna og síðan allra láglaunahópanna í þjóðfélaginu. Þær töluðu af innri sannfæringu og hjá þeim gat eng- inn bent á fortíð sem stangaðist á við stefnuna í nútíðinni. Tvíveldi í Alþýöubanda- laginu Þetta er önnur skýringin en hin eru þau langvinnu átök sem átt hafa sér stað innan flokksins. Margir gerðu sér vonir um að þeim átökum myndi linna eftir síðasta landsfund. Vissulega hafa ekki verið nein átök síðan þá, en starf flokksins frá landsfundi sýnir að það hafa ekki ennþá tek- ist sættir. f fljótu bragði virðist staðan þannig í dag, að það ríki tvíveldi í flokknum. Tvær fylkingar sem að vísu takast ekki á en vinna ekki heldur saman. Ég man ekki betur en félagi Lenín hafi sagt að tví- veldi gæti aldrei varað nema skamma stund. Það er alveg ljóst að þessu verður að linna. Ef menn ætla að láta Alþýðubandalagið lifa og gera það aftur að sterku afli þá gerist það á einni og einungis einni forsendu: Menn verða að vinna saman. Menn segja gjarnan að til þess að flokkurinn verði trúverðugur á ný þurfi að koma til nýtt fólk í forystunni sem sé ekki merkt af átökum fortíðarinnar. Ég held að það sé ekki rétt. Innan flokksins eru mjög sterkir forystumenn úr báðum fylkingum og allir vita, að þeir hafa ekki borið gæfu til að vinna saman. Til að flokkurinn trúi þvf sjálfur að hann sé heill á ný, og til að þjóðin sannfærist um það líka, þurfa menn að sjá þessa raunverulegu leiðtoga vinna sam- an. Ólafur og Svavar Svo við tölum skýrar, þá ertu þú að tala um samstarf eða sam- starfsleysi þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Svavars Gests- sonar? - Ég er að tala um það, að þjóðin verður að sjá að Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson sem eru hinir tveir óskoruðu foringjar þessara fylk- inga innan flokksins, þeir vinni saman, og þá ekki bara útávið heldur einnig af heilindum inná- við. Þessum mönnum verður að takast að bræða sig saman og þeir þurfa að fá til liðs við sig ungt og starfsfúst fólk. - Það hefur margt jákvætt gerst frá þvf á síðasta landsfundi. Það hefur verið tekið rækilega á stefnumótun flokksins og það er búið að móta nýja og ferska stefnu í ýmsum málum eins og t.d. verkalýðsmálum. En sam- fara nýrri stefnu þarf líka að kalla til nýtt fólk í þann hóp, sem gagnvart þjóðinni er andlit flokksins. Ég er vitaskuld að tala um þingflokkinn. Þingmenn eins- og aðrir sem vinna á vegum flokksins, hvort heldur þeir eru ritstjórar eða sveitarstjórnar- menn verða að þekkja sinn vitjunartíma. Ég tel til dæmis • lífsspursmál fyrir flokkinn að fá miklu fleiri konur í þingið. Já, í sannleika sagt, þá þarf uppstokk- un í þingflokknum. Þú vilt hafa uppskipti í þingf- lokknum og sýna nýja forystu í flokknum útávið en samt talar þú áfram um lykilmennina, lykil- menn þeirra fylkinga sem eldað hafa grátt silfur saman innan flokksins á undanförnu, þe. að segja fyrrverandi formann og nú- verandi formann. Stangast þetta ekki á? - Alls ekki. Þessir menn eru hinir óskoruðu leiðtogar sem flokkurinn á í dag. Báðir eru geysilega starfshæfir, báðir hafa yfirburðareynslu og það er alveg ljóst að báðir njóta virðingar hjá þjóðinni. Kanski menn móðgist þegar ég segi, að í þessu tilliti má líta á flokkinn eins og hvert ann- að fyrirtæki. Flokkurinn hefur fjárfest í þessum mönnum og einsog sakir standa eru það þeir sem eru best í stakk búnir til þess að koma honum á framfæri við þjóðina. Það getur vel verið að hvað þá varðar hafi um skeið ver- ið vík á milli vina. Þeir eru hins vegar báðir fagmenn og hljóta að gera sér ljóst, að til þess að hags- munir flokksins nái fram að ganga verða þeir að bræða sig saman. Kannski þurfa þeir að kyngja svolitlu af stolti til að það takist, en af reynslu get ég fullyrt að það er ekki vont á bragðið. Hefur þú orðað þennan sátta- tón við forystumenn í flokknum og þá fengið einhver viðbrögð? - Ég tala stundum við fólk, meðal annars forystumenn úr mínum eigin flokki. Þá ber nátt- úrlega ýmislegt á góma. Ég verð ekki var við annað en það sé full- ur vilji til þess að ná saman. Skyn- semin er að ná yfirhöndinni. Kosningar geta flýtt fyrir sáttum En hefur þú trú á því að flokk- urinn geti aftur náð tiltrú almenn- ings? - Við skulum bara skoða stöðuna eins og hún er á stjórnmálasviðinu í dag. Það er eftirspurn eftir harðri stjórnar- andstöðu. Skoðanakannanir sýna endurtekið að ríkisstjórnin hefur stuðning minnihluta kjós- enda. Mér hefur sýnst að í dag sé Steingrímur Hermannsson að- alstjórnarandstæðingurinn. Það er því full þörf fyrir sterkan og samhentan flokk sem getur veitt þessari íhaldsstjórn aðhald og komið henni sem fyrst frá völd- um. Slíkur flokkur hlýtur að eiga sína möguleika. Forystumenn flokksins, þeir Ólafur, Svavar og fleiri njóta álits og ég finn einnig að margir yngri og óþekktari forystumenn hafa farið vaxandi í áliti almennings. Ég nefni til dæmis Svanfríði Jón- asdóttur á Dalvík, varaformann flokksins. Ég hlýt því að álykta svo að ef flokknum tekst að koma fram sem ein heild og koma sjálf- um sér í vinnuhæft ástand, þá muni menn alvarlega íhuga hvort ekki sé rétt að styðja Alþýðu- bandalagið. Eru menn ekki að falla á tíma, ef t.d. verður boðað til kosninga í haust, sem er alls ekki ólíklegt? - Nei ég held ekki. Verði kosn- ingar með stuttum fyrirvara í haust, þá munu slíkar aðstæður hraða þeirri þróun sem ég hef hér verið að lýsa. Þá sæju menn, að það er einfaldlega ekki hægt að fara í slíkar kosningar nema sýna það svart á hvítu að umskipti hefðu átt sér stað innan flokksins. Það þyrfti meðal annars að koma fram í djörfum fléttum, ekki síst varðandi framboðslista út um landið. Nei, kosningar í haust eru síður en svo óæskilegar fyrir Alþýðubandalagið. Þær myndu einungis knýja menn til að horfast í augu hver við annan og raunveruleikann. Það er tími til kominn. ^g- NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.