Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 20
DÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓniR Nýr og gamall Chuck Berry Á þessu ári kom út tveggja platna albúm þarsem raðað erí tímaröð alvinsælustu lögum Chucks Berry, rokkar- ans gamla sem enn erað í fullufjöri... ferðastaleinnmeð gítarinn millistaða og leikur með hljómsveitum á staðn- um. Karlinn er svo sem ekki á graf- arbakkanum, öðruhvorumegin við sextugt... fæddur í St. Louis í Bandaríkjunum 18. október 1926 eða 1931 - uppsláttarritum ber ekki saman... en hvað sem því líður þá er það staðreynd að eng- inn músikant frá árdögum rokks- ins hefur haft eins víðtæk áhrif á rokkmúsik og Chuck Berry... ber þar kannski fyrst að nefna rok- kgítarleik en ekki má gleyma smellnum textum Chucks Berry, sem auk þess að innihalda skemmtilegar almennar smá- sögur úr daglega lífinu eru ljóð- rænt saman settir með rími og öllu!_ hann gæti jafnvel hafa verið af íslenskum kvæðamanna- ættum í fyrra lífi... alla vega er Chuck Berry oft kallaður fyrsta rokkskáldið. Of langt mál yrði að telja upp lögin 36 á þessu tveggja platna albúmi, sem ber nafnið Hail! Hail! Rock'n’Koll, en rétt að nefna nokkur af þessum ekta rokklögum sem orðin eru svo sjálfsögð í eyrum þeirra, sem á annað borð hafa eitthvað heyrt af slíku, að fólk hugsar ekki út í að einhver hafi búið þau til - þau hafa bara alltaf verið spiluð. Fyrst ber að nefna Maybelline, fyrsta lagið sem Chuck Berry lék inn á plötu, árið 1955, og stikla á Roll over Beethoven, Rock & Roll Music, Sweet little sixteen, Johnny B. Goode, Around and around, Carol, Back in the U.S.A., Memphis Tennessee, Come on, You never can tell, Promised land, fram til My Ding- a-ling sem út kom 1972... og nú spyr kannski einhver: Hvað er verið að tuða um einhvern gaml- an karl á poppsíðu Þjóðvilj- ans?... Auðveldast hefði verið fyrir mig að senda hinn sama á kvikmyndina Hail! Hail! Rock’n- ’Roll, en því miður eru þau í Laugarásbíói hætt að sýna hana vegna dræmrar aðsóknar, sem er hin mesta synd og skömm, þar sem mynd þessi er bæði ljómandi skemmtileg og um leið fræðandi um sögu rokksins. Þrjósku hausinn Myndin er gerð í sambandi við hljómleika sem Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, réðst í að halda með og í virðingarskyni við Chuck Berry, þar sem hann var orðinn leiður á að sjá og heyra í þessari rokkgítarfyrir- mynd sinni á hljómleikum með misjafnlega mikið lélegum hljómsveitum... þannig að gamli maðurinn fengi að minnsta kosti einu sinni á ævinni að njóta þess að spila með toppmúsiköntum. Inn í senur frá hljómleikunum fléttast svo viðtöl við Chuck Berry, og ættingja hans, aðra tónlistarmenn eins og Little Ric- hard, Jerry Lee Lewis, Eric Clapton og síðast en ekki síst Keith Richards, sem segir glettn- islega frá samskiptum sínum við sérviskupúkann og þrjósku- hausinn Chuck Berry, sem t.d.'er ákveðinn í því að gamli gítar- magnarinn hans skuli stilltur eins og hann hafi alltaf verið stilltur, hvað sem allir heimsins bestu hljóðmenn og -stjórar segi... og eftir miklar og nákvæmar æfingar fyrir hljómleikana er karlinn eins og stríðinn krakki þegar á hólm- inn er komið og ruglar meðspilar- ana dulítið í ríminu... en það er eins gott að þar eru engir skussar á ferð... Keith Richards spilar al- veg yndislega sóló með og á móti kallínum. Aldrei hélt ég að mér ætti eftir að þykja sá gamli sukk- ari Keith Richards sætur, en hann verður það þarna á sviðinu... eins og hrekkjusvínið á götunni sem hefur verið dregið inn úr moldar- haugnum og klætt í sparifötin til að mæta í ammæli... en fær í stað- inn að gera það sem því finnst skemmtilegast í þessu tilviki að spila á gítar með fyrirmynd sinni til margra ára. Og þarna spila þeir Eric Clapton og Robert Cray ryþma, nema hvað þeir fá sóló bæði með rödd og gítar í sitthvoru laginu - Brown eyed handsome man og Wee wee hours. Bobby Keys, sem mikið hefur spilað með Stones, leikur á saxófón, Joey Sampinato á bassa, Steve Jordan á trommur, Chuck Leavell á hljómborð, Ingrid Berry, dóttir Chucks, syngur bakraddir, og einn af hans elstu samstarfsmönnum, Johnnie Johnsonápíanó... ísambandi við hann kemur Keith Richard með þá skemmtilegu kenningu að í raun og veru sé Chuck Berry svona sérstakur g tarleikari því að hann hafi apað eftir píanóleikara sínum - hafi stillt gítarinn eins og píanóið og leiki því píanónótur á hann!... og við erum hér löngu komin út í aðra sálma, eða réttar sagt aðra plötu, því að til er plata með lögum úr þessari kvikmynd og heitir hún það sama og safnp- lata sem ég byrjaði grein þessa á... Hail! Hail! Rock’n’Roll... nema hvað við bætist Original Motion Picture Soundtrack. Auk RSK RÍKISSKATTSTJÓR! Auglýsing samkvæmt 7. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, sbr. ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, um að álagningu launaskatts á árinu 1988 sé lokið. Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagðar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. fyrrnefndra laga, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og á hlunn- indi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða ber af greiddum launum á árinu 1988. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með launaskattsseðli 1988, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 27. ágúst 1988. 29. júlí 1988 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lögn dreifikerfis 11. áfanga hitaveitu í Hafnarfjörð. Útboðsgögn verða afhent að skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 10. ágúst n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ifl Frá Borgarskipulagi Tillaga að deiliskipulagi reits 1.186.5 sem mark- ast af Nönnugötu, Njarðargötu, Urðarstíg og Bragagötu, er hér með auglýst samkvæmt grein 4.4 skipulagsreglugerðar nr. 318/1985. Uppdráttur, skýringarmyndir og greinargerð verður almenningi til sýnis frá 29. júlí til 26. ágúst 1988 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar- túni 3, frá kl. 8.20-16.00 alla virka daga. Athugasemdum skal skila skriflega til Borgar- skipulags eigi síðar en kl. 16.00, 26. ágúst 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík spilaranna sem upp eru taldir mæta til söngs Etta James, Linda Ronstadt og Julian Lennon. Þessi plata er harla skemmtileg, en þó held ég að maður kunni enn betur að meta hana eftir að hafa séð myndina... ef þeir í Laugarásbíói sýna hana ekki aftur væri ekki vitlaust að athuga hvort hún berst ekki í bráð á myndbandi... Þarft að minnast í mynd þessari kemur fram ým- islegt sem þarft er fyrir alla að minnast; t.d. að þegar Chuck Berry var krakki fékk hann ekki vegna hörundslitar síns að fara í bíó í Fox-leikhúsinu, þar sem þessir hljómleikar voru einmitt haldnir, og þar á næstu grösum voru afi hans og amma seld á upp- boði!... einnig kemur fram þarna hversu erfitt það var fyrir svarta músikanta að koma lögum sínum á framfæri á 6. áratugnum, og þá loks það gekk voru þeir féflettir á ýmsan máta. Enda hefur Chuck Berry lært sína lexíu og hefur nú þann háttinn á að hann sér um sínar fjárreiður sjálfur og lætur greiða sér út í hönd áður en hann stígur upp á svið til hljómleika- halds. Chuck Berry hefur nokkuð oft lent í kasti við lögin, í sambandi við nauðganir og skattsvik, en vildi ekkert um það ræða í um- ræddri kvikmynd... brást reyndar hinn versti við. Ekki hef ég lesið neitt nánar um þau mál, nema hvað álitið er að stundum áður fyrr hafi hann verið eltur og dæmdur vegna litarháttarins fremur en sektar. En hvað sem því líður er hann einn mesti rokk- ari fyrr og síðar og segir ekki lítið um áhrif hans á breskt popp að Keith Richards skuli hafa lagt þetta erfiði á sig í þakkarskyni fyrir þau tónlistarleg áhrif frá Chuck Berry sem Rolling Stones hafa notfært sér alla tíð... og svona rétt til að undirstrika að þetta hafi ekki verið tekið út með sældinni segir Keith í umræddri mynd: „Chuck Berry var mér andskotalegri en Mick Jagger hefur nokkru sinni verið,“ og er þá víst mikið sagt! Ég vil bara segja að lokum að tónlist Chucks Berry kemur öllum við sem fást við og hlusta á rokk og popp. Þar af leiðandi vildi ég vera örlítið hjálpleg við þá sem vildu athuga þessar plötur og bendi á innflytjendur þeirra, þó að ég sé yfirleitt á móti slíkum auglýsingum... Skífan flytur inn safnplötuna, en Steinar hafa umboð fyrir hinni. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.