Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 16
Bossinn sjálfur Bruce Springsteen þenur gítarinn fyrir framan tugþúsundir áhorfenda. Poppgoð stígur tiljaróar Það ersjaldgæfur viðburðurað poppgoð blandi svona geði við venjulegt dauðlegt fólk, hvað þá að þau þenji raddbönd sín ann- ars staðar en í gegnum mega- samstæður sínar á íþrótta- leikvöngum, eins og gerðist á Strikinu sl. laugardag. Reyndar er Bruce Springsteen þekktur fyrir að hegða sér ekki eins og önnur poppgoð. Hvar sem hann er á ferð, fer hann að hlusta á óþekktar hljómsveitir á klúbbum og röltir án lífvarða um göturnar að soga í sig götulífið. Og hann hefur áður komið fram í Dan- mörku utan eigin hljómleika. Kannski man einhver eftir Michael Falch, sem leik sjúskaða sakamálablaðamanninn í dönsku myndinni Morð f myrkri. Falch gerðir áður garðinn frægan í hljómsveitinni Malurt, sem var einhver vinsælasta hljómsveit Dana frá því um 1978 og þar til hún hætti 1984. Helsti smellur hljómsveitarinnar var Mod mig i niorket, og þar var ekki fjallað um morð í myrkri, heldur nætur- líf stórborgarinnar á svipaðan hátt og Brúsi lýsir lífi næturhrafn- anna. Svo gerðist það vorið 1981, að Brúsi mætti sjálfur til Kaup- mannahafnar að halda hljóm- leika. Peir áttu að vera 2. maí, en tveim dögum áður bárust þær fregnir að Bruce væri kominn til borgarinnar. 1. maí brá Michael Falch þeim vana sínum að ganga með rauðliðum um göturnar. Þess í stað hékk hans eins og ó- tíndur poppaðdáandi í anddyri hótelsins þar sem Brúsi bjó, í þeirri veiku von að hitta goðið í eigin persónu. Eftir nokkurra klukkustunda bið, kom Brúsi niður með hljóm- sveit sinni, og Michael flaug á hann. Brúsi tók honum vel, en sagðist því miður vera að flýta sér á staðinn þar sem tónleikar hans yrðu daginn eftir - hvort hann gæti ekki skutlað þessum aðdá- anda sínum eitthvað í leiðinni og þeir gætu talað saman í bílnum? Þeir töluðu um tónlist og Dan- mörku og Ameríku. Michael lét þess að sjálfsögðu getið að hann spilaði líka í hljómsveit og bætti því við að reyndar væri hún að spila um kvöldið á 1. maí fagnaði Vinstrisósíalista og Brúsi væri meira en velkominn. Brúsi tók við nafni á stað og hljómsveit en lofaði engu og hleypti svo Micha- el út á einhverju horni, þar sem hann gat náð í strætó heim. Um kvöldið dunaði vinstrisósí- aliskur dans í Forum. Michael þandi raddböndin, en enginn sást Brúsi, og hver hafði svosem búist við því? Það leið að lokum dans- leiks, Mulurt var klöppuð upp, síðan aftur og loks í þriðja sinn. Hljómsveitin átti sér fast lokalag, og Michael kynnti það eins og vanalega: „Við ætlum að leika hér eitt lag sem heitir Hungry He- art, og það er eftir náunga sem heitir Bruce Springsteen.“ Mic- hael söng fyrsta erindið eins og vanalega, en þegar kom að við- laginu hafði lágvaxinn og snagg- aralegur maður laumað sér inn á sviðið og tók undir. Brúsi var mættur, hafði hlustað á nokkur lög og vildi gjarnan taka undir í lagi sem hann þekkti vel. Hljóm- sveitinni fipaðist aðeins, trom- muleikarinn missti úr takt, en svo var rennt í annað erindið, sem Brúsi söng sjálfur, en hljóm- sveitin kyrjaði undir sem best hún gat. Á milli erinda ráku þeir Brúsi og Michael upp rokur á víxl, annar í sallarólegu bana- stuði, hinn allur á nálum og stundum falskur. í enda lagsins kvaddi Michael með orðunum. „Tak skal du ha’. Tak skal I ha. God nat“. Reyndar höfðu fæstir tekið eftir því að einhver annar en Mic- hael Falch söng þetta lag. Flestir voru of uppteknir við að dansa, að reyna við eða að ná sér í síð- asta bjórinn, svo að aðeins þeir sem stóðu upp við sviðið og vissu auk þess hvernig Bruce Spring- steen lítur út, gerðu sér grein fyrir því að hann var mættur þarna. Sennilega hefði enginn trúað því, heldur haldið því fram að sögu- maður hefði fengið sér eitthvað sterkari en bjór, ef hljóðstjóri Malurt hefði ekki verið með segulband í gangi. Upptakan komst einhvern veginn vestur um haf og var þar rennt í plast á sjó- ræningjaplötunni By the River. Þar stendur einfaldlega á um- slaginu „With the group Maulurt, live in Forum Copenhagen lst of May 1981“. -G.G. atburð. „Þetta var einsog að hitta gamlan vin því ég hef leikið lögin hans þúsund sinnum. Hann er því hluti af mér og raddir okkar eru líkar.“ Tónleikarnir á Strikinu stóðu í rúmar 11 mínútur og eftir að þeim lauk faðmaði Bossinn hinn íslenska kollega sinn að sér. „Ég sagði Bruce að hann þyrfti að æfa sig aðeins betur á kassagít- arinn ef hann ætlaði að slá í gegn sem götutónlistarmaður. Hann gerði ýmis mistök sem ég varð að lagfæra fyrir hann. Að slepptu öllu gríni þá er ég mikill aðdáandi hans. Hann er ekta rokkari. Hann er sterkur persónuleiki og þegar maður kemst í návígi við hann verður maður sjálfur sterk- ur.“ Það hefur löngum verið sagt að frægðin komi að utan. Jón varð þekktur um alla Danmörku eftir þessa uppákomu, því tveir dansk- ir piltar, sem voru að reyna nýja myndbandaupptökuvél á Strik- inu festu atburðinn á spólu, sem danska sjónvarpið sýndi. Myndin hefur líka verið sýnd í fréttum norska sjónvarpsins og þess ís- lenska. Þá slógu dönsku blöðin atburðinum upp og til að mynda var forsíða Ekstrablaðsins undir- lögð undir mynd af atburðinum og inni í blaðinu var heil opna um uppákomuna. Jón er því þekkt- asti götumússíkant Kaupmanna- hafnar í dag og þó víðar væri leitað. Hann gengur reyndar undir nafninu Jójó hjá baunan- um. Nú er bara að bíða og sjá til hvort hin nýja íslenska stjarna kemur aftur til íslands og tekur lagið í Austurstræti. -Sáf Jón Magnússon í Austurstræti áður enhannfórtil Danmerkur og sló igegn á Strikinu. það tvisvar heldur fékk hann gít- ar hjá Jóni og saman léku þeir þrjú lög eftir Bruce Springsteen, „I‘m on Fire“, „The River“ og „Dancing in the Dark“. Eins og að hitta gamlan vin „Þegar Bruce byrjaði að spila vissi ég að ég ætti að leika undir með honum," sagði Jón við danska blaðamenn eftir þennan Enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Fyrir nokkrum árum stóð ungur íslenskur piltur, af bandarískum ættum, í Austurstræti, með gítar og munnhörpu og reyndi að ná athygli vegfarenda. Það fer mjög tvennum sögum af frammistöðu drengsins, samt jókst vegur hans og hann fór að raula fyrir matargesti á Gauknum. „Hann spilaði þar í nokkur skipti en var svo púaður út,“ sagði heimildarmaður blaðsins um afrek piltsins á íslenskri grund. Skömmu seinna yfirgaf pilturinn landið og hélt til Kaupmannahafnar. Þar hagaði röð tilviljana því svo til að piltur- inn varð frægur fyrir það að lána Bruce Springsteen annan gítar- inn sinn og leika og syngja með honum á Strikinu í Kaupmanna- höfn. Pilturinn sem var púaður út til Kaupmannahafnar heitir Jón Magnússon og er 28 ára að aldri. Sjálfur segist hann hafa vitað að Bruce myndi koma á Strikið og taka lagið þar, því Bossinn sé tón- listarmaður sem fái ekki fullnægt allri sinni sköpunargleði fyrir framan þúsundir manna. Jón var að leika lag eftir Bruce þegar Bossinn kom gangandi eftir Strikinu með einn lífvörð með sér. Hann kallaði til goðsins: „Bruce! Komdu og hjálpaðu mér!“ Ög goðið lét ekki segja sér Bruce Springsteen ogjón Magnússon tóku lagið á Strikinu í Kaupmannahöfn og slógu rækilega í gegn Sló í gegn á Strikinu 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.