Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 21
Dansa * a kvenna- þingi Nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur á opnunarhá- tíðinni í Osló Á opnunarhátíð kvenna- þingsins í Osló verður framlag íslands nýtt frumsamið dan- sverk eftir Auði Bjarnadóttur. Hún leitar fanga í norrænu goðafræðinni, þar sem norn- irnarþrjár, Urður, Verðandi og Skuld, sköpuðu mönnum ör- lög. - Þegar tillaga kom um að ég semdi verk í tilefni af kvenna- þinginu, fannst mér henta vel að vinna úr gamalli hugmynd minni um dansverk, sem segði frá skap- anornunum. Þær eru örlaganorn- ir og hafa alvarlegt hlutverk, bera mikla ábyrgð, þar sem þær vökva ■ ■. Lára, Helena og Asta í hlutverki nomanna þriggja er sköpuðu mönnum örlög í goðafræði Norðurlandabúa. Mynd: Sig. lífstréð og vefa lífsþráðinn við Urðarbrunninn, sagði Auður. Verkið er samið við tónverkið Þrenning, eftir Misti Þorkelsdótt- ur. - Þegar ég hlustaði á tónverk- ið fannst mér það eins og skapað fyrir þetta. Það hefur þennan grófleika, sem ég var mjög ánægð með. Auður sagði að svo vel hefði viljað til að íslenskir tónlistar- menn ætluðu að flytja verkið á tónleikum í Osló og auðsótt mál, að fá þá til að flytja það með ball- ettinum á opnunarhátíðinni. Hljóðfæraleikaramir em þau Guðríður Sigurðardóttir, sem leikur á píanó. Lovísa Fjeldsted leikur á selló og Jón Aðalsteinn Þorkelsson á klarinett. Ásamt fleimm munu þau halda tvenna tónleika á kvennaþinginu, þar sem flutt verða tónverk eftir þrjár íslenskar konur. í hlutverki skapanornanna em þær Helena Jóhannsdóttir, Asta Henriksdóttir og Lára Stefáns- dóttir. Þær eru allar í dansflokki Þjóðleikhússins og hafa æft stíft undir stjóm Auðar síðasta einn og hálfan mánuð. Auður sagði að Lára myndi einnig verða með danstúlkun um sifjaspell á þing- inu, en frá íslandi verður fyrir- lestur um það efni. Á opnunarhátíðinni á Akers- hus Festning verða 4 svið, sem standa fyrir jörð, vatn, loft og eld. Skapanornirnar verða á jörðinni og sagði Auður að til stæði að hafa lifandi fum á hvolfi, með ræturnar hangandi niður, sem sviðsmynd. mj Undarleg ósköp að vera kona Kaflar úr íslenskum leikritum á kvennaþinginu í Osló. Vitnisburði sögunnar um viðhorf til kvenna skotið inní Fyrir Bandalaa kvenna í Reykjavík hefur Ásdís Skúla- dóttir tekið saman dagskrá, sem flutt verður á kvenna- þinginu í Osló. Með henni í för eru Sigurður Karlsson og Hanna María Karlsdóttir, sem leika hluta úr 5 íslenskum leikritum, en milli þátta skýtur Ásdís inn völdum brotum af spjöldum sögunnar og síðum bókmenntanna. - Ég reyni að hafa þetta í létt- um dúr, þó mér sé voðalega mikil alvara. Ég vitna í orð frægra manna um kvenmanninn og einn- ig í íslenskar bækur. Hvernig þessir menn hafa í raun og vem skapað viðhorf okkar til kynj- anna, þó lítið hafi verið talað um það, sagði Ásdís. Kvígan og kyndillinn Hún sagðist byrja á biblíunni, þar sem konan er ómerkilegt rif úr mannsins síðu. Síðan koma kirkjuþingin. - Á kirkjuþingi í Nikea árið 325 var rædd sú viða- mikla spurning, hvort konur hefðu sál eða ekki. Þar var disk- úterað hart og mikið í þrjá daga og að lokum samþykkt með eins atkvæðis mun, að konur skyldu teljast hafa sál. - Síðan vippa ég mér í íslands- söguna. Tala um að víst var jafnrétti í upphafi, því konur máttu nema land eins og karlar. En hvað kemur svo í ljós? Jú, karlmenn máttu nema land með hjálp skipsfélaga sinna. Allt það land sem þeir komust yfir með kyndli frá sólarupprás til sólar- lags. Konurnar lögðu af stað með kvígu og ef hún var stöð, gat þetta gengið erfiðlega. Eins og í dag var jafnréttið á pappírunum, en jafnstaða gagnvart möguleikan- um ekki til staðar. - Niðurstaðan er spurningin um, að hve miklu leyti við höfum gengið veginn til góðs. Erum við ekki ennþá að drösla fjandans kvígunni og þeir hlaupa um frjálsir eins og fuglinn með kynd- ilinn. Mætir menn margt látiö frá sér Ásdís sagði að hún væri búin að viða að sér efni lengi og mestur vandi hefði verið að velja úr öllu Hanna María og Sigurður Karlsson eru á leið til Osló. MyndAri. því, sem mætir menn hefðu mælt gegnum tíðina. Ýmislegt er sótt til grísku heimspekinganna, og meðal síðari tíma spekinga má nefna Freud og kenningu hans um tippaöfundina. Svo dæmi séu tekin úr safni til- vitnanna, þá er er haft eftir siða- bótarmanninum Martin Luther: - Náttúran hefur gefið konum breiðar lendar og stórt bak og þar með látið í Ijós þann vilja sinn, að þær eigi að sitia kyrrar og gæta bús og barna. Ásdís skaut því aft- anvið að honum hefði ekki dottið í hug, að með þessar breiðu lendar væru konur haganlega gerðar til að sitja við skriftir eins og hann. Bútar úr 5 leikritum Leikritin 5 sem þau Hanna María og Sigurður, flytia stutta búta úr eru: Guðrún Ósvífurs- dóttir, eftir Þórunni Sigurðar- dóttur, Blýhólkur, Svövu Jakobsdóttur, Reykjavíkursögur Ástu Sigurðardóttur í leikgerð Helgu Bachmann og tvö verk Kjartans Ragnarssonar, Sauma- stofan og Jói. í lokinn syngja um 20 konur úr Bandalagi kvenna í Reykjavík, lagið „Kvenmannslaus í kulda og trekki kúrir saga vor...“. - Þær syngja þetta lag í von um að nú séu þær að komast á spjöld sög- unnar. Fyrirhugað er að sýna „Undar- leg ósköp að vera kona“ tvisvar á kvennaþinginu og sagðist Ásdís hafa heyrt að báðar sýningamar yrðu miðvikudaginn 3. ágúst. Þær verða í nýstandsettu leikhúsi við höfnina í Osló og heitir það Black Box Teater. nrj NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.