Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 24
eðlurnar og við Væri okkur ekki fjandans nær að spyrja um annað en burtsofnun risaeðla fyrir 65 miljónum ára? Risaeðlur: þær voru stórveldi, þær liðu undir lok. Risaeðlurnar dóu út fyrir sex- tíu miljónum ára (eða sextíu og fimm), hver höndin er uppi á móti annarri í ríkisstjórninni, lítilstelpa á Leifsgötunni bætti tveim tönnum í munn sér, skógar heimsins eyðast með geigvænlegum hraða. Hvað er stórt og hvað er smátt? Hvernig stendur á því að við höfum skrýtna ánægju af illum tíðindum og hrollvekjum en bregðumst alltaf við þeim eins og allt verði samt i lagi í þessum besta heimi allra heima? Nú er stórt spurt. Vinsæl kvikindi Ég var annars að lesa um risa- eðlurnar sem ríktu á jörðunni í hundrað og fjörtíu miljón ár. Þær syntu í sjónum og flugu í loftinu og hlömmuðu sér yfir fen og flóa og gleyptu í sig feiknin öll af gróðri og sumar voru rándýr búin feiknarlögum skögultönnum og kjötsögum. Svo hurfu þær. Menn segja að þær hafi verið stærstu mistök þróunarsögunnar. Kann- ski höfðu þær of lítinn heila. Kannski voru þær orðnar of stór- ar. Síðustu misseri hafa sífellt verið að koma upp nýjar kenn- ingar um það, hvernig á því stóð að þær dóu út. Eitt misserið eru allir afskaplega skotnir í þeirri hugmynd, að mikil eldgos á stutt- um tíma eða þá loftsteinahríð utan úr geiminum hafi dregið svo rækilega úr sólarbirtu og yl á jörðunni að á hafi skollið fimbul- vetur, einskonar hliðstæða við þann kjarnorkuvetur sem nú er verið að tala um. Þessu næst finn- ast áttatíu miljón ára gamlar loft- bólur í forngrýti og súrefnisinni- haldið í þeim er helmingi meira en í andrúmsloftinu nú. Kannski var það einmitt þetta sem hjálp- aði risaeðlum til lífs? Kannski gátu þær ekki lagað sig að breyttum aðstæðum þegar heimshöfin fóru að kólna og smækka 10-15 miljón árum síðar og súerfnisinnihaldið féll um þriðjung. Kannski eru svo núna, þegar loftmengun veldur þeim „gróðurhúsaáhrifum“ að loft hlýnar og súrefnismagn eykst, að koma upp hagstæð lífsskilyrði fyrir risaeðlur? Ef þær gætu risið upp frá dauðum og komið sér aftur inn í þróunarkeðjuna. En það geta þær ekki. Hliöstæða viö okkur Risaeðlur hurfu vegna þess að umhverfíð var þeim ekki lengur vinsamlegt. Farið hefur fé fleira. Maður les um það, að 99% af öllum líftegundum sem náttúran hefur fram reitt séu út dauðar og að á hverjum degi séu nýjar teg- undir að hverfa fyrir fullt og allt. Samt gerum .við okkur enga sér- staka rellu út af þessu, nema hvað Grænfriðungar hafa áhyggjur af hvölum og Islendingar eru þeim æfareiðir í nafni þjóðfrelsisins. En við erum afar spenntir fyrir hvarfí risaeðla. Þær eru yfir höfuð feikna vinsælar hjá mennskri kind. Þær eru í mörgum teiknimyndasögum og þær eru bæði elskuleg leikföng í búðum og skelfileg skrýmsli í hrollvekju- myndum. Engu líkara reyndar en við höfum alltaf munað eftir þeim og vitað af þeim langt inni í hug- arfylgsnum löngu áður en fyrstu steingervingarnir fundust fyrir 165 árum: því hvaðan koma hug- arfóstur eins og drekar skelfilegir í fornum sögum? Við erum spennt fyrir risaeðl- um líklega vegna þess að þær voru stórar og voldugar á sinn hátt og þær liðu undir lok. Og við höfum nokkra hugmynd um það að við getum einnig liðið undir lok. Þaö bjargast ekki neitt Þið kannist við það allt: fólks- fjölgun er mikil, það gengur æ meira á auðlindir náttúrunnar, á vatn og mold og skóga, og loftið spillist og eiturefni smjúga um öll vatnakerfi og sjóinn sjálfan, og það kemur gat á ósonlagið. Loft- ið hitnar, jöklar bráðna, sjórinn hækkar, eyðimerkur stækka. Og svo hafa menn atómsprengjuna að grípa til ef aðrar tegundir sjálfsmorðs þykja of seinvirkar. Við getum farist rétt eins og risaeðlur. Munurinn er þó sá, að risaeðlunum verður ekki um kennt sjálfum, en við höfum sér- stöðu: okkar víti er mestan part sjálfskaparvíti. Það er alltaf verið að tala um þetta. Það eru skrifaðar greinar og haldnar ræður og allar náttúr- ukvikmyndir í sjónvarpi eru um þetta. Og oft hefur maður furðað sig á þessum þverstæðum í fari manna: Þeir geta skilið umhverf- isháskann, og þeir geta rætt hann skynsamlega, en það er eins og um leið sé í gangi óhemjusterkt afneitunarappírat í þeim sem segir: æ þetta er ekki svo slæmt. Hvenær hefur ekki allt reddast? Og þeir gera ekki neitt. Þeir eru eins og alkinn sem neitar með öllu að hann drekki meira en gengur og gerist - eins þótt hann sjái risaeðlur skríða upp úr bað- karinu hjá honum í tremmakasti. Þekking er ekki hegöun Hvað segja fræðimenn um þennan fjanda? Þeir eru ekki beinlínis huggunarríkir. Þeir segja að inni í okkur sé feikna- gamalt „lífsforrit“ sem við getum kallað svo, sem gengur út frá því sem vísu að menn geti treyst á „vistfræðilegan áreiðanleika“ umhverfis síns, á það að stórslys- ið mikla komi ekki fyrir. Það hef- ur ekki komið fyrir í þúsund kyn- slóðir. Það er óbærilegt að gera ráð fyrir því nú. Og það gæti orðið löng bið eftir þeirri þróun tegundarinnar, að þekking mannsins rynni honum í merg og bein og breytti lífs- mynstri hans. Á meðan skitnar jörðin og forpestast. Það er göfugt og virðingarvert að boða aðra lífshætti, hófsemi í meðferð náttúrunnar, berjast gegn meng- un. Og þeir hlutir verða allir í vaxandi mæli á hinni pólitísku dagskrá eftir því sem ár líða. Og þessi barátta getur vitanlega bætt margt og framlengt líf okkar eða sæmileg h'fsskilyrði. En hún verður feikna erfið og mörgum þykir örvænt um sigur. Það bjargast ekki neitt, það ferst það ferst. Lærum af sníkjudýrum Þeir sem eygja framtíðarglætu þrátt fyrir þetta, taka hana ekki af beinlínis skemmtilegu sviði. Þeir benda á orma og bakteríur og sveppi og þörunga og skor- kvikindi og suma fugla sem hafa komið sér upp furðulegum hæfi- leikum til að lifa af hvaða eitur og óþverra sem vera skal. Og þeir spyrja: getum við ekki gert það sama? Komið okkur upp ónæmi á nýju stigi sem bjargar kannski ekki þjóðunum en a.m.k. teg- undinni, „viti bornum manni“ frá tortímingu? Hvernig þá? Jú, menn eru farnir að fikta við erfðastofna. Og þar með opnast möguleikar sem menn hafa hing- að til verið fyrst og fremst smeykir við. Menn hafa óttast að erfðaverkfræðinni yrði beint til að „hanna“ einstaklinga af staðl- aðri gerð (eins og vinnudýrin í Fögru nýju veröld, skáldsögu Huxleys). Menn hafa óttast að erfðaslys byggju til einhver skrýmsli eða skaðvalda sem ekki er hægt að stöðva (eins og lýst er í mörgum furðusögum). Menn hafa mótmælt erfðafitlinu á trúarlegum forsendum: hver ert þú, stolti maður, að breyta guðs sköpunarverki? En, segja sumir, kannski get- um við snúið þessum vísindum, hve hættuleg sem þau gætu orðið, okkur til lífs, til „nýsköpunar" á mannfólki sem bætir möguleika okkar til að lifa af? Ekki veit ég hvað páfinn segir um þetta. Eða Sigurbjörn bisk- up. Líklega er valt að treysta þessu. En kannski rétt að gleyma ekki heldur þessari smugu alveg- meðan við teljum tennur í barns- munni og skoðum með velþókn- un nýja sprota á trjánum sem enn leggja það á sig að teygja sig til himins fyrir okkur. 24 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.