Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 12
RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1988 sé lokið. Samkvæmt 1. mgr 98. gr. laga nr. 75 14. september 1988 um tekjuskatt og eignarskatt er hér meö auglýst, aö álagning uopinberra gjalda á árinu 1988 er lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru sam- kvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og 3. gr. þeirra. í álagningarskrá kemur m.a. fram álagður tekjuskattur og útsvar sem koma til innheimtu, en skv. 2. gr. laga nr. 46/1981 ber að fella niður innheimtu á álögðum tekjuskatti og útsvari af launatekjum ársins 1987. Álagningarseðlar skattaðila er sýna álögð opinber gjöld 1988 sem skattstjóra ber að leggja á hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að kirkju- garðsgjöldum undanskildum, sem þessum skattaðil- um hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1988 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar eða eigi síðar en 27. ágúst nk. Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkomandi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skatt- stjóra dagana 29. júlí-12. ágúst 1988, að báðum dögum meðtöldum. Ákvarðaðar húsnæðisbætur 1988 eru birtar rétthöfum á álagningarseðli 1988. Athugasemdir við ákvörðun skattstjóra varðandi húsnæðisbætur skulu berast skattstjóra viðkomandi umdæmis fyrir 1. september 1988. 29. júlí 1988 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. 1 Öldrunarráð íslands Norræn námsstefna að Hótel Lind, Rauðarárstíg Föstud. kl. 9.00 Öldrunarmál á 12. ág. Islandi í dag. kl. 10.00 Varðveisla söng- og tónlistarhefðar. kl. 11.00 Húsakostur til forna. Mánud. kl. 10.00 íþróttir sem heilsu- 15. ág. gjafi í fortíð og nútíð. kl. 11.00 Aldraðir í íslendinga- sögunum. kl. 13.00 Hlutv. aldr. í list- sköpun og túlkun. Erindi og umræður fara fram á skandinavísku. Þátttökugjald: 500 kr. hvorn dag, án máltíða. J - SKAÐI SKRIFAR: Svo skal böl bæta Sjálfstæðisflokks Ég, Skaði, hefi áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum mínum og hvernig honum reiðir af í stjórnarsam- starfi við það flagð undir fögru skinni sem Fram- sókn er og hefur alltaf verið frá því ég man eftir mér. Eg hefi verið að hugsa vaxtamálið og sé að það er hættulegt flokknum. Flokkurinn veit, eins og Mogginn segir líka, að það er hvorki hægt að lækka vextina (því þá tapa fjármagnseigendur eins og ég) né heldur hafa þá svona andskoti háa (því þá fara allir á hausinn með sinn rekstur). Það verður að vera bæði fjármagn og rekstur, það sér hver maður. Þetta sér Framsókn og segist vilja lækka vexti og græðir stórlega á því að skipta þjóðinni í tvær fylkingar sér í hag, hávaxtamenn og lágvaxta- menn. Við Sjálfstæðismenn verðum að forðast slíkar brellur. Ég hefi alltaf haldið því fram að við ættum að rúma sjálfir allar helstu skoðanir í þjóðfélaginu, að minnsta kosti í málum eins og peningamálum. Við eigum að halda ágreiningnum innan dyra og hleypa honum ekki út um allt þjóðfélagið þar sem Framsókn eða Kommar geta tekið hann upp á sinn horaða eyk og pískað sig svo áfram í dauða og djöfli öllum til vansældar og armæðu. Ég var að velta þessu fyrir mér og ég sá hvernig þeir hafa það félagarnir í Demókrataflokknum bandaríska. Þeir fá sér forseta og varaforseta og skipta með sér verkum. Dukakis tekur að sér að vera meö sköttum, en varaforsetaefnið er á móti þeim. Dukakis vill ekki að allir fái byssuleyfi en Bentsen vill ekki skerða skotfrelsi í heimahúsum. Og svo framvegis. Ég sá strax að þarna er lausnin fundin. Vitanlega höfum við alltaf átt hina og þessa menn í Sjálfstæðisflokkunm sem dekkuðu hitt og þetta. En menn hafa samt verið alltof mikið að bagsa við að þykjast hafa eina stefnu í megindrátt- um. Það ermjög til óþurftar. Það væri nærað setja fastar reglur um formann og varaformann Sjálf- stæðisflokksins. Annar á jafnan að vera hægri- krati og dekka félagsmálakjaftæðið, en hinn á að vera nýfrjálshyggjumaður og dekka einkafram- takið. Sáfyrri er þá með vaxtalækkun og allskonar niðurgreiðslum og veseni og ofskipulagningu yfir- leitt og hann tekur líka að sér fyrirgreiðsluna í dreifbýlinu. Flinn síðari heldur fast og ákveðið á rétti fjármagnseigenda, heldur uppi hávaxta- stefnu, vill selja Landspítalann og Póst og síma. heldur fram útþenslu borgríkisins og beitir styrk hinnar ósýnilegu handar markaðarins sem stýra mun oss í stormi lífsins án þess að stýra oss. Þar með er búið að stela öllum málum af hinum flokkunum og flytja þau inn í Sjálfstæðisflokkinn þar sem þau eiga heima eins og ég og þú. Það getur náttúrlega veriö spursmál stundum hvor á að vera formaður og hvor varaformaður, hægrikratinn eða sá markaðsfrjálsi. Það kemurtil greina að láta þá skipta um embætti á tveggja eða fjögurra ára fresti. Það kemur líka til greina að skipta ekki um menn heldur skoðanir - m.ö.o. formaðurinn er eitt árið nýfrjálshyggjumaður og annað hægrikrati. Það er meira að segja nokkur hagræðing í því. Þetta er nokkuð snjallt hjá mér, þótt ég segi sjálfur frá. < O ' < CO O cx. Einfaldara getur það ekki verið Þannigergjaldmiðill (1) peningur vegna innri virðis hans og gjaldmiðill (3) vegna Jagaákvæða þar að lútandi. Hið sama gildir ekki um gj aldmiðil (2) þar sem hann er lof- orð um greiðslu á gjald- miðli (1) eða gjaldmiðli (3) . Slík loforð eru aldrei algjörlega traust eða að minnsta kosti þurfa ekki allir einstaklingar að vera meðvitaðir um að svo sé. Hagfræ&ingur í Morgunblaðinu. Ég má vera með líka Sjálfumglaðirráðherr- ar halda því fram að þeir einir séu færir um að sitj a íríkisstjórn. Það er rangt. Albert Guðmundsson f Morgunblaðinu. Og Davíð Oddsson er Nelson Mandela En mér er einfaldlega farið að blöskra það virð- ingarleysi sem okkur úr þéttbýlinu er sýnt úti á landsbyggðinni. Þaðmá líkja þessu við Suður- Afríku með dálitlum rétti, þar sem meirihluti landsmanna, þeir hör- undsdökku, eru flæmdir innálitla landsskika, svokölluð heimalönd og þurfa leyfi til að yfirgefa þausvæði. Reykvfkingur f Morgunblaðinu. Þarsem enginn þekkirmann Þegaríslendingur gengur á götu í Helsinki, höfuðborg Finnlands, verðurhannekki greindur frá öðrum veg- farendum. Morgunblaðið. ífornöldá jörðu vara frækorni sáð Þávarkomið að há- punktinum, gróðursetn- ingu foringjatrésins. Foringjatréð er helgað Steingrími Hermanns- syni. Tfminn um skógræktar- farð ungra Framsóknar- manna. Margurverður af auraumapi Við töldum að banka- menn hefðu eitthvert vit íkollinumsjálfir. Það virðist ekki vera, sagði Steingrímur Hermanns- son. DV 12 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ S,\J v1»1A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.