Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 27
Myndbandaskólinn Sjaldan eða aldrei hefur almennur áhugi fyrir myndböndum og myndbandagerð verið meiri hér- lendis, en einmitt á síðustu misserum. í vissu tilliti getur sá áhugi skoðast sem bein afleiðing þeirrar ótrúlegu grósku er verið hefur í íslenskum fjölmiðla- heimi að undanförnu. En einnig má benda á að aldrei fyrr hefur jafn frambærilegur tækjabúnaður staðið áhugamönnum á þessu sviði til boða, og það sömuleiðis á tiltölulega viðráðanlegu verði. Áhuga- fólki í greininni fjölgar nánast dag frá degi og þykir því ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN ekki nema tilhlýðilegt, að leitast verði við að koma nokkuð til móts við þarfir þess hér á þessum síðum. Myndbandaskólinn er greinaflokkur sem áætlað er að verði fastur liður hér í helgarblaðinu á næstu vikum. Við hefjum umfjöllunina í dag með því að gera nokkra grein fyrir tækjabúnaðinum, en tökum þegar í næstu viku til við sjálft myndmál kvikmyndagerðar- listarinnar. í þáttum þessum verður einnig fjallað verður um myndbyggingu, myndskurð, notkun Ijóss og lita, hvernig hefðir og venjur kvikmyndagerðarlistarinnar gera ráð fyrir að klippt sé á milli ólíkra myndskeiða sömu senu, hljóð í kvikmyndum, handritsgerð o.fl. o.fl. Öll umfjöllun í greinunum miðast við þarfir byrj- enda í faginu, en þó vonumst við vissulega til að þeir áhugamenn sem lengra eru komnir geti haft af þeim nokkurt gagn og þó umfram allt gaman. Góða skemmtun. Að fanga Ijós „í upphafi var orðið...“ stend- ur skrifað á vísum stað og gamalt máltæki fullyrðir að orð séu tii alls fyrst. En svo eru til þeir sem fullyrða að í raun sé það ljósið sem sé upphaf alls, að í raun megi setja jafnaðarmerki milli efnis og orku. Að efni og orka sé í raun sama fyrirbærið. Að einvörð- ungu sé um e.k. fasamun að ræða. En við ætlum ekki að velta okkur um of upp úr slíkum vangaveltum að svo stöddu. f þess stað viljum við aðeins leyfa okkur að fullyrða, að þegar um kvikmynda- eða myndbandagerð er að ræða, eru orð enganveginn til alls fyrst. Mun mikilvægara er að byrj- andinn í faginu sé sér fyllilega meðvitaður um eðli og eiginleika ljóssins. Geri sér nokkra grein fyrir hvað það í raun er sem hann er að fást við, þegar hann mundar vídeótökuvélina frammi fyrir ómótstæðilega heillandi mótífi: Hann er í raun að fanga á mynd- band viss ljósskilyrði. Þ.e. þau ákveðnu ljósskilyrði, sem upp- haflega urðu hvatinn að þeim hughrifum, er hann með hjálp myndbandatækninnar hyggst koma til skila til væntanlegra áhorfenda sinna. Áður en lengra er haldið er því ekki úr vegi að líta ofurlítið nánar á eðli þess fyrirbæris, sem í raun er grunnforsenda allrar góðrar myndsköpunar, nefnilega sjálfs ljósins. Hvað er Ijós? Það sem við í daglegu tali köllum ljós eru þær bylgjulengdir á rafsegulbylgjusviðinu svokall- aða, sem augað er gert til að skynja. Sýnilegt ljós er sem sagt strangt tií tekið og í raun sama fyrirbæri og rafsegulbylgjur þær sem notaðar eru til að varpa út sendigeislum hljóðvarps og sjón- varps. Aðeins af annarri bylgju- lengd. Bylgjulengdir sýnilegs ljóss eru á sviðinu 400-800 nm. En til sam- anburðar er kannski rétt a.ð geta þess hér að einn nanometri sam- svarar einum miljarðasta hluta úr millimetra. Við upplifum síðan hinar mismunandi bylgjulengdir ljóssins sem mismunandi liti. Éannig hefur rautt lengstu bylgjulengdina (u.þ.b. 800 nm) ogdökkblátt þástystu (u.þ.b. 400 nm). Milli þessara tveggja liggj a síðan bylgjulengdir allra annarra lita litrófsins. Hvítt ljós, eins og t.d. það sem sólin gefur frá sér, inniheldur all- ar bylgjulengdir, þ.e. hefur falið í sér alla liti litrófsins í e.k. skipu- lagðri kaos. Ef við beinum hvítu ljósi undir réttu horni gegnum prisma, getum við brotið það nið- ur í frumeindir sínar, þannig að það myndi litróf hins sýnilega ljóss. Litirnir skiljast að í prism- anu, því sérhver litur hefur sína eigin bylgjulengd. Speglast þeir því og brotna undir mismunandi homi í glerinu. Við getum einnig í grófum dráttum fullyrt að á svipaðan hátt endurvarpi mismunandi efni mis- munandi bylgjulengdum sól- arljóssins til augans. Og sömu- leiðis ef því er að skipta, til linsu vídeótökuvélarinnar, sem nemur að sjálfsögðu hinar mismunandi bylgjulengdir sem mismunandi liti ólíkra flata og hluta í umhverf- inu. Þannig endurvarpar hvítur flötur öllum bylgjulengdum sól- arjóssins til baka til linsunnar, en svartur drekkur aftur á móti í sig flestar þeirra. Blár flötur endur- varpar einvörðungu þeim bylgju- lengdum sem samsvara bláu í litr- ófinu, en drekkur í sig aðrar. En meira um það síðar. Upptökuvélin í dag er til á markaðnum því- líkur fjöldi ólíkra tegunda upp- tökuvéla fyrir myndbönd, að ó- gerningur er að gera þeim öllum fullnægjandi skil í greinarkorni sem þessu. í þess stað verður brugðið á það ráð að lýsa í grófum dráttum eiginleikum einnar slíkrar, sem um margt get- ur talist dæmigerð fyrir hvernig slíkar vélar vinna. Hér er um að ræða vél sem byggir á Trinicon myndlampanum frá Sony. Pað skal þó tekið fram að um tölu- verða einföldun er að ræða, því ferlið er vissulega flóknara en sem samsvarar eftirfarandi lýs- ingu. Videótökuvél vinnur á svipað- an hátt og sjónvarpsviðtæki, nema með öfugum formerkjum. Hún umbreytir mynd þeirri sem linsa hennar fangar í röð staðl- aðra rafboða, sem sjónvarpsvið- tækið síðan þýðir og skilar sem fullbúinni mynd á skjáinn. Linsa myndavélarinnar (1) safnar ljósgeislunum sem endur- varpast frá myndefninu og varpar myndinni gegnum glerplötu (2) á framhlið myndlampans. Því næst smýgur ljósið gegnum plötu (3) sem alsett er örsáum prismum, sem kljúfa ljósið niður í frumlit- ina rautt, blátt og grænt, en úr þeim litum má við ljósblöndun fá fram alla aðra liti litrófsins. Eftir að ljósið hefur verið klofið niður í frumlitina fer það gegnum s.k. elektróðu, eða raf- skaut (4) og hafnar um síðir á markskífunni svokölluðu (5) sem þakin er ljósnæmu efni. Þegar skífa þessi er lýst gefur hún frá sér elektrónur með neikvæða hleðslu sem varpast síðan til baka á raf- skautið. Sérhver elektróna sem mark- skífan geislar frá sér skilur eftir jafn stóra jákvæða hleðslu og samsvarar sú hleðsla þeim ljós- styrk sem fellur á skífuna á hverj- um tíma. Því meira ljósmagn sem fellur á tiltekinn punkt markskíf- funni og les hleðslu hennar frá vinstri til hægri, ofanfrá og niður. Hleðsla þeirra rafboða sem hún sendir frá sér hverju sinni sam- svarar að sjálfsögðu hleðslunni í hverjum punkti hinnar rafhlöðnu myndar markskífunnar. í næstu viku verður ffjall- að um myndsegulbands- tækið og sjón varpsvið- tækið. unnar hverju sinni, þeim mun hærri hleðsla verður eftir í við- komandi punkti á skífunni. Þannig er markskífan í raun eins konar rafhlaðið kort, eða eftirlíking myndarinnar sem linsa vélarinnar teiknar á hverjum tíma. Elektrónubyssan (6) um- breytir síðan rafhleðslu markskíf-. unnar í rafboð, sem send eru með vissri tíðni til myndsegulbands- tækisins og fram í skjá sjónvarps- viðtækisins. Hún skýtur örmjó- um elektrónugeisla að markskí- NÝTT HELGARBLAÐ - WÓÐVILJINN - SlÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.