Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 29.07.1988, Blaðsíða 29
HELGI ÓLAFSSON SKAK Misjafnt gengi Jan Timman Fyrir u.þ.b. einum áratug átti hollenski stórmeistarinn Jan Timman við einkennilegt vandamál að stríða. Þó hann væri tvímælalaust í hópi fremstu skákmeistara heims tókst honum aldrei að komast upp úr millisvæðamóti á á- skorendakeppni. Píslarganga hans í heimsmeistarakepp- ninni hófst raunar í Reykjavík haustið 1975 þegar eitt svæð- amótanna fór fram að Hótel Esju. Timman var meðal sig- urstranglegustu keppendaog byrjunin lofaði góðu. Þegar hann átti að tefla við skák- manninn Laine frá Guernsey einn laugardag byrjaði ógæfa hans. Laine hafði tapað öllum skákum sínum á mótinu og virtist ekki líklegur til afreka. En Timman misskildi eitthvað tímasetninguna, mætti of seinttil leiks og tapaði. Þó var mikið reynt að ná í hann en hann mætti á slaginu fimm þegar umferðir á hinum dögum fóru fram en þá var hann þrem tímum of seinn. Hvar var Tim- man? spurðu menn því meira að segja lögreglan gat ekki haft uppá honum. En niðurstaðan varð sem sagt sú að skákin var dæmd hon- um töpuð. Þar var súrt í broti, því ég er viss um að hann hefði ekki þurft nema nokkrar mínútur á Guernsey - búann. Honum varð mikið um þetta áfall og síðar í mótinu tapaði hann fyrir Zoltan Ribli og Friðrik Ólafssyni og komst ekki einu sinni í milli- svæðamót. Aftur var reynt nokkrum árum síðar. Hann vann svæðamótið en á millisvæðamótinu sem fram fór í Rio De Janeiro gekk hvorki né rak fyrr en í lokaumferðunum og Timman mátti sætta sig við fjórða sætið en aðeins þrír komust áfram. í Las Palmas 1982 varð Timman um miðjan hóp kepp- enda en árið 1985 var hann í fyrsta skipti kominn í áskorenda- hópinn eftir öruggan sigur á milli- svæðamótinu í Mexíkó. Hann komst áfram í sérkennilegri á- skorendakeppni þar sem 16 stór- meistarar kepptu um fjögur sæti í einvígjum. Sigurvegarinn, sem síðar reyndist Andrei Sokolov, tefldi svo við Anatoly Karpov um réttinn til að skora á heimsmeist- arann. Timman varð í einu af fjórum efstu sætunum og lá þá leiðin í einvígi við Sovétmanninn Artur Jusupov. Hann var álitinn sigurstranglegri og naut þess að auki að tefla á heimavelli en hann olli löndum sínum enn á ný sárum vonbrigðum og tapaði 3:6. Þetta var mikið áfall enda gekk honum herfilega um langt skeið eða þar til hann mætti á IBM-mótið í Reykjavík sem fram fór á síðasta ári. Hann varð í 2.-3. sæti og var ótrúlega heppinn í fjölmörgum skákum. Þar naut hann þeirra eiginleika sem fleytt hafa honum á toppinn, mikillar keppnishörku og útsjónarsemi í vandasömum stöðum. Timman varð svo í efsta sæti á Tilburg-mótinu, 2. sæti á sterku móti í Belgrad, vann Valeri Salov 3‘/2:2V2 í einvígi þeirra í Saint John og sigraði á skákmótinu í Linares stuttu eftir einvígið. Þá var reiknað út að stigatala hans stæði í 2700 Elo stigum. Síðan hefur gengið heldur brösuglega. Jan Timman. Hann mætir Ungverjanum Lajos Portisch í næstu hrinu áskorendakeppninnar. Þeir tefldu 6 skáka einvígi fyrir nokkrum árum og vann Timman nauman sigur og er af þeim sökum álitinn sigurstranglegri. Hér teflir hann við Miqel Short á IBM-mótinu í fyrra. Hann „lenti“ í mótum með Karp- ov og Kasparov og fyrir þessum herramönnum tapaði hann eigi færri en fimm skákum á tveimur mánuðum. Þeir sem hafa spáð honum auðveldum sigri í kom- andi einvígi við Ungverjann La- jos Portiosh sem ávallt er vel undirbúinn eru sem óðast að endurskoða afstöðu sína. Tim- man hefur þó hæfileika sem oft eru vanmetnir í fari skákmanna, að geta bætt sig verulega á tiltölu- lega skömmum tíma. Á mótinu í Linares fyrr á þessu ári, þar sem Jóhann Hjartarson var meðal þátttakenda, vann hann Sovét- meistarann Alexander Beljavskí. Timman vann yfirburðasigur í Linares og var taflmennska hans af sumum líkt við Bobby Fischer. í skákinni við Beljavskí tók hann í sína þjónustu vopn sem dugði Fischer vel gegnum árin, upp- skiptaafbrigðið í spænskum leik og vann snyrtilegan sigur svo minnti á þann mikla meistara sem verið hefur 16 ár í felum. Jan Timman - Alexander Beljav- skí Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5.0-0 f6 6. d4 Bg4 7. c3 (Fischer var vanur að leika 7. dxe5 sem þótti leiða til heldur betra endatafls á hvítt. Þó beitti hann þessum leik í einni af skákum sem gerði uppskipta-af- brigðið vinsælt, gegn Gligoric á Olympíumótinu í Havana 1966 og raunar síðar í sama móti gegn Kúbumanninum Jiminez.) 7. .. Dd7 8. h3 Bxf3 (Kannski hefur Beljavskí ætlað að leika 8. .. Bh5 en séð 9. Rxe5. Á svipaðan hátt vann Fischer Jiminez.) 9. Dxf3 exd4 10. cxd4 Dxd4 11. Hdl Dc4 12. Bf4 Bd6 13. Bxd6 cxd6 14. Hxd6 Rh6 15. Ra3 Db4 16. Hadl 0-0 (Eins og Timman bendir á í aths. sínum gengur 16. .. Dxb2 ekki vegna 17. Dh5+ Rf7 18. He6+ o.s.frv.) 17. Hld2 Rf7 18. H6d4 Dc5 19. Rc4 Had8 20. Ddl! (Á dl styður drottningin vel við bakið á hróknum. Eftir byrjunina, á Beljavskí í vök að verjast.) 20... Hxd4 21. Hxd4 De7 22. Ra5 Hd8 23. b4! (Með þessum leik tryggir hvítur sér lítið en öruggt frumkvæði. Drottningarvængurinn er negld- ur niður, hvítur ræður yfir d- línunni og á kóngsvængnum á hann vísi að frípeði.) 23. .. Kf8 24. a3 Ke8 25. Hxd8+ Rxd8 26. Dd4 Dd7 27. De3 Rf7 28. f4 h6 29. Rb3 Ddl+ 30. Kh2 Rd6 (Beljavskí er einn þeirra sem unir sér lítt í óvirkum stöðum og reynir því að leita sér mótfæra. En hann hefði betur látið kyrrt liggja, 29. leikur hans var vafa- samur því nú vinnur hvítur peð á skemmtilegan hátt.) 31. Ra5 Dc2 32. e5! Rf5 33. DO fxe5 34. fxe5 Rd4 35. Dg4 Df2 36. Rxb7 Kf7 (Eða36... Re2 37. Rd6+ Ke7 38. Dxg7 Ke6 39. Dxh6+ Ke5 40. Rf7+ Kd4 41. Dd6+ og hvítur vinnur.) 37. Rd6+ Kg8 38. Re8! Rf5 39. Rf6+ Kh8 40. Re4 Dfl 41. DO DxO 42. gxO Rd4 43. Kg3 Rc2 abcdefgh - Hér fór skákin í bið en eftir að hafa athugað stöðuna komst Beljavskí að því að frekara við- nám væri tilgangslaust. Fram- haldið gæti orðið: 44. Rd6! Kg8 (44. .. Rxa3 45. e6 o.s.frv.) 45. Rc4 o.s.frv. o HARALDSSON Ný og gömul helgarblöð Það fer ekki framhjá neinum lesanda þessara pistla að þeir hafa flutt sig um set milli viku- daga. Síðasta blað sem ég skrifaði í var dagsett á sunnudegi en þessi pistill birtist á föstudegi. í raun- inni má segja að ég hafi líka skipt um vettvang því á forsíðu þessa blaðs stendur víst Nýtt helgar- blað og Þjóðvilj anafnið er ritað með smáu letri, að því er mér er sagt. Mér þyk j a þetta að sj álfsögðu nokkur tíðindi, einkum og sér-í lagi vegna þess hve leynt þau fóru. Sjálfur vissi ég ekki af því fyrr en um helgina að síðasta Sunnudagsblað hafi verið síðasta Sunnudagsblað sögunnar á veg- um Þjóðviljans, hingað til í það minnsta. Einnig þykir mér at- hyglisvert að Þjóðviljinn skuli verða til þess að rjúfa hefð sem hann átti sjálfur mestan þátt í að komaá. Það er liðin hartnær hálf öld síðan Þjóðviljinn gaf fyrst út sér- stakt Sunnudagsblað þar sem áhersla var lögð á menningarmál, afþreyingu og ýmsan fróðleik frekar en harðar fréttir. Um svip- að leyti gaf Alþýðublaðið einnig út nokkuð veglegt helgarblað. Áðurnefnd tilraun Þjóðviljans stóð ekki lengi því hún varð Finn- agaldrinum að bráð. Þá sló í bakseglin hjá blaðinu og stjóm- endur þess neyddust til að draga saman seglin. Það var svo ekki fyrr en haustið 1974 sem sérstakt Sunnudagsblað Þjóðviljans leit dagsins ljós. Þá var eini munurinn á blöðunum á sunnudögum og öðrum dögum sá að sunnudagsblöðin voru ívið þykkari, en á móti kom að frétt- irnar í þeim voru þynnri í roðinu en aðra daga því þær voru unnar fyrir hádegi á laugardegi. Þjóðviljinn varð fyrstur blaða til þess að endurvekj a þann sið að gefa út menningarlegt Sunnu- dagsblað. VísirogTíminnfylgdu í kjölfarið en hjá Alþýðublaðinu var stefnan þveröfug: blaðið var þá á hraðri leið úr 16-20 blaðsíð- um á dag niður í fjórar. í þessum blöðum hefur gj arnan verið mikið um viðtöl og menningarefni af ýmsu tagi hefur tekið vemlegt rúm. Krossgátur og annað afþreyingarefni hefur átt sinn sess og í helgarblöðunum hafa ýmsir sérhópar fundið sér lesefni: áhugamenn um skák, bridds, bfla, frímerki osfrv. Þýddar greinar í lengri kantinum hafa notið vinsælda, ekki síst meðal ritstjóra á sumrin þegar erfitt er að fylla dálkana. Þess hafa j afn vel verið dæmi að helg- arblöðin birtu framhaldssögur þótt þeim hafi annars verið úthýst úr dagblöðunum fyrir alllöngu. Og dálkahöfundar hafa fengið að opinbera vísdóm sinn. Þessi helgarblöð hafa mælst vel fyrir. Það hefur þótt gott að geta skriðið út í sjoppu um helgar og keypt sér helgarblað, hvort sem er til að hafa með í helgarferðina Fyrsía og síðasta forsíða sunnudagsölaðs Þjóðviljans eða drepa tímann og timbur- menninaíbænum. Á seinni árum hafa þessar helgarútgáfur blaðanna heldur verið að missa dampinn. Fyrsta skrefið fannst mér vera þegar hætt var að prenta þær á laugar- dögum heldur voru þær tilbúnar til prentunar á föstudögum eða jafnvel fimmtudögum. Með því móti losnuðu blöðin við að greiða starfsfólki helgidagakaup. Tilkoma Helgarpóstsins hleypti aftur nokkru lífi í helgar- blöðin vegna þess að samkeppnin í sjoppunum jókst. Helgarpóst- urinn var nokkuð öðruvísi blað. Hann var í fyrsta lagi munaðar- laus lengst af, þe. hann átti engan hvunndagsbakhjarl. Auk þess kom hann út á fimmtudögum og tók því virkan þátt í lífi fólks með- an það var að störfum en hitti það tkki fyrir í frítímanum. Efni HP var líka frábrugðið að því leyti að þar skipaði fréttatengt efni meira rúm en í hinum helgarblöðunum. En nú er Helgarpósturinn allur og ég fæ ekki betur séð en að ætlun Þjóðviljans sé að kanna hvort bólið hans sé ennþá volgt. Við skulum bara vona að svo sé. Og líka að Nýtt helgarblað verði búið að ná sér á góðan skrið þeg- ar Árni Þórarinsson, fyrrverandi HP-ritstjóri, ýtir úr vör nýju Sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins, hvenær sem það nú verður. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.