Þjóðviljinn - 23.09.1988, Side 2
í RÓSA-
GARÐINUM
Þau hrekkjusvfn
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins segir að forystumenn
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks hafi tekið pólitískan
stráksskap fram yfir þjóðar-
hagsmuni með því að reyna að
ýta Sjálfstæðisflokknum til hlið-
Morgunblaðið
íslands óhamingju
veróur allt að vopni
Það er ekki ein báran stök í sjón-
varpsmáium okkar íslendinga.
Stöð 2 hefur vart slitið barns-
skónum þegar ísfilm hf. boðar
þriðju sjónvarpsstöðina, Stöð 3.
Morgunblaðið
Ber er hver að baki
nema sér bróður eigi
Ef tillögur Sjálfstæðismanna
voru hnífsstunga í bak fjármála-
ráðherra, er saklaust að spy rj a
hvernig bak landbúnaðarráð-
herrans Iítur út eftir það sem á
undan er gengið í viðskiptum
fjármálaráðuneytis og landbún-
aðarráðuneytis.
Halldór Blöndal í Morgunblaðinu
Þar dunar undir hvar
hofmennirnir ríða
Fyrr á þessu ári var frá því skýrt
hér í blaðinu er við Barbara kona
mín fluttum bíl Kaðlínar tengda-
dóttur okkar vestur yfir þvert
meginland Bandaríkjanna í
fyrrahaust.
Upphaf greinar i Morgunblaðinu
Við skulum vera að
tutla hrosshárið okkar
Þar sem við búum fyrir vestan
tjald og meiningin er ekki að
stofna til meiri háttar átaka með-
al þjóðarinnar, með það að
leiðarljósi að byltingin étur börn-
in sín, ættum við að forðast allar
meiriháttar yfirlýsingar og hug-
dettur.
Alþýðublaðið
Eitt eilífðar smáblóm
Ríkissjórn Þorsteins Pálssonar
er horfin úr þessum heimi og á
leið upp á vegg í ramma í
Stjórnarráðinu.
Morgunblaðið
Fundin f orsenda
stjórnarkreppunnar
Fjögur ráðuneyti á kafi í majon-
esi.
Fyrirsögn i Tímanum
Fyrsta alvöru
íslandskortið
200 ár liðin frá fæðingu Björns Gunnlaugssonar. Fundur og
sýning á vegum Vísindafélágsins á sunnudaginn
Á sunnudaginn veröa liðin
200 ár frá fæðingu Björns
Gunnlaugssonar, stærð-
fræðings og landmælinga-
manns, og í tilefni þess boðar
Vísindafélag íslendinga til al-
menns fundar í Norræna hús-
inu. Stutt erindi verða flutt um
ævi Björns og störf, og að auki
verður sett upp sýning á land-
mælingatækjum hans og
kortum.
Björn lagði stóran skerf til
kortagerðar og landmælinga
hér á landi. íslandskort hans
frá því um miðja síðustu öld
var í almennri notkun til alda-
móta, en segja má að það sé
fyrsta nútímalega íslands-
kortið sem stendur undir
nafni. Við kortagerðina studd-
ist hann við afrakstur strand-
mælinga norskra og danskra
liðsforingja frá því fyrr á öld-
inni, en strandmælingar þess-
ar auðvelduðu mjög siglingar
við landið og þykja býsna ná-
kvæmar.
hugleiðingum um hátign guðs og
alheimsáformið, eður hans til-
gang með heiminum." Njóla kom
út þrívegis á síðustu öld og virðist
hafa verið því sem næst lesin upp
til agna.
Bencdikt Gröndal segir um
Njólu í sinni hispurslausu sjálfs-
ævisögu, Dægradvöl, að hún sé
„ómerkileg að innihaldi og
smekklaus að formi,“ en mærir
höfundinn þeim mun meir fyrir
stærðfræðigáfuna, en þó án allrar
slepju: „Björn var ekkert annað
en mathematicus, en þar var
hann líka genius...Hann mundi
hafa jafnazt við Gauss eða Newt-
on, hefði hann verið annarstaðar
og í öðrum kringumstæðum, en
það hamlaði honum, að hann var
svo latur og værugjarn og lá alltaf
í rúminu meðan hann var ekki í
skólanum, að því undanteknu
sem hann ferðaðist á hverju
sumri til að mæla, en þetta tók
hann einnig með sannkallaðri
heimspekilegri ró.“
Benedikt segir að Björn hafi
verið „skapaður til að vera vís-
indamaður, en ekki skólakenn-
ari,“ en kennsla var samt sem
áður hans aðalstarf. Hann var
skipaður kennari við Bessastaða-
skóla og bjó þá í Sviðholti, en
fluttist með skólanum til Reykja-
víkur árið 1846.
Spekingurinn
með
barnshjartaö
„Aldrei brá honum til reiði eða
annarra geðshræringa svo menn
viti,“ segir enn um Björn í
Dægradvöl, og er honum þar lýst
svo að hann hafi verið hár og gild-
ur, höfuðmikill og með stórt and-
lit og alltaf rólegt. Spekingurinn
með barnshjartað hefur hann
enda verið kallaður, og var
hrekkleysi hans við brugðið, sem
og þeirri fjarhygli sem stundum
er eignuð prófessorum, og skal
hér vitnað til sögunnar af kvon-
bænum Björns, en að vísu eftir
minni; á Bessastaðaárunum brá
hann sér bæjarleið til að biðja sér
konu. Erindinu var vel tekið og
Björn Gunnlaugsson, stærð-
fræðingur og landmælingamað-
ur. 200 ár eru liðin frá fæðingu
hans, og í tilefni þess boðar Vís-
indafélagið til dagskrár um hann
um helgina.
játtist konan honum, en þá á
Björn að hafa sagt eitthvað á
þessa leið: Þakka yður fyrir frök-
en Ragnheiður og verið þér nú
sælar. Og sneri heim.
„Hann var hinn gæfasti mað-
ur,“ segir Gröndal, „og gat þó vel
gert að gamni sínu; hann þéraði
alla nema meðkennara sína;
hann átti að hafa sagt við hund:
Já, ég held ég fari nú ekki að þéra
yður.“ í annað sinn átti hann að
hafa rekið af sér draug með þess-
um orðum: „Farið þér nú út, Þor-
garður minn.“
Fundur Vísindafélagsins hefst
klukkan tvö e.h. í Norræna hús-
inu á sunnudaginn. Bergsteinn
Jónsson fjallar um ævi Björns og
störf; Ottó Björnsson um tölvísi
hans og Gunnar Harðarson um
kveðskap. Haraldur Sigurðsson
segir frá aðdragandanum að gerð
íslandskorts Björns, og Ágúst
Guðmundsson um landmælingar
og kortagerð hans. Þá verður
einnig sett upp sýning á landmæl-
ingatækjum Björns og kortum.
Guðmundur Eqaertsson, forseti Vísindafélags íslendinga, Ágúst Guðmundsson, forstöðumaður
Landmælinga Islands og Ólafur Halldórsson, ritarí Vísindafélagsins, með íslandskort Biörns
Gunnlaugssonar. Til samanburðar sést strandmælingakort það sem Björn studdist við. Mynd: E.ÓI.
í þessu skyni ferðaðist Björn
um landið þvert og endilangt frá
1831 til 1843, og þá að sumarlagi.
Má segja að hann hafi fyllt inn í
fyrirliggjandi strandmælinga-
ramma, og merkti til að mynda
inn á sitt Islandskort fyrirbæri á
borð við hraun og sanda sem lítill
gaumur hafði áður verið gefinn.
Njóla
Björn fékkst talsvert við rit-
störf, og naut lengi vinsælda fyrir
allsérstætt rit í bundnu málií
„Njóla, eður auðveld skoðun
himinsins, með þar af fljótandi
2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN - NYTT HELGARBLAÐ