Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 3
Eiginleg saga nútímagerninga hefst árið 1909. Sögu gerning- anna má samt rekja aftur til heiðinna helgiathafna og seið- manna forsögulegra tíma. Ef til vill eru þeir með elstu listrænu athöfnum mannsins. Undir pilsfaldinum sýna nú fjórir listamenn, þeir Kristján Steingrímur, Árni Ingólfsson, Hrafnkell Sigurðsson og Ómar Stefánsson. Gerningarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð 200 krónur. Gerningar Undir pils- faldinum í kvöld, föstudagskvöld, verð- ur gerningakvöld í galleríinu Undir pilsfaldinum, í Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Þeir sem koma fram eru Ómar Stefánsson og Þorri Jóhannsson, sem flytja gerningana „Island er best“ og „Ljóðzen, hljóðzen". Einnig munu þeir Eggert Einarsson, Ólafur Lárusson, Helgi Skj Friðjónsson o.fl. ~ ing. Fyrir nokkrum árum gekk gerningafaraldur yfir landið við blendnar tilfinningar manna. Sumir voru yfir sig hrifnir og aðrir náðu ekki upp í nef sér vegna hneykslunar. Undanfarin ár hafa gerningar hinsvegar verið fátíðir. Að sögn þeirra félaga er gern- ingur tengiliður allra listforma og engin einföld formúla til fyrir því hvað hann er. Gerningur hefur stundum verið talinn vandmeð- farnasta listformið. F F Herluf lánar Hagkaup Sú saga grasserar nú í við- skiptaheiminum að Hagkaup hafi slegið Herluf Clausen um 35 miljónir króna til að geta fjármagnað jólainn- kaupin. Hagkaup mun fyrst hafa leitað til Búnaðarbank- ans sem er viðskiptabanki fyrirtækisins og hafa farið f ram á að fá þessar 35 miljónir að láni þar. Búnaðarbankinn mun ekki hafa treyst sér til að lána fyrirtækinu svo stóra upphæð. Þá eiga þeir Hag- kaupsmenn að hafa snúið sér til Herlufs og fengið jákvæðar undirtektir. Samkvæmt heim- ildum innan úr Búnaðarbank- anum tók Herluf Clausen svo út 35 miljónir úr Búnaðar- bankanum sama dag og hann lánaði Hagkaup sömu upp- hæð. Ekki fylgirsögunni hvort hann fékk 35 millurnar að láni eða hvort hann tók þær út af eigin innistæðu.B Ráðherrahljóð í Allaballa Málefnin ein ráða, segir hver Alþýðubandalagsmað- urinn eftir annan. Það má vel vera, en engu að síður er í hornum og á göngum farið að ræða hugsanleg ráðherraefni flokksins í nýrri stjórn. For- maöurinn Ólafur Ragnar Grímsson er sjálfsagður ráð- herra, þótt enn finnist þeir inn- anflokks sem helst vildu hafa hann sem lengst frá slíkum sessi. Og Svavar Gestsson er einnig talinn nær sjálfgef- inn, glæsilegur og reyndur stjórnmálamaður á besta aldri sem mundi tryggja jafnvægi „armanna" innanflokks. Máliö fer svo að vandast ef ráðherr- ar flokksins yrðu þrír eða fjórir. Innan þingflokksins eru tveir fyrrverandi ráðherrar auk Svavars, en Ragnar Arnalds er talinn hafa meiri áhuga á leikritun en endurnýjuðum ráðherradómi, og sagt ósennilegt að Hjörleifur Guttormsson sæki málið af alvöru. Ólafur og Svavar eru af höfuðborgarsvæðinu þannig að landsbyggðarsjón- armið spila inní, og nafn Steingríms Sigfússonar er því nefnt, en Allaballar hafa varla stöðu til annars en að velja sér konu, þá Guðrúnu Helgadóttur -eða jafnvel varaformanninn Svanfríði Jónasdóttur á Dalvík. Ein- hver nefndi líka nafn Sigríðar Stefánsdóttur á Akureyri, fyrrverandi formannskandíd- ats...B Stikkfríður Mmmmmmmm—mammmmmmmmm j ráðherra Framganga Kvennalista-' kvenna í stjórnarmyndunar- viðræðunum síðustu daga hefur vakið óskipta athygli landsmanna. Einkum hafa menn dáðst af tillögum þing- kvennanna um þjóðstjórn. Margir hafa álitið að Þor- steinn Pálsson væri forsæt- isráðherraefni þjóðstjórnar Kvennalistans eftir fund full- trúa Kvennalistans með Þor- steini á dögunum. Þetta er á misskilningi byggt því heimild- ir Nýja Helgarblaðsins herma að kvennalistakonur hafi formlega valið leiðtoga úr sín- um hópi til að stýra þjóðstjórn- inni. Sú heitir að sögn Frú Stikkfríður.B Samruninn mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmtmmmm^i löngu undirbúinn „Sögulegar sættir" Alberts Guðmundssonar og Þor- steins Pálssonar um síðustu helgi voru ekki annað en opin- ber sýning á leynisamningum milli flokkanna sem staðið höfðu yfir í nokkurn tíma. Þar var lagt á ráðin með að Borg- araflokkurinn kæmi inn í ríkis- stjórnina þegar búið væri að svæla kratana út og ef sam- starfið gengi vel yrði stefnt að samruna flokkanna fyrir næstu kosningar. Eitt af samkomulagsatriðinu var að ef að sameinginlegu f ramboöi yrði, myndu Sjálfstæðismenn beita sér fyrir stuðningi við Inga Björn Albertsson í fyrsta sæti listans á Vestur- landi gegn Friðjóni Þórðar- syni sem enn hefur ekki verið fyrirgefið að ganga í lið með Gunnari Thoroddsen fyrir tæpum áratug. Höfundurinn að þessari hernaðaráætlun sem brást svo illilega hvað ríkisstjórnarþáttinn snertir, var ekki Þorsteinn Pálsson, heldur Davíð Oddsson borg- arstjóri sem vill fyrir alla muni koma í veg fyrir framboð Borgaraflokksins við borg- arstjórnarkosningarnar vorið 1990.■ Huldumaður að vestan Yfirlýsingar Stefáns Val- geirssonar um að hann hafi umboð ákveðins „huldu- rnanns" á Alþingi sem muni verja væntanlega ríkisstjórn Steingrims Hermanns- sonar falli, hafa að vonum vakið athygli. Margir hafa ver- ið nefndir sem hugsanlegir huldumenn eða jafnvel huldu- konur. Þar má ma. nefna nöfn þeirra Borgaraflokksmanna, Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og Guðmundar Ágústssonar sem hafa rekist illa innan frjálshyggjupostula flokksins. Nafn Málmfriðar Sigurðardóttur Kvennalista hefur einnig verið nefnt sem hugsanlegrar huldukonu, en Málmfríður hefur ákveðna sérstöðu innan Kvennalist- ans, alþýðleg landsbyggðar- kona sem metur félagslegt jafnrétti og byggðastefnu meira en kosningar og stikkfríleika. Flestir hugsan- legra huldumanna sem nefndir hafa verið eru hins vegar úr Sjálfstæðisflokki. Eggert Haukdal, Pálmi Jónsson og Matthías Bjarnason hafa neitað að vera huldumenn, en athygli vekur að Friðjón Þórðars- son, fyrrum ráðherra í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen og sá sem fórna á fyrir Inga Björn í samningum Borgar- aflokksins við forystu Sjálf- stæðisflokksins, hefur farið huldu höfði síðustu daga.B Ófundur sem ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ i aldrei var Eitt af leyndó-unum í stjórn- armyndunarviðræðunum í vikunni var fundur stjórnmála- manna og verkalýðsleiðtoga úr A-flokkunum og Framsókn á miðvikudaginn. Þar voru bornar saman bækur og kannað veðurútlit fyrir hugs- anlega nýja stjórn innan ASÍ. Af niðurstöðum hefur lítið heyrst, enda virðast menn að- allega hafa orðið sammála um að halda fundinum sem leyndustum. Hann er síðan kallaður „fundurinn sem ekki var“ eða „ekki-fundurinn“ í innsta hring viðræðnanna.B plWiiÍ :í.íÍ| - éiMSI ’ M. ■ «§g|. '•M u * ,-íí i / i i i rettu to

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.