Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Blaðsíða 17
Ekki man ég nú lengur ná- kvæmlega hvenær ég sá fyrst get- ið um Ríkarð Jónsson myndlist- armeistara. En ég var þá enn barn að aldri. Ég var að fletta tímariti, mig minnir að það hafi verið Iðunn hans Árna Hall- grímssonar eða kannski Eimreið- in, - ekki til þess að lesa, heldur til að skoða myndir, sem í ritinu voru. Og viti menn. Þarna voru þá myndir af nokkrum verkum Ríkarðs Jónssonar. Það voru myndir af fóiki, dýrum, bæjum, amboðum og öðrum búshlutum. Og allt var þetta svo lifandi og eðlilegt að mér fannst þar vera veruleikinn sjálfur en ekki bara myndir af honum. Ég varlengi að skoða þessar myndir. Auðvitað bar ég ekkert skynbragð á þá list, sem ég hafði þarna fyrir augunum en ég hreifst af henni. Og sá, sem hrífur barnshugann, með hvaða hætti sem það gerist og hvaða atvik sem til þess liggja er lista- maður. Ekki hvarflaði það að mér á þessari stundu, að ég ætti eftir að kynnast höfundi þessara verka. Svo fór þó og þá kom mér það ósjaldan í hug, að e.t.v. væri lista- maðurinn sjálfur mesta listaverk- ið. Ég eignaðist marga góða félaga í Héraðsskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Meðal þeirra voru nokkrir Reykvíkingar. Þá sjaldan það bar við að ég kom til Reykja- víkur næstu árin eftir Laugar- vatnsdvölina leitaðist ég við að hafa samband við þá. Einn þess- ara skólafélaga minna var Björg, dóttir Ríkarðs Jónssonar. Góð- viðriskvöld eitt var ég á gangi yfir Tjarnarbrúna. Mæti ég þá ekki Björgu. Og er ekki að orðlengja Kristslíkneski í Bessastaðakirkju, skorið í eik. lendingsins og arfleiddi Ríkarð síðar að öllum sínum tréskurðar- áhöldum. Þetta atvik lýsir Rík- arði Jónssyni ákaflega vel og sýnir glöggt það hugarfar sem hann bar jafnan til þeirra sem minna máttu sín. Kom það raun- ar fram í dagfari hans öllu og sam- skiptum við aðra. Viðhorf hans til mannfélagsmála mótaðist af því „að vernda æ hinn lægri garð“. Árið 1914 kvæntist Ríkarður Maríu Ólafsdóttur frá Dallandi í Húsavík eystra, mikilli myndar- og mannkostakonu. Þá voru þau í Kaupmannahöfn en fluttu heim sama ár. Stóð heimili þeirra í Reykjavík upp frá því nema árin 1920-1923 er þau dvöldust eystra. Börn þeirra hjóna voru fjögur, þrjár dætur. og einn sonur, Már, sem þau misstu ungan. Var hann þá orðinn arkitekt, einstakur ljúflingur og efnismaður á alla grein. Árið 19.29 keyptu þau hjón húsið Grundárstíg 15 af Helga Valtýssyni, og þar var heimili þeirra upp frá því. Ríkarður Jónsson var, eins og áður getur, gæddur ákaflega fjöl- þættum gáfum. Hann gat haslað sér völl á ýmsum sviðum og hefði allsstaðar komist í fremstu röð. Hann gat orðið félagsmálaleið- togi. Hann var ágætlega skáld- mæltur og málhagur mjög. Hann bjó yfir miklum söng- og tónlist- arhæfileikum. Hann hafði rödd úr hvers manns barka og hefði getað orðið afbragðs leikari. Hann hafði fágæta frásagnarhæfi- leika og var hafsjór af hverskonar sögum og sögnum. Sú hætta er ávallt búin ungum mönnum með fjölþætta hæfileika að þeir eigi erfitt með að velja sér Ríkarður Jónsson - aldarminning einaði það með sjaldgæfum hætti að vera bæði þjóðleg og alþjóð- leg. Afköst Ríkarðs Jónssonar voru með ólíkindum, enda mátti segja að á langri starfsævi félli honum aldrei verk úr hendi. Og þó var eins og hann hefði alltaf tíma til alls. Gestagangur var jafnan mikill á Grundarstígnum og húsráðendur kunnu öllum bet- ur að taka á móti gestum og skemmta þeim. Þarna komu sam- an ýmsir andans menn, lista- menn, furðufuglar og umkomu- ieysingjar. Og allir voru jafn vel- komnir. Manngreinarálit þekkt- ist ekki á þessum bæ. Ríkarður Jónsson skrifaði fjölda blaðagreina enda ritfær í besta lagi. Stundum tók hann sig til og orti heilar drápur og lausa- vísur lágu honum létt á tungu. Eitt sinn á góðri stundu varpaði hann þessari vísu að vini sínum, Þórbergi Þórðarsyni: Furðumaður fágœtur, friðar aldrei baðst né vœgðar. Undraþundur ágœtur, Ihaldinu lítt til þœgðar. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og Ríkarður voru aldavinir. Er Sig- valdi andaðist 28. júlí 1946, mælti Ríkarður svo eftir hann: Vinirnir hverfa einn og einn óðfluga leið til grafar. Fellur úr bergi steinn og steinn, styrkur er dauðans mistilteinn, stend ég að lokum eftir einn við endastöð hinstu nafar. Ríkarður tók ekki opinber- lega mikinn þátt í þjóðmálabar- áttu samtíðar sinnar en fylgdist Sjálfsmynd af Ríkarði Jónssyni ung- um. horfi gömlu ungmennafélag- anna, se'm höfðu að kjörorði „Is- landi allt“. Þessvegna var hann róttækur í skoðunum og alla stund ákveðinn andstæðingur er- lendrar hersetu. Því varð honum eitt sinn að orði: Enn er þjökuð íslands byggð alheimskunnar viðurstyggð. Mín er von að viskuhyggð verndi frónska þjóðardyggð. Listaverk hans og ævistarf allt var lofsöngur til þessa lands og þessarar þjóðar. Húsið Grundarstígur 15 lætur ekki mikið yfir sér. Engu að síður á það sér sína merku sögu. Þar bjó Jón Trausti rithöfundur, síð- an Helgi Valtýsson rithöfundur og félagsmálafrömuður og svo listamaðurinn Ríkarður Jóns- son flest sín athafnaár. Þar mót- uðust í huga hans og höndum flest þau listaverk sem hann lét eftir sig. Borgarstjórn Reykja- víkur mun á sínum tíma hafa sam- þykkt að leita eftir kaupum á húsi það að innan stundar sat ég heima í stofu í húsi við Grundar- stíginn hjá listamanninum, sent gerði verkin sem myndirnar í tímaritinu voru af, Ríkarði Jónssyni. Þannig hófust kynni okkar Ríkarðs Jónssonar. Þau átti ég að þakka henni Björgu og veri hún blessuð fyrir. Og þessi kynni áttu eftir að verða býsna mikil og þó umfram allt ákaflega skemmtileg og góð. Ríkarður Jónsson Var Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Tungu í Fáskrúðsfirði 20. sept 1888, og hefði því orðið 100 ára nú um þessar mundir. Faðir hans var Jón Þórarinsson bóndi á Núpi á Berufjarðar- strönd, Ríkharðssonar Long, enskrar ættar. Móðir Ríkarðs var Ólöf Finnsdóttir Guðmunds- sonar bónda í Tungu í Fáskrúðs- firði. Ættmenn Ríkarðs voru hag- leiksmenn miklir, gæddir listræn- um hæfileikum og fjölþættum gáfum. Átti hann því ekki langt að sækja listhneigð sína, enda varð hennar snemma vart í fari hans. Sautján ára gamall fór hann til Reykjavíkur, með aðstoð góðra manna austur þar, sem töldu sig sjá hvað í drengnum byggi, og hóf tréskurðarnám hjá sýslunga sínum, Stefáni Éiríkssyni myndskera. Þremur árum siðar lauk hann prófi í myndskurði fyrstur íslendinga. í sveinsbréfinu er komist svo að orði um prófsmíðina, „Spegilinn hans Ríkarðs", að hún sé „að- dáanlega af hendi leyst“. Miklum áfanga var náð en engu lokamarki. Tvítugur að aldri hvarf Ríkarður til Kaupmannahafnar til frekara náms í list sinm. Fararefnin voru einar 300 kr. Fljótlega komst hann í kynni við Einar Jónsson myndhöggvara, sem kenndi hon- um endurgjaldslaust undirstöðu- atriði myndhöggvaralistarinnar. Síðan lá leiðin í Listaháskólann þar sem hann stundaði nám í hálft sjötta ár. Nám sitt varð Ríkarð- ur sjálfur að kosta nema hvað Al- þingi veitti honum eitt sinn 300 kr. námsstyrk. Hlaut hann því að vinna hörðum höndum með nám- inu. Var m.a. verkstjóri á tré- skurðarstofu, teiknaði skraut á búninga fyrir Konunglega leikhúsið, svo að eitthvað sé nefnt. Meðal fjölmargra sem Rík- arður kynntist á námsárum sín- um í Kaupmannahöfn var mynd- skurðarmaður, Charles nokkur Ibsen að nafni. Hann var mál- haltur og hafði auk þess gallaða sjón. Þessa fötlun notaði vinnu- veitandinn sem afsökun fyrir því að greiða Ibsen lægra kaup en öðrum. Ríkarður beitti sér fyrir því að úr þessu ranglæti væri bætt og fékk því framgengt. Ibsen gleymdi ekki þessum greiða ís- ævistarf. Þeir sjá vegi liggja til allra átta. En Ríkarði tókst ung- um að velja sér veg. Ef til vill hefur hin einstæða undraveröld æskustöðvanna átt sinn þátt í því vali. Að minnsta kosti er víst að þangað átti hann eftir að sækja marga fyrirmyndina að listaverk- um sínum. En hvert var svo ævistarf þessa manns? Hver er sá arfur sem hann færði þjóð sinni? Hann arf- leiddi hana að þúsundum fágætra listaverka og eru mörg þeirra dreifð víða vegu. Segja má að hann hafi jöfnum höndum stund- að myndskurð, höggmyndalist og teikningar.Hann skar út af mikilli listfengi ótölulegan grúa allskon- ar muna, smærri og stærri, sem ýmist eru í eigu einstaklinga, stofnana eða ríkisins. Hann mót- aði brjóstmyndir af miklum fjöl- da manna, hárra sem lágra. Þær munu um langan aldur gera hvorttveggja í senn geyma svip- mót viðkomandi einstaklings og það sem það speglar og vitna um snilli listamannsins. Til hans var gjarnan leitað um gerð minnis- varða svo sem af Torfa í Ólafsdal og konu hans og Stephani G. Stephanssyni á Arnarstapa á Vatnsskarði. Teikningar hans eru fleiri en tölu verði á komið. Hann kenndi fjölda manna teikningu og tréskurð. Hann efn- di til sýninga á verkurn sínum bæði hér heima og erlendis, m.a. austur í Rússlandi á vegum MÍR. Ummæli gagnrýnenda voru yfir- leitt á þá leið að „verkið lofaði meistarann", enda fóru þar sam- an hugkvæmni og handbragð. Hann safnaði saman höfðaletri og greindi og skrifaði um það merkilega grein í fyrra bindi Iðn- sögu íslands 1943. Hann skrifaði dagbók og stundaði í því sam- bandi orðasöfnun. List hans sam- Úr vinnustofu Ríkarðs á Grundarstígnum. Að baki einhverjum óþekktum er sr. Árni Þórarinsson. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ. þó vel með henni og hafði þar sínar fastmótuðu skoðanir. Þeir Jónas frá Hriflu og Ríkarður voru miklir vinir. Sumarið 1916 fékk Jónas Ríkarð í fundaferð með sér um Norður- og Austur- land. „En ég er enginn ræðumað- ur“, sagði Ríkarður við Jónas. „Það gerir ekkert til,“ svaraði Jónas, „ég tala, þú syngur og stjórnar söngnum". Þjóðmálaskoðanir Ríkarðs Jónssonar voru mótaðar af við- Ríkarðs við Grundarstíginn í því skyni að koma upp safni af verkum eftir listamanninn. Af því hefur enn ekki orðið. Vel færi á að borgaryfirvöld heiðruðu minningu Ríkarðs Jónssonar með því, að láta nú athafnir fylgja orðum. Þá yrðu þarna í nábýli þrír miklir listamenn: Ásgrímur Jónsson, Einar frá Galtafelli og Ríkarður-og Listasafn íslands í kallfæri. - mhg Úr vinnustofu listamannsins: Sigurður Guðmundsson skólameistari, sr. Friðrik Friðriksson, Ben- edikt S. Þórarinsson, Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri og Jörundur Brynjólfsson alþingismaður. Að baki eru Torfi Bjarnason í Ólafsdal og kona hans. JtóTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 UNGBARNADAGAR IMIKLAGARÐI Litlu manneskjurnar þurfa sitt. Við bjóðum vandaðar vörur á góðu verði. ARNAMATUR Beech Nut lítil 28.- Beech Nut stór 39.- Beech Nut barnamjöl 66.- Milupa barnamjöl 69.- Heinz lítil 24.- Þurrmjólk SMA 177.- Þurrmjólk NAN 500 gr. 189.- Þurrmjólk MAMEX 500 gr. 176.- IPW B S "W EIKFONG FYRIR HUG OG HOND. Höfum allskyns leikföng við hæfi 3-30 mánaða barna \ Kiddicraft þroskaleikföng, gott verð Setubílar 1.995.- RFINUETISVORUR Allar vörur frá Johnson’s með 15% afslætti. Pussycat ungbarnapelar og snuð með 15% afslætti. Plastbaðker verð frá 670.- Plastkoppar verð frá 375.- Ungbarnahandklæði á góðu verði. ATNADUR EITTHVAÐ MJÚKT OG ÞÆGILEGT á litla kroppa. Ungbarnaskór, gott verð. Útigalli Náttföt Innigalli Sokkabuxur Vöggusett 80x100 cm. Bleyjubuxur, margir litir Ungbarnahúfur Vagnpokar 995.- 595.- 1.195.- 195.- 695.- 95.- 95.- 1.645.- IEYJUR OG AFTUR BLEYJUR. 3-5 kg. 30 stk. 5-10 kg. 24 stk. 10-15 kg. 20 stk. SÖLUSÝNING Á BARNA VÖGNUM, KERRUM, BURÐARRÚMUM OG BÍLSTÓLUM FRÁ DVERGASTEINI. MIKLIGARÐUR FYRIR ÞIG OG ÞÍNA f’T'Pf. FOSTUD. LAUGARD. 9-19:30 9-16:00 /MIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ GYLMIR/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.