Þjóðviljinn - 23.09.1988, Side 19
Braggahverfi breska hersins þar sem nú er barnaleikvöllur við Njálsgötu. Fyrir aftan braggana er núverandi Hlemmtorg. Myndin er tekin af Skafta Guðjónssyni íjúní 1943.
aðar sjálfboðaliðum að miklu
leyti. En ég sá sitt af hverju.
Breski flugherinn hafði í fyrstu
bækistöðvar sínar í Kaldanesi, en
síðan var Reykjavíkurflugvöllur
byggður. Þegar ég kom var búið
að byggja hann að miklu leyti en
verið var að stækka hann, og voru
íslendingar einnig við þá vinnu.
Eftir það var mikil umferð á vell-
inum, hingað komu herflugvélar
af öllum gerðum, m.a. flugbátar
sem lentu í grennd við Nauthóls-
víkina - og það urðu margoft slys.
Einu sinni var t.d. sjö manna
flugvél af Liberator-gerð í flug-
taki í Reykjavík, þegar allt í einu
kviknaði í hreyfli. Flugmaðurinn
sneri við í skyndingu og ætlaði að
lenda, en þegar hann var að
renna niður, losnaði einn hreyf-
illinn og datt fyrir hjólin. Fimm
menn brunnu þarna til dauðs, en
tveir sluppu nánast fyrir krafta-
verk: annar gat einhvern veginn
hoppað út urn gat og hjálpaði hin-
um út um glugga.
Einu sinni var boðuð koma
mikilvægrar flugvélar til Reykja-
víkur, og var okkur öllum fyrir-
skipað að vera sem snyrtilegastir
og í hátíðabúningi, en svo var
þessi boðun afkölluð. Síðar kom í
ljós, að það hafði verið hertoginn
af Kent, yngri bróðir Georgs 6.
Bretakonungs, sem hafði verið á
leiðinni, en flugvélin hafði rekist
á fjall í Skotlandi og allir farist.
Sú saga gekk síðar að hertoginn
hefði setið við stýrið og flugmað-
urinn ekki þorað að segja honum
að hann flygi of lágt...
Aðrar mikilvægar persónur
komust leiðar sinnar sem betur
fer. Árið 1942 lenti rússnesk
flugvél einu sinni á flugvellinum,
og fóru skyndilega allir viðstaddir
hermenn að hrópa hópum sam-
an: „Good old Joe“, - „góði
gamli Jói“ - en það var vitanlega
Jósef Stalín, sem átt var við.
Sennilega hefur það verið Mo-
lotov, þáverandi utanríkisráð-
herra, sem var um borð í vélinni,
og þá á leið á fund í Bandaríkjun-
um. Af margvíslegum ástæðum,
ekki síst vegna hinnar skelfilegu
kreppu áranna milli heimsstyrj-
aldanna og vonbrigða hermann-
anna sem komu heim úr fyrra
stríðinu, naut Stalín talsverðra
vinsælda meðal breskra alþýðu-
manna.
Nissen-kofar
Hvernig var lífið á íslandi fyrir
ungan breskan hermann?
Það var ákaflega frumstætt og
erfitt. Við bjuggum í bröggum,
sem þá voru kallaðir „Nissen-
kofar“ eftir manninum sem fann
upp þetta byggingarlag. Það mun
hafa verið Dani sem starfaði á
vegum bandaríska hersins. í byrj-
un urðum við að notast við kerti
til ljósa, og til hitunar höfðum við
kox-ofn, en reykur af koxi er
bæði illa þefjandi og hættulegur í
lokuðum herbergjum. Sváfum
við á lágum beddum í hálfhring í
kringum ofninn, en einn þurfti að
vera vakandi á verði af öryggisá-
stæðum og til að sjá um að það
slokknaði ekki í ofninum. Síðan
þurftum við sjálfir að framleiða
okkar eigið rafmagn og höfðum
við til þess dísil-vélar.
Annars var breski herinn send-
ur til íslands án þess að nokkuð
væri hugsað um velferð hermann-
anna og daglegt líf þeirra. Við
höfðum ekki brauð nema í tvo
daga og urðum síðan að borða
kex, og matseldin var fólgin í því
að við steiktum pyslur úr dósum á
kox-ofnunum. Síðan var það ein-
hver stofnun á vegum hersins sem
sá um búksorgir hermanna. I
kaffitíma kl. tíu á morgnana voru
seldar harðar kökur, svokallaðar
„Rock-cakes“ eða „klettakökur,
en einu sinni var komið með vín-
arbrauð, sem eitthvert bakarí
hafði séð um að baka. Við
höfðum aldrei bragðað neitt
þessu líkt, og seldust þá ekki
neinar „kletta-kökur“ meir. Á
þessum tíma var pundið 26 krón-
ur minnir rnig, og við höfðum
sextíu krónur á viku. Það kostaði
því vikulaun að fara út og fá sér
góða máltíð.
Fórum í bíó
Hvernig var þá skemmtanalífið
og samskiptin við Islendinga?
Okkur var sagt að við hefðum
tekið landið og værum því senni-
lega ekki mjög vinsælir. Af þeim
sökurn yrðurn við að hegða okkur
mjög vel. En reyndin var samt sú
að við áttum ekki í neinum erfið-
leikunt í samskiptum okkar við
fslendinga, - þeir komu miklu
fremur upp í samskiptum okkar
við Bandaríkjamenn. Á þessum
árum voru ekki margir fslending-
ar - meðal þeirra sem við um-
gengumst - sem gátu haldið uppi
samræðum á ensku. Samskiptin
fóru hægt af stað, við byrjuðum
smám saman að reyna að tala við
íslendinga. Frídagar okkar fóru
eftir þeim verkefnum sem við
höfðum, og skemmtanir eins og
dansleikir fóru fram í bröggum
sem voru þar sem nú er Hlemmur
og náðu milli Laugavegs og
Hverfisgötu. Atvinnuhljóm-
listarmenn höfðu verið teknir í
herinn og léku þeir undir dansi.
Við höfðum mjög lítið áfengi,
einstaka sinnum kanadískan bjór
sem entist í viku. Við höfðurn
ekki efni á að fara út og skemmta
okkur. Við fórum gjarnan í
Gamla bíó, Nýja bíó og Tjarnar-
bíó, en það voru engin sérstök
kvikmyndahús fyrir hermennina.
Hvað varstu lengi á íslandi?
Ég var í tvö ár og fór aðeins
einu sinni til Bretlands á þeirn
tíma, það var í febrúar 1942 og þá
var ég heima í mánuð. En það var
alveg einstakt að nokkur her-
maður væri svo lengi á íslandi.
Það var litið svo á að menn úr
breska flughernum ættu aldrei að
vera meira en eitt ár á landinu:
skilyrðin væru svo erfið að þeir
þyldu ekki meira. Til samanburð-
ar má geta þess, að á því svæði á
Gullströndinni, sem nefnd hefur
verið „Gröf hvíta mannsins" - og
veitir nafnið nokkra ábendingu
um landsgæðin - var hámarks-
tíminn átján mánuðir...
Presturinn efins
um hjónabandið
En ástæðan fyrir því að ég var
svo lengi var sú að ég kynntist
Stellu, tilvonandi konu minni.
Við giftumst síðan í nóvember
1942 og fórum til Englands í ágúst
1943. Til þess að giftast þurfti
maður að fá leyfi frá yfirmannin-
um, og held ég að við höfum ver-
ið þau fyrstu sem gengum í hjóna-
band. Herpresturinn. sem kall-
aður var „padre“ á hermanna-
máli, leit svo á aö ég væri að gera
hin mestu mistök...
John Ernest Brown gat ekki
annað en hlegið að þessari spá
herprestsins eftir næstum því
fjörutíu og sex ára hjónaband, og
þá skaut kona hans inn: „Þessi
hjónabönd voru einnig mjög illa
séð meðal íslendinga."
En hvað tók síðan við, þegar
þið komuð til Bretlands?
Ég var tvö síðustu styrjaldarár-
in í Bretlandi, þar sem ég hélt
áfram að gera við flugvélar og
kenndi einnig flugvirkjum. Við
eignuðumst eina dóttur, Eddu,
sem fæddist einmitt á lýðveldis-
daginn, 17. júní 1944, og hún tal-
ar fullkomna íslensku, þótt hún
hafi aðeins komiö tvisvar til ís-
lands. Eftir stríðið vildi ég halda
áfram að vinna við sama starf í
hernum, en af heilsufarsástæðum
var ég leystur undan herþjón-
ustu. Eg vann þá fyrir hermála-
ráðuneytið sem óbreyttur borgari
og gerði við flugvélar, en síðan
fékk ég sams konar starf við fyrir-
tæki í Shrovesbury. Þar vann ég
þangað til ég fór á eftirlaun.
Nú ert þú Walesbúi, talarðu þá
velska tungu?
Velska er móðurmál mitt, og
ég lærði ekki að tala ensku fyrr en
ég fór í skóla. Nú bý ég í ensku-
mælandi borg, Shrovesbury, en
ég tala alltaf velsku þegar ég kem
aftur heim á gömlu slóðirnar.
Þorpið þar sem ég fæddist er
reyndar svo nálægt ensku landa-
mærunum að velskan hefur látið
þar dálítið undan síga, en ef kom-
ið er örlítið lengra inn í landið
stendur tungan sterkum fótum.
Aðstæðurnar fyrir því að ungt
fólk læri velsku eru miklu betri nú
en áður, og ég held að upp undir
miljón manna tali málið nú á
dögum, einkum í Norður-Wales
og Suður- méðfram ströndinni.
Það er jafnvel komin velsku-
kennsla í skólum á enskumælandi
svæðum í Wales, við höfum sjón-
varp, kvikmyndir og blöð á vel-
sku og það er mikið gefið út af
velskum bókum. Okkur finnst að
ef Walesbúi kemur fyrir rétt eigi
hann heimtingu á að fá að gera
grein fyrir máli sínu á velsku.
Helsti óvinur velskrar þjóðernis-
hyggju er efnishyggja nútímans,
og svo flutningur Englendinga í
stórum stíl til Wales.
e.m.j.
John Ernest Brown ásamt konu sinni Stellu á grunni braggans þarsem hann bjó fyrir fjörutíu og sex árum. ■
Mynd: E.ÓI.
-NÝTTHELGARBLAÐ
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19