Þjóðviljinn - 23.09.1988, Síða 22

Þjóðviljinn - 23.09.1988, Síða 22
Útlagar menningarinnar Listasafn íslands Fimm ungir myndlistarmenn Georg Guðni Hauksson, Hulda Hák- on, ívar Valgarðsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon. í hverju er kreppa myndlistar- innar í okkar þjóðfélagi fólgin? Þetta er flókin spurning sem krefst flókinna svara. En í stuttu máli mætti skilgreina hana á þessa leið: Listin hefur frá upphafi sög- unnar verið sá vettvangur þar sem maðurinn hefur tjáð hina fagurfræðilegu reynslu sína af veruleikanum. Og þessi vett- vangur hefur verið stór þáttur í heildarskilningi mannsins á sjálf- um sérog umhverfinu. Listin hef- ur verið það varanlega gildi sem maðurinn hefur skapað sér til nautnar og gleði, en ekki til neyslu. Neyslan felur í sér eyði- leggingu en listin hefur haft var- anlegt gildi. Með tilkomu iðnaðar- og neyslusamfélagsins hefur staða listarinnar og menningarinnar í heild breyst. Bæði gagnvart al- menningi og ekki síður gagnvart yfirvaldinu. Menning iðnaðar- þjóðfélagsins er og hlýtur óhjá- kvæmilega að vera fjöldamenn- ing, og þar með eru listamennirn- ir kallaðir til þjónustu við fjöld- ann með öðrum hætti en áður. Listamenn Bauhaus-hreyfingar- innar í Þýskalandi reyndu að leggja sköpunargáfu sína og starf í þjónustu fjöldaiðnaðarins og gefa honum nýtt innihald. En þeir stóðu brátt frammi fyrir ótví- ræðri þversögn: framleiðsla hins kapítalíska iðnaðarþjóðfélags fær ekki lotið fagurfræðilegum lögmálum. Hin frjálsa sköpun og sjálfstæði listamannsins varð óhjákvæmilega að lúta í lægra haldi fyrir lögmálum markaðsins og hins skjótfengna gróða. Neyslan sem drifkraftur mark- aðsins felur ekki bara í sér eyði- leggingu í bókstaflegum skiln- ingi, heldur brýtur hún einnig niður þau varanlegu gildi, sem listin hefur leitast við að skapa með frjálsri einstaklingsbundinni tjáningu. Listamenn hafa því átt þá valkosti að gerast eins konar tæknimenn í þjónustu markaðs- ins, eða þá, vilji þeir halda sjálf- stæði sínu, að hasla sér völl utan yfirráðasvæðis markaðsins og skapa verk sem eru í rauninni ó- seljanleg og einskis nýt sam- kvæmt þeim sömu lögmálum, ÓLAFUR GÍSLASON sem eru um leið lögmál neyslunn- ar. í samkeppnisiðnaði Vestur- landa gegnir útlit hlutanna og hönnun lykilhlutverki fyrir vel- gengni vörunnar á markaðnum. Atvinnuvegirnir hafa mikla þörf fyrir sérmenntað fólk með fagur- fræðilega þekkingu. En lögmál markaðsins og hinnar kapítalísku framleiðslu gera það að verkum að staða þessa fólks er ekki ósvip- uð stöðu listamanna eins og hún hefur verið í Sovétríkjunum og öðrum A-Evrópulöndum: þeir hafa atvinnu af því að fegra svikna vöru og hlaupa eftir ómeð- vituðum duttlungum og hvötum fjöldans. Listamaður sem vill halda sjálfstæði sínu og sjálfsvirðingu er því utangarðsmaður í samfé- lagi neyslunnar. Staða hans er ekki óhliðstæð stöðu vísinda- mannsins sem fæst við grundvall- arrannsóknir og neitar að lúta lögmálum þess markaðar og þess pólitíska kerfis, sem ætlast til þess af honum að framleiða hluti eins og hárlakk sem eyðileggur ósonlagið eða kjarnorkusprengj- ur sem ógna tilveru mannsins, eða kenningar sem sanna rétt- mæti hinnar „ósýnilegu handar" markaðsaflanna. Frjáls menn- ing í okkar samfélagi á í baráttu við valdið sem reynir stöðugt að afvegaleiða hana og notfæra sér hana í pólitískum tilgangi. Ná- kvæmlega á sama hátt og valdið afvegaleiðir vísindin í leit þeirra að sannleikanum, þá afvegaleiðir það listina í leit sinni að varan- legu gildi. Það er freistandi að ganga enn lengra í þessari samlíkingu á stöðu listarinnar og vísindanna: Listamaðurinn stundar frum- rannsóknir ekki síður en vísinda- maðurinn, og þær rannsóknir skipta okkur ekki minna máli. Hinn sjónræni skilningur okkar á umhverfinu og sjálfum okkur þarfnast stöðugrar endurskoðun- ar og útvíkkunar. Hann varðar ekki bara tæknilega útvíkkun sjónskynjunarinnar og hinnar myndrænu framleiðslu, heldur einnig hugmyndir okkar og hug- myndaflug, samvisku okkar og siðferði. Þetta er orðinn langur inn- gangur að umsögn um sýningu sem nú stendur yfir í Listasafni fslands á verkum 5 ungra mynd- listarmanna. En sýning þessi er einmitt fróðlegt dæmi um það hvernig ungir listamenn hér á landi, sem hafa haslað sér völl utan kerfisins og stunda „frum- rannsóknir" sínar, án þess að markaðurinn hafi þar sýnileg áhrif. Sýningin er einnig fróðleg fyrir það, hversu ólíkum aðferð- um þetta fólk beitir við rannsókn- ir sínar, og hve niðurstöðurnar eru þar af leiðandi fjölbreyti- legar. Georg Guðni Hauksson er að- eins 27 ára gamall, en olíumál- verk hans bera það með sér að að baki þeim liggur mikil rannsóknarvinna. Fjallshlíð og dumbungshiminn verða honum efniviður í myndbyggingu sem nálgast hið óhlutbundna: tveir fletir vegast á í málverkinu þar sem fyllsta jafnvægi ríkir, himinn og jörð verða að kosmískum táknum fyrir andstæð öfl í tilver- unni og náttúruupplifunin verður að kosmískri hugleiðslu þar sem þögnin og hið fullkomna jafnvægi ríkir. ívar Valgarðsson beitir gjöró- líkri aðferð við myndsköpun sína. Verk hans eru óhlutbundin form sem hafa kannski fyrst og fremst þann tilgang að skilgreina og afmarka umhverfi sitt. Þetta eru ekki frumform úr djúpsálar- fræðinni, sem þarfnast sálfræði- legrar skýringar, heldur er ívar að fást við rannsóknir á rýminu og hvernig formið ákvarðar það. Tumi Magnússon beinir rannsakandi auga sínu að hinu smáa og tilfallandi í uinhverfinu og leitast við að magna það upp í póetíska vídd. Það er ekki bara efniviðurinn sem er óhefðbundið skáldskaparefni hjá Tuma, held- ur leitast hann í aðferð sinni við að sneiða hjá öllu hefðbundnu gildismati í málverkinu, að því er virðist í því skyni að gera sjálfa vinnuna að mála jafn sjálfsagða og eðlilega og sneydda öllum há- tíðleik eins og viðfangsefnin eru í ljóðmyndum hans. Rannsóknarefni Jóns Óskars er hvort tveggja í senn, maðurinn og möguleikinn á því að ganga í þá margtroðnu slóð að draga upp sannfærandi mynd af honum í málverki. Myndir hans eru stórar og „mónúmental“ eins og minnis- varðar um steingerðar hetjur eða hetjuímyndir sem eins og horfast í augu við lokaða framtíð eða ein- hverja ógnvekjandi atburði. í myndum hans fellur allt saman á sannfærandi hátt, litameðferð, tæknileg vinna og viðfangsefnið sjálft, og vekur með okkur hrollkalda spurningu um vegferð mannsins. Hulda Hákon sýnir okkur eins konar myndasögur unnar úr mál- uðum spýtum, gipsi og leir. Úr myndum hennar skín bæði frá- sagnargleði í anda þjóðsögunnar og gleðin yfir skemmtilegu hand- verki, eins og sjá má víða í al- þýðulist. En myndir hennar hafa kannski frekar skreytigildi en rannsóknargildi. f heild sinni er sýningin í Lista- safninu áhugaverð og óhætt að hvetja fólk til þess að skoða það sem þar er að sjá. -ólg. Blessuð sérlu sveitin mín Sveitasinfónía Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Ragnar Arnalds Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó- hannsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikarar: Örn Árnason, Valgerður Dan, Sigríður Hagalín, Valdimar Örn Flygenring, Margrét Ákadóttir, Þor- steinn Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman, Sigurður Karlsson, Jón Hjartarson, Gunnar Eyjólfsson, Steindór Hjörleifsson, Jakob Þór Ein- arsson, Guðjón Kjartansson, Flóki Guðmundsson, Helga Kjartansdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Örn Arnarson. Mikið er gaman að vera sestur aftur á leikhúsbekk. Umhverfis er kliður og frumsýningarhópur- inn mjakast inn þröngar sætarað- irnar. Þungur ilmur blandast kvöldsvalanum sem berst inn um gættina. Skvaldrið er lágvært og kurteist, hin borgaralega skemmtun er að hefjast: síðasta leikár Leikfélags Reykjavíkur í samkomuhúsi iðnaðarmanna baejarins. I gærkvöldi frumsýndi Leikfé- lag Reykjavíkur Sveitasinfóníu eftir Ragnar Arnalds. Það er ann- að leikritið sem kemur úr penna þessa höfundar og sannar ótví- rætt að okkur hefur hlotnast sá heiður að eignast vænt leikskáld, höfund sem tvínónar ekki við hlutina. Hann er snjall sögumað- ur, skapar hér flókna en hnökra- lausa fléttu sem bragð er að, og færir inn í Ieikhúsið heim sem hefur illu heilli verið fjarri áhuga- sviðum íslenskra leikskálda. Um langa hríð hafa viðfangs- efni leikskálda okkar verið bund- in þéttbýlinu og heimi þess rót- lausa lífs sem einkennir verstöðv- arnar, sem við köllum þorp, bæi og borg. Kvika nútímans brann í skáldskapnum, hikandi uppgjör við það nýja líf sem þjóðinni virt- ist áskapað. Borgaralegt drama í stöku tilfellum eða saga þeirra sem fundu sér ekki stað í þessari nýju veröld. Sá heimur sem var handan borgarmarkanna, utan við þorpin, átti ekki erindi við skáldin og áhorfendaskarann sem vildi umfram allt eiga heima á nýjum slóðum. Sveitin Ef sveitamenn villtust inn á þessar slóðir var tilgangurinn sá að gera þá fáfengilega, púkó, til að sanna tilverurétt þeirra lífs- hátta sem við höfum valið. Alltaf hefur samt blundað trúin að heimur sveitalífsins væri náttúru- legri kostur. Eftirsjáin var tálsýn eins og þá horft er um öxl. Víst er sá heimur sem Ragnar yrkir um horfinn að hluta: búfjár- mark, riðuskurður, ferðaþjón- usta bænda, dreifðar byggðir landsins bera annan svip. En í sinni kostulegu og kátlegu sögu endurheimtir Ragnar dalinn og íbúa hans og deilir með okkur á listilegan hátt. Leikurinn Það er ekki ástæða til að rekja sögu þessa leiks. Kynning leikhússins á efni hans hefur sannað, að það er harla erfitt að útskýra þráðinn á fullnægjandi hátt. Til þess er fléttan of flókin og margþætt. Þetta er viðburða- rík leiksýning, höfundur nefnir til sögunnar margar persónur, sem allar eru virkar í þessari mann- legu kómedíu. Gamansemin er alltaf nærri og fínlegt háð er þar í bland við groddafengið skop og lygileg fyrirbæri. Formið er syn- fónískt, stefin mörg og sam- slungin. Hljómkviða Ragnars er óður til lífsins, tilgerðarlítil, blátt áfram og sönn. Vitaskuld sprengir leikurinn sviðið í Iðnó og setur snotru útliti Sigurjóns Jóhannssonar skorður sem skapa á tíðum óþol, þótt mörg svið og staði leysi mynd- smiðurinn af hugviti og góðum smekk. Þó er ljóst að ekki má við svo búið standa. Leikstjórinn Þórhallur Sigurðsson er fastur í sama haftinu. Takmarkaðar leiðir inn á sviðið og örar breytingar, þegar höfundur víkur sögunni til og frá um dalinn skapa tafir, sem vara ekki nema ör- skotsstund, en trufla þó áhorf- andann. Sagan er spennandi og hann vill sjá meira - strax. Leikmátinn er hófstilltur og verður svo vonandi meðan sýn- ingin gengur. Nú verður Leikfé- lag Reykjavíkur að hverfa frá þeim grófa leikmáta sem svo lengi hefur sett svip á starfsemi þeirra. Hvergi er hættan meiri en í alþýðlegum, merkingarríkum gamanleik þar sem skopið getur sest í fyrirrúm og rutt burt fín- legum blæbrigðum í persónu- sköpun. Þórhallur hefur unnið sitt verk vel - sýningin rís hægt og sígandi og hnígur loks að þeim endalok- um sem eru óhjákvæmileg og í rauninni tragísk, þótt höfundur- inn tvinni við leikinn léttu loka- stefi. Hvert atriðið af öðru er smekklega og skynsamlega upp sett, sem er þraut í svo margþætt- um átökum sem hér má sjá. Leikendur Af leikendum ber fremst að nefna Margréti Ákadóttur sem PÁLL BALDVIN BALDVINSSON leikur Emmu, þýska konu sem hingað hefur komið fáum árum eftir stríð. Margrét veldur betur en aðrir í þessari sýningu þeim ólíku tónum sem verkið er sett saman af. Persóna hennar er skopleg en alltaf grunnt á dýpri tónum. Tök hennar á Emmu eru fagnaðarefni hverjum þeim sem vill njóta góðs leiks. Hún nær enda beinu og innilegu sambandi Valdimar Örn Flugenryng og Jón Hjartarson I hlutverkum Örlygs á lllagili og Munda bónda I Sveitasinfóníu Ragnars Arnalds. 22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.