Þjóðviljinn - 07.10.1988, Síða 19

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Síða 19
Öll íslensku liðin úr leik Fyrstu umferð Evrópu- keppninnar í knattspyrnu er nú lokið og voru íslensk félag- slið meðal þátttakenda eins og venja er. Keppnin er þrísk- ipt þannig að þrjú félög frá Fróni geta verið með og voru Valur, Fram og ÍA fulltrúar ís- lands í eitt skiptið enn. Fóru leikar þannig að öll liðin töpu- ðu viðureignum sínum og féllu út úr keppninni samkvæmt gamalkunnu útsláttar-fyrir- komulagi. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem þessi þrjú lið keppa fyrir ís- lands hönd og verður svo einnig að ári þegar íslensk lið heyja eina baráttuna enn fyrir því að komast í aðra umferð keppninnar. Gengi liðanna hefur verið mjög upp og ofan og svo var einnig nú, enda þótt litlu hafi munað að tvö lið- anna næðu tilætluðum árangri. Ágætur árangur Vals og ÍA Valsmenn kepptu í Evrópu- keppni meistaraliða, þar sem þeir voru íslandsmeistarar árið 1987. Ekki var þeim spáð velgengni í viðureign sinni þar sem besta lið Frankaríkis varð andstæðingur þeirra. Monaco heitir félagið, eftir samnefndu furstadæmi um- lukið Frakklandi og Miðjarðar- hafinu, en að auki státar liðið af tveimur af frambærilegustu sparksnillingum Engilsaxa, Glenn Hoddle og Mark Hateley. Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði heimsstjörnurnar á Laugardalsvelli 1-0 í liðnum mán- uði en féll síðan úr keppni við 0-2 tap á velli furstadæmisins. Það verður að teljast viðunandi ár- angur, og gott betur, því Vals- menn voru alls ekki langt frá því að fella stórliðið-úr leik. Það má því segja að skrautfjöðrin hafi verið komin hálfa leið í hatt Vals- manna áður en heilladísirnar hrifu hana á brott. Sömu sögu er að segja af Skagamönnum. Þeir voru jafnvel enn nær annarri umferðinni því þeim tókst að skora á útivelli eftir Lið okkar í Evrópu- keppnum knatt- spyrnunnar eru öll úr leik eftir fyrstu um- ferð. Urslitin engu að síður vel viðunandi markalaust jafntefli við ungver- ska liðið Ujpesti Dosza. Þar sem mark á útivelli vegur þyngra, þurftu Ungverjarnir að skora tvö mörk sem þeir og gerðu. Skaginn var því úr leik á jafn dramatískan hátt og liðið frá Hlíðarenda. Fram lenti í þeirri erfiðu að- stöðu að leika gegn einu af stór- liðum stórliðanna. Barcelona er eitt allra ríkasta og öflugasta fél- agslið heimsins í dag og Framarar áttu því við ramman reip að draga. Menn gerðu sér engar gyllivonir heldur voru Framarar hreinlega afskrifaðir til afreka í Evrópukeppninni í ár. Enda kom það á daginn að Fram féll úr keppni eftir 0-2 tap á heimavelli og 0-5 tap á hinum fræga Nou Camp leikvangi þeirra Börsunga. Þátttaka þeirra verður varla feitletruð á spjöldum knatt- spyrnusögunnar, en engu að síður skemmtileg og ógleymanleg reynsla fyrir leikmenn og að- standendur félagsins. Leikir Framara minna því nokkuð á viðureign Valsmanna við Juvent- us frá Italíu fyrir réttum tveimur árum, en þá fóru Valsmenn enn verr út úr dæminu, 0-11 saman- lagt tap. Þátttakan á rétt á sér Árið 1986 var reyndar einstak- lega svart í sögu íslenskra knatts- pyrnuliða á Evrópugrundvelli. Auk hins stóra ósigurs Vals- manna töpuðu Skagamenn 0-15 samanlagt gegn Sporting Lissa- bon og Framarar töpuðu 0-4 gegn Katowice frá Póllandi. Eftir þessar hræðilegu útreið fslensku liðanna fóru menn eðli- lega að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvort það tæki því nokkuð að standa í svona vit- leysu. Þessar raddir voru kveðnar í kútinn ári síðar þegar Valsmenn féllu fyrir a-þýska liðinu Wismud Aue vegna færri marka á útivelli en viðureigninni lyktaði saman- lagt með jafntefli, 1-1. Skaga- menn töpuðu þá fyrir Kalmar frá Svíþjóð, 0-1, en Framarar fóru hins vegar illa fyrir Sparta Prag skíttöpuðu" 0-10. rangur íslensku liðanna í ár hlýtur að teljast viðunandi þótt ekkert félaganna hafi komist áfram. Það er eins og einhvern neista vanti í okkar bestu lið gegn atvinnumönnum stórþjóðanna til að knýja fram sigur. Þeir leikir sem þykja jafnir enda nær undan- tekningarlaust með sigri útlend- inganna og virðist seigla þeirra og reynsla fleyta þeim í gegnum erf- iðleikana. Meðan við stundum aðeins áhugamensku (sumir segja reyndar hálf-atvinnumennsku) getum við einfaldlega ekki gert V mk riR Stjömum prýtt lið Monaco kom með stuðningsmenn sína á Laugardalsvöllinn en það dugði ekki til því Vatsmenn sigruðu á sannfærandi hátt. Mynd: Jim Smart. ráð fyrir sigrum gegn þrautþjálf- uðum atvinnumönnum. Einnig er keppnistímabilið hér á Fróni svo stutt að ekki er mögulegt að byggja upp stórlið í knattspyrnu. En þátttaka okkar í Evrópukepp- num á fyllilega rétt á sér. Þótt við komumst sjaldan í aðra umferð og aldrei í þá þriðju þá er það hvort eð er erfiðleikum bundið að leika á þeim tíma þegar farið er að fenna hér á íslandi. Við get- um því sagt að land okkar bjóði hreinlega ekki upp á afrek í Evr- ópukeppnum félagsliða. -þóm FLOSKUSKEYTI Framhjáhöld Þjóöverja Um helmingur allra giftra kvenna í V-Þýskalandi hefur haldið fram hjá eiginmönnum sínum samkvæmt könnun sem þýska Fjölskyldustofnunin hefur, gert. Alls eru 15 miljónir giftra kvenna í Þýskalandi og um 7,5 miljónir hafa haldið framhjá eigin- manninum einusinni eða oftar. Vinsælast er að halda fram hjá körlunum síðdegis á laugar- dögum, því þá eru eiginmennirnir uppteknir við golf eða aðra lík- amsræktariðju. Alls munu um 1,2 miljónir þýskra kvenna eiga fasta elskhuga. Listamanna- laun Sá listamaður sem þénar mest um þessar mundir í heiminum er poppstjarnan Michael Jackson. Tekjur hans árin 1987 og 1988 voru rúmir 4,6 miljarðar króna. Þessar upplýsingar er að finna á lista yfir 40 tekjuhæstu lista- mennina sem nýlega birtist í Bandaríkjunum. Sjónvarpspabbinn Bill Cosby verður nú að láta sér nægja ann- að sætið en síðast þegar svipað- ur listi birtist var hann í fyrsta sæti. Hann hafði rúma 4 miljarða í tekjur þessi tvö ár. Kvikmynda- leikstjórinn Steven Spielberg er í þriðja sæti, RambóRokkí Stall- one í fjórða og grínistinn Eddie Murphy í fimmta. Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Veriðvelkomin. HEKIAHF Laugavegi 170 - 172 Simi 695500 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.