Þjóðviljinn - 07.10.1988, Page 22

Þjóðviljinn - 07.10.1988, Page 22
Haust- stemmning Frú Emilía - Haust með Tsjekov Mávurinn eftir Anton Tsjekov Þýðandi: Pétur Thorsteinsson Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson Leikendur: Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Jóhann Sigurðsson, Baldvin Hall- dórsson, Björn Karlsson, Kristbjörg Kjeld, María Sigurðardóttir, Rúrik Haraldsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson og Sigurður Skúlason. Um síðustu helgi stóð Frú Em- ilía fyrir fyrsta af fjórum leiklestr- um á meistaraverkum Tsjekovs í salarkynnum Listasafns íslands við Tjörnina. Þessi uppákoma á sér tvö tilefni: Emilía er tveggja ára um þessar mundir og er kom- in á þann aldur sem börn hafa gaman af afmælum, og svo er þess minnst að nú eru hundrað ár liðin frá því Tsjekov fékk sína fyrstu opinberu viðurkenningu. Víst er það rétt sem Emilía segir í fréttatilkynningu um atburðinn að verk Antons eru burðarstólp- ar í verkefnavali leikhúsa um all- an iieim. En fáum öðrum en ofur- hugum hefði dottið í hug að skella á leikiestrum á fjórum meginverkum hans á jafn- mörgum helgum og kalla til þess vænan þverskurð af leikarastétt-_ inni: aldna meistara sem sjá nú hilla undir eftirlaun í bland við vonarpening af yngri kynslóð- inni. Það er skemmst frá því að segja að leiklesturinn á Mávinum tókst ágætlega. Þessi máti á sviðsetn- ingu kann ýmsum áhorfendum að þykja nýstárlegur, þar sem íeikarinn stendur með bókina í lúkunum og leikur textann út í andrúmsloftið, klæddur í fínni föt en allslaus við leikmuni og leik- mynd. Eyvindur leikstjóri lét samt áhöfnina stíga eitt skref inn í heim leiksins, tóbaksstautur, stólar, gítar og vindblástur voru við höndina, en meiru skipti að leikararnir léku fantavel, rétt eins og hér væri á ferðinni æfing á miðju tímabili og þeir væru við það að sleppa bók. Og þá fór áhorfandinn ósjálfrátt að hugsa: synd að þetta skuli ekki hafa orð- ið fullbúin sýning. Langt mál mætti rita um Máv- inn og reyndar alla leikina sem safngestir geta séð næstu þrjár helgar: Kirsuberjagarðinn, Vanja frænda og loks Þrjár syst- ur. Mann undrar sífellt við endur- fundi við heim leikrita Tsjekovs hversu naskur hann var, hvað leikirnir endurnýjast stöðugt í tímans rás þótt umhverfið og andinn séu rússneskir í merg. Áhorfendur létu ekki á sér standa um síðustu helgi og ef Eyvindur heldur rétt á spilunum verða þeir ekki sviknir komandi helgar. Lesturinn var dálítið ýktur á köflum en það þjappaði hópnum saman og herti þá fáu sem virtust bangnir og óráðnir í bláupphaf- inu. Semsagt gott og sannar enn að þótt undirbúningur sé naumur þá er hægt að gera hvað sem er Þær Þórdís Amljótsdóttir og Bríet Héðinsdóttir í hlutverkum sínum í teikriti Þorvarðar Helgasonar, Ef ég væri þú. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON með góðum mannskap og fínum texta. Nú er bara að sjá hvort Leiklistardeild Ríkisútvarpsins hefur vit á að láta taka þessa Iestra upp til endurflutnings í Ut- varpi. Og mikið væri líka ánægju- legt ef t.d. Þjóðleikhúsið, sem hefur efni á að láta burðarstólpa sína um áratugaskeið ganga verk- efnalausa heilu og hálfu veturna, nýtti starfsmenn sína til lestra af þessu tagi. En þar er bara jarmað um viðhald á húsakynnum, en viðhald á starfskröftum látið vera. Kirsuberjagarðurinn um þessa helgi: laugardag og sunnudag klukkan fjórtán. Hafi Frú Emilía þökk fyrir uppátækið. Kvennatal Þjóðleikhúsið - Litla sviðið Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Hljómlist: Hilmar Örn Hilmarsson Leikmynd: Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikendur: Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, María Ellingsen, Bríet Héðinsdóttir, Þórdís Arnljóts- dóttir. Þorvarður Helgason hefur sett saman fjóra netta leikþætti. Þeir eru allavega þrjár raunsannar myndir sem sýna okkur þáttaskil í lífi tveggja kvenna. Þetta verk- efni er sett í hendurnar á ungum listamönnum sem vilja helst af öllu brjótast út úr ramma eftirlík- ingar, tjá lífið og upplifun þess með öðru móti en höfundurinn. Útlendingar skoða ísland Þrenna I. -Kalle Grude, Elisabethjarstö og Nicola Schröder í Norræna húsinu 24.9.-9.10. Collingwood á íslandi 1897, sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins Það er hægt að upplifa náttúr- una með ýmsum hætti: sumir upplifa hana sem sögu, aðrir sem formbyggingu, enn aðrir sem kraft eða orku eða guðdómlega opinberun. Upplifun okkar á náttúrunni er háð því hvernig við erum stemmd hverju sinni. Hún er líka háð því umhverfi sem við erum í. Og hún er síðast en ekki síst háð tímanum og um leið skilningi okkar á umhverfinu og sjálfum okkur. William G. Collingwood, þekktur fræðimaður og listamað- ur á Bretlandseyjum á síðustu öld, gerði sér ferð til íslands fyrir rúmum 90 árum. Erindi hans var að sjá með eigin augum sögusvið þeirra íslensku bókmennta sem hann hafði hrifist af. Á ferð sinni gerði hann um 300 vatnslita- myndir og teikningar af íslensku landslagi, þar sem hann staldraði einkum við sögustaði úr íslend- ingasögunum. Að auki hafði hann með sér ljósmyndavél og myndaði íslenska sögustaði í sama tilgangi. Þessi leiðangur Collingwoods, sem kostaði bæði mikið erfiði og fé, var fyrst og fremst farinn í þeim tilgangi að fræða erlenda lesendur fslendingasagna um sögusvið þeirra og umhverfi, og skilaði sem slíkur góðum árangri í bók þeirra Collingwoods og dr. Jóns Stefánssonar ferðafélaga hans: A Pilgrimage to the Saga- Steads of Iceland, sem kom út 1899. En það er líka rétt að líta á þetta uppátæki í öðru samhengi: Collingwood var náinn sam- starfsmaður breska listfræðing- sins Johns Ruskins, sem var fremstur fræðimanna á sínu sviði á Bretlandi á síðustu öld og um leið ötull forsvari Prerafaelítanna svokölluðu. Prerafaelítarnir höfðu gert sér grein fyrir skelfi- legum afleiðingum iðnvæðingar- innar í Bretlandi á alla menningu í landinu. Samfara arðráni kapít- alistanna á hinni nýju öreigastétt var menningarverðmætum unn- vörpum fórnað á altari hinnar nýju nytjahyggju kapítalismans. Prerafaelítarnir gerðu sér grein fyrir því að til þess að bjarga menningunni þyrfti að breyta þjóðfélaginu. En í því skyni litu þeir aftur til miðalda, fyrir daga Rafaels, til þess tíma þegar listin og handverkið fóru saman og verkamaðurinn hafði fulla virð- ingu af sínu handverki. Colling- wood, sem var ekki bara náinn samstarfsmaður Ruskins, heldur þekkti einnig William Morris (og Eirík Magnússon í Cambridge), var mótaður af þessum hugmynd- um. Við sjáum það til dæmis af altaristöflunni sem hann gerði fyrir kirkjuna að Borg á Mýrum, en hún er prýðisvel máluð í anda Prerafaelítanna. Áhugi hans á ís- lenskum miðaldabókmenntum er vafalaust af sömu rótum runninn: þær voru óspilltar af einstaklings- hyggju Viktoríutímans og nytja- hyggju kapítalismans og voru því bókmenntaleg fyrirmynd, rétt eins og miðaldalistin, miðalda- handverkið og gotneska bygging- arlistin. Teikningar Collingwoods frá íslandi, sem nú eru til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafnsins, voru ekki hugsaðar sem alvarleg list- sköpun, heldur sem auðmjúkt handverk til upplýsingar forvitn- um útlendingum. Um leið eru þær forvitnilegur vitnisburður um það hvernig ísland blasti við þessum breska menntamanni: ís- lensk náttúra var fyrir honum sögusvið og vettvangur bók- menntalegra tíðinda. Fjöll og dalir, jöklar og hamrabelti, grón- ar hlíðar og gömul tún eru tíund- uð, stöku bæir sjást sem þústir í landslaginu en mannlífið í hvers- dagsleik líðandi stundar er að mestu utan myndsviðsins nema stöku förumaður á hestbaki eða þá að bóndahjú sjást bogra við búverkin í fjarska. ísland er nán- ast ónumið land á þessum mynd- um með allri sinni auðu og tómu víðáttu, og hvergi er skepnu að sjá og því síður trjáhríslu eða götuslóða. Hér gæti verið góður jarðvegur fyrir það fróma og fagra mannlíf sem prerafaelítana dreymdi um, þar sem sérhverjum einstaklingi var ætlað að gera listaverk úr eigin lífi og starfi. Þetta er ósnortið land. Það er fróðlegt að bera sýningu Collingwoods saman við sýningu þriggja ungra listamanna í kjall- ara Norræna hússins. Tveir Norðmenn og einn Þjóðverji sýna þar ávöxtinn af dvöl sinni hér á landi í sumar. í sýningar- skrá segja þau að það sé eitt sem sameini þau öll: áhuginn á lands- laginu. En efnistökin eru að von- um önnur en hjá Collingwood. Eiginlegar landslagsmyndir er ekki þarna að sjá, og eiginlegt ísland ekki heldur: það sækir enginn margtuggna og falska lof- ræðu um íslenska náttúru og ís- lenskt þjóðerni á þessa sýningu. Náttúran hefur ekki þjóðerni fyrir þessu unga listafólki, hún er ekki saga eða vettvangur sögu- legra atburða, heldur er hún form, efni og kraftur. Kalle Grude sýnir okkur form- strúktúra sem hann býr til úr steyptum einingum: gangstéttar- hellum og öðru steyptu hleðslu- grjóti. Píramídalöguð fjöll, „stuðlaberg" úr sívalningum og hallandi hleðslu úr gangstéttar- Steinsteypuskúlptúrar eftir Elísabet Jarstö. Mynd: ÞOM. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.