Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 2
SKAÐI SKRIFAR
Eg vil
báknið burl
I ROSA-
GARÐINUM
Éq Skaði, veit það vel og þakka sem vert væri að Hannes Hólm-
steimí er á sínum stað í Háskólanum og allt það. Manni miðar svosem
eitthvað áfram til frelsisins fagra lands en ógn finnst manm ferðin
stundum ganga grátlega seint. ......
Gætum við ekki reynt að brjótast það beint? spurði skáldið og somu
spurningu lagði ég fyrir vin minn og sjálfstæðisflokksbróður Guðjón,
þegar við sátum saman á dögunum og ræddum um stóru málin eins
og við eigum vanda til.
Brjótast beint hvað? spurði Guðjón.
Nú að kjarna málsins maður, sagði ég.
Og hver er hann svosem? spurði Guðjón, sem hefur alltaf efast um
qáfur mínar og skarpskyggni. . „ ..,
Hann er Báknið Burt, sagði ég. Ég er alltaf að heyra þetta hjá
Þorsteini, Reagan, Möggu Thatcher og öðrum flokksbræðrum okkar
að báknið eigi að fara burt.
Nema hvað, sagði Guðjón ....
Nema hvað það stendur enginn við þetta, sagði ég. Allt þetta lið ber
sér á brjóst og þykist ætla að lækka skatta svo að hver maður megi
kaupa það brennivín og þau hús sem honum sýnist fyrir sina peninga
og skera niður þennan leti- og aumingjalífeyri allan sem kallast vel-
ferðarkerfi. En svo gerist ekki neitt.
Auðvitað ekki, sagði Guðjón. .
Auðvitað ekki hvað, sagði ég. Hvurslags hundingjahattur er þetta
eiginlega. Eiga menn ekki að meina það sem þeir segja?
jú, sagði Guðjón. En veruleikinn segir að best sé að tala sem
minnst um það
Hvers vegna? spurði ég. . , . . .
Vegna þess að kjósendur í lýðræðisþjóðfélagi hafa aðeins eina=
bjargfasta sannfæringu. Hún er sú að það eigi að lækka skattana til
þess að þeir geti keypt sér meira nammi og sumarbústaö. Um leið á að
auka útgjöld ríkisins til að þeir þurfi ekki að hugsa sjálfir um leiðinlega
og kalkaða foreldra sína afgamla eða passa þá frekjuhvolpa sem born
eru nú til dags. Niðurstaðan er sú að ekkert er hægt að gera. Kerfið er
Um hvað eiga menn þá að deila i pólitík? spurði ég áhyggjufullur.
Bara eitthvað annað, sagði Guðjón. Það þýðir ekki að væla ut af
þessu. Sjáðu bara þá Bush og Dukakis. Þeir gera það gott með því að
rífast um það, hvor þeirra elskar konuna sína meira en hinn. Við sofum
í sama rúmi, segir Dukakis. Hann meinar að ÞAÐ geri Bush ekki
En þetta er svo lágkúrulegt, sagði ég.
Hreint ekki, sagði Guðjón . Þetta er djúpsálarpólitík sem á ser rætur
aftur í grárri forneskju.
Bdcertje^a með það Skaði. í fornöld þurfti kóngurinn að sýna fram á
að landið mundi undir hans farsælu stjórn verða frjósamt og gefa af
sér góðan ávöxt, og það gat hann aðeins með því að sýna að hann
væri til afreka vís í ástum. Annars var honum stútað. Þetta er alveg
eins í forsetakosningunum hjá félaga Bush og þeim. Sá sem ekki lætur
við kerlinguna sína eins og hann hafi hitt hana á skólaballi í gær, hann
er heimaskítsmát. Þetta er bara svona, þetta er greypt inn í sjálfa
formgerð þjóðarsálnanna.
Guðjón minn, sagði ég dapur og áhyggjufullur. Losnum við þa aldrei
við kerfið og báknið? Verðum við aldrei frjálsir menn undan þvi
heiglanna helsi sem dregur okkur niður í andskotans sósíalismann
eins og þyngdarlögmálið dregur drykkjurútinn oní ræsið?
Ég veit það ekki, sagði Guðjón. Ég bind talsverðar vonir við hann
Gorbatsjov.
Hann Gorba? hváði ég. Hvað meinarðu? ,
Hann ekki bara segir báknið burt, hann er byrjaður á þvi að skera
það niður við trog um þriðjung eða helming og syngur og trallar við
þetta með uppbrettar ermar. Og þegar þessir kerfiskarlar eru að æmta
og skræmta eins og þetta pakk gerir alltaf, þá bara danglar hann i þá
og segir þeim að fara að bíta gras. ..
Já en Guðjón, sagði ég, hann Gorbi er kommi, hann er ekki lyðræöis
eða svoleiðis, hann er ekki okkar maður...
Já þú meinar það, sagði Guðjón hugsi og klóraði sér i skallanum. Þu
meinar það. Andskotans vesen....
sem var.
PENINGANA
EÐA LÍFIÐl
EN ÞAR ÁÐUR
RÍKTI FRELSIÐ...
En í Queeenslandi eru þeir í
fyrsta skipti í tæplega tvö hundr-
uð ár að leyfa fólki að hafa að-
gang að smokkum.
Morgunblaðið
JÁ OG LÁTIÐ HAF-
SKIPSMENN í FRIÐI!
Ef íslenska þjóöarbúið væri
fyrirtæki sem rekið væri í réttar-
farsríki, þá væri líklegast búið að
fangelsa flesta aðalpaurana í
efnahagsstjórnkerfinu fyrir óá-
byrga og skaðlega stjórnun.
Formaður efnahagsnefndar
Borgaraflokkslns í Mbl.
SÆLIR
ERU HÓGVÆRIR..
Það lýsir í rauninni furðulegri
einfeldni hjá þeim á Morgunblað-
inu, ef þeim dettur yfir höfuð í hug
að halda því fram að það sé
merki um góðan lestur á blaði
þeirra ef fólk telur almennt að
skopmyndir og útvarpsdagskrá
séu áhugaverðasta efni þess.
Tímlnn
HIN FERLEGU
FJÖRBROT
SKÁLDSKAPARINS.
Frissa líkar lífið hér
svífur vængjum þöndum
Þegar hann stúlkur sér
með brjóstin ber
stendur hann ekki bara á
höndum.
Fréttlr.
AÐ DREKKA EÐA EKKI..
Án gríns er hér allt gott að frétta
þetta er heil sólarsamba.
Hér er hægt í sig að skvetta
og líka hægt að þamba.
Fróttlr
LÍSA í UNDRALANDI
Með einhverri undarlegri lagni
hefur okkur tekist að koma þvf
svo fyrir að nauðsynjarnar eru
orðnar að lúxus og lúxusinn að
nauðsynjum. Það verður sjálf-
sagt ekki langt þangað til við för-
um að leggja okkur tollfrjáls
hljómflutningstæki til munns og
skreyta hýbýli okkar með mat-
vælum.
Hafnflrska fréttablaðið
SPEKIN SEM BRÁST
Betra er að sjást en þjást
Umferðarráð.
LOFIÐ ÞREYTTUM
AÐ SOFA
Nú hafa 20 fiskverkunarfyrir-
tæki lokað á Suðurnesjum, níu
skip hafa verið seld frá Grindavík
og til stendur að selja tvo togara
af Suðurnesjum og fá i staðinn
einn óheppilegan. Því er spurn
hvort ekki sé tími fyrir hina ýmsu
ráðamenn að fara að rumska.
Víkurfréttlr
2 9<PA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. októbw 1988