Þjóðviljinn - 28.10.1988, Blaðsíða 8
SMART-SKOT
_____________LEIÐARI_____________
Reisum íþrottahús fatlaöra
Á Ólympíuleikum fatlaöra unnu íslensku
íþróttamennirnir það afrek að komast ellefu
sinnum á verðlaunapall, og tvisvar hljómaði
þjóðsöngurinn á ólympíusvæðinu í Seoul í
Kóreu til marks um íslensk gullverðlaun.
Þessi vaska sveit kom heim í morgun og
verður vel fagnað. Hér fara afreksmenn
sem hafa átt það verk fyrst og erfiðast að
yfirvinna eigin fötlun, íþróttahetjur sem nú
verða hvorttveggja í senn fyrirmyndir ungs
fatlaðs fólks um hugarstyrk og áræði, og
um leið táknræn vitni þess að fatlaðir eiga
fullt erindi við samfélagið sem virkir þátttak-
endur á grundvelli jafnréttis.
íþróttamennirnir unnu ellefu sinnum til
verðlauna í Kóreu, og það má ekki minna
vera en að þeir hljóti ein verðlaun á íslandi
til að fylla uppí tylftina. Til þess gefst nú
tækifæri með nýhafinni söfnun íþróttafé-
lags fatlaðra í Reykjavík þarsem markmiðið
er að koma aftur af stað byggingu íþrótta-
húss fyrir fatlaða við miðstöðina í Hátúni.
Það er heldur önugt - sérstaklega í Ijósi
afrekanna í Kóreu - að heyra sögu þeirrar
byggingar hingaðtil. Fyrsta skóflustungan
var tekin árið 1983, og steyptur grunnur
þann vetur. Síðan hefur ekkert gerst.
Ástæðan er einfaldlega fjárskortur hjá fé-
laginu. Fatlaðir eru einn þeirra hópa sem
lægstar tekjur hafa í samfélaginu og munar
í því miklu á þeim og öðrum íþróttafélögum,
og félag þeirra hér í Reykjavík hefur einfald-
lega ekki ráðið við að fjármagna sinn hlut í
verkinu, auk þess sem byggjendur íþrótta-
húsa þurfa að bíða loka hvers verkþáttar til
að fá í hendur lögbundinn ríkisstyrk.
Einsog lesa má í viðtali í Nýja Helgarblað-
inu í dag við Sigurgeir Þorgrímsson, for-
mann íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, eru
íþróttir geysilega mikilvægar fyrir fatlaða,
og geta skipt sköpum bæði líkamlega og
andlega. Það er réttlætismál að aðstaða
þeirra til íþróttaiðkunar sé eins góð og
mögulegt er, og það er líka hagkvæmnis-
mál að fatlaðir geti með aðstoð íþróttanna
sótt fram til sem fyllstrar þátttöku á öllum
sviðum samfélagsins.
í dag og næstu daga gefst kostur á að
sýna hug sinn til Kóreufaranna og félaga
þeirra í verki með því að bregðast myndar-
lega við íþróttahússsöfnuninni.
Var logið að alþingi?
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips
hefur upplýst að áður en Kjartan Lárusson
og nokkrir aðrir starfsmenn keyptu Ferða-
skrifstofu ríkisins hafi verið gerðir baksamn-
ingar um að Eimskip styddi starfsmenn til
kaupanna og keypti sjálft þriðjung hluta-
bréfa, rúman helming þess sem starfs-
mennirnir keyptu.
Þegar Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi
samgönguráðherra kom þessari sölu gegn-
um þingið í vor var salan kynnt (Dannig að
starfsmenn mundu eignast meirihluta, og
kemur sá skilningur skýrt fram í umræðum
og umsögnum þingnefndar.
Það er í fullkomnu ósamræmi við málatil-
búnaðinn í vor að Kjartan Lárusson og fleiri
skuli reynast vera leppar fyrir eitt stærsta
fyrirtæki landsins sem á fyrir miklar eignir í
atvinnugreininni, og það er erfitt að forðast
þann grun að alþingi hafi verið blekkt í mál-
inu.
Samgönguráðuneytið er nú að rannsaka
lagahlið málsins, en fyrsti þingmaður
Reykjaneskjördæmis skuldar bæði þingi og
þjóð skýringu á þessum ráðherraverkum
sínum í vor. _m
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur
Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður Á. Friðþjófsson, Sævar
Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur:ElíasMar,HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun:Blaðaprenthf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýttheigarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
8 - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988