Þjóðviljinn - 28.10.1988, Page 12

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Page 12
Námskeið í verklegum greinum Eftirfarandi námskeið eru í boði ef þátttaka leyfir: MYNDBANDANÁMSKEIÐ mánud. og miðv.d kl. 18-21 kr. 6.000 þriðjud. og fimmtud. kl. 18-21 kr. 6.000 SAUMANÁMSKEIÐ í Miðbæjarskóla fimmtud. kl. 19.25-22.20 kr. 3.000 í Gerðubergi mánud. kl. 19.25-22.20 kr. 3.000 LEÐURSMÍÐI þriðjud. kl. 19.25-22.20 kr. 3.000 BÓKBAND mánud. kl. 18.00-20.50 kr. 3.000 Auk þess hefjast byrjendanámskeið í PORTÚGÖLSKU fimmtud. kl. 19.25-20.50 ogGRÍSKU fimmtud. ki. 21.00-22.20 Námskeiðin hefjast 1. nóv. nk. og standa í 6 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum en saumanámskeið er einnig haldið í Gerðubergi. INNRITUN fer fram 27., 28. og 29. okt. nk. í símum 12992 og 14106. Nýtt dagheimili Við Dagvistarheimilið Sólvelli á Selfossi, sem verður tekið í notkun innan tíðar, eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður: Staða yfirfóstru, stöður fóstra, og fólks með aðra uppeldismenntun, stöður aðstoðarfólks, staða matráðskonu, staða aðstoðarmanns í eldhúsi og stöður ræstingafólks. Nánari upplýsingar um stöðurnar eru veittar á Félagsmálastofnun Selfoss í síma 98-21408. Umsóknir skulu berast til Félagsmálastofnunar Selfoss í síðasta lagi 9. nóv. 1988. Félagsmálastjóri Forstöðumaður Við leikskólann Glaðheima á Selfossi er laus til umsóknar staða forstöðumanns. Umsóknir skulu berast til Félagsmálastofnunar Selfoss sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 98-21408 í síðasta lagi 9. nóv. n.k. Félagsmálastjóri Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1989 fást hjá greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins Lauga- vegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Hærri laun - meiri hlunnindi Sjúkrahús Keflavíkur óskar eftir að ráða hjúkr- unarfræðing nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. í boði eru meðal annars hærri laun en á Reykjavíkursvæðinu, ódýrt húsnæði, sími og sjónvarp frítt, barnagæsla. Fyrir þá sem vilja aka á milli er greiddur ferðakostnaður. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra Sjúkra- húss Keftavíkur í síma#2-14000. _________AB UTAN________ „Breyting" eða „framhald“? Dukakis hugsar til Trumans og hyggst þjarma rækilega að kcppinautnum í lokalotu bandarísku forsetakosninganna Ekki vantar að mikið hafi verið fjallað um kosningabar- áttuna í Bandaríkjunum í fjöl- miðlum síðustu mánuðina, en eins og kunnugt er ganga menn þarlendis að kjörborð- inu þann 8. nóv. n.k. til að kjósa sér forseta til næstu fjögurra ára. En þrátt fyrir alla þessa umfjöllun og ekki síður þá staðreynd, að hér er um að ræða valdamesta embætti í heimi, þá virðist áhugaleysi um úrslitin furðu almennt, jafnt í Bandaríkjunum sjálfum og utan þeirra. Kjörsókn í Bandaríkjunum er að jafnaði miklu minni en í Vestur-Evrópu og telst gott ef rúmur helmingur kjósenda ómakar sig á kjörstað. Og nú er því spáð að kjörsókn verði með minnsta móti. „Gamaldags“ stjórnmálaflokkar Hvað veldur? Þar kemur auðvitað sitthvað til greina. Bandaríkin voru á undan Evrópu í lýðræðisþróun og það á trúlega sinn þátt í því að flokkakerfi þeirra er eins og dálítið gamal- dags. Nærtækasta fyrirmynd bandarískra stjórnmálamanna, þegar þeir voru að koma ríki sínu á laggirnar, var stjórnkerfi upp- runalands þeirra, Bretlands. Þá höfðu Bretar enga stjórnmála- flokka í nútíma merkingu þess orðs, heldur aðeins svokaliaða toría og vigga, sem voru lausleg og óformleg bandalög hinna ýmsu hástéttarfjölskyldna og hagsmunahópa. Ekki er laust við að demókratar og repúblíkanar Bandaríkjanna minni á þessa bresku „stjórnmálaflokka". Þeir eru lausari í reipunum en evrópskir stjórnmálaflokkar, hugmyndafræðilegar línur á milli þeirra þokukenndar og starf- semin aðallega bundin við kosn- ingar. Þessu fylgir að margir gera lítinn eða engan greinarmun á flokkunum og telja því að eigin- lega sé ekki um neitt að velja. Annað er það að margra mál er að frambjóðendurnir til forseta- embættisins að þessu sinni séu óvenju sviplitlir. Þrátt fyrir gífur- lega sjónvarpsnotkun og auglýs- ingabrellur, sem eru aðalatriði kosningabaráttunnar, virðist ganga treglega að gera þá að meiri mönnum í augum kjós- enda. Þetta hefur meðfram nei- kvæð áhrif á kosningaáhugann sökum þess, að í kosningabarátt- unni er lögð öllu meiri áhersla á persónuleika frambjóðenda en málefni. Sá frambjóðandinn er sigurvænlegastur, sem tekst bet- ur en hinum að líta traustvekj- andi og kraftmikill út í augum al- mennings. Að sýnast þreytulegur á sjónvarpsskjánum getur þýtt hrun fyrir frambjóðandann, hvaða afstöðu hann svo sem lætur í ljós til hinna og þessara mál- efna. Á því fór Dukakis flatt í sjónvarpseinvíginu um daginn og eins og sakir standa eru mestar líkur á því að það dugi Bush til sigurs, ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Stefnuskrár lítilvægar Ofmælt væri þó vitaskuld að halda því fram, að þetta eitt ráði afstöðu bandarískra kjósenda í kosningaslagnum. Vissir kunn- áttumenn um bandarísk stjórnmál hafa komist svo að orði, að þarlendis sé ekki kosið um stefnuskrár flokka, heldur á milli „breytinga" og „fram- halds“. Dukakis, frambjóðandi flokks sem hefur verið í stjórnar- andstöðu í átta ára stjórnartíð Reagans, er samkvæmt þessari skoðun fulltrúi hins fyrrnefnda í augum fólks, en Bush þess síðar- nefnda. Og hvað sem segja má um Reagan, stjórn hans og stjórnartíð hefur repúblíkönum tekist að telja miklum hluta al- mennings trú um, að forsetanum aldna hafi tekist nokkuð vel til, þegar öllu sé á botninn hvolft. Þeir hamra á því að Reagan og hans menn hafi stjórnað vel í efnahagsmálum (sem er að margra máti hálfsannleikur eða naumlega það) og í utanríkismál- um náð bættum samskiptum við Sovétríkin, dregið þar með úr spennu á alþjóðavettvangi og stuðlað að friði í heiminum yfir- leitt. Á þessu muni verða fram- hald ef Bush verði kosinn. Hins- vegar sé ómögulegt að vita hvaða „breytingum“ Dukakis taki upp á. Framan af kosningabaráttunni var að vísu svo að sjá, að meiri- hluti kjósenda teldi tíma kominn til „breytinga“. Dukakis varlengi vel fyrir ofan Bush í niðurstöðum skoðanakannana. Fáum þótti ríkisstjórinn í Massachusetts að vísu skörulegur en hinsvegar nokkuð svo fjörlegur og snagg- aralegur. Hann naut þess þá að hann var miklu minna þekktur en Bush og náði nokkrum árangri með því að kynna sig sem „nýjan mann“ í stjórnmálunum, þá auðvitað í þeim skilningi að hann væri fulltrúi einhvers sem væri bæði „nýtt“ og betra en það „gamla". Dukakis hefur og að líkindum frá upphafi fengið sam- úð nokkra út á umhyggju fyrir „litla manninum", sem honum hefur orðið tíðrætt um. Liö Bush æföara og illvígara Skýringin á umsnúningi ham- ingjuhjólsins í kosningabarátt- unni er ekki einungis þreytusvip- urinn á Dukakis í sjónvarps- einvíginu, því að Bush var kom- inn upp fyrir hann í tölum skoð- anakönnuða þegar fyrir það ein- vígi, þótt munurinn væri þá ekki mjög mikill. Viðvíkjandi þessu er ýmsum skýringum slegið fram. Ein er sú að demókratar hafi ver- ið orðnir alltof sigurvissir og því slegið um hríð slöku við í kosn- ingabaráttunni, önnur að Bush hafi reyndara áróðurslið sér til brautargengis. Enn er bent á að menn hafi gerst illvígari því lengur sem leið á slaginn og ósparari á róg og níð af meira eða minna grófu tagi. Aðstoðarmenn Bush virðast kunna betur á þess- konar aðferðir, enda þótt ekki vanti að hinir hafi beitt þeim líka. Eins og skiljanlegt er með hlið- sjón af einkennum bandaríska flokkakerfisins er afstaða mikils þorra manna til stjórnmálaflokk- anna beggja blands. Sagt er um bandaríska meðaljóninn að í stjórnmálum og efnahagsmálum standi hann nær demókrötum, en hallist að repúblíkönum viðvíkj- andi siðferði, almennt séð, og trúarbrögðum. Þetta síðarnefnda hefur mikið að segja í Bandaríkj- unum. Á grundvelli þessa hafa repúblíkanar gefið í skyn, að Dukakis sé í raun háskalegur „frjálslyndingur og vinstrisinni" af því tagi, sem menn muna eftir frá síðari hluta sjöunda áratugar og fyrri hluta þess áttunda. Við þetta er svo bætt fullyrðingum um að Dukakis sé alltof linur Bush og Dukakis - möguleikar þess síðarnefnda í lokahríðinni virðast tak- markaðir. gagnvart glæpamönnum. Það getur haft mikil áhrif í landi, þar sem glæpatíðni er svo mikil sem raun ber vitni um í Bandaríkjun- um. Ofan á það er spiluð sú gamla plata að frambjóðandi demókrata sé of deigur gagnvart Rússum. Það hefur enn sitt að segja, þótt eitthvað hafi dregið úr ógn rússagrýlunnar í augum bandarísks almennings. Tekst Dukakis aö leika eftir afrek Trumans? Sumir fréttaskýrendur bera saman vígstöðu Dukakis nú og stöðu Harrys gamla Truman á lokasprettinum fyrir forsetakosn- ingarnar 1948. Þá voru flestir á einu máli um að Thomas Dewey, forsetaefni repúblíkana, ætti sér sigur vísan. Þá einsetti Truman sér að veita andstæðingunum verulega harðan atgang í loka- hríðinni, „gera þeim lífið veru- lega leitt (give them hell)“, eins og þessi sneglulegi Missourimað- ur orðaði það. Og hann sigraði, hvað sem allir kosningaspámenn sögðu. Dukakis reynir nú að fara svipað að. En hann hefur skemmri tíma fyrir sér en Trum- an hafði, er skörungur minni og stendur af fleiri ástæðum verr að vígi. Truman var arftaki Frank- lins D. Roosevelt og í augum kjósenda fulltrúi „framhalds" New Deal-stefnu hans, sem flest- ir litu svo á að bjargað hefði Bandaríkjunum úr klóm heimskreppunnar miklu. Trum- an þótti líka öllu aðsópsmeiri en Dewey. Dukakis á erfiðara með að vísa til fortíðarinnar sér til stuðnings og þótt allmargir kunni að trúa honum betur en Bush til að gæta hagsmuna „litla manns- ins“, blasir við honum sú hætta að enn fleiri líti á hann sjálfan sem lítinn karl sem þar á ofan hafi kannski einhverjar vafasamar „breytingar" á prjónunum. Dagur Þorleifssou 12 mm-ammiMnM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.