Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 28.10.1988, Side 14
nvekjandi en spennandi I morgunkaffi með aðstoðarmönnum ráðherra; Áljhildi Ólafsdóttur, land- búnaðarráðuneyti, Guðrúnu Agústsdóttur, menntamála- ráðuneyti og Svanfríði Jónasdóttur, fjármálaráðuneyti - Ég vildi að það væri sími hérna svo ég gæti skotist í‘ann svona við og við, sagði Guðrún Ágústsdóttir, og starfssystur hennar kinkuðu kolli til sam- þykkis. - Nei annars, það er ágætt að iosna frá símanum og þessu ati smástund, bætti hún við, og við tylltum okkur niður í mjúka leðurstóla uppi á efstu hæð í veitingahúsinu Óperu. Blaðamanni Nýja Helgarblaðsins hafði tekist það sem margir héidu ómögulegt; að ná saman í spjall á háannatíma þremur aðstoðar- mönnum ráðherra Alþýðu- bandalagsins, þeim Álfhildi Ól- afsdóttur, aðstoðarmanni land- búnaðarráðherra, Guðrúnu Ág- ústsdóttur, aðstoðarmanni menntamálaráðherra, og Svan- fríði Jónasdóttur, aðstoðarmanni fjármálaráðherra. Þær viðurkenndu líka fljótt að þetta væri ágætis tilbreyting og vel til fundið að hittast yfir kaffi- sopa og bera saman bækur sínar eftir annasamar vikur í þremur ráðuneytum. Jóla- hreingerningin - Ég var að vinna að undirbún- ingi að Norræna kvennaþinginu í Osló sl. ár, og þá fannst mér ég þurfa að gera ómögulega hluti mögulega, nánast á hverjum degi. Þetta kemur næstum í beinu framhaldi af því. Mikill erill, hitta fullt af fólki. Þetta er eins og tvær jólahreingerningar hvor á eftir annarri. Ég hafði hugsað mér að taka mér hlé og hvíla mig, en fékk síðan sólarhring til að gera upp við mig hvort ég gæti tekið þessu starfi, sagði Guðrún aðspurð um hvernig það væri að ganga inn í svo erilsamt og ábyrgðarmikið starf með nánast engum fyrir- vara. - Ef ég lít til baka þá held ég að allar mínar stærstu ákvarðanir í lífinu hafi einmitt verið teknar á svona örskömmum tíma, hvort sem það var að skipta um vinnu, fara út í pólitík eða ganga í hjóna- band. Svanfríður Jónasdóttir kemur frá Dalvík, þar sem hún var í for- svari fyrir Alþýðubandalagið í bæjarstjórnarmeirihluta, forseti bæjarstjórnar og kenndi jafn- framt í grunnskólanum. - Þessi ákvörðun að koma til starfa í fjár- málaráðuneytinu hefur óneitan- lega haft miklar breytingar í för með sér fyrir mig og mína fjöl- skyldu. - Ég hef ekki verið feimin við það hingað til að taka stórar á- kvarðanir með stuttum fyrirvara, en hingað til hefur það ekki haft jafn miklar breytingar í för með sér fyrir fjölskylduna og núna. Ég var búin að vera mikið á ferða- lögum hér fyrir sunnan, vegna flokksins m.a., en þetta starf hef- ur orðið til þess að ég er nú að koma mér fyrir hér ásamt yngri drengjunum mínum. Álfhildur Ólafsdóttir hefur starfað sem ráðunautur hjá sam- tökum loðdýraframleiðenda í Reykjavík en haft búsetu austur í Vopnafirði þar sem hún rekur fé- lagsbú ásamt fleirum. - Ég hef verið meira og minna með annan fótinn hér í Reykj avík sfðustu árin, en þetta nýja starf hefur orðið til þess að nú hef ég í fyrsta sinn fengið mér fast her- bergi hér í borginni, en ég verð ennþá búsett fyrir austan. Þetta kom mjög snögglega upp og hef- ur vissulega sett allar áætlanir úr skorðum; það var allt annað sem ég ætlaði að gera í vetur. Spennandi - Þetta er ógnvekjandi og ofsa- lega spennandi um leið, segir Guðrún aðspurð um hvort ekki þurfi töluverðan kjark til að fara inn á nýjan starfsvettvang í æðstu valdastofnunum landsins. - Þeg- ar ég tek að mér verkefni á vegum flokksins, þá veit ég að ég er ekki ein. Við erum í sósíalískum flokki þar sem við eigum mjög marga góða vini sem eru alltaf tilbúnir að koma hvenær sem er til að að- stoða okkur og þannig held ég að við sem erum í trúnaðarstöðum fyrir þennan flokk höfum unnið mjög mikið. Ekki ein, heldur í hópi. Ég hef ekki fundið annað, þann tíma sem ég hef verið við þessi störf, en að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum. - Ég var satt að segja ekki að velta fyrir mér fjárlagagati eða ekki fjárlagagati þegar ég ákvað að taka að mér þetta starf, segir Svanfríður. - Mér fannst þetta spennandi verkefni, og ég horfði þá til þess að flokkurinn væri kominn í ríkisstjórn og ég vildi gjarnan, fyrst mér var gefinn kostur á því, vera með eins og þar stendur. Ég horfi satt að segja til allt annarra verkefna en þess að fylla upp í þetta fjárlagagat. Það er auðvitað verkefni sem ríkis- stjórnin stendur frammi fyrir núna, en fyrir mér var þátttaka í þessari ríkisstjórn háð ýmsu öðru. Álfhildur segist vera búin að koma nálægt mörgum þeim mál- um er snúa að landbúnaðarráðu- neytinu í gegnum fyrri störf sín, en það séu samt vissulega nokkur viðbrigði að koma til starfa í ráðuneytinu. - Mestu viðbrigðin fyrir mig einmitt núna voru þau að ég hef aðallega verið að sinna einangruðum þætti landbúnaðar- mála, loðdýraræktinni, en þarna koma allt í einu öll hin málin upp á borð hjá manni, mál sem maður kannast að sjálfsögðu við, en hef- ur kannski ekki verið beinlínis á kafi í. Þar ber hæst fullvirðisrétt- armál bænda og allt sem að þeim snýr, vegna þess að tilvera flest- allra bænda byggist á þessum málum, bæði fyrir heild og ein- staklinga. Það eru þessi mál sem eru stærst og erfiðust viðfangs, sýnist mér. Ég þekki hins vegar ágætlega til í ráðneytinu og það hjálpar mikið til svona í byrjun. Kvenfyrirlitning í gagnrýni Það að allir ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafa ráðið konur sem aðstoðarmenn sína héfur vakið nokkra athygli og einnig gagnrýni. Ein forystukvenna Sjálfstæðisflokksins sagði í grein í Morgunblaðinum á dögunum að verið væri að breyta þessum að- stoðarstörfum í kvennastörf og aðrir hafa sagt að með þessum ráðningum hafi verið reynt að plástra yfir sárindi vegna þess að engin kona var útnefnd sem ráð- herra flokksins. Hvað sýnist að- stoðarmönnunum sjálfum um þessa gagnrýni? - Þetta er dálítið sérkennileg umræða. Ef konur eru ráðnar til einhverra starfa, eru þau störf þá orðin sérstök kvennastörf? Er þá embætti Forseta íslands orðið kvennastarf af því að kona gegnir því? spyr Svanfríður. - Mér finnst þessi plástrakenning og mikið af umræðunni einkennast af kven- fyrirlitningu. Jafnréttissinnar hljóta að fagna þvf þegar konum eru falin ábyrgðarstörf, engu síður en að harma það þegar kon- ur fá ekki þau störf sem við gjarnan vildum sjá þær í. - Ég tek undir þetta með Svan- fríði, sagði Guðrún. - Svona tal lyktar af kvenfyrirlitningu og ég vil minna á að það var einmitt Alþýðubandalagið sem braut ísinn á sínum tíma þegar Magnús Kjartansson réð Öddu Báru Sig- fúsdóttur sem aðstoðarmann sinn, fyrstu konuna sem tók að sér slíkt starf hérlendis, og margir ráðherrar síðustu ríkisstjórna hafa valið sér konur sem aðstoð- armenn, og hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Þetta er vellaunað ábyrgðarstarf. Það að við skulum vera ráðnar breytir engu um þá staðreynd að allir ráðherrar Al- þýðubandalagsins eru karlkyns. - Mig langar að bæta aðeins við þetta, sagði Álfhildur. - Það hef- ur aldrei hvarflað að mér að líta á mig sem þriðjung að okkur sem hér sitjum. Allt slíkt tal finnst mér út í hött. Við erum að vinna að ólíkum málum, sín á hverjum staðnum, og þetta er t.d. í fyrsta sinn sem við hittumst allar þrjár eftir að við tókum við okkar nýju störfum. Kerfið vinni fyrir fólkið Hvernig koma þessi störf ykkur fyrir sjónir? Hvað felst í því að vera aðstoðarmaður ráðherra og hver eru ykkar raunverulegu áhrif og völd? - Ég held að þetta þróist hjá hverjum og einum, bæði eftir persónunni, þekkingu á málum og áhugasviðum. Við tökum á móti fólki og erindum og komum málum á framfæri við ráðherra og aftur til almennings, segir Svan- fríður og bætir því við að til ráðu- neytisins leiti á einn eða annan hátt ótrúlegur fjöldi fólks, alls staðar af landinu. - Undanfarið hefur gerð fjár- lagafrumvarpsins auðvitað sett ‘ARÍQ 19. nóvember - 7 dagar - 7 nætur erðaskrifstofan Farandi gefur nú ferðalöngum kost á að upplifa rómantík Parísar í haustbúningi. Fyrri férð seldist upp. TT MÁKe eimsótt verða meðal annars: Söfn, Versalir, Rauða myllan, Lídó, Eiffelturninn að ógleymdum fjölda veitingastaða sem bjóða upp á gómsætar máltíðir með tilheyrandi vínum. G ist verður á Hótel Agora St. Germain, sem er gott hótel í fimmta hverfi, 500 m frá Notre-Dame/St. Michel. Fararstjóri verður Þröstur Brynjarsson. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofan laiandi Vesturgötu 5, Reykjavík, sími: 622420 Farandaferð er öðruvísi ferð ! 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.