Þjóðviljinn - 25.11.1988, Page 24
HELGARPISTILL
ÁRNI BERGMANN
Guðlastið og
Síðasta freisting Krists
Atriði úr myndinni: Hvað þýðir það að vera sannur guð og sannur maður?
Menn hafa verið að
hneykslast á kvikmynd Scorc-
eses „Síðasta freisting
Krists", sem nú er nýfarið að
sýna í Laugarásbíói, vegna
þess að hún sé guðlast. Hún
sýni m.a. þann Krist sem er
reiðubúinn til að stíga niður af
krossinum til að sofa hjá hór-
unni Maríu Magdalenu og
taka síðan upp vafasama
sambúð með tveim systrum
Lazarusar. Svo koma aðrir og
hneykslast á þeim sem sjá
guðlast í svo ágætri mynd.
Hefur svo hver nokkuð að
iðja.
Og kvikmyndahúsin fá tæk-
ifæri til að auglýsa að þetta sé
„umdeildasta mynd allra
tíma“, rétt eins og biblíumynd-
ir Hollywood hér á árum áður
voru alltaf „mesta saga sem
sögð hefur verið“.
Ekkert undarlegt
Þaðerísjálfusérekkert undar-
legt þótt kristnir menn telji þessa
mynd, sem er eins og margtekið
er fram, gerð eftir skáldsögu þess
ágæta gríska sagnamanns, Nikos-
ar Kazantsakisar, geyma hið
versta guðlast. Vegna þess blátt
áfram hvaða sess helgar ritningar
hljóta að skipa í hugum trúaðra.
Ritningar eru, eðli málsins sam-
kvæmt, sterklega bundnar í hefð
sem leyfir mönnum ekki að valsa
út og suður með túlkun sína
t.a.m. á lífi Krists. Sök sér að
reyna við Júdas eða þá Barrabas,
en ekki Krist. Reyndar er það
heldur ekki erfitt að skilja þá trú-
aða menn sem telja að öll bók-
menntaverk og leikverk sem
reyna að sýna ævi Krists stappi
guðlasti næst. Eins þótt höfundar
fái blessun jafnvel páfans til sinn-
ar iðju. Ekki nema von að fyrir
því sé drjúg hefð - eins og aðeins
var að vikið hér að ofan - að sam-
in séu verk um fólk úr nágrenni
við Krist, þar sem hann sjálfur er
utan sviðs eða svo gott sem.
Djöfullinn lætur
svona
Hinsvegar sýnist þessum
áhorfanda hér að kvikmyndin um
Síðustu freistingu Krists flytji
ekki neinn þann boðskap sem
kalla mætti andkristilegan. Feli
ekki í sér tilræði við kristileg líf-
sviðhorf. Hún er að mínu viti
ekki síst sprottin upp úr gömlum
og nýjum spurningum um það,
hvað það merki í rauninni að
Kristur hafi verið sannur maður
og sannur guð í senn eins og segir
ítrúarjátningum amk. Austurkir-
kjunnar. Maðurinn Jesús frá
Nasaret hlýtur að kveljast af efa-
semdum um hlutverk sem teygir
sig óralangt út fyrir ramma menn-
skrar skynsemi og tilveru: með
þetta þema er einatt vel farið í
myndinni. Við getum til að
mynda rifjað það upp þegar við
skoðun Krist myndarinnar í
musterinu, hafandi velt um borð-
um víxlaranna, að ritningarnar
sjálfar geyma ýmsar þverstæður
um það hvaða leið liggur til nýs
heims, guðs ríkis. Þar er bæði
mælt með því að menn kaupi
sverð og að sverð séu slíðruð.
Og svo er það lokaatriðið um-
deildasta. Ef við skoðum hug
okkar: hví skyldi sá, sem fannst
hann í sinni mennsku vera einn
og yfirgefinn á krossi ekki leiða
hugann í sinni kvöl að því, sem
hefði getað orðið hefði hann
leifað þessu lífi „venjulegs"
manns? Og hví skyldi einmitt sú
hugsun ekki vera sérlega útsmog-
in freisting Stanas, þess spottara,
sem lengi hefur haft út allar sínar
klær til þess að fá menn til að
sættast við það sem er? Fá þá til
að hætta að brölta upp á heilaga
og þrælhála tinda afrekanna fá þá
- ekki síst með mannúðlegu um-
burðarhjali - til að svíkja heilaga
óánægju sína með eigin óf-
ullkomleik og ranglætið enda-
lausa?
Egill heitir piltur. Hann er
kominn í bæinn að nema bók-
menntafræði við Háskólann.
Kannski heldur hann að slfkt nám
flýti fyrir því að hans eigin skálda-
draumar verði að veruleika - en
hann hefur samið fjórar skáld-
sögur og þrettán smásögur og á
bara eftir að skrifa þær. Há-,
skólinn reynist honum svosem
engin eldraun og ekki neitt helvíti
fáránleikans heldur, en samt
frekar marklítill staður og bók-
menntafræðingarnir heldur
svona hlálega umkomulitlir í ekki
sérlega ástríðumikilli leit sinni að
kenningu sem þeir gætu haldið
sér í. Til að verða ekki innkulsa í
borgarnæðingnum bregður sögu-
maður á það ráð að verða
ástfanginn af Sigríði, sem er líka í
bókmenntafræðunum. Og það er
mikil sæla. Þangað til:.. ja þið
sjáið það sjálf að ekki getur saga
af ungum ástum fengið farsæl
málalok, þá yrði engin saga.
Af lýsingu sem þessari má vel
ráða að ekki er langt seilst til
sögusviðs og kannski halda menn
því fram að ekki sé spurt stórra
spurninga. Ekki víst samt að það
sé rétt. Bókin er kennd við ang-
ist, að vísu káta (eða kátlega) en
angist samt. Vert að gefa því
nokkurn gaum. Því Guðmundur
Andri fitjar með þessari sögu upp
á ansi skopvísri lýsingu á hetju
vorra tíma, sem hrærist í and-
rúmslofti þess sérstæða ráðleysis
sem menn hafa um stund búið
Höfundur hefur látið þess get-
ið að þetta sé saga í léttum tón og
það er mikið rétt. Hann stílar létt
og fjörlega og hefur ekkert fyrir
því að hlaupa á milli gamansemi
og hlýju og þarf því ekki að hrekj-
ast ofaní fúlan pytt tilfinninga-
seminnar. Það reynir að sönnu
ekki mikið á höfundinn, hann er
þar staddur þar sem hæg eru
heimatökin, hann fer sér ekki að
voða í útmálun lífsháskans. En
það er sem er: ekki síst má bera á
Guðmund Andra lof fyrir það
hve fylginn sér hann er, hvort
sem hann þarf að hlaupa í takt við
sjálfumglatt brokk ástarfáksins
eða sýna með áþreifanlegum
dæmum spaugilega ótrygga til-
veru bókmenntafræðanna.(Einu
sinni skýst Guðmundi Andra að
vísu í útfærslu - þegar hann segir
frá skáldsögu sem hinn tískutrúi
prófessor Hari Hari skrifaði um
1950 og endar á því að aðalper-
sónan „var kominn í Keflavíkur-
göngu“ - þetta passar ekki í tíma,
en nóg um það). Guðmundur
Andri á líka feiknagóða spretti í
samþjöppun - til dæmis í þeirri
löngu lotu um borgina sem er full
af þessu fólki sem ekur í hringi
sífellt til að þurfa ekki að hitta
neinn, til að „þurfa ekki að tala,
sjá, snerta, heyra“ og það er ótal-
margt annað um þetta fólk og
rausið í því og borgina sem kemst
fyrir áður en punktur er settur og
samt er lesandinn ekki kominn
með andarteppu áður en lýkur.
Árni Bergmann
Eða hvað ég ætli yfirleitt
að gera við líf mitt?
Guðmundur Andri Thorsson. Mín káta angist. Mál og menning 1988
er svo mikið ojbjakk að það tekur
engu táli). Og þá tekur tilvistar-
vandinn ícannski á sig þessa and-
dramatísku mynd hér:
„Þar sat ég í kortér og braut
heilann um hvort ég ætti að laga
kaffi eða elda mat eða setja plötu
á fóninn eða spila örlítið á gítar-
inn eða hvað ég ætti yfirleitt að
gera við líf mitt. Ég tók ákvörð-
un. Ég reis á fætur og gekk út að
glugganum, settist í glugggakist-
una og sat þar í kortér. Eg var að
horfa á þökin.“
Og þegar Egill karlinn er
inntur eftir því hvað hann í raun-
inni meinar um hlutina þá verður
færra um svör en skyldi „því til
mín streyma svo mörg orð og svo
margar setningar, að ég veit
sjaldnast hverjar eru skoðanir
mínar.“
Við þessar aðstæður er ekki
nema von að eina leiðin til að
breyta heiminum sé sú að verða
ástfanginn, þar er að finna eina
stórfengleikann sem eftir er: „Ég
sá að allt sem við mundum gera
saman og lifa saman mundi hafa
merkingu sem væri okkar merk-
ing en ekki allra hinna og að sú
merking væri sannleikur.“ En því
miður: þótt sannleikurinn í ást-
inni sé vissulega stór (og Guð-
mundur Andri lýsir því einmitt á
bæði lýrískan og kankvísan hátt
hvernig ástin umturnar smá-
heiminum), þá er hann ekki fast-
ur fyrir og þegar hann hrynur
einn góðan veðurdag þá er ansi
auðnarlegt um að litast því að
ekki hafði Egill nærst neitt að
ráði af öðrum sígildum aflgjöfum
ungra manna - réttlætiskröfunni,
listinni, afreksdraumnum.
Guðmundur Andri Thorsson
við. Eftir að einskonar sam-
komulag var gert um það að allar
husgjónir væru dauðar (nema
kannski neysluhugsjónin og hún
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988