Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 29

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 29
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Uppgjörið við svörtu listana Bandarískir kvikmyndaframlciðendur bcina loks spjótum sínum að MacCarthy-tímanum Kvikmyndaborgin Holly- wood er loks aö vakna til með- vitundar um einn mesta smánarblett Bandaríkjanna á þessari öld, MacCarthy- tímann um og uppúr 1950 þegar fólk var ofsótt vegna skoðanna sinna á stjórnarfari landsins. Draumaborgin hef- ur nú nýverið sent frá sér þrjár myndir sem fjalla á einn eða annan hátt um þennan tíma. Síðbúnar naflaskoðanir Pað hefur löngum loðað við Bandaríkjamenn að þeir dæmi aðra harðar en sjálfa sig og kasti gjarnan steini úr glerhúsi þegar þeir reyni að segja öðrum þjóð- um hvað sé þeim fyrir bestu. Á sama hátt viija þeir sem minnst vita af þeim tímabilum mannkynssögunnar sem þeir á einn eða annan hátt skammast sín fyrir. Petta á sérstaklega við um hinn viðamikla kvikmyndaiðnað þeirra en það hefur oft tekið hann langan tíma að ná fram eðlilegri naflaskoðun á bandarísku samfé- lagi. Nærtæk dæmi eru að sjálf- sögðu allar stríðsmyndirnar sem Kaninn hefur framleitt af færi- bandi sínu í gegnum tíðina. Hvort heldur stríðið heitir Fyrra eða Seinna, Kórea eða Víetnam, tók það ávallt sinn tíma að myndirnar næðu eðlilegri ádeilu og gagnrýni á stríðsbröltið. En það er þó eitt tímabil sem varpaði hvað mest- um skugga á vestrænt samfélag á þessari öld sem mátt hefur liggja í kyrrþey í fabrikkunni miklu við Kyrrahafið í gegnum tíðina. Hið „friðsama" tímabil eftir seinna stríð þegar fólk var ofsótt vegna saklausra skoðanna sinna en höfðu eitthvað út á bandarískt þjóðskipulag að athuga. MacCarthy- tímabilið Þetta tímabil hefur oft verið kennt við öldungadeildarþing- manninn Joseph MacCarthy en það var hann öðrum fremur sem skapaði þessa kommúnistagrýlu í augum Bandaríkjamanna. Eins og þeir vita sem þekkja söguna gekk þetta kommahatur út í slíka öfga að Bandaríkin urðu eitt mesta lögregluríki heims. Kommúnisminn var ekkert ann- að en Lúsifer holdi klæddur og honum varð að bola burt hvað sem það kostaði. Fyrir vikið voru allir sem höfðu einhvern tíma á lífsleiðinni sýnt „and-bandarískt“ hugarfar settir á svokallaðan Svartan lista sem fyrirgerði þeim að lifa eðlilegu lífi, hvað þá að gefa út bækur eða kvikmyndir. Þegar frá leið þótti Banda- ríkjamönnum þessar ofsóknir það mikill smánarblettur að þeim bar að gleyma í snarhasti. Þessi tími var síðan ýmist í ruslakörf- unni ellegar í vel földum skjala- hirslum kvikmyndaframleiðanda þar til nú, ef frá er skilin hin geysi góða „The Front“ með Woody Allen sem Martin Ritt gerði árið 1976. Þrjár nýjar myndir En þótt „The Front" hafi hlotið nokkra athygli á sínum tíma þá var almenningur í Banda- ríkjunum ekki reiðubúinn fyrir fleiri slíkar myndir, en markaðs- öflin ráða sem kunnugt er miklu um efnisvalið þar vestra. Myndin var ekki sérlega vel sótt í Banda- ríkjunum en gekk vel í Evrópu. Kvikmyndaverin höfðu því ekki meiri áhuga á slíkum áhættu- myndum. Það vakti athygli nú í upphafi árs að skyndilega voru þrjár myndir frá stóru kvikmyndafyr- irtækjunum í framleiðslu sem all- ar áttu að fjalla um MacCarthy- tímann. Sú fyrsta er reyndar sýnd hér á landi um þessar mundir, þ.e. „The House on Carroll Street“ sem Bretinn Peter Yates leikstýrir. Myndin sú hefur hlotið misjafna dóma eins og reyndar margar aðrar myndir leikstjór- ans, en hennar mesti blórabögg- ull er sennilega að hún tekur ekki nógu djarfa afstöðu til ofsókn- anna. Myndin fjarar út í venju- legt melódrama og er svo sem ágæt sem slík. En Húsið við Carroll stræti er ngu að síður athyglinnar verð og vel þess virði að sjá hana á tjald- inu (U2-myndin er reyndar búin að bola henni í Regnbogann). Sá er reit handrit myndarinnar, Walter Bernstein, skrifaði reyndar einnig fyrrnefnda „The Front“ og var hann sjálfur á „svörtum lista“ vegna frjálslegra skoðanna sinna. • Leikstjórinn Martin Ritt var einnig „svartlist- aður“ og það voru líka flestir að- alleikararnir, s.s. Zero Mostel, að Woody Allen utanskildum. Tvær sem lofa góðu Athyglisverðasta mynd þess- ara þriggja nýju mynda og enn- fremur sú pólitískasta þeirra er mynd Bertrands Taverniers, „Season of Fear“. Framleiðandi er Irwin Winkler (Rocky, Raging Bull) sem vann með Tavernier að gerð djassmyndarinnar góðu „Round Midnight", en handritið er skrifað af Abraham Polonsky. Polonsky var eins og Bernstein og Ritt „svartlistaður" á sínum tíma ásamt fjölda annara lista- manna sem flestir eru nú látnir. Þeir fengu margir ekki að vinna við listgrein sína, nema í gegnum aðra aðila, þ.e. undir fölskum nöfnum, eins og títtnefnd „The Front“ greindi frá á grátbros- legan hátt. Polonsky lofar því að myndin taki eindregna pólitíska afstöðu til þessara ofsókna. „Þessi mynd sýni á víðsýnan hátt hvernig pólit- íkin var í þá daga,“ sagði Polon- sky um Sight and Sound fyrr á árinu. „Aðrar myndir sem ég hef heyrt af, t.d. Carroll stræti, varpa fram spurningum en sneiða fram- hjá aðalatriðunum," sagði Polon- sky ennfremur. Þriðja myndin og sú eina sem gerð er af Bandaríkjamanni fjall- ar síðan beint um hvaða áhrif svörtu listarnir höfðu í Holly- wood. Leikstjóri er Richard Bro- oks (The Blackboard Jungle, Cat on a Hot Tin Roof, In Cold Blood) og segir myndin frá þriggja daga tímabili þegar Cecil B. DeMille sendi skeyti til allra stuðningsmanna sinna í borginni til að bola leikstjóranum Joseph Mankiewicz út úr bransanunt. Á meðan stuðlaði Brooks að því, ásamt 24 öðrum leikstjórum að þetta gengi ekki hjá DeMille sem var sem kóngur Hollywood á þessum tíma. Það er greinilega ekkert verið að hlífa neinum og við bíðum spennt og forvitin hér heima eftir afurðinni. Nýjar tísku- myndir vestra? Ef þessar myndir ná verðskuld- uðum vinsældum (sem er nú harla ótrúlegt miðað við þær myndir sem skila mestu í kassann þar vestra) gætum við allt eins átt von á fleiri myndum um álíka tema. Þegar „The Deer Hunter“ sló í gegn á sínum tíma ýtti hún undir gerð Víetnam-mynda og það sama gerði Platoon átta árum síðar. Bandarískir kvikmynda- gerðarmenn taka hreinlega ekki meiri áhættur en svo að það verð- ur helst að vera fordæmi fyrir því að sambærileg mynd gefi af sér hagnað. Ef, á hinn bóginn, almenning- ur sýnir þessum myndurn ekki nægan áhuga er allt eins líklegt að löng bið verði á myndum sem fjalla um þetta skammarlegasta skeið bandarísku þjóðarinnar. Kannski hafa þeir einmitt ekki áhuga á að minnast þess frekar og unga kynslóðin í Bandaríkjunum hefur enn síður áhuga. Eins og Martin Ritt sagði eftir að hann sýndi „The Front“ í framhalds- skólum á sínum tíma: „Krakk- arnir héldu að mér væri ekki al- vara með mynd minni og sögðu: „Láttu ekki svona Mr. Ritt, þetta getur ekki hafa gerst hér í Banda- ríkjunum.““ Svo mörg voru þau orð. MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON I hreiðri hrafnsins Einu sinni gáfu nokkrir menntaskólakrakkar út skóla- blað, þar sem einu mynd- skreytingarnar voru ellefu heilar myndir af Matthíasi Jo- hannessen og tvær hálfar. Var þetta gert Morgunblaðinu til háðungar og skildist þar á bæ. Nú hefur listamaðurinn Egill Eðvarðsson gengið enn lengra í sams konar stráks- skap. Hann gaf út átján mynd- ir af Hrafni Gunnlaugssyni á einni bók, og það sem stráks- legast var- fékk Hrafn sjálfan til að birta jafn mörg Ijóð í bók- inni. Hrafni er margt betur gefið en að sjá skoplegar hliðar á sjálfum sér, en eins og aðrir sem taka sig hátíðlega er hann stundum óborganlega fyndinn. í þýskum heimildaþætti um fyrirframgefn- ar hugmyndir Þjóðverja um ís- Jand skilaði Hrafn ágætum leik sem stereótýpískt „undrabarn" í kvikmyndum og viku seinna fylgdi hann eftir djóknum hjá Ágli Eðvarðssyni með því að lesa eitt ljóða sinna í sjónvarpssal. Þar myndaði einlægnin í svip Hrafns skemmtilegan kontrast við klisju- kennt inntak ljóðanna; „Ég lærð: að elska ástina“ „Ég treð hönd- unum djúpt ofan í frakkavasana og fel tilfinningar mínar bak við þungar augabrúnir" o.s.frv. Svona Ijóð orti Hrafn líka í menntaskóla og þótti sæmilega efnilegur, en menntaskólaljóð frá fertugum manni eru eitthvað annað en efnileg. í millitíðinni hefur Hrafn hins vegar gerst vaxandi kvikmynda- höfundur og sannað þar mál- tækið að æfingin skapar meistar- ann. Eftir margar tilraunir með kvikmyndir, sumar þokkalegar og aðrar óhönduglegar, tókst Hrafni að skapa eina helstu mynd íslenskrar kvikmyndasögu, Hrafninn flýgur. Hún er ein af tveim-þrem íslenskum kvik- myndum sem maður getur kinn- roðalaust mælt með við útlend- inga. Næstu myndar Hrafns var því beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, kannski of mikilli, því að flestir hafa orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með hana. Hún er of lík þeirri fyrri, á köflum eins og uppsuða úr henni og stendur því of bókstaflega í skugga hennar. Þar að auki ætlar Hrafn sér að troða of mörgum minnum úr ís- lendingasögum, Sturlungu og nú- tíma bókmenntum inn í eina mynd, hún verður ofhlaðin. Loks er það svo að áhorfendur verða leiðir á einhæfum boðskap Hrafns og söguefni. Kjarninn í lífsskoðun Hrafns virðist vera sá að siðmenningin risti ekki djúpt og undir yfirborði hennar sé grunnt á ofbeldishneigð, flátt- skap og grimmd. Gegn öllum þessum djöfulsskap er teflt ást- inni. Hrafn gefur grimmdinni ýmis blæbrigði og sum skemmti- leg, en ástin er öllu klisjukennd- ari. Móðurástin getur að vísu ver- ið margslungin og falið í sér bæði umhyggju og grimmd, en þegar tveir fullvaxta einstaklingar eiga í hlut virðist ástin falla af himnum ofan og fylla í einu vetfangi út í hjörtu mannanna. Slík túlkun á ástinni á mætavel heima í ævint- ýri, en hugmyndaheimur Hrafns virkar fremur eins og klippimynd þar sem nokkrar síður úr eldhús- róman frá 19. öld eru klipptar inn í gróteskar mannlífsmyndir frá miðöldum. Kvikmyndagerð Hrafns er í vissum skilningi jafn klisjukennd og ljóðagerð hans. Hann hefur alla tíð leyft sér að stæla einstök myndskeið, hugblæ og aðferðir úr verkum manna eins og John Cassavetes, Sergio Leones og Akiro Kurosawas. Það er í sjálfu sér fullkomlega leyfilegt í kvik- myndagerð og útkoman þarf alls ekki að vera ómerkileg heldur ræðst hún af því hvernig stælt er og stolið. Á síðustu árum hefur það færst mjög í vöxt meðal svo- kallaðra alvarlegra listamanna að leika sér með stælingar og klisjur og vísa á mjög opinn hátt í eldri verk kvikmyndasögunnar. Til dæmis hafa Sergio Leone, Mel Brooks og Woody Allen gert al- veg óborganlegar myndir á þenn- an hátt. Þegar Hrafn Gunnlaugsson tók klisjur spaghettivestrans og þrykkti þeim á íslenska sagna- hefð, varð útkoman hin frumlega mynd Hrafninn flýgur. Honum hefur að mörgu leyti farið fram í kvikmyndagerð síðan og í Skugg- anum bregður fyrir verulega áhrifaríkum myndskeiðum. Sum- ir samstarfsmanna Hrafns gera ótrúlega góða hluti með honum, einkum þeir Esa Vuorinen töku- maður og Karl Júlíusson leik- mynda- og búningahönnuður. Hrafn gerir þó enn byrjendamis- tök í leikstjórn og ætti reyndar að ráða sér næst aðstoðarleikstjóra sem getur komið í veg fyrir slík mistök. Það sem að mínu mati dregur þó helst úr gildi Skuggans er annars vegar það að hann reynir að troða of miklu og oft ósamstæðu inn í sömu mynd, og hins vegar að hann reynir öðrum þræði að segja hugljúfa ástar- sögu. Sú saga grípur ekki áhorf- andann, og Hrafni fórst betur úr hendi að segja einfalda hefndar- sögu, þar sem ekki var reynt að slá á marga strengi mannlegra til- finninga. Hrafn Gunnlaugsson er afar upptekinn af nafna sínum í dýra- ríkinu, en verður einhvern veg- inn lítið úr því tákngildi hrafnsins að hann sé fundvís á ný lönd og útsendari goðanna meðal manna. Á áhorfandann leita frekar aðrir eðlisþættir hrafnsins, sem er frægur fyrir að leita í það sem glóir á í fórum annarra og sækja það heim í hreiður sitt. í Skugg- anum hefur Hrafn sótt marga gimsteina til annarra, en ein- hvern veginn verður það an- kannalegt að heyra Oscar Wilde og Stefán frá Hvítadal tala í gegn- um villimenn sögualdar. Okkur fslendingum ætlar seint að lærast að sjá kost og löst á listamönnum okkar, heldur lítum yfirleitt á þá annað hvort sem skussa eða snillinga sem eru hafn- ir yfir gagnrýni. List Hrafns Gunnlaugssonar ætti hins vegar að kalla á annars konar viðbrögð, því að þar má finna bæði snilldar- takta og lágkúru í undarlegri blöndu. Ofþanið sjálf hans virðist oft svipta hann sjálfsgagnrýninni, en með miklum listrænum metn- aði og dugnaði hefur hann þó skapað verk sem við nennum að sjá og nennum að tala um. Föstudagur 25. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.