Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Qupperneq 30
Ásmundarsalurv/Freyjugötu.sýn- ing Kjuregej Alexöndru til minningar um Magnús Jónsson kvikmyndaleik- stjóra stendur til 1. desember, og er opin virka daga kl. 12-22, og kl. 14-22 umhelgina. FÍM-salurinn, Garöastræti 6, sýning Bjargar Atladóttur stendur til 4. des- ember og er opin daglega kl. 14-19. Gallerí Borg, Kristján Davíösson sýnirnýjarolíumyndir. Sýningin stendurtil 29. nóvemberog eropin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgina. Gallerí Eva, í dag kl. 15 opnar Eva Benjamínsdóttir nýtt gallerí að Miklubraut 50, með sýningu á vatns- litamyndum og myndum unnum með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 5. desember, galleríið verður opið daglegakl. 15-21. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, Margrét Jónsdóttir sýnir vatnslita- og olíuverk á pappír til 4. desember. Sýningin er opin þriðjudaga til föstu- daga kl. 12-18, og kl. 14-18 um helg- ar. Gallerf Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna sem að galleríinu standa. Opið kl. 12- 18 alla virka daga. Gallerí Llst, nýjar grafík-, vatnslita-, silkimyndir auk Rakú keramiks til sýnísogsölukl. 10-18virkadagaog kl. 10:30-14 á laugardögum. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Jón Óskar sýnir málverk unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 27. nóvember, galleríið er opið kl. 14-18, alla daga nema mánudaga. Gangurinn, Rekagranda 8, Gerwald Rockenchaup sýnir innísetning sinn (installation) út nóvembermánuð. Sýningartímar eftir samkomulagi. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnar- firði, Litli salurinn: Sýning á verkum Halldórs Árna Sveinssonar er opin daglega kl. 14-22 og lýkur 27. nóv- ember. Aðalsalur: Málverk í eigu stofnunarinnar, hluti af málverkagjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Hótel Borg, sýning á verkum Daöa Guðbjörnssonar stendur út nóvem- ber. Hótel Selfoss, Svava Sigríður Gestsdóttir sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir í anddyri hótelsins. Sýningin, sem stendurtil 27. nóvem- ber, er opin daglega til kl. 22. íslenska óperan, sýning á málverk- um Tolla (Þorláks Kristinssonar) verðuropnuðásunnudaginnkl. 18. Sýningin stendur til 18. desember, til 4. desember daglega kl. 15-19, frá 5. desembervirkadagakl. 13-17. Kjarvalsstaðir, Austursalur, Jón Baldvinsson opnar málverkasýningu á morgun kl. 14. Vestursalur, sýning á nýjum verkum í Listasafni Reykja- víkurborgar verður opnuð á morgun kl. 14og stendurtil 18.desember. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 14-22. Listasaf n ASÍ, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir myndverk úr ull. Sýningunni lýkurásunnudagskvöld- ið, 27. nóvember og er opin kl. 16-20 í dag og kl. 14-20 um helgina. Listasafn Einars Jónssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, salur 2, sýning á kyrralífsmyndum Kristínar Jónsdóttur stendur til sunnudags, 27. nóvember. Salir 1 og 5, verk í eigu Listasafnsins eftirÁsgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson og Gunn- laug Scheving. Á efri hæð hússins eru sýnd ný aðföng, skúlptúrar og málverk eftir íslenska listamenn. I veitingastofu eru til sýnis og sölu nokkrarglermyndirsem Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður gerði í til- efni 100 ára afmælis Listasafnsins árið 1984, og stendur sýningin til 15. desember. A sunnudaginn kl. 15 fer fram leiðsögn um sýningarnar. Leiö- sögnin Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd nóvembermánaðar Uppstilling, eftir Kristínu Jónsdóttur. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Óiafssonar á Laugarnesi, yfirlitssýning á 50 verk- um Sigurjóns, þar á meðal myndir sem aldrei áður hafa verið sýndar hér á landi. Safniðog kaffistofan eru opin laugardagaogsunnudagakl. 14-17, MlR, Vatnsstíg 10, sýning á svart- listarmyndum og listmunum frá sov- étlýðveldinu Kirgizíu eropin þeim sem skoða vilja um helgina. Mokka v/ Skólavörðustíg, Ríkey Ing- imundardóttir sýnir postulínslág- myndir og málverk um óákveðinn tíma. Norræna húsið, Kjallari: Málverka- sýning Björgvins Björgvinssonar stendurtil sunnudagskvölds, 27. nóvemberogeropinídag kl. 16-22, og kl. 14-22 um helgina. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Bragi Ás- geirsson sýnir teikningar frá árunum 1950-60, og tíu ný steinþrykk, til 30. nóvember. Sýningin er opin virka dagakl. 10-18, og kl. 14-18 um helg- ina. Nýlistasafnið, Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir skúlptúra, útsaum og lágmyndirtil 4. desember. Sýning- in er opin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20 um helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Asgríms stend- ur til febrúarloka 89. Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardagakl. 13:10-16. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs lýkur í dag. Á sunnudaginn kl. 14-17 verður opnuð sýning á damaskmynd- vefnaði eftir Sigríði Jóhannsdóttur og Leif Breiðfjörð. Sýningin stendur til 27. janúar 1989 og verður opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 9:15-16, ogföstudagakl. 9:15-18. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, Kristín Schmidhauser Jónsdóttir opnar sýn- inguna Flíkur og Form á morgun kl. 15. Sýningin stendurtil 11. desember og verður opin alla daga nema mánu- dagakl. 14-18. Tunglið, Sissú (Sigþrúður Pálsdóttir) sýnir myndlist frá þessu ári, og eru sum verkin frumsýnd en önnur áður séð. Sýningin stendurfram yfir hátíð- ar. LEIKLIST Alliance Francaise, franskur gesta- leikari, Eric Eychenne flytur Nashyrn- inginn í Iðnó á mánudagskvöldið kl. 20:30. Alþýðuleikhúsið, Kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóar- konunnar, í kvöld og annað kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, á sunnudaginn kl. 15, næstsíðasta sýning fyrir jól, miðasala hefstkl. 13. Leikfélag Hafnarfjarðar, unglinga- deild, Þetta er allt vitleysa Snjólfur, frumsýning á sunnudaginn kl. 20. Emil í Kattholti, aukasýningar á morg- un kl. 14ogsunnudagkl. 16. Leikfélag Keflavíkur, Glóðinni, Keflavík, Erum við svona?, í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Selfoss, Leikhúsinu á Sel- fossi, Mávurinn, allra síðasta sýning í kvöldkl. 20:30. Leikhúsið í Djúpinu, Óvinurinn, síð- ustu sýningar, sunnudags til miðviku- dagskvöld kl. 21. Litla leikfélagið, Garðinum, Himna- ríki Hitlers /Ótti og eymd í þriðja ríkinu: Gyðingakonan, Spæjarinn og Krítar- krossinn, í kvöld kl. 21. Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, Stór og smár, sunnudagskvöld kl. 20. Ævin- týri Hoffmanns, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Litla sviðið, japanskur gestaleikur, Yoh Izumo sýnir japanska leikdansa í kvöld og annað kvöld kl. 20:30. Síð- ustu sýningar. r iöi Mini ap Hvenær á að birta nafn? Siðareglur Blaðamannafélags íslands voru til umræðu í viðtali 'sem tekið var við Elías Snæland' Jónsson, varaformann siða- nefndar BÍ og fréttastjóra DV, í útvarpi nú í vikunni. Tilefni við- talsins var lýst á þá leið að svo virtist sem íslenskir fjölmiðlar gengju nú lengra en oft áður í því að birta nöfn meintra sakamanna og þá löngu áður en dómur er felldur. Það er rétt að tvívegis á undan- fömum dögum hefur reynt á áhuga blaðanna á að birta nöfn meintra sakamanna í æði ólíkum málum: í Hafskips- og Útvegs- bankamálum og vegna mannsláts í húsi við Lynghaga í Reykjavík. í báðum tilvikum voru birt nöfn þeirra sem sakfelldir eru, í því síðarnefnda þó aðeins í einu blaði svo mér sé kunnugt um: Morgun- blaðinu. Ég sé því ekki að þetta sé neitt verra en vaninn er. Auk þess að vera gerólík hvað varðar eðli afbrotsins þá greina þessi mál sig í sundur að öðru leyti. Hafskips- og Útvegsbank- amál hafa staðið yfir með litlum hléum í rúm þrjú ár og þar liggja fyrir opinberar ákærur á hendur 16 einstaklingum (reyndar er það í annað skiptið sem ákærur eru birtar en það skiptir ekki máli í þessu samhengi). Mannslátið á Lynghaga varð hins vegar í síð- ustu viku og þótt þar liggi fyrir játning á manndrápi hefur engin ákæra verið lögð fram. Þetta er veigamikið atriði sem fjölmiðlar verða að hafa hugfast: þótt einstaklingur játi tiltekinn verknað og það sé búið að úr- skurða hann í gæsluvarðhald og geðrannsókn er málið enn í rann- sókn og því getur ógætileg og gassafengin umfjöllun fjölmiðla orðið til þess að torvelda rannsóknina. Mín skoðun er sú að það eigi ekki að birta nöfn meintra sakamanna fyrr en í fyrsta lagi eftir að ákæra hefur verið lögð fram. Frá þessu geta þó verið undan- tekningar og að þeim vék Elías Snæland í viðtalinu. Hann sagðist líta svo á að ofbeldisglæpir væru alvarlegri en aðrir og að þar bæri fjölmiðlum skylda til að hafa ör- yggi almennings að leiðarljósi. Þetta er alveg rétt en réttlætir samt ekki birtingu á nöfnum manna sem hafa verið handsam- aðir og eru í öruggri vörslu yfir- valda. Standi yfirvöld í stykkinu stafar almenningi ekki mikil hætta af slíkum mönnum. Öðru máli gegnir hins vegar ef grunaðir ofbeldismenn ganga lausir eða eru jafnvel eftirlýstir af lögreglu. Þá er sjálfsagt að birta nöfn. Og að sjálfsögðu var vitnað í þá meginreglu dómkerfisins að menn séu saklausir þar til sekt Hvað á að gera um helgina? Árni Johnsen, blaðamaður Það er nú fátítt að helgarnar hjá mér séu eins skipulagðar og þessi sem nú fer í hönd; það vill þannig til að ég er formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, og aðalfundurinn hjá okkur verður haldinn núna um helgina. Fundarstaðurinn er Vík í Mýrdal, og við verðum að bæði á laugardag og sunnudag. Þannig að þú sérð að helgin hjá mér verður bundin þessu verkefni. Gamla bíó, Hvar er hamarinn? síð- asta sýning á sunnudaginn kl. 15. TÓNLIST Heiti potturinn Duus-húsi, jasstón- leikar á sunnudagskvöldið kl. 21:30, hljómsveit Vilhjálms Guðjónssonar flyturfrumsamiðjassefni. fsveitinni eru auk Vilhjálms, Ástvaldur T rausta- son, Bjarni Sveinbjörnsson og Pétur Grétarsson. Gerðuberg, Rannveig Bragadóttir endurtekur Ijóðatónleika sína frá 21. nóvember, á sunnudaginn kl. 17. Á efnisskránni eru lög eftir Haydn, Moz- art, Hugo Wolf, Mahler og de Falla. Undirleikari er Jónas Ingimundarson. íslenskaóperan,Tónlistarfélagið heldur aðra tónleika vetrarins á laugardaginn kl. 14:30, og eru tón- leikarnir að hluta helgaðir franska tónskáldinu Olivier Messiaen, sem verður áttræður 10. desember. Haf- liði Hallgrímsson sellóleikari og David Mason píanóleikari flytja síðasta þátt- inn úr Kvartett um endalok tímans, og Jane Manning sópransöngkona og David flytja lagaflokkinn Harawi, söng um ást og dauða eftir Messiaen. Auk þess frumflytja Jane og Hafliði nýtt verk eftir Haf liða, Lagaf lokk við Ijóð eftir rússnesku skáldkonuna Onnu Akhmatovu. Síðasta verk á efnisskránni er Sónata fyrir selló og Íiíanó eftir Claude Debussy. sraelski sellóleikarinn Menahem Meir heldur tónleika í sal Mennta- skólans v/ Hamrahlíð ásunnudaginn kl. 15. Á efnisskránni eru meðal ann- ars verk eftir Coberyari og Chopin, og Sfaradik melodi eftir P.P. Ben Haim. Undirleikari verður Catharine Wil- liams. Norræna húsið, kjallari, Þorvaldur Örn Árnason og Ragnheiður Jóns- dóttirsyngjaog leikaágítarnokkur vísnalög á sýningu Björgvins Björg- vinssonar á morgun kl. 16. Meölimir úr söngfélaginu Samstillingu taka undirsönginn. Lúðrasveitin Svanur heldur sína ár- legu Aðventutónleika í Langholts- kirkju á sunnudaginn kl. 17. Á efn- isskránni eru meðal annars verk eftir Mozart, Prokofieff, Malcolm Arnold, Meindert Boekel, Benderog Yorke. Stjórnandi er Robert Darling. Lúðrasveit verkalýðsins heldur ár- lega hausttónleika sína í Langholts- kirkju á morgun kl. 17. Flutt verða bæði íslensk og erlend lög, allt f rá hefðbundinni lúðrasveitartónlist upp í hörku discotónlist. Aðgangur ókeypis, stjórnandi er Jóhann Ing- ólfsson. Strax, Bústöðum í kvöld, Hótel Sel- fossi laugardagskvöld. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, Anna Pavlova, mynd um ævi og störf hinnar heimsfrægu rússnesku dansmeyjar verður sýnd í bíósalnum á sunnudag- innkl. 16. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Pólitískar breytingar í Sovétrikjun- um, IgorN. Kúznetsov, varaforstjóri Lagastofnunar Sovétríkjanna, heldur almennan fyrirlestur á mánudags- kvöldiðkl. 20:30, Félag áhugamanna um bókmenntir býður til nóvemberfundar í stofu 101, Odda, á morgun kl. 14. Fundurinn verður helgaður bandarísku Beat- kynslóðinni (Kerouac, Ginsberg, Burroughsogfleiri). Félag eldri borgara, opið hús í T ónabæ á morgun frá kl. 13:30. Fé- lagarfráSelfossikomakl. 17:30, veitingartil sölu á staðnum, pantanir óskast í dag í síma 28812. Ath aö danskennslan fellur niður. Eldri bæjarbúar Kópavogi, munið stofnfund Félags eldri borgara í fé- lagsheimilinuámorgunkl. 14. þeirra er sönnuð. Þar fara fjöl- miðlar oft út á einstigi sem getur verið vandratað. Oft hafa þeir beinlínis verið sakaðir um að láta sér ekki nægja að segja frá sak- amálum heldur halda uppi ein- hliða málflutningi og fella dóma löngu áður en þar til gerð yfirvöld eru búin að ljúka sér af. Ég hef engan hitt sem mælir slíku athæfi bót enda engin ástæða til. Hins vegar fannst mér örla á því viðhorfi í spurningum frétta- mannsins sem spurði Elías Snæ- land að í sumum málum væri jafnvel rétt að beita fjölmiðlum fyrir vagn réttvísinnar. Þar voru nefndir grófustu ofbeldisglæpir á borð við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og konum. Þegar talið berst að þessum afbrotum er eins og engin refsing sé nógu hörð og því sé alveg réttlætanlegt að birta nöfn kynferðisglæpamanna. Þetta er skiljanlegt viðhorf, að vissu marki. Mér finnst það til dæmis koma til greina þegar slík- um sakamönnum er sleppt með- an verið er að fjalla um mál þeirra í dómskerfinu, þe. eftir að lög- reglurannsókn lýkur og ákæra hefur verið birt, sem því miður hefur of oft gerst. Eins finnst mér nafnbirting geta átt rétt á sér þeg- ar um margdæmda síbrotamenn er að ræða. Fjölmiðlar verða hins vegar að gæta sín á því að láta ekki nota sig sem hluta af refsivendi samfé- lagsins. Það er í sjálfu sér ekkert skárra en að birta nöfn meintra afbrotamanna til þess eins að selja blaðið. Um refsingar saka- manna gilda ákveðnar reglur og það er ekki hlutverk fjölmiðla að fullnægja dómum. Jafnvel þótt almenningur sé reiður og heimti blóð. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.