Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Eg vil alminnilegan kapítalisma Ég, Skaði, er traustur íhaldsmaður og virðulegur og ég kann ekki við flysjungshátt og óðagot, bráðlæti, hamagang, ábyrgðarleysi, léttúð og fleira sem ég vil ekki nefna hér, Kommúnistum til geðs, og mér sýnist að einkenni alltof marga af þessum piltum sem halda nú uppi merki frjálshyggjunnar á landi hér. Ég vil kapítalisma sem ilmar allur af aldagömlum viðskiptabókum, bundnum í alskinn, sem hreyfir sig hægt og settlega með ábyrgu tilliti til sögulegrar kjölfestu. Ég vil að menn gangi með hljóðlátri reisn um dimmþiljaðar skrifstofur þar sem menn hugsa fyrst og tala síðan og sterkasta hljóðið er marrið í hinum forna stiga sem liggur upp til Forstjórans sjálfs. Ég vil kapítalisma með gullfesti framan á sér og hina skelfilegu fegurð pípuhattanna á höfði, kapítalisma sem reykir besta vindil í heimi á slaginu klukkan fimm og fær sér einn viskí, já og bara einn viskí, með. Og kemur síðan heim í traustvekjandi vinafaðm hlýlegrar og ábyrgrar húsmóður og vel upp alinna barna og maður sest si sona við kvöldverðarborðið og lítur með velþóknun á silfurborð- búnaðinn frá langafa sem fyrirtækið stofnaði og lyfti því til vegs og maður segir blátt áfram: Skyldu bátar mínir róa í dag? Alls þessa sakna ég mjög hér á íslandi minna feðra. Það er eins og allt hafi byrjað í gær og endað í dag. Hér gefa mínir kapítalísku vinir sér aldrei svigrúm til að byggja upp í rólegheitum og láta sér svo hnigna í göfugri þreytu eins og Buddenbrookkarnir. Menn rjúka til af miklum dugnaði, ekki vantar það, og búa til stórfyrirtæki í snatri og sprengja það í loft upp um leið eins og hvern annan kínverja. Ingólfur í Utsýn er kominn í Innsýn í dag og Framsýn á morgun, hvað veit ég. Það er þó ekkert hjá þessum unggæðingum sem leika sér að því að fara á hausinn eins og að skreppa í sund á morgnana. Svoleiðis kúnnar sem segja í gær: ég er gjaldþrota - en spretta svo upp eins og sprellikarl í dós í dag og segja: hér er ég og nýja fyrirtækið mitt og hí á ríkissjóð og bankana og alla hina! Ég sagði þetta allt við frænda minn og flokksbróður, hann Jónsa hagfróða, og hann hlýddi á mig um stund þolinmóður eins og hann er vanur. En svo gaf hann mér merki um að ég hefði talað nóg og tók til máls sjálfur. Það er slæmt með þig, Skaði, sagði hann, hvað þú skilur illa kröfur tímans og sérkenni samfélagsins. Jæja, sagði ég. Já ekkert jæja með það, sagði Jónsi. Þú verður að átta þig á því að þessi mikli hraði f okkar athafnamönnum er óhjákvæmileg afleiðing þess að okkar kapítalíska þróun fór seinna af stað hér en í öðrum löndum og byggir ekki á gömlum merg. Nú, sagði ég. Já Skaði. Úti í grónum borgaralegum þjóðfélögum, þar þurfa menn ekki að reisa sér höll í sömu kynslóð og þeir byggja yfir fyrirtækið. Þetta gerist allt smám saman. Fyrst kemur langafi og reisir yfir fyrirtækið. Svo kemur hann afi og reisir hús yfir fjölskylduna. Svo kemur pabbi og reisir stærra hús yfir fyrirtækið og einn sumarbústað. Svo kem ég og reisi höll yfir fjölskylduna og smíða snekkju fyrir hana. Og svo framveg- is. Meira að segja Bensinn á sér feður í ellefu kynslóðum fjölskyldubíla sem breyttust reglulega og fjölguðu sér - og elsti bíllinn átti ætt að rekja til fereykisvagns sem seldur var til að kaupa hann. Er það? spurði ég. Já. En okkar strákar, sem eru að taka að sér að stjórna þessum litlu fyrirtækjum hér sem gefa skid og ingenting af sér, þeir verða að vinna svo mikið upp í einu. Þeir eru ekki fyrr búnir að slá víxil fyrir skrifstofu- byggingu en þeir þurfa að skvera af alminnilegt hús í Arnarnesinu. Og þeir eru ekki búnir að ganga frá bílskúrnum þar áður en þeir þurfa að stækka sumarbústaðinn svo þar geti verið alminnilegar samkomur. Og utanlandsferðirnar, segðu það maður, ein kynslóð þarf bókstaf- lega að vinna upp vanrækt ferðalög margra alda . Jahá, sagði ég. Þannig er þetta nú Skaði minn, sagði Jónsi af sinni sögulegu yfirsýn. Það á ekki alltaf að vera að krítísera þessa ungu athafnamenn okkar. Þeir gera sitt besta og meira en það ef að er gáð. Og ég segi það satt: það er hagfræðilega sannað, að við þessar aðstæður verða menn að hafa hraðar hendur og fara þrisvar á hausinn og kaupa alltaf þrotabúið með afslætti. Þá fyrst er búið að koma stofnkostnaðinum svo niður að hægt er að fara að reka bisness með glans. ■ A í RÓSA- GARÐINUM Lítillátur Ijúfur kátur í þetta skipti verður því ekki sinnt þótt svokallaður almenn- ingur skilji ekki það sem skrifað er. Upphaf greinar í DV Burðarhraði skilningsgetunnar Meðal manna er það nokkur vandi að menn skilja aðeins með einhverjum hraða að þeir hafi burðargetu í heila til þess að bera skilninginn. Sama grein í DV. Skaðlegt líffæri það Orsakir styrjalda eru þær að spenna myndast milli fólks sem byggir á mismunandi módelum í heila. Sama grein íDV. Upp á tindinn Mikið um að velja, allt frá barnabókmenntum, ástar- sögum, ævisögum og skáld- sögum upp í matreiðslubækur, hasarbækur og Bryndísi Schram. Fréttir. Enginn er fullkominn Vegna myndbirtingar af tveim starfsmönnum Olís, Sigurði Sveinssyni og Skúla Úraníussyni í FRÉTTUM í síðustu viku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. í myndatexta með myndinni segir á þá leið að þeir bjóði sér- staklega allar konur velkomnar í búðina til sín þar sem þeir séu enn lausir og liðugir, En það er ekki rétt því sá fyrr- nefndi er kannski liðugur en ekki laus. Fréttir. Guð hvað ég er hræddur Þeir sem lesa þessar línur skulu ekki halda að með þessu sé spjótum beint gegn ákveðnum flokki eða tilteknum stjórnmála- öflum. Þeim er beint til okkar allra og allra flokka. Jón Óttar í Sjónvarpsvísi. Þessvegna erum við karlar sendir í eldhúsið Hefur þú nokkuö upplýsingar um farþega til ísafjarðar sem átti pantað sæti klukkan tvö? f Framtíð íslenskra stjórnmála er í veði ef hann mætir ekki. bölvaður... r Áidrei er' hægt að I treysta á I þessa kratal/ Ef að það er Jón Baldvin sem þú ert að tala um að þá var hann að þringja. Hann var_ víst tekinn á rauðu Ijósi á leiðinni 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989 Það sýndi sig nefnilega að það er mun hættulegra að vera hús- móðir en að sitja undir stýri á kappakstursbíl. Pressan. Pólitískur frumleiki Eitt af því sem kratar þurfa nú að berjast við er flótti kjósenda frá þeim yfir til Kvennalistans. Er það kannski nýjasta leynivopn Krata í baráttunni við Kvennali- stann að reyna að laða til sín kjósendur hans með því að veifa framan í þá nærbuxum í íslensku fánalitunum? Tíminn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.