Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 29
GESTUR
GUÐMUNDSSON
MEÐ GESTS AIJGIJM
Hagfræði fyrir byrjendur
A-flokkarnir verða aldrei sam-
einaðir í eina fylkingu lýðræðis-
sósíaíista með því að Jón Baldvin
og Ólafur Ragnar ferðist um
landið eins og Halli og Laddi,
jafnvel ekki þótt Ámundi yrði
fenginn til að blása upp blöðrur
fyrir hvern fund. Sameinuð
hreyfing verður ekki mynduð
öðruvísi en að sósíalistar innan
A-flokkanna og utan eigi víð-
tækar umræður um þá sósíaltsku
stefnu sem við þurfum á okkar
tímum. Hins vegar er engin
ástæða til að amast við því að
flokksformennirnir fari í funda-
herferð, svona til að koma um-
ræðununt af stað.
Flokksformennirnir leggja
ekki upp í förina með sama skiln-
ing á tilefni hennar. Ólafur Ragn-
ar segir að Alþýðuflokkurinn hafi
breyst nægilega mikið til að sam-
starf og sameining sé komin á
dagskrá, en Jón Baldvin segir
hins vegar að Alþýðubandalagið
hafi breyst nógu mikið til að það
geti runnið saman við Alþýðu-
flokkinn. Reyndar tekur Jón
Baldvin öllu dýpra í árinni, því að
hann segir að Alþýðubandalagið
sé á góðri leið með að strika yfir
allan þann hugmyndagrundvöll
sem hafi aðskilið það og fyrir-
rennara þess frá Alþýðuflokkn-
um. Eitthvað svipað var að skilja
á flokksbróður Jóns Baldvins,
Karli Th. Birgissyni í Þjóðvilja-
greinum hans í haust, og Alþýðu-
bandalagsmaðurinn Óskar Guð-
mundsson talaði á sömu nótum á
fundi Alþýðuflokksins um sam-
einingarmálið í nóvember. í hug-
um þessara þriggja manna þarf
Alþýðuflokkurinn ekki að
breytast mjög mikið, heldur
varðar mestu að Alþýðubanda-
lagið játist lýðræðisjafnaðar-
stefnu.
Nú þurfa menn ekki að vera
neinir sérfræðingar í sögu Al-
þýðubandalagsins til að vita að
stefna þess hefur aldrei rúmast
innan ramma hefðbundinnar
skiptingar milli kratisma og
kommúnisma, heldur hefur
flokkurinn reynt að móta ein-
hvers konar þriðju leið. Reyndar
hefur varðveisla efnahagslegs,
pólitísks og menningarlegs sjálf-
stæðis íslands verið meginmál
flokksins, og efnahags- og at-
vinnustefna hans hefur einkum
falist í því að víkka út frumfram-
leiðslugrundvöllinn með ríkisað-
gerðum. Sú stefna hefur náð
endamörkum sínum; nú er meiri
þörf á hagræðingu í frumfram-
leiðslunni en stórfelldri útvíkk-
un, og ný verkefni dægurpólitík-
ur kalla jafnframt á endurmat á
öllum hugmyndagrundvelli
flokksins.
Það væri afar hollt fyrir Al-
þýðuflokkinn ef hann viðurkenn-
di að hann stendur á viðlíka tíma-
mótum. Allt frá klofningnum
1938 hefur það verið grundvallar-
setning hans, að hann vildi sam-
eina kapítalískt efnahagskerfi og
velferðarríki, og í þrjátíu ár hefur
sú stefna verið útfærð í þeirri ósk
að vilja starfa með Sjálfstæðis-
flokknum að mótun nútíma
samfélags á íslandi. Bandalag
þessara flokka í Viðreisnar-
stjórninni vann fyrst og fremst að
því að losa um hömlur svo að
markaður og samkeppni mættu
knýja fram þróunina, en ríkis-
valdið skyldi forða slysum með
hagstjórn sinni og byggja jafn-
framt upp velferðarríki. Á síð-
asta áratug hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn hins vegar gengið á
hönd hömlulausrar frjálshyggju
og þar með rofið þetta bandalag.
Það lýsir hins vegar ákaflega
mikilli glámskyggni hjá Jóni
Baldvin, þegar hann segir að þar
með hafi Sjálfstæðisflokkurinn
skilið eftir tómarúm, sem Al-
þýðuflokkurinn verði að fylla
með samstarfi við aðra, til dæmis
Framsóknarflokk og Alþýðu-
bandalag. Það er nefnilega ekki
bara svo að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi hlaupist undan merkjum,
heldur er grundvöllur viðreisnar-
hugmyndanna brostinn, rétt eins
og grundvöllur þeirrar atvinnu-
stefnu sem Alþýðubandalagið
hefur barist fyrir.
Með viðreisninni tóku hag-
fræðingarnir völdin á íslandi, og
þeir hafa síðan stjórnað að
mestu, þótt þeir hafi stundum
orðið að láta í minni pokann fyrir
brjóstviti manna eins og Lúðvíks
Jósepssonar og Matthíasar
Bjarnasonar. Hagfræðingarnir
hafa allir verið haldnir þeirri
grillu að hægt væri að fella ís-
lenska hagkerfið í það mót sem
lýst er í hagfræðibókum fyrir
byrjendur. Hagfræðimódelin
hafa aldrei passað almennilega
við háþróuð og fjölmenn ríki, og
engum öðrum en hagfræðingum
og Hannesi Hólmsteini gæti dott-
ið það í hug að markaðsöfl og
samkeppni komi á einhverju
heilbrigðu ástandi í 250 þúsund
manna samfélagi sem er dreift
um stórt land.
Alþýðuflokkurinn lenti þrisvar
í þeirri blóðtöku að missa margt
sitt besta fólk yfir í aðrar herbúð-
ir, þannig að ekki voru margir
aðrir eftir en þeir sem þáðu fram-
færi sitt af flokknum á beinan eða
óbeinan hátt, og þessi söfnuður
gerði „hagfræði fyrir byrjendur"
að guðspjalli sínu. Framan af var
Gylfi Þ. helsti guðspjallamaður-
inn, en síðan tók Jón Sigurðsson
við. Hátt á annan áratug ríkti sú
sérkennilega staða í íslenskum
stjórnmálum, að Alþýðuflokkur-
inn var að mestu utan ríkis-
stjórna, en helsti efna-
hagsráðgjafi ríkisvaldsins var um
leið helsti hugmyndafræðingur
flokksins.
Jón Sigurðsson hefur alltaf
horft á flókinn vanda íslensks
samfélags í gegnum hin einföldu
gler byrjendahagfræðinnar og
niðurstöðurnar verið í samræmi
við það. Þegar framleiðniþróun
hefur verið hægari hér á landi en í
nágrannaríkjunum, kann Jón
ekki annað svar við því en að
markaðurinn sé ekki nógu frjáls.
Hér voru um árabil neikvæðir
raunvextir, en á örskömmum
tíma breyttust þeir í hæstu vexti á
heimsmarkaðnum. í meira en
áratug hefur verið augljóst að gíf-
urleg offjárfesting átti sér stað. í
stað þess að ráðast að þessum
vanda og vinna að því langtíma-
markmiði að samræma öra fram-
leiðniþróun og byggðastefnu,
slógu þeir Jón og félagar upp í
byrjendabókunum. Þar stóð að
skammtímavanda atvinnulífsins
mætti leysa með launalækkun-
um, en til langframa myndi frjáls
markaður skila heilbrigðu hag-
kerfi og örum hagvexti.
Hvarvetna í samkeppnislönd-
um okkar er unnið að því að sam-
ræma skammtíma hagstjórn og
langtíma aðgerðir tilað styrkja
undirstöður atvinnulífsins. Hér
hafa hagstjórnaraðgerðir og aðr-
ar ríkisaðgerðir verið svo skamm-
sýnar, að þær hafa safnað vand-
anum hægt og örugglega fyrir
framan sig. Það sem hefur verið
að gerast á undanförnum árum er
ekki bara skipbrot frjálshyggj-
unnar, heldur líka þeirrar hag-
stjórnar sem hér hefur ráðið ríkj-
um, hagstjórnarstefnu Jóns Sig-
urðssonar. Rétt eins og hjá Al-
þýðubandalaginu kallar skipbrot
dægurpólitíkur Alþýðuflokksins
á uppgjör við allan hugmyndaarf
floícksins, sem reyndar er ekkert
annað en almennar kennisetning-,
ar alþjóðlegs kratisma. Á meðan
krataflokkar um allan heim reyna
að endurnýja þennan hugmynda-
arf, aðlaga hann breyttum tím-
um, slátra ýmsum heilögum kúm
og blása nýju lífi í hugsjónaglæð-
urnar hafa krataforingjarnir hér
heima látið sér nægja að tyggja
upp áratuga gamlar kennisetn-
ingar og halla sér að öðru leyti að
by r j endahagfræðinni.
Samstarf A-flokkanna og
jafnvel sameining þeirra er fyrst
og fremst komið á dagskrá vegna
þess að báðir flokkar verða að
leita nýrra leiða í dægurpólitík.
Jafnframt hefur gróið svo yfir
fornan hugmyndaágreining
þeirra, að liðsmenn beggja
flokka geta gengið með nýju hug-
arfari að því að móta nýjan hug-
myndagrundvöil úr hugsjónum
sósíalismans og þeim mögu-
leikum sem blasa við í nútíma
samfélagi. Hvorugur A-
flokkurinn á sér langra lífdaga
von í því spori sem þeir hafa ekið
eftir undanfarna áratugi, og í
þeirri staðreynd er fólgin von
sameiningarsinna.
KVIKMYNDIR
Svart og lunkið
Bláa eðlan / The Blue Iguana
Bandaríkin 1988
Leikstjórn, handrit: John Lafla
Leikarar: Dylan McDermott, Jessica
Harper, James Russo, Dean Stock-
well o.fl.
Framleiðendur: Steven Golin, Sigur-
jón Sighvatsson
Laugarásbíó
Myndavélin horfir beint niður:
Glas á skítugu gólfi. Hjá því flaska,
hálf af viskíi. Fyrsta hreyfing: hönd
tekur flöskuna og hellir í glasið.
Síðan upphefst mátulega rám og
kæruleysisleg rödd og kippir með sér
áhorfandanum yfir til Kaliforníu og
um leið afturábak nokkra áratugi.
Þetta byrjar sumsé nokkurnveginn
alveg einsog fyrstu síðurnar í krimma
eftir Hammett eða Chandler, myndin
er strax sett þar á bás sem Frakkar
kalla svartast: film noir, -en ekki líð-
ur á löngu fyrren farið er að taka
framhjá með bæði vestranum og gálg-
ahúmorsfarsanum. Og tónlistin er
líka strax margföld í roðinu, sverting-
jarapp úr samtímanum innanum ár-
gerð sirka ‘58 af rokki plús ágæt bak-
músík: smart ma non troppo, einsog
myndin öll. Okkar maður, hin sall-
arólega prívatlögga Holloway, er
áður en auga er deplað kominn suð-
ryfir landamæri og ekur í einni allra
hrörlegustu bifreið kvikmyndasög-
unnar inní eitthvert allra voðalegasta
þorp hvíta tjaldsins, þarsem allt er
hættulegt, og allra hættulegast að láta
stjórnast af nokkurri annarri hugsun
eða tilfinningu en græðginni einni.
Þetta er allra villtasta vestrið, og
hefur lfka keim af Mahagony
Brechts, þarsem glæponarnir stofn-
uðu sína eigin borg (hérumbil Las
Vegas), og væri þá bærinn orðinn ein-
hverskonar frum-Ameríka. Kannski
alveg óvart, en aðstandendum Bláu
eðlunnar er reyndar til alls trúandi.
Svo kynnumst við hverri persón-
unni annarri illvígari, og atburðarásin
hrannar sér upp einsog í bestu
spennumyndum amerískum, teygist
að vísu fullmikið á henni í lokin, en
þar bætir úr að lunkinn húmor er
aldrei langt undan, -og myndinni
tekst að kynna okkur fyrir fólki sem
við þekktum áður af bíótjaldinu án
þess sú kunningjatilfinning verði
nokkurntíma annað en skemtntileg.
Touch ofEvil eftir Orson Welles, sem
þeir Sigurjón segja einskonar fyrir-
mynd, hlýtur að vera nokkuð góð
filma.
Bláa eðlan er ekki stórmerkileg
mynd, en það er augljóst að fólkið
sem við hana vann hefur bæði kunnað
vel til verka og jafnframt haft ánægju
af viðfangsefninu. Aðalhlutverkin
eru í höndum ágætra ungra leikara
sem ekki er að að finna, en verða hér
að sæta því að falla í skuggann af
helstu aukaleikurum: eftirminnileg-
astur þeirra verður John Russo
(nauðgarinn í Extremities m.a.) sem
stórglæponinn ástfangni.
Kvenverur í myndinni eru trúar
þeim hluta krimmahefðarinnar sem
vtssulega telur að konur séu mjúkar
en ekki þessvegna í mjúku gildunum.
Mýkstir í þessari mynd eru reyndar
tveir verstu karlbófarnir. Sérstök
unun er að Jessicu Harper (Stardust
Memories m.a.) sem slægum glæpa-
bankastjóra, -það kemur ekki á óvart
að sjá í kynningargögnum um mynd-
ina að fyrirmyndir voru sóttar í fólk
einsog Nancy Reagan og Imeldu
Marcos.
Sumsé góð skemmtan.
Myndin vekur hér auðvitað sérs-
landinn stendur sig þokkalega í út-
löndum, en hitt er mikilvægara hvað
dæmi Sigurjóns getur kennt okkur
hér heima. f fjölmiðlaviðtölum og
ágætu ávarpi á undan frumsýningu
Eðlunnar í Laugarásbíói var banda-
ríski kvikmyndaframleiðandinn mis-
ter Sighvatsson auðvitað að reyna
samanburð, kominn af þeim slóðum
þarsem frumskógarlögmál markaðar-
ins ríkja ein og fé er hvergi að hafa úr
opinberum sjóðum í styrk eða að láni,
- hver kvikmynd verður að gjöra svo
vel að standa undir sér hvað sem líður
listrænum metnaði eða löngunum að-
standenda.
Gallamir eru auðsénir, en mister
Sighvatsson finnur líka kosti: þetta
útheimtir strangan aga og vönduð
vinnubrögð, -sem kannski er full þörf
á þegar menn eru hér í fásinninu að
fikta við kvikmyndir.
Það er líka augljóst að Holly-
wood-framleiðandinn, -sem sjálfur á
að minnsta kosti jafndrjúgan þátt í
myndum sínum og leikstjórinn eða
aðalleikarinn- er í senn hrifinn og
gagnrýninn í garð þess frumbýlings-
háttar sem hér áskapar mönnum að
verða sjálfir allt í öllu, framleiðendur,
handritshöfundar, leikstjórar, drei-
fendur, jafnvel tökumenn, -sem
vissulega er sjarmerandi, en kemur
æði oft niðrá fagmennskunni, að ekki
sé minnst á einmitt agann, forsendu
alvarlegrar listsköpunar.
Enda hlýtur að vera skrítið fyrir
menn að vestan að sjá þá afleiðingu
þessa fmmstæðis í vinnubrögðum að
upp rísa íslenskir kvikmyndagerðar-
menn og kalla sig „auteur" uppá
frönsku, fara að herma eftir Kuros-
awa og Godard og hafa samt reynslu
sína helsta af verðbréfaauglýsingum í
sjónvarpi eða eru þeir fagmenn í texta
að persónur á svipuðu reki og þeir
Snorri og Egill em kallaðir inní bæ
„að borða“ eða beðnir að „passa“
rekinn hval.
Utanvið þá Ijótu kró, Bláu eðluna: Einkaspæjarinn (McDermott), erkibófinn
(Russo), bankastjóri glæponanna (Harper). Ljósmyndavinna við Eðluna var í
höndum Atla Arasonar, sem fyrir nokkrum árum vann við að taka afbragðsgóð-
ar Þjóðviljamyndir.
MÖRÐUR ÁRNASON
taka athygli vegna þess að einn höf-
unda hennar er íslendingur, Sigurjón
Sighvatsson, framleiðandi myndar-
innar í félagi við Steven Golin (sem er
svo aftur kvæntur íslendingi, Vil-
borgu Aradóttur sem hér kemur við
sögu sem förðunarmeistari). Frá
þeirra hendi hafa áður borist hingað
tvær myndir, Nikkelfjallið og Einka-
spœjarinn.
Viðtal við Sigurjón í Þjóðviljanum
um daginn (7.1.) hófst með þeirri full-
yrðingu að Sigurjón sé „okkar stór-
tækasti kvikmyndagerðarmaður".
Það hefur oft verið logið meir.
Reyndar er soldið djarft að segja
„okkar“, því að kvikmyndagerð Sig-
urjóns er ekki íslensk og gerir til þess
enga kröfu. Að Sigurjóni (og tveimur
löndum öðrum) frátöldum tveimur
íslendingum sem auk Sigurjóns koma
fyrir er ekkert í Bláu eðlunni sem
minnir á ísland (nema kannski fótan-
uddtæki, sem vakti nokurn hlátur á
frumsýningunni hér).
Hinu verður svo ekki mótmælt að
Sigurjón er hvað stórtækastur þeirra
{slendinga sem fást við kvikmyndir,
hefur nú í allnokkur ár ekki fengist
við annað en þetta í sjálfri höfuðborg
listarinnar, Hollywood í Ameríku,
-þarsem peningarnir á bakvið Eðluna
eru taldir smotterí: jafngildi 160 milj-
óna íslenskra, og hefur þegar borgað
sig að sögn Sigurjóns.
Það er alltaf ánægjulegt þegar
Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 29