Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Hornafjörður Vaxtahækkun er stríösyfirlýsing Lækki stjórnvöld ekki vextina með handafli eða með „sniðg- límu á lofti“ lit ég svo á að stríðshanskanum hafi verið kast- að með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir komandi kjarasamn- inga, sagði Björn Grétar Sveins- son formaður verkalýðs- og sjóm- annafélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Björn Grétar sagði að nú væri tækifæri fyrir ríkisstjórnina að af- nema það tak sem fjárm- agnseigendur hafa haft á stjórnvöldum í vaxtamálum í eitt. skipti fyrir öll. Björn Grétar sagði að verkafólk ræddi mikið sín á milli um hvort vextirnir muni lækka enn meir en orðið er eða hvort þeir hækki eins og skilja hefur mátt á einstökum bankastjórum. - Þróun vaxta hefur gríðarleg áhrif á afkomu fólks og öll lækkun þeirra er Inflúensa Bráðsmitandi vágestur úr austurvegi Guðjón Magnússon: Tilgangslítið að bólusetja fólk við þessari inflúensu núna - Það er til lítils að láta bólu- setja sig núna við þessari in- flúensu. En þeir sem þegar hafa látið bólusetja sig við inflúensu njóta góðs af því, sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, þegar hann var spurður um hvort ráðist yrði í bólusetningarherferð vegna bráðsmitandi inflúensu sem hér hefur stungið sér niður, en talið er að smit hafi borist hingað frá Svíþjóð. Guðjón sagði að lítið annað væri hægt að gera en að taka því rólega ef menn sýktust, halda sig í og við rúmið og halda sig heima við í einn til tvo dag eftir að ein- kennin hyrfu. - Þessi inflúensa sem er af A- stofni hefur leikið nágranna okk- ar Norðmenn og Svía grátt, sér- staklega í borgunum, sagði Guðj- ón, og bætti við að helstu ein- kenni væru hár hiti, barkakvef, höfuðverkur og beinverkir. Guðjón sagði að það eina lyf sem gæti létt undir með þeim sem veiktust væri magnyl eða önnur verkjalyf sem drægju úr bein- og höfuðverkjum. -sg Björn Grétar Sveinsson: Nú er tækifœrið að afnema tak fjármagnseigenda á stjórnvöldum íeittskipti fyrir öll og lœkka vextina tekjumegin hjá því og öfugt ef þeir hækka, sagði Björn Grétar. Aðspurður um þá meirihluta- samþykkt framkvæmdastjórnar og formanna svæðasambanda Verkamannasambandsins í vik- unni að skora á lífeyrissjóði að- ildarfélaga VMSÍ að taka við skuldabréfum Atvinnutrygging- arsjóðs sagðist Björn Grétar fagna þessari áskorun. Hér væri um lífsspursmál að ræða fyrir framtíð atvinnumála á mörgum stöðum úti á landsbyggðinni, eins og nú væri í pottinn búið í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja. Ennfremur mundu lífeyrissjóð- irnir tryggja fé sitt með þessu fremur en að eiga á hættu að tapa því með að neita að taka á móti skuldabréfunum. Varðandi komandi samninga sagði Björn Grétar að nú væru verkalýðsfélögin að athuga sinn gang en ljóst væri að Alþýðusam- band Austurlands færi með samningamál félaganna fyrir austan. Hverjar körfurnar yrðu væri enn óútkljáð mál en mundi vafalaust skýrast um næstu mán- aðamót. -grh Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið iðnir við það í vikunni að kynna stöðu gær var fundað með fulltrúum BSRB í Stjórnarráðinu og eins og vera ber koma efnahagsmála fyrir stóru launþegasamtökunum og hlusta á sjónarmið þeirra. ( menn íbyggnir á svip af fundi þegar kjaramál eru annarsvegar. Mynd: ÞÓM. BSRB Sókn til bættra lífskjara ÖgmundurJónasson: Gagnlegur ogfróðlegurfundur meðfulltrúum ríkisstjórnarinnar ígær. Ákveðið að boða til könnunarviðrœðna milli aðila ínœstu viku. Uggvœnlegt hvað talsmenn vaxtahœkkana eru slitnir úr tengslum við raunveruleikann Við kynntum fyrir fulltrúum ríkisstjórnarinnar stöðuna eins og hún er að okkar mati og að við munum ekki þola frekari kjaraskerðingar né stöðnun held- ur sækja fram til bættra lífskjara í komandi samningum“ sagði Ög- mundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. f gær funduðu ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Jón Sigurðsson og Ólafur Ragnar með fulltrúum BSRB. Að sögn Ögmundar var fundurinn gagn- legur og fróðlegur og í framhaldi af honum var ákveðið að boða til könnunarviðræðna milli banda- lagsins og ríkisvaldsins í næstu viku. Á fundinum skiptust aðilar á upplýsingum um stöðu mála hjá hvorum aðila fyrir sig. Ögmundur sagði að það væri ófrávíkjanleg krafa bandalagsins að kauptaxtar yrðu hækkaðir í komandi samningum og brýnt að menn áttuðu sig á þeirri staðr- eynd. Ennfremur yrði nauðsyn- legt að taka mið af öðrum stærð- um í efnahagsmálum ss. hver yrði þróunin í skatta- og vaxtamálum. Varðandi þær raddir innan úr bankakerfinu að nauðsynlegt væri að hækka vextina sagði Ög- mundur að það væri uggvænlegt hvað þeir aðiiar væru í litlum tengslum við raunveruleikann sem vildu vaxtahækkun. Þessir aðilar þyrftu að kynnast því sjálf- ir hvernig það væri að kaupa sér íbúð við slíkar kringumstæður og svo virtust hinir sömu hafa gleymt hverning fjármagns- kostnaðurinn á síðasta ári lék atvinnulífið. - Launafólk mun fylgjast grannt með framvindu þessara mála á næstunni áður en kröfu- gerðin verður endanlega mótuð. En hinu er ekki að leyna að við höfum verulegar áhyggjur af stefnunni í vaxtamálunum" sagði Ögmundur Jónasson. -grh Smásöluverslunin Gjaldþrat hækka vöruverð Árni Reynisson: Heildverslunin getur illa metið greiðslugetu kaupmanna. Geta byrgtupp lagerinn ogfarið á hausinn ánþess að heildsöluverslunin eigi kröfu íhann Arni Reynisson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna segir vanskil smá- söluverslunarinnar við heildsöl- una vera gríðarlegt vandamál og vaxandi. Hcildsalan búi ekki yflr upplýsingum eða ábyrgðum um smásöluverslunina til að meta getu hennar til að standa í skilum, innheimta taki lengri tíma, kosti meiri mannafla og komi heildsölunni í vanskil, sem skili sér síðan út í verðlagið. Vegna aukinna gjaldþrota í verslun að undanförnu hefur þetta vanda- mál vaxið enn frekar. „Verslunin þarf sjálf að laga þetta til að lækka álagninguna, sem er sjálfsagt markmið ef hún ætlar að vera samkeppnishæf og ná versluninni frá Glasgow," sagði Árni í gær. Ef heildsalan hyggi yfir upplýsingum um greiðslugetu kaupmanna, gætu traustir kaupmenn fengið hag- stæðari samninga en hinir. Eins og kerfið er í dag þurfa kaupmenn ekki að gera. grein fyrir greiðslugetu sinni eða leggja fram ábyrgðir þegar þeir versla við heildverslunina, og þær úpp- lýsingar liggja ekki á lausu. Þetta sagði Árni að endaði oft með hreinu tapi, þ.e. að verslunin færi á hausinn og vöruúttekt fáist aldrei greidd. Árni sagðist ekki hafa tölur yfir það hver áhrifin af erfiðari inn- heimtu og gjaldþrotum væru á verðlag. Hann giskaði á að yfir heildina væru þetta 1-2%, en í einstökum verslunum eða á ein- stökum sviðum verslunar gæti þetta verið hærri tala. Því hefur verið haldið fram að ákveðin verslun í Reykjavík hafi byrjað rekstur nýlega með vöru- lager sem samanstóð af minni lagerum frá verslunum sem farn- ar voru á hausinn. Árni sagðist ekki vilja tjá sig um sögur sem væru í gangi, þær sýndu bara að það þyrfti að taka á þessum mál- um, og koma á einhvers konar kerfi sem gerði heildversluninni kleift að meta vjðskiptavini sína. En það væri allt of algengt að heildsalan ætti ekki kröfu í lager verslana sem yrðu gjaldþrota. Vörurnar hefðu verið afgreiddar á pappírum og teldust eign versl- unarinnar „Það er alveg óhætt að segja að það sé allt of mikið andvaraleysi varðandi gjaldþrot,“ sagði Árni. Það þyrfti að endurskoða lögin í þessum efnum og beita þeim harðar. Hér á landi héldu menn áfram að reka fyrirtæki þó allt eigið fé væri uppurið. Víða er- lendis þætti þetta glæpur, en hér hugsuðu menn „þetta reddast". Þetta hefði kannski gengið á tím- um neikvæðra vaxta en nú væru tímarnir aðrir. Loðna Ágætis veiði Óreglulegur sjór og erfiðar vinnuaðstœður Síðasta sólarhring tilkynntu 26 loðnuskip um afla samtals um 15,620 tonn sem gera um 600 tonn að meðaltali á hvert skip. Sem fyrr er aðalveiðisvæðið á Hér- aðsflóadýpi. Leiðindaveður hefur verið á miðunum að undanförnu; miklir umhleypingar og óreglulegur sjór sem hefur gert veiðarnar mun erfiðari fyrir skipverja en alla jafna. Sérstaklega þegar skipin hafa verið með stór köst á síðun- um í veltingnum. Þá hafa nætur rifnað og tjón orðið á gálgum og fleiri tækjum og tólum um borð vegna gífurlegs átaks sem kemur á þau við þessar aðstæður. -grh -hmp Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.