Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 10
LEIÐARI
FYRR
• • •
Frumkvæði
formannanna
Það vaeri eftir öðru í samskiptum helstu fylkinga vinstri-
manna á íslandi síðustu sextíu árin að í dag -föstudaginn
13.—yrði kolófærttil Isafjarðar, og engin rauð Ijós í ræðustól-
um eða háloftum þar fyrir vestan.
Það hefur nefnilega jaðrað við náttúrulögmál þessa ára-
tugi alla saman að hreyfing vinstrimanna á Islandi skuli vera
vettvangursundrungar, tortryggni, bræðravíga..., að vinstri-
menn og verkalýðssinnar skuli sjálfir í gegnum tíðina hafa
afhent afturhaldsöflunum stjórnvöld í landinu vegna eigin
gæfuleysis: helsti áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins í
kosningum eftir kosningar heitir Vinstri Glundroðinn.
Sú fundaherferð formanna Alþýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins sem hefst í dag ef veðurguðir lofa ertilraun til
að koma nýrri hreyfingu á þau samstarfs- og sameiningar-
mál til vinstri sem hafa verið á dagskrá til vinstri síðan elstu
menn muna, og þessu frumkvæði þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar hljóta vinstri-
menn allir að fagna. Hvaða skoðanir sem menn hafa svo á
formi eða aðdraganda.
Til þess eru kosnir formenn í flokkum að taka pólitískt
frumkvæði, og óánægjumuldur frá minni spámönnum eiga
þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar að taka mátulega alvar-
lega.
Margt bendir raunar til þess að það sé helst á tveimur
stöðum í flokksfylkingum sem helst er von frumkvæðis af
þessu tæi: á toppnum —milli einstakra persóna í forystu- og í
grasrótinni, þarsem menn finna áþreifanlegast að hin dag-
legu viðfangsefni eru þegar til kastanna kemur ekki ólík.
Þess er svo síst von að í þingflokkum og álíka hópum ríki
mikil ánægja með hugleiðingar um nána samvinnu eða
sameiningu fylkinga, þótt ekki sé nema af persónupólitísk-
um ástæðum.
Það er út af fyrir sig létt verk að mæla gegn miklum hlýleik
milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Flokkarnir hafa mis-
jafna stefnu í ýmsum mikilvægum málum, og þeir eiga sér
sögu sem um margt æpir gegn náinni samvinnu. Hverjir
stofnuðu gulu verkalýðsfélögin? spyrja gamlir Alþýðu-
bandalagsmenn -hverjir brölluðu með íhaldinu um herinn?
Og á móti er spurt um ýmsa yfirskyggða staði hjá forverum
Alþýðubandalagsins. Fulltrúar A-flokkanna eru til dæmis
enn að deila um það hver beri sök á klofningi vinstrihreyfing-
arinnar árið 1930 -rétt einsog það komi þeim nokkurn hlut
við sem nú standa í eldlínunni.
Það er sumsé hægur leikur að efast, og engin furða þótt
efinn verði fyrsta athvarf til dæmis þeirra sem tóku út sinn
pólitíska þroska á viðreisnarárunum, þegar lukka Alþýðu-
flokksins komst einna lægst og Alþýðubandalagið - kosn-
ingabandalag - klofnaði illilega í hatrömmum átökum, sem
setja enn mark sitt á suma þátttakendurna.
Þær aðstæður hafa hinsvegar skapast nú um stundir að
vinstrimönnum er skylt að sjá lengra efa sínum. Alþýðuflokk-
urinn hefur með miklum hvelli látið af þeirri þrálátu hneigð
sinni að sækja til hægri um samstarf, og um leið hafa Al-
þýðubandalagsmenn skorið áþreifanlega úr um að þeir líta á
sig sem jafnaðarmenn, jafnaðarmenn með íslenska sér-
stöðu en í vestrænum dúr: pólitíska félaga bæði krata og SF
í Danmörku, sósíalista í Frakklandi, kommúnista á Ítalíu,
vinstri andófsmanna austantjalds.
Við lifum merka tíma mikilla breytinga, bæði um
heimsbyggðina og á íslandi. Kalda stríðið er að syngja út, og
ný sýn í alþjóðamálum að ryðja sér til rúms. I íslenskum
stjórnmálum er sá tími liðinn að aðilar standi áratugum
saman í sömu sporum í fylgi, áhrifum og kennisetningum, og
runnir upp þeir tímar að stöðnunarmanna í pólitík bíður
ekkert nema áhrifaleysið og einangrunin.
Þessvegna er frumkvæði formannanna mikilvægt, og
þeirri von skal hér fram varpað að því fylgi annað og meira
en einstaka flugeldasýning í svartasta skammdeginu.
-m
OG NU
Og nú höfum við hoppað yfir 20 ára tímabil. Þessi loftmynd af Breiðholtsbyggðinni er tekin af
Landmælingunum 5. ágúst 1987. Breytingin er ótrúleg á ekki lengri tíma. Á rúmum 20 árum hefur
risið þarna upp stórborg, sem skiptist í Efra- og Neðra Breiðholt, með risavöxnum blokkarbygg-
ingum, raðhúsum, einbýlishúsum, samgönguæðum og iðandi mannlífi. Meira að segja sinni
hringbraut umhverfis blokkirnar. Það leiðir hugann að því, að einu sinni var lögð Hringbraut í
Reykjavík. Hún umlukti þá aðal kjarna borgarinnar. Muni ég rétt þá var talið að innan þessara
marka yrði meginhluti borgarinnar um næstu framtíð. En Hringbrautarramminn hélt ekki lengi,
enda hluti hennar skírður upp og nefnd Snorrabraut. Og borgin þandist óðfluga út á alla vegu
nema þar sem sjórinn setti því sínar skorður. Menn fóru meira að segja að búa til nýja „miðbæi"
því sá gamli og góði hrökk ekki lengur til. Stórfelldasta byltingin í byggðamálum Reykjavíkur mun
þó vera Breiðholtið, eins og þær tvær myndir Landmælinganna, sem hér eru birtar, bera Ijóslega
með sér. - mhg
Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vœnir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum
ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja
nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs
Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjvík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt
ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu.
Af hvaða eyðimörk er nú þessi mynd eiginlega? Jú, hún er af Breiðholtssvæðinu, nokkru eftir
að byggðin hófst þar, tekin af Landmælingum Islands 7. júlí 1967, eðafyrir rúmlega 21 ári. Þarna
hafa nokkrar útlínur verið lagðar en ennþá er svæðið að verulegu leyti óbyggt.
Fyrstu loftmyndir til kortagerðar á íslandi voru teknar árið 1937. Síðan, eða á hálfri öld, hafa
verið teknar á annað hundrað þúsund loftmyndir hér á landi. Þær er þvínær allar að finna í
loftmyndasafni Landmælinga íslands. Síðastliðið vor kom út bók með 50 loftmyndum víðsvegar
að af landinu. Þær sýna m.a. hina fjölbreytilegu gerð landslagsins og þær breytingar, sem á því
hafa orðið, ýmist af manna völdum eða náttúrunnar sjálfrar. Þar, eins og í mannlífinu yfirleitt,
„munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“. Svo geta menn deilt um það á hvora
hliðina hefur hallast í hverju einstöku tilviki, en hitt er óumdeilanlegt, að slík bók, sem þessi, hefur
ómetanlegt heimildagildi.
Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufólag Rjóöviljans.
Rit8tjórar:Árni Bergmann, MöröurÁrnason.SiljaAöalsteinsdóttir.
Umsjónarmaöur Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson.
Biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, PállHannesson,
Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson.
Útiitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pétursson
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglý8ingastjóri:OlgaClausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir
Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100 kr.
Áskriftarverð ó mánuði: 800 kr.
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989