Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 4
Á BEININU Nú eru samningar lausir úr viðjum í febrúar. Eruð þið ekki ágætlega haldnir í BHMR, vel launaðir og vel menntaðir í ör- uggum störfum. Hvað viljið þið upp á dekk? „Ég held að það sé best að líta á hvernig raunveruleg launakjör eru. Ef við iítum t.d. á byrjenda- laun þar sem fólk er með B.A. eðaB.S. prófþáerþaðnúnameð tæp 53 þúsund á mánuði. Ef við lítum á Félag bókasafnsfræðinga sem er dæmigert þjónustufélag þá eru meðaltaxtalaun þar í sept- ember sl. 68.590 kr. en heildar- laun með yfirvinnu o.s.frv. eru 78.759 kr. Þetta er víðsfjarri því sem fólk þarf til að komast af. Ef við lítum á BHMR sem heild þá voru meðaltaxtalaun í september 74. 264 kr., en ef yfírvinnu, sem er mikil, er bætt við þá erum við komnir upp í 99.327 kr. Það er nokkurn veginn sú tala sem ný- legar kannanir hafa sýnt að eru meðalheildarlaun í landinu. Þú bendir á atvinnuöryggi. Við skulum ekki gera lítið úr því að margir opinberir starfsmenn njóta góðs atvinnuöryggis, en það á því miður ekki við um þá alla. Á síðari árum hefur sá siður tíðkast í vaxandi mæli að menn eru ráðnir skammtímaráðningu og njóta lítilla réttinda. Það eru meira en 25% okkar félagsmanna sem eru á mjög lélegum ráðning- arkjörum og eru ekki fastráðnir. Með fastráðningu er ekki átt við æviráðningu endilega. Það sem við köllum fastráðningu og höf- um unað við er ráðning með þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Rúmur fjórð- ungur félagsmanna BHMR er sem sagt á verri kjörum en þetta og þróunin er meira í þessa átt. Fólk er þá ráðið tímabundið, kannski til sex mánaða eða árs, og svo er það nýjasta að fólk er einfaldlega ráðið á tímakaupi, án allra frekari trygginga. Við höf- um ekki tölur yfir þann fjölda, því það háskólamenntaða starfs- fólk sem þannig er ráðið hjá rík- inu telst ekki til okkar samtaka og telst ekki vera opinberir starfs- menn. Það er eitt af meginviðfangs- efnum okkar að taka á þessum ráðningarformum með það fyrir augum að allir fái eftir vissan tíma fastráðningu með þriggja mán- aða gagnkvæmum uppsagnar- fresti og að það gerist ekki að hægt sé að koma í veg fyrir það með lélegum ráðningarformum að menn séu aðilar að stéttarfé- lögum." Hver er ykkar stefna varðandi launadreifingu í þjóðféiaginu, teljið þið að launamunur sé of mikill í þjóðfélaginu? „Ef þú átt við laun sem menn afla með vinnu sinni að þá held ég það séu ákaflega fáir sem eru of- haldnir í launum í sjálfu sér. Tekjuskiptingin í þjóðfélaginu er hins vegar gjörsamlega komin úr höndunum á verkalýðshreyfíng- unni vegna þess að þau laun sem verið er að semja um eru á allt öðru plani en þau sem greidd eru, vegna yfirborgana. Verkalýðs- hreyfingin hefur því ekkert getað leitt í þessu efni.“ Hver finnst þér að sé eðlilegur launamunur á félaga í BHMR og í Dagsbrún? Hvað á að borga mönnum fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa gengið í skóla? „í fyrsta lagi efast ég mjög um að það teljist til forréttinda að ganga í skóla. Fólk sem hefur ver- ið að ljúka námi á síðastliðnum árum er flest afkomendur ófag- lærðs fólks, þannig að hér er ekki um Iokaðan hóp að ræða. En þeg- ar við ræðum um launamun þá er tvennt sem við horfum á. Við höfum ekki sett niður einhverja ákveðna reglu um að launamun- ur okkar félaga gagnvart t.d. ó- faglærðum eigi að vera eitthvert ákveðið hlutfall. En við horfum annars vegar til ævitekna, þ.e.a.s. maður sem hefur eytt löngum tíma í háskólanám byrjar síðar að afla tekna. Ef við lítum t.d. á kennara þá koma ævitekjur eirra hreinlega neikvæðar út, þ.e. ævitekjur þeirra eru lægri en hópa sem ekki hafa farið í nám en farið fyrr út á vinnumarkaðinn. En það er annað sem við ríkis- starfsmenn höfum litið til og það eru þau laun sem greidd eru úti á hinum frjálsa vinnumarkaði. Það hafa verið gerðar á þessu nokkrar kannanir og síðast 1986. Þá kom í Ijós að háskólamenntaða ríkis- starfsmenn vantaði 60% á að vera með sambærileg laun og sambærilega menntaðir menn á frjálsa markaðnum." Er hægt að hafa hér þjóðfélag þar sem allir hafa sömu laun eða er ákveðinn launamunur nauðsynlegur? „Ef allir ættu að fá sömu laun þá þyrftu námsmenn einnig að hafa sambærileg laun og aðrir, þannig að möguleikarnir á jöfnum ævitekjum væru fyrir hendi.“ En er það hlutverk svona stétt- arfélags eins og BHMR er, að taka á svona grundvallarspurn- ingum eins og því hvort allir eigi að hafa jöfn laun? „Það er ekki hlutverk þeirra. Þetta er pólitísk spurning og hlut- verk okkar er fyrst og fremst að gæta þess að okkar félagsmenn njóti réttlátra kjara.“ Nú stendur VSÍ í málaferlum sem miða að því að skerða verk- fallsrétt verulega og ríkisstjórnin hefur bæði bannað samnings- og verkfallsrétt. Hvernig er fyrir verkalýðsfélög að starfa við þess- ar kringumstæðum? „Starfsemi stéttarfélaga hefur í raun verið lömuð upp á síðkastið og þeim hefur verið bannað að sinna því sem þau voru stofnuð til. Þessi málaferli Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suður- nesja eru ein viðbótin við þetta, þ.e.a.s. að þegar menn hafa þennan rétt til að fara í verkföll þá er verið að reyna að gera ver- kfallsvopnið ónothæft. Ef þeir ná því í gegn að geta afgreitt flug- vélar með einhverju liði sem ekki er í Verslunarmannafélaginu og það verður talið löglegt, þá er þar með búið að taka verkfallsvopnið úr höndum verkalýðshreyfingar- innar. Þetta er því mál sem snert- ir ekki bara VS heldur alla verkalýðshreyfinguna. “ En sýna svona aðgerðir ríkis- valdsins, þ.e. afnám samnings- og verkfallsréttar, ekki einfaldlega að verkalýðshreyfingin verður að fara að taka á því sem ég kallaði grundvallarspurningar og það þótt þær séu pólitískar? „Verkalýðshreyfingin stendur auðvitað frammi fyrir því núna að verja sinn tilverurétt. Ef hreyf- ingin hefur ekki möguleika á því að semja um kaup og kjör þá er hiutverk hennar auðvitað orðið mjög takmarkað og félagsmenn- irnir hætta eðlilega að sjá tilgang í því að halda þessu uppi. Surning- in snýst því um hvort launafólk á að hafa þann möguleika að skipa sér í samtök til að berjast fyrir kjörum sínum. Það er vaxandi skilningur á þessu í verkalýðs- hreyfíngunni og ég vil t.d. benda á fund helstu launþegasamtak- anna í Háskólabíói fyrir stuttu. f þessum efnum stendur hreyfingin saman, enda er um líf hennar að tefla.“ Hvernig leggst komandi samn- ingalota við ríkisvaldið í ykkur í BHMR? „Yfirlýsingar ráðamanna eru auðvitað á þann veg að þeir segja sem svo að ekki sé mikið að sækja. Það hefur reyndar alltaf verið svo. Ég vil hins vegar benda á að frá júní sl. hefur kaupmáttur verið skertur um 12% og samráðsfundur aðildarfélaga BHMR lýsti því yfir að sú skerð- ing yrði sótt. Við göngum því til samninga til að ná fram kjarabó- turn. Við gefum okkur ekki að barlómur í stjórnvöldum og at- vinnurekendum eigi við rök að styðjast. Tvö síðustu árin hafa verið þau fengsælustu í íslands- sögunni og allt bendir til þess að næsta ár verði í þeim hópi.“ Sérð þú fram á hörð átök sem gætu endað í verkfalli? „Ég er sannfærður um að ef menn ætla að ná fram einhverjum verulegum kjarabótum þá verður það ekki gert án mjög ákveðinna átaka. Það er mín persónulega skoðun.“ Sýnist þér einhver eðlismunur vera á þessari ríkisstjórn sem kennd er við félagshyggju og hinni sem Þorsteinn Pálsson stýrði? „Samtök launamanna taka ekki afstöðu til ríkisstjórna en hins vegar tökum við afstöðu til þess sem þær gera. Og við sitjum uppi með það eftir sem áður að við erum sviptir samningsrétti og þessi ríkisstjórn sem nú situr heldur áfram á þeirri braut að taka af umsamdar hækkanir. Gagnvart launamönnum hefur ekki komið fram neinn munur.“ Nú hafið þið í BHMR dregið mjög alvarlega í efa áreiðanleika þjóðahagsspár Þjóðhagsstofnun- ar og gefið í skyn að hún sé nánast pöntuð af forsætisráðherra. Hvað hafið þið fyrir ykkur í þessu? „Við höfum einfaldlega litið á það hvenær þessar þjóðhagsspár hafa verið gefnar út og hvert á- standið heftir verið þegar þær hafa verið gefnar út. Þær hafa verið gefnar út rétt þegar samn- ingar eru að verða lausir, þegar menn eru að ræða kröfugerð og standa jafnvel í átökum. Þjóð- hagsspár sem birtast á þessum tímum eru yfirleitt mjög svart- sýnar en síðan birtir að jafnaði yfír eftir að samningar eru frá- gengnir. Af þessu getum við að- eins dregið eina ályktun og hún er sú að spár Þjóðhagsstofnunar eru að engu hafandi, hvorki við kröfugerð né er hægt að taka tillit til þeirra í samningum. Þjóðhagsstofnun heyrir beint undir forsætisráðuneytið og vinn- ur þær kannanir sem það felur stofnuninni. Ég hef ekki fullyrt að spárnar séu pantaðar af for- sætisráðherra, en hins vegar virð- ist mér nokkuð ljóst að frá þeirri stofnun koma ekki upplýsingar sem koma forsætisráðherra illa.“ Það hefur oft verið gripið til þess sem lausnarorðs að fækka beri ríkisstarfsmönnum, það minnki halla ríksissjóðs og fái þá sem eftir sitja til að vinna betur o.s.frv. Hvaða álit hefur þú á slík- um lausnum? „í fyrsta lagi má nefna að halli ríkissjóðs stafar ekki af þeirri starfsemi sem fram fer á vegum ríkisins. Fjárlaga- og hagsýslust- ofnun hefur nýlega sýnt fram á að. sá halli er allur tilkominn vegna þess fjármagns sem rennur út úr ríkissjóði til einkafyrirtækja. Þess vegna er hlálegt að heyra menn úr einkageiranum að býsn- ast yfir þessum halla því þangað renna fjármunirnir. Hvað fjölda ríkisstarfsmanna varðar hefur í fjöldamörg ár verið reynt að tak- marka eins og hægt er ráðningar starfsmanna hjá ríkinu. Niður- staðan er sú að öll opinber starf- semi er orðin stórlega undir- mönnuð þannig að það er óhemju starfsálag á því fólki sem þar vinnur. Það kemur m.a. fram í því að framleiðni ríkisstarfs- manna er meiri en gerist á frjálsa markaðnum. En þetta er ástand sem ekki getur varað. Það stenst ekki að halda uppi heilbrigðis- og menntunarkerfinu með allt of fáu fólki.“ Nú ert þú gamall róttæklingur eða byltingarsinni eins og það var líka kallað. Hvernig liflr sú hug- sjón með þér í dag? „Ég er nú hræddur um að ég þætti slappur byltingarsinni í dag, en það lifir með mér að ég tel að launafólk eigi mikið að sækja í þessu þjóðfélagi og að þjóðfé- lagið verði að byggjast á sam- hjálp og samvinnu," sagði Páll Halldórsson formaður BHMR að lokum. Páll H. Hannesson Þætti slappur byltingarsinni Meira en 25 % félagsmanna BHMR ekki fastráðin. Ef Flugleiðir vinna málið gegn VS er verkfallsvopnið ónýtt. Spár Þjóðhagsstofnunar að engu hafandi Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hefur verið í sviðsljósinu að undaförnu og verður það enn meira á næstunni þegar samningar verða lausir. Það vakti athygli þegar BHMR gagnrýndi spár Þjóðhagsstof nunar og sýndi fram á að þær virtust gerðar eftir pöntun frá forsætisráðherra. Páll Halldórsson, formaður BHMR, er á beininu. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.