Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 19
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður. Mynd: Jim Smart
Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir segist ekki
hafa verið „huldu-
maður“ sem alltaf
hafi verið staðráðin í
að styðja ríkisstjórn-
ina. Henniþykir
stjórnarandstaðan
hins vegar ógeðfelld
og vill ekki dvelja í
félagsskap undir for-
ustu Þorsteins Páls-
sonar
hefur fært fólki ýmis réttindi.
Áður var það geðþóttaákvörðun
verkstjóra eða atvinnurekenda
hvort menn voru reknir úr vinnu
eða ekki, jafnvel að tilefnislausu,
menn voru algerlega réttlausir.
Tvennir tímar
Konur höfðu til dæmis ekkert
fæðingarorlof. Ég þekkti konur
litlu eldri en ég, sem fóru frá
þvottabölunum eða vinnunni til
að ala sín börn, og voru komnar
aftur eftir nokkra daga, því þær
höfðu ekki laun í einn einasta dag
sem þær voru frá. Það eru ýmsar
sögur sem ég gæti sagt og myndu
fá hárin til að rísa á höfðinu á
fólki.
Atvinnuleysið var gífurlega
mikið á mínum fyrstu árum hér í
Reykjavík. Ég minnist þess að
menn færu um miðjar nætur nið-
ur á bryggju til að vita hvort þeir
fengju vinnu, og þegar þeir komu
aftur án þess að hafa fengið
vinnu, hvað þeir og fjölskyldur
þeirra voru lotleg. Heimilin voru
svo gott sem bjargarlaus.
Ef menn komust svo í vinnu,
unnu þeir nætur og daga og það
þótti fínt að komast í kolaskip.
Ég man eftir verkamönnum sem
komu svo þreyttir heim að það
varð að hátta þá og þvo þeim.
Menn héldu nefnilega endalaust
áfram, því ef þeir stoppuðu var
þeim sagt að það væri nóg af
mönnum í vinnu. Sem betur fer
þekkist ekki svona réttleysi
lengur.
Lífeyrissjóðirnir og kjör aldr-
aðra, þó að þau séu slæm, aðal-
lega vegna þess að það hefur ver-
ið vanrækt að setja á stofn hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða, eru allt
önnur en þegar fólk þurfti jafnvel
að þvælast á milli bæja og var sett
niður hingað og þangað. Ég man
eftir að hafa séð fólk gráta, sem
þrátt fyrir langa og erfiða starf-
sævi varð að segja sig til sveitar
síðustu árin.
Sem betur fer er þetta úr sög-
unni en það er margt annað sem
gæti líka verið úr sögunni. Og
verkalýðshreyfingin verður
hreint og klárt að taka á sig sína
sök þar líka. Við hefðum aldrei
átt að gangast undir það á þessum
velmegunarárum, að ekki væri
hægt að lifa á venjulegum átta
stunda vinnudegi. Verkalýðs-
hreyfingin hefur hreinlega samið
upp á yfirvinnuna, sem hefur gert
það að verkum að ungt og aldrað
fólk hefur þurft að vinna óheyri-
lega langan vinnudag.
Hver er
Aðalheiður?
Ef við tölum aðeins um þig per-
sónulega. Hafðir þú metnað til að
verða stjórnmálamaður og kom-
ast inn á þing? Eða hver er Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir?
Ég held að ég hafi aldrei hugs-
að um þingmennsku. Ég var ung
mjög pólitísk og fannst þjóðfé-
lagið óréttlátt og vildi breyta því.
Gat hreinlega ekki þagað og
þurfti að segja mína meiningu.
Þó átti ég mjög erfitt með það,
því ég er í eðli mínu feimin þó
enginn trúi því kannski. Ég býst
við því að ég geti stundum komið
fyrir mig orði og þetta leiddi ef til
vill til þess að ég fór að skipta mér
af verkalýðsmálum.
Ég lá nokkur ár í berklum og
datt þá út úr öllum málum og ég
held að vera mín á Vífilsstöðum
hafi haft mikil áhrif á mínar lífss-
koðanir og mér hafi orðið ljóst að
manneskjurnar eiga mikið sam-
eiginlegt. Það er ekki svo fjarri
sanni sem Tómas sagði „að hjört-
um mannanna svipar saman í Sú-
dan og Grímsnesinu." Þetta voru
óskaplega erfið ár, sérstaklega
með tilliti til barnanna, en ég
lærði mikið af þeim, líklega þó
mest tillitssemi við annað fólk.
Ég hef.líklega verið allt of mikil
einstefnumanneskja áður.
Síðan var ég allt í einu orðin
einstæð móðir og varð að berjast
hart til að sjá barninu mínu far-
borða. Ég vil meina að þó það sé
erfitt að vera einstæð móðir í dag
og það verður alltaf erfitt, að það
hafi að því leytinu verið erfiðara
þá, að maður varð að fara til
vinnu og skilja börnin eftir
heima. Það var ekki um annað að
ræða, eða ég átti ekki annarra
kosta völ. Það gat ekki gengið að
ala börnin svona upp. Og þar sem
ég var nú fædd og uppalin í sveit
og sveitamanneskja í mér, fór ég
með drengina mína austur í sveit
og giftist manninum sem ég fór til
og er gift honum enn. Við höfum
verið saman í 25 ár og honum er
áreiðanlega vorkun að vera giftur
mér.
Þegar ég kem svo til Reykja-
víkur fer ég á vinnumarkaðinn og
lendi í þessum fræga kvennadegi.
Þar með er ég komin á kaf í þetta.
Mig þyrsti í félagsskap í sveitinni
og brosi oft að því núna, að fyrst
eftir að ég kom suður fór ég á
allar ráðstefnur og tók þátt í
þeim. Núna er ég hins vegar afar
fegin ef ég kemst hjá þeim.
Fyrr en varír er ég orðin for-
maður Sóknar og síðan hefur eitt
leitt að öðru.
Ætlar að
hætta í öllu
Hefur aldrei hvarflað að þér að
kasta öllu frá þér og hætta að
berjast fyrir aðra?
Þegar ég fer út úr stjórnmálum
er það ásetningur minn að hætta
öllu félagsstarfi og pólitík. Og ef
ég skyldi eiga einhver ár eftir, að
eiga þau þá bara fyrir mig sjálfa.
Hvort það er síðan hægt á eftir að
koma í ljós.
Því miður virðist alltaf vera
nóg af óréttlæti í kringum mann
og það er dálítið erfitt að þegja og
taka ekki til hendinni á meðan
svo er.
Að lokum Aðalheiður. Höfum
við gengið veginn til góðs og held-
urðu að það sé bjart framundan?
Það getur verið bjart, því þrátt
fyrir allt erum við auðug þjóð og
við eigum mikið af ungu og dug-
andi fólk. En til þess verðum við
að taka meira tillit hvert til ann-
ars en við höfum gert og við verð-
um að skilja að við erum heild.
Varðandi þingmennsku til
dæmis þá hlýtur sá sem fer inn á
þing fyrst og fremst að hugsa um
þjóðarhag. Hann getur ekki bara
hugsað um eina eða tíu fjöl-
skyldur. Og þannig á það að vera
hjá öllu fólki.
Mér finnst menning þjóðfé-
lagsins ekki felast í því hvað við
útskrifum marga háskólamenn
eða hvað við eigum marga merki-
lega listamenn, þó það sé allt af
hinu góða. Menningin ákvarðast
af því hvernig við búum að þeim
smæstu í þjóðfélaginu, sem við
búum engan veginn nógu vel að.
Við eyðum líka allt of miklu í
flottræfilshátt og vitleysu. Á
meðan ég hef þessar skoðanir,
held ég að mér muni alla tíð þykja
erfitt að þegja.
-hmp
Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19