Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 6
mótmælendum, óeirðaseggjum og vandræðagemlingum, svo sem námsmönnum, verkamönnum, blökkumönnum og vinstri- mönnum, þá er af nægu að taka. Rúmlega 100 stórfyrirtæki kapp- kosta að fullnægja þeirri „mark- aðsþörf" og framleiða gífurlegt magn lögregluvopna, -vagna og annarskonar múgsefj unareyða. Friöflytjendur, gúmmí og áróöursplast Að mörgu er að hyggja fyrir framleiðslustjóra ofannefndra fyrirtækja. Sérhvert nýtt amboð þarf að þjóna herra sínum dyggi- lega en með sem minnstum hamagangi. Við erum uppi á fjöl- miðlaöld og ætíð er hætt við að erindrekar upplýsingaiðnaðarins reki nefið niðrf það sem þeim kemur ekki við og festi jafnvel á filmu. Því ber nauðsyn til þess að vinnutæki löggæslumanna séu snyrtileg og láti lítið yfir sér. Það er alkunna að sálfræðin er beggja handa járn og til alls trú- andi. Auk annarra vamma er hún fastráðin í þjónustu öryggisiðn- aðarins. Ágætt dæmi um þetta er Nongkaí. Fólk sem þyrpist út á götur og torg til þess að fá tafarlausa svölun reiði sinnar í garð yfir- valda er sjaldnast búið vopnum og því gjarnan auðveld bráð her- mönnum með alvæpni. Spenna er í lofti, gagnkvæmur ótti ýtir undir írafár og bráðræði. Einhver kast- ar grjóti í dáta sem hleypir af vél- byssu sinni inní mergðina, skelf- ingu lostnir ryðjast mótmælendur burt, hver um annan þveran, menn troðast undir bryndrekum ogfótum, fleiri hermenn láta bys- surnar tala og einsog hendi sé veifað liggja tugir manna í valn- um. Allt lítur þetta illa út í sjón- varpi og landsmenn og sjónvarps- sjáendur heimsbyggðarinnar fyll- ast vandlætingu. Atburðir af þessu tagi gerðust trekk í trekk í blökkumannabyggðum Suður- Afríku og þótti hvítu yfirstéttinni miður gott til afspurnar, hún sá að við svo búið mátti ekki standa. Nongkaí brunar ekki um með þórdrunum. Málsmetandi menn sem séð hafa gripinn segja að í fljótu bragði virðist engum stafa hætta af þessum fremur smáa og alls ekki ósnotra vagni. Hermt er að hann sé úlfur í smekklegri sauðargæru sem alls ekki sómi sér illa í sjónvarpi. Ráðherrann Vlok ber Nongkaí saman við stórkarla- legan forverann, Casspir, sem jöfnum höndum var beitt í stríðsátökum í Namibíu og Ang- ólu og til þess að brjóta á bak aftur fjöldamótmæli í blökku- mannabyggðum heima fyrir. „Casspir kveikti þá ranghug- mynd að lögreglan væri árásar- seggurinn. Þessu er þveröfugt farið um Nongkaí sem alls ekki er atlöguvagn.“ Nafn bryndrekans var vitaskuld valið eftir nokkrar vangaveltur sálfræðinga. Nong- kaí þýðir friðflytjandi. Einsog þeim er alkunnugt sem hafa þrek til þess að fylgjast með hörmungafréttum að utan hafa öryggissveitir á hernámssvæðum ísraelsmanna í Palestínu, Gaza og spildunni vestan Jórdanar, mildað skeytin sem þær senda ar- abískumuppreisnarmönnum. Nú eru þeir ekki lengur skotnir til bana með blýkúlum heldur dauðrotaðir með plastkúlum. Mörgum hafa gúmmíkúlur einnig grandað. Stjómmálamenn og yfirmenn öryggissveita stæra sig af þessu, að hafa lagt blýið fyrir róða en nota þess í stað skotfæri úr plasti og gúmmíi. Mjúku efnin þyrmi mannslífum. En þetta er fjöl- miðlablekking, einsog dæmin sanna, til þess ætluð að fegra á- sýnd yfirvaldsins. Inni í gúmmíkúlum leynist lítill málmsívalningur. Táragas er sumt banvænna en annað og bráðdrepandi undir vissum kringumstæðum. Kylfan lýtur vilja og mætti kylfuberans. Veg- atálmar hafa orðið mönnum að fjörtjóni. Nýr og betrumbættur gaddavír öryggissveita er fleinastór og heitir „rakvéla- band“, í þröng og uppþoti getur hann hæglega orðið mannsbani, eins eða fleiri. Öryggisamboð eru sem sé banvæn, hvað sem hver segir. Fótskrikar og táragas Svonefnd kemísk efni eru til margra hluta nytsamleg. Einnig í baráttu ráðandi manna við hyski sem þeir hafa síður en svo vel- þóknun á, mótmælendur og óeirðaseggi gatnanna. Það gefur auga leið að öryggis- iðjurnar 100 hafa þúsundir efna- fræðinga í þjónustu sinni. Meðal viðfangsefna þeirra er rannsókn á nytsemi efnafroðu sem vonir standa til að leysi götutálma og skjaldborgir lögregluþjóna af hólmi. Hugmyndin er sú að froðan verði blandin táragasi eða einhverri jafn áhrifaríkri manna- fælu. Ennfremur eru menn bjart- sýnir á að fótskriki nokkur kom- ist skjótt f gagnið. Þetta er slím- kennd kvoða sem úðað er á götur í því skyni að gera þær flughálar svo menn missi fótanna og skelli kylliflatir. Fallnir eru þeir auðveld bráð lögregluþjónum sem koma ask- vaðandi með uppreidd net. Handtökutæknin er svo kapítuli út af fyrir sig. Fyrirtækin hafa fjölda manna á launum við að reyna að hanna og gera tilraunir með hólka sem skjóta eiga netum yfir fólk þannig að sem flestir verði teknir höndum í hverju hali. Höfundur táragassins sá það fyrir hugskotssjónum svíða skiln- Táragas, táragas, táragas.-.Vegfarendur í Seúl og grípa fyrir vit sín krjúpandi ingarvit karlmanna á besta aldri sem saman kæmu utandyra í brakandi þerri og færu fjöld. Væri hófs gætt .í úðun þess héldi hver til síns heima, hóstandi og í dauðans ofboði en kvikur og brátt jafngóður. En nú er tíðum farið að brúka þessa ólyfjan svo að manntjón hlýst af. Of mörgum sprengjum með alltof sterku táragasi er varpað að alltof þéttum mann- þyrpingum, gjarnan í öngstræt- um eða á torgum sem umlukt eru háum húsveggjum á alla kanta, jafnvel innandyra. Oft á tíðum er það látið liggja á milli hluta þótt fjendafylkingin sé að hluta skipuð börnum, konum eða öld- ungum sem eiga óhægt með að forða sér á hlaupum „í dauðans ofboði“. Það voru bandarískir hermenn í Víetnam sem riðu á vaðið og hófu skipulega að nota táragas þannig að líf manna var í bráðri hættu. Þeir dældu því ótæpilega' ofan í holur og göng þar sem þeir óttuðust að óvinur sæti á fleti fyrir. Ennfremur úðuðu þeir því í gífurlegum mæli á fáeina ferkfló- metra landsvæðis og gereyddu gróðri og dýralífi. Táragas og aftur táragas Einsog menn rekur minni til rísu Suður-Kóreumenn upp gegn ríkisstjórn herforingjans Chuns Doos Hwans í hittiðfyrra. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð um miðbik árs og frameftir hausti börðust mótmæl- endur, með herskáa námsmenn í fylkingarbrjósti, við vel búnarör- yggissveitir forsetans. Orrahríðin stóð sem næst út árið og lauk með algerum ósigri forsetans. Kom fyrir ekki þótt slagsmálahundar hans vörpuðu 250.000 táragassp- rengjum að fjendum sínum og úðuðu 11.936 lítrum af púður- blöndnu táragasi á þá, svonefndri piparþoku. En efni þessi urðu fjölmörgum að bana. Og heilbrigðisyfirvöld í Seúl viður- kenna að 3.483 borgarar og 3.254 lögregluþjónar hafi orðið að leita sér lækninga vegna táragas- eitrunar. f fyrra gerðist það í Mamelodi blökkumannabyggðinni nærri höfuðborginni Pretóríu í Suður- Afríku að lögreglumenn skutu táragassprengju inní íbúðarhús með þeim afleiðingum að tvö börn létust þegar í stað. Þriðja fórnarlambið lést af völdum lungnaskemmda eftir að hafa legið á milli heims og helju í þrjá daga. Mannréttindasamtökin Amn- 6 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.