Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 25
DÆGURMÁL A 25 Johnny Winter gæðablúsari frá suðurríkjunum. Metnaðarlítið framtak. ets. Eins og fólk undir þrítugu hefur verið að uppgötva í gegnum kvikmyndir lést Buddy Holly í flugslysi árið 1959. Hann hefur Einn af frumkvölum rokksins Buddy Holly. haft mikil áhrif á rokklistina og voru áhrif hans mest á fimmta og sjötta áratugnum. Holly var með- al annars stór áhrifavaldur á rokktröllinn McCartney og Lennon, sem báðir voru miklir aðdáendur hans. The Beatles tóku mörg laga Holly, til dæmis „Words of love“. Enginn áhugamaður um rokk- tónlist getur talist fullgildur í fé- laginu ef hann hefur ekki ein- hverntíma lagt hlustir við tón- smíðar Buddy Holly og er þessi safnplata því upplögð fyrir yngri áhugamenn í þeim tilgangi. En plötur Holly sjást nánast ekki í rekkum hljómplötuverslana. Á þessari plötu er rokkið í þeim ein- faldleika og hráleika sem það kom af skepnunni og hún er hrikalega þægileg tilbreyting frá skarkalanum sem er öll heimsins eyru að sprengja. Sittlítið af miðurgóðu Nú kem ég að þriðju safnplöt- unni sem ég set í flokk með alleið- inlegustu og tilgangslausustu safnplötum, þó ekki sé hún kannski sú versta sem útgáfufyr- irtækjum hefur dottið í hug að framleiða. Petta er platan „Frost- Plötur og önnur söfn lög“. Hún ber metnaðarleysi út- gefenda sinna pínlegt vitni og það er leiðinlegt til þess að hugsa að það skuli vera stærsta og öflu- gasta plötuútgáfufyrirtæki lands- ins sem stendur fyrir þessu. Það er ekki verið að kynna eitthvað nýtt og ferskt, þvert á móti hefur nokkrum þeirra hljómsveita sem á „Frostlög" eru, tekist ágætlega upp í iðnað- inum, framleiðslunni og hinum hvimleiða skarkala útþynnta poppsins. Þetta er samansafn misgóðra dillara sem allir verða orðnir grænir af leiðindum yfir eftir nokkra daga. Það er engu líkara en hún sé gefin út fyrir út- varpssnúða, þeim til þæginda svo þeir geti í smekkleysi sínu spilað hana alla í einu og þar með losnað við að skipta um plötu. Þetta eru stór orð. En þeim er í raun ekki beint til tónlistarmann- anna sjálfra, heldur til útgáfunn- ar. Það er beinlínis sorglegt að þessi plata skuli vera eina framlag Steina hf í útgáfu yngri tónlistar- manna í dag. Eins og á mörgurn lélegum safnplötum þvælist eitt og eitt ágætt lag inn á milli og pirrar það plötueigandann enn meira. Hljómsveitin Ný Dönsk er ágæt og það sama má segja um Tod- mobile. Þessar hljómsveitir er þó langt í frá að flytja einhver stór- virki. Það væri öllum, plötukaupend- um, tónlistarmönnunum og út- gefendunum gerður greiði með því að gefa þessar hljómsveitir út í sitt hvoru lagi. Þannig geta plötukaupendur nálgast eða forðast þær eftir vild, tónlistar- mennirnir fengið sanngjarnt tækifæri og útgefendurinir gætu safnað gullplötum á veggina hjá sér og seðlum í kassann hjá sér. -hmp HEIMIR PÉTURSSON Tómas bassi Einarsson yngri að árum. Föstudagur 13. jðnúar 1989 NÝTT HELGARB Gæðasöfn Safnplötum ýmis konar hef- ur verið með auglýsinga- skrumi og klækjum komið inn á fjölda fólks frá því plötuút- gáfa hófst. Oftar en ekki er sullað saman hinum ýmsu tónlistarmönnum og með því reynt að höfðatil „allra.“ Það á að höfða til þeirra sem vilja hraðatónlist, þeirra semsem vilja rólega tónlist, þjóð- lagatónlist, kántrý og svo framvegis og svo framvegis. Og þaðervarlatilþaðheimili sem ekki á í safni sínu ein- hverja safnplötuna sem fær alla fjölskyldumeðlimi til að verða græna í framan af flökurieika. Það sem réttlætir safnplötuút- gáfu af mínum dómi er tvennt. í fyrsta lagi ef um er að ræða eitthvert óvenjulegt safn af lögum hljómsveita eða tónlistar- manna, til að mynda ef gefin er út safnplata með öllum lögum hljómsveitar sem áður hafa að- eins komið út á litlum plötum, eða safn bestu laga tónlistar- manns eða hljómsveitar sem starfað hefur lengi og gefið mikið út. í öðru lagi eru safnplötur síð- an réttlætanlegar ef er verið að gefa út úrval af einhverju nýju og spennandi sem ekki hefur hlotið náð útgefenda áður. Að þessum inngangi loknum get ég komið mér að efninu. Ég ætla að vekja athygli á þremur safnplötum. Tvær þeirra má setja í þann flokk safnplatna sem ég tel réttlætanlegar, en þá þriðju í þann aumkunarverða flokk sem fjölskyldur landsins grænka yfir. Byrjum á góðu fréttunum. Grammið flytur nú inn safnplötur með hinum og þessum lista- mönnum sem annars eiga fátt sameiginlegt. Plöturnar eru flest- ar ef ekki allar tvöfaldar en eru seldar á verði einnar, enda eru lögin á þeim fyrir löngu búin að raka inn fúlgum bæði fyrir höf- unda þeirra og útgefendur. Hér er því kannski verið að þjóna tónlistarunnendum svona einu sinni. Albínói úr sól og hita Plöturnar eru gefnar út undir titlinum „The Colletor series“ og er ein þeirra safn laga með suður- ríkjabiúsaranum Johnny Winter. Hér er á ferðinni þrælblátt úrval laga sem Johnny Winter spilaði inn á plötur á sjöunda áratugn- um, meðal annars nokkur lög eftir þá Jagger og Richards, til að mynda „Let it bleed“ og „Jumpin Jack Flash.“ Þá er lag eftir Megas þeirra Ameríkumanna á plötu- nni, herra Bob Dylan, “Highway 61 revisited". Sá lagahöfundur sem hins vegar er fyrirferðamest- ur er gamall félagi Winters, gít- arleikarinn Rick Derringer. Fyrir þá sem fíla þéttan og góð- an gítarblús er þetta bláupplögð plata og þeir sem í nautnaæði af einhverjum toga, hafa rispað Winter-plöturnar sínar til ólífis geta hér fundið bærilega huggun. Rokkrætur sem aldrei visna Önnur ákaflega vel þegin safnplata undir samheitinu „The Collector series“, er plata með lögum eins af frumkvöðlum nú- tíma rokktónlistar, Buddy Holly og hljómsveitar hans The Crick- Djass Bassinn liúfi og dimmi Síðastliðinn laugardag hélt Tómas R Einarsson djass- bassi tónleika í Norræna hús- inu. Tómas og hljómsveit fluttu 10 lög eftir hann þar af 8 sem aldrei höfðu verið flutt opinberlega áður. í sem fæst- um orðum, þá voru tónleik- arnir hinir bestu djasstón- leikar og það fer ekki á milli mála að Tómas er lúnkinn lagahöfundur. Lögin eru öll hin áheyrilegustu og Tómas seilist ekki allt of langt að hinu nútímalegasta formi, í þeim skilningi að áheyrandinn fái það á tilfinninguna að hljóðfæra- leikararnir séu allir að spila sitt hvort lagið. Fyrsta lagið minnir mig að hafi heitið „Sírenurnar bláar og súrar“,- góð opnun sem fylgt var eftir með gullfallegu lagi sem heitir „Sorg“. Tómas náði að túlka með bassanum þá strauma sem fara um sorgmætt fólk en sorgin er eitt erfiðasta viðfangs- efni allra listamanna. Sigurður Flosason saxafón- leikari hafði stórt hlutverk á tón- leikum Tómasar. Hann er saxa- fónleikari í miklum vexti og ör- yggi hans verður stöðugt meira. Sólóin hans voru vel byggð upp og ekki hægt að segja annað en Sigurður hafi skilað sínu með mikilli prýði. Það gerðu hinir hljóðfæraleik- ararnir einnig en þeir voru ekki eins áberandi og þeir Tómas og Sigurður, sem hlýtur að skrifast á útsetningar Tómasar. Aðrir hljómsveitarmeðlimir voru Birg- ir Baldursson trommur, Ásgeir Steingrímsson trompet, Eyþór Gunnarsson píanó og Össur Geirsson á básúnu. Þeir voru, eins og áður sagði, meira í bak- grunninum, en persónulega hefði ég viljað hlutverk píanósins stærra. Eyþór lék á blíðu nóturn- ar en ég var alltaf að bíða eftir einhverri djassgeggjun, rífandi píanósólói. „Tyrkneski baðvörðurinn", er lag sem skar sig úr frá hinum hvað stíl varðar. Virkilega skemmti- legur tónn og vantaði ekkert nema gufuna í salinn til að fullkomna verkið. Þá lék Tómas einstaklega fallegt lag einn á bassann, „Uppspuni", minnir mig að það heiti. f þessu lagi komu hæfileikar Tómasar einna skýrast fram og sannaðist það eina ferðina enn að hann er með okkar albestu bassaleikurum. Þessi dagskrá á tvímælalaust heima á plötu og vonandi drífur Tómas sig í hljóðver hið fyrsta. Það er vel til fundið að halda tónleika klukkan 4 á laugardegi. En ég hefði heldur viljað að þeir færu fram í notalegra umhverfi þar sem fólk getur setið við borð og drukkið kaffi á meðan það ný- tur tónlistarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.