Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 7
Casspir hinn klossaði, forveri lipurdrekans Nongkaís í Suður-Afríku.
Lögregluþjónn framtíðarinnar, til í tuskið.
esty International fullyrða að
táragas hafi orðið a.m.k. 40 Pal-
estínumönnum að bana á
hernámssvæðum ísraelsmanna.
Ennfremur hafi fósturlátum fjöl-
gað til muna á téðum svæðum og
megi rekja það beint til tíðrar
notkunar táragass.
Einnig mætti rekja sögur af
þjáningum fólks sem orðið hefur
fyrir táragaseitrun í Chile en for-
maður læknasamtakanna þar-
lendis, dr. Juan Luis Gonzales,
segir afar algengt að félagar sam-
taka sinna þurfi að liðsinna því.
laragas „...eykur stórlega van-
líðan fólks sem þjáist af sjúkdóm-
um í öndunarfærum, veldur upp-
köstum og niðurgangi og hefur ill
áhrif á miðtaugakerfið. Oftast
hverfa einkennin von bráðar en
ef menn hafa haft of náin kynni af
gasinu þá bíða þeir þess stundum
aldrei bætur,“ segir Gonzales.
South/-ks.
Vopnabúr ríkisvaldsins
Rafmagnskylfur notaðar á Litla-Hrauni.
Böðvar Bragason, lögreglustjóri íReykjavík:
Vopnabúr lögreglunnar með
hefðbundnum hœtti.
Eigum skotvopn og gassprengjur
Eg er mjög neikvæður
gagnvart vopnaburði og vona að
það líði sem lengstur tími þar til
lögreglan á íslandi þarf að taka
upp vopnaburð. Reynsla annarra
þjóða sýnir að þar sem iögreglan
hefur vopnast hefur ofbeldis-
þröskuldurinn í þjóðfélaginu
lyfst, sagði Böðvar Bragason,
lögreglustjóri í Reykjavík, í sam-
tali við Nýja Helgarblaðið. Ekki
kannaðist Böðvar við að iögregl-
an í Reykjavík ætti í fórum sínum
rafmagnskylfur og kannaðist
reyndar ekki við að slík tól væru
tilgreind í reglugerð dómsmála-
ráðuneytisins. Nýja Helgarblaðið
hefur hins vegar öruggar heimild-
ir fyrir því að slíkar kylfur hafí
verið keyptar inn á vegum dóms-
málaráðuneytisins fyrir u.þ.b.
10-15 árum og hafí verið notaðar,
aðallega í fangelsi ríkisins að
Litla-Hrauni.
Böðvar sagðist hins vegar ekki
neita því að lögreglan í Reykjavík
hefði undir höndum gassprengjur
og að þær birgðir væru endurný-
jaðar reglulega. Hann vildi hins
vegar ekki gefa neitt upp um
hvaða tegundir gass væru í notk-
un hér á landi. Böðvar sagði að
vopnabúr lögreglunnar hér á
landi væri með „hefðbundnum
hætti“ og hefði lítið breyst í
áranna rás. „Ég hef aldrei gefið
upplýsingar um hvað við erum
með undir höndum en það er
ljóst að við höfum skotvopn og ég
get ekki sagt þér neitt nánar um
það.“ Aðspurður um hvort lög-
reglan gæti haft aðgang að öllum
þeim skotvopnum sem hún hefur
gert upptæk í gegnum árin, sagði
Böðvar að svo væri ekki. „Þau
vopn eru í alls kyns ásigkomulagi
og við notum þau ekki. Það væri
miklu frekar að við þyrftum að
losa okkur við þetta safn.“
Lögreglustjóri sagði að auðvit-
að fylgdist lögreglan með tækni-
nýjungum á þessu sviði. „Við
fáum send fagtímarit af ýmsu
tagi, þar sem sífellt er verið að
bjóða fram ný tól og tæki, en ég
held að það sé óhætt að segja að
við höfum ekki staðið fyrir
neinum nýjungum á því sviði hér
á landi.“
Böðvar vildi ekki tjá sig neitt
um þá lögreglumenn sem ganga
um vopnaðir á vegum utanríkis-
ráðuneytisins í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, þeir tilheyrðu hon-
um ekki. Víkingasveitin lyti hins
vegar hans yfirstjórn og væri sér-
þjálfuð í vopnaburði. „Það til-
heyrir þeirra þjálfun. Það er erfitt
að alhæfa um hvort við leggjum
allt okkar traust á Víkinga-
sveitina. Almennir lögreglumenn
fá einnig þjálfun í vopnaburði, en
við værum varla að hafa þessa
sveit ef við ætluðum henni ekki
oddaaðstöðu ef til einhverra at-
burða kynni að draga.“
í annarri grein reglna um með-
ferð og notkun lögreglumanna á
skotvopnum segir að lögreglu-
stjórar geti í samráði við dóms-
málaráðuneytið „gefið fyrirmæli
um að allir skuli vopnast, sem
lögregluvald hafa.“ Sagðist
Böðvar hafa skilið þessa klausu
þannig að hér væri átt við að lög-
reglustjórar þyrftu að ráðfæra sig
við dómsmálaráðherra sjálfan.
„Það hefur nú aldrei á þetta
ákvæði reynt, svo ég tel ekki rétt
að velta því fyrir sér hvenær ætti
að grípa til þessarar heimildar.
En ætli við verðum ekki að ætla
að það væri við mjög alvarleg til-
felli, þegar öryggi ríkisins væri
ógnað eða einhverjir mjög vá-
legir atburðir ættu sér stað. Það
þyrfti í öllu falli æði mikið til,“
sagði Böðvar Bragason lögreglu-
stjóri.
-phh
„Natóslagurinn" 30. mars 1949. (Mynd og myndatexti úr afmælisriti Lögreglublaðsins)
Úr reglugerö „um meöferð og notkun lög-
reglumanna á skotvopnum, o.f l.“ undirrit
aöri af Jóni Helgasyni, sem
dómsmálaráðherra 22. maí 1987.
myndatexti úr afmælisriti Lögreglu-
blaðsins)
„Tegundir skotvopna.
1 .gr.: „Dómsmálaráðuneytið
ákveður notkun neðangreindra
vopna hjá lögreglu samkvæmt
þessum reglum. Skotvopn:
Skammbyssa (bæði revolver og
pístóla), haglabyssa, vélbyssa,
riffill. Sprengivopn: sprengiefni.
Gasvopn: Gasbyssa, gas- og
reyksprengjur. Barefli: Langar
kylfur og rafmagnskylfur.“ Hér
að ofan eiga að vera tilgreind öll
vopn sem lögreglan má nota, en
að auki notar lögreglan hina
hefðbundnu stuttu kylfu.
„Notkun vopna.
6.gr. Skotvopni má því aðeins
beita gegn manni, að önnur úrr-
æði séu ekki tiltæk í því skyni að:
a) koma í veg fyrir alvarlegt of-
beldi gegn fólki, eða að verulegu
tjóni sé valdið á þjóðfélagslega
mikilvægum stofnunum, rekstri
eða starfsemi. b): verjast lífs-
hættulegri árás við löglega fram-
kvæmd skyldustarfa. c): yfirbuga
afbrotamenn sem teljast hættu-
legir lífi fólks.“
,,9.gr. Sprengiefni má aðeins
nota þegar skilyrði í 6. gr. eru til
staðar og þar að auki telst
nauðsynlegt að brjóta sér leið inn
í aflokað, eða læst herbergi, til að
fjarlægja verulega hindrun, sem
stendur í vegi fyrir því að lög-
reglumaður geti leyst verkefni
sitt.“
„10.gr. Gasvopn má aðeins
nota þegar skilyrði skv. 6. gr. eru
til staðar eða í öðrum tilvikum,
þegar leyfi lögreglustjórans er
fyrir hendi.“
„11. gr. Langa kylfu má nota
með þeim skilyrðum sem nefnd
eru í 6. gr. eða í hópverkefni eða
til að dreifa mannfjölda. Sama
gildir um rafmagnskylfu.“
-phh
Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7