Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 22
Heiðurslaun Það er aldeilis að Þjóðviljinn skrifar um heiðurslaun alþingis. Það sýnir að blaðið er listrænt í sér. Og þó sumt í þessum skrifum sé bölvað bull ber að þakka við- leitnina og listaáhugann. Og mig langar til að leggja nokkur vel valin orð í þennan belg því ég er líka töluvert listrænn í mér. Ég ætla að spyrja nokkurra spurn- inga og svara þeim skynsamlega þó bak við mig sé enginn flokkur, stofnun eða fyrirtæki. Bara Sig- urður Þór í eigin persónu. Til að skýra mál mitt verða spurning- arnar tölusettar. 1. Er eitthvert vit í því að ríkið heiðri listamenn? Alls ekki. Almenningur á að gera það sjálfur enda stendur ekki á því. Suma listamenn tekur öll þjóðin upp á arma sína. En þeir sem ekki öðlast alþýðuvin- sældir uppskera hylli „aðdáenda sinna“, „fagurkera“ eða „listunn- enda“. Þess eru blátt áfram engin dæmi að listamaður fái ekki ann- að hvort þá viðurkenningu sem hann á skilið - fyrr eða síðar lífs eða liðinn - eða þá verðskuldaða gleymsku. Ríkið á ekki að skipta sér af þessu. Það má ef til vill veita starfslaun og eftirlaun. Og þetta á ekki aðeins við um heiðurslaun alþingis, heldur ekki síður úthlutun listamannalauna á vegum nefndarinnar. Engar op- inberar viðurkenningar fyrir list! 2. Veiti ríkið samt sem áður heiðurslaun, hvaða sjónarmið ætti þá að hafa í huga? Eingöngu hið listræna. Klíku- skapur og pólitík, að ég tali nú ekki um aldur og kynferði, ætti aldrei að koma til álita. En þar eð mennirnir eru ansi breyskar ver- ur er enginn hægðarleikur að koma í veg fyrir slíkt. Sú stað- reynd er reyndar einhver helsta röksemdin fyrir því að ríkið eigi ekki að útdeila listalaunum. Og þá hef ég hugsað í hring. 3. Hvað táknar orðið heiðurs- laun? Það merkir einfaldlega að ein- hver sé heiðraður með peningum fyrir eitthvað. Það þýðir ekki í sjálfu sér að átt sé við ævistarf. Alveg má hugsa sér að heiðra ein- hvern með peningum - heiðurs- launum - fyrir einstakt verk á unga aldri, jafnt á sviði lista sem á öðrum vettvangi. Hvernig ber að skilja þá hugs- un er býr að baki hciðurslauna alþingis? Þau hljóta 17 listame'nn. Með- alaldur þeirra er 75 ár. í fljótu bragði virðast launin því hugsuð sem „viðurkenning alþingis á löngu og efnismiklu lífsstarfi í þágu íslenskrar menningar". Og ef svo væri leiddi af sjálfu sér, „að ekki ætti fólk í fullu starfi á miðj- um vinnudegi að hljóta þau“, einsog segir í leiðara Þjóðviljans á þriðjudaginn. En við nánari at- hugun sést að þetta fær ekki stað- ist. Þarna eru nefnilega tveir ágætir listamenn á „miðjum vinn- udegi“. Það eru Hannes Péturs- son f. 1931 og Matthías Johann- essen f. 1930. Fast á eftir fylgja Jón Nordal f. 1928 og Indriði G. Þorsteinsson f. 1926. Heiðurs- laun alþingis er því ekki hægt að skoða sem verðlaun fyrir ævist- arf. 5. Hvað eru þau þá? Þó úthlutunin sé svo ósamstæð og duttlungafull, að manni fljúgi í hug að á bak við hana sé ekki heil brú, held ég samt að verði að leggja hana út á þennan veg: Þarna eru blátt áfram fremstu snillingar þjóðarinnar í listum að dómi alþingis. Þeir sem fram úr skara í andanum. Og ef veita á- svona viðurkenningu á annað borð, er þetta auðvitað skynsam- legasta afstaðan. Bestu listamenn sem uppi eru á hverjum tíma, Atli Heimir Sveinsson hefur verið með afkastamestu tónskáldum á ís- landi. Guðbergur Bergsson verður senni- lega aldrei nokkurs metinn á alþingi. þeir sem lagt hafa fram drýgstan skerf til íslenskrar menningar eiga að fá heiðurslaunin. En í list- um er tími, skerfur og lífsstarf mjög afstætt fyrirbrigði. Lífsstarf listamanns er ekki sama og ævi- skeið hans. Þaðan af síður á það eitthvað skylt við tímabil í líkingu t.d. við meðalaldur þjóðar, sem valdi því að ómögulegt sé að meta lífsstarf listamannsins fyrr en hann er gamall orðinn eða dauður, þó auðvitað geti verð- leikar hans stundum ekki orðið almennt ljósir fyrr en seint og síð- ar meir. En gjafir snillinganna til þjóða sinna eða heimsins geta verið svo dýrar að þær verði alls- endis ómetanlegar á fáum árum meðan þeir eru enn í blóma lífsins og verðmætari en lífsstarf meðal- manns á hálfri öld. Þess vegna nær engri átt, að mikill listamað- ur verði að komast á eftirlauna- aldur til að óhætt sé að viður- kenna list hans, ef samtíðin botn- ar eitthvað í henni á annað borð. Jónas Hallgrímsson er hér ágætt dæmi. Var ekki hlutur hans í ís- lenskum bókmenntum svo stór- kostlegur að þegar hann dó 38 ára hafði hann auðgað þær meira en nokkur annar maður þá á dögum? Svona nokkuð skildi Jónas reyndar sjálfur manna best. Það var engin tilviljun að hann orti um skammlífi og lang- lífi. Og hugsum okkur að Islend- ingar eignuðust sinn Mozart og Schubert. Um þrítugt voru þeir mestu tónskáld heimsins og skerfur þeirra til heimsmenning- arinnar eins og við skiljum hana núna, orðinn svo ótrúlegur að hann er alls ekki mælanlegur. Og hvað með Rimbaud sem orti nokkur snilldarkvæði um tvítugt en sneri sér síðan að verðugri verkefnum? Ef við ættum nú einn Raumbaud sem væri orðinn þrí- tugur. Skyldi „hans tími“ eiga eftir að koma? Skoðað í þessu ljósi eru orð Silju Aðalsteinsdótt- ur í leiðara um Atla Heimi næst- um óskiljanleg. Engu er líkara en Silja, sem skrifað hefur með ágæ- Karólína Eiríksdóttir er bara svo skrambi ung. Steinunn Sigurðardóttir verður senni- lega orðin gömul kerling þegar al- þingi sæmir hana titlinum Þjóðar- skáidkona. tum um bókmenntir, hafi verið slegin skyndilegri blindu eða meinloku, sem reyndar getur hent hvern sem er hv.enær sem er. Það er ekki eins og Atli hafi sam- ið eitt eða tvö verk um dagana. Þvert á móti hefur hann verið með afkastamestu tónskáldum á íslandi í meira en aldarfjórðung. Og flautukonsertinn sem hlaut verðlaun Norðurlandaráðs, er hvorki betri né verri en mörg önnur verka hans. Hvað á Atli að verða gamall til að vert þyki að heiðra hann? Kannski 170 ára? Hann er reyndar ekkert ung- lamb. Nú er hann fimmtugur. Hitt er annað mál, að þó'Atli sé verður heiðurslauna, er óvíst hvort hann er betra tónskáld en SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON ýmsir aðrir á svipuðu reki t.d. Leifur Þórarinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Tómasson og Hafliði Hallgrímsson. Hins vegar hefur sennilega enginn náð eins vel eyrum þjóðarinnar til að láta hana heyra að „nútímamúsík“ er góð og skemmtileg fyrir líf okkar en ekki einhver skelfingar ósköp. Ég sagði áðan að alþingi láti sem svo með launaveitingu sinni: Þetta eru mestu listamenn þjóð- arinnar! Þarna eru þeir sautján að tölu! Og alltaf skulu þeir taldir sautján snillingarnir eins og hverjir aðrir kvótareglugolþorsk- ar úti í ballarauga. En það stór- brotnasta við úthlutun alþingis, er sú tímabæra skarpskyggni í alþingis Thor Vilhjálmsson væri vel að heiðrinum kominn. Sigfús Daðason er kannski merkasta Ijóðskáldið núna. listrýni að uppgötva loks snilldina um síðir 75 ára gamla! Mat hinnar virðulegu samkundu, sem eflaust er skipuð mönnum er ekki mega vamm sitt vita, fer sem sagt í einu og öllu eftir þessari pottþéttu for- múlu: Það er „réttast" og „list- rænast" að heiðra þá „gömlu góðu“ (sem vissulega eru oft góð- ir), sem hefðin hefur löngu viður- kennt, þó sumir hafi reyndar list- rænt séð lifað sjálfa sig. En al- þingismenn þora ekki eða nenna ekki að skilja að ýmsir yngri lista- menn hafa lagt fram eins mikið ef ekki meira til íslenskrar menn- ingar, samkvæmt gildum rökum mínum hér að framan um afstæð- an tíma og lífsstarf í listum. Ég tek auðvitað undir orð Silju um Thor. En hiklaust er Guðbergur Bergsson jafnoki hans. Kannski verður hann að bíða fram á átt- ræðisaldur eins og Þórbergur sem fyrr þótti ekki verður heiðurs- Iauna. En best gæti ég trúað að Guðbergur verði aldrei nokkurs metinn á alþingi, þó jafnvel Hins- egin sögur hans séu frumlegri skáldskapur en allar bækur Guð- mundar heitins Daníelssonar til samans. En Guðbergur er svo ó- fétislegur að lýsa þessari frum- stæðu og ruddalegu veiðimanna- þjóð eins og hún er en ekki eins og hún vill vera. Guðmundur lifði hinsvegar sjálfan sig þó nokkrum sinnum áður en hann varð endan- lega úti í vestangúlpnum garró. En áreiðanlega svala sögur hans vissri þjóðlegri þörf á tímabili sem engin ástæða er til að van- þakka. En heiðurslaun eiga frem- stu listsnillingar þjóðarinnar einir að hljóta. Og Matthías Johann- essen, sem ég get vitnað um af eigin reynd að er virkilega góður drengur, er þó varla miklu meira skáld en Stefán Hörður Gríms- son, Þorsteinn frá Hamri eða Sig- fús Daðason, sem eru á svipuðum aldri og hann, en nokkuð „strembnari“ í andanum. Eink- um Sigfús sém er kannski merk- asta ljóðskáldið núna og ætti auk þess skilið sérstök heiðurslaun fyrir heiðarlega hugsun þegar hugsandi mönnum fer mjög fækkandi með þjóðinni. Og ekki finnst mér Jakobína hótinu skárri en Svava Jakobsdóttir eða jafnvel hún Steinunn Sigurðar- dóttir. En sú síðastnefnda er nátt- úrlega alltof ung og sæt til að mark sé á henni tekið á alþingi. En ég þori að hengja mig upp á í votta viðurvist, að þegar Steina verður gömul kerling eins og hún yrkir um sjálf í góðu kvæði, telur alþingi vogandi að sæma hana nafnbótinni Þjóðarskáldkonu með stórum staf! Enda hafi hún þá ekki skrifað orð af viti í tut- tugu ár fyrir elli og ergi. En „lífss- tarfið" verður löngu komið á hreint meðal lesenda. Og jafnvel alþingismenn verða þá orðnir læsir. Ekki þori ég svo að nefna hér einu sinni nöfn þessara málk- unningja minna sem komnir eru á fimmtugsaldurinn: Ólaf Hauk, Pétur og Óla Gunn og Sigga Pálss, hvað þá Einarana sem yngri eru en farnir að slá í gegn í útlöndum og „varpa glæstum ljóma“ á föðurlandið. Og Jórunn Viðar verður ekki sjálfkrafa merkasta tónskáld þjóðarinnar ásamt Jóni Nordal, þó hún sé fyrsta tónskáldkonan sem verður sjötug. Afhverju fékk hún ekki heiðurslaunin milli fertugs og fimmtugs þegar hún var upp á sitt besta? Að mínum dómi er tónlist Jórunnar, þó góð sé, engu betri en músík Karólínu Eiríksdóttur sem er bara svo skrambi ung eða Mistar Þorkelsdóttur sem er - guð sé oss næstur! - bara krakk- akjáni. En Schubert var líka krakkakjáni þegar hann lauk við ófullgerðu og hafði þá fyrir löngu samið Grétu og Álfakónginn í óg- áti. Ég er alls ekki að gera lítið úr Jórunni né hefja Karólínu og Misti upp til skýjanna heldur fylgja eftir röksemdafærslunni hér að framan, að einungis list- rænt mat eigi að ráða heiðurs- launum og að hlutur listamanna til þjóð- og heimsmenningar verði ekki mældur eftir almanak- inu. Og nú er víst nóg komið. Þjóð- viljinn hefur annað þarfara við sitt ofurlitla rúm að gera en fjalla um þessi mál. Einkanlega þegar aldrei má ræða þau af hreinskilni án þess að annar hver maður rjúki upp í vonsku og telji dóna- lega að sér vegið af sérstakri ill- mennsku. Ég vil aðeins minna á það að mat á verkum listamann- anna en ekki dómur um þá sjálfa. Maður getur verið mikill þó hann sé lítill listamaður eða alls enginn listamaður. Þá vil ég til vonar og vara hreykja mér af því að hafa lesið sundur og saman þá rithöf- unda sem hér eru nefndir. Stór orð mín eru því alla vega ekki reist á vanþekkingu. Miklu örð- ugra er að kynnast verkum ís- lenskra tónskálda. Samt hef ég lagt talsvert á mig síðustu árin til að hlusta á tónlist þeirra enda fengið það maklegs borgað af Þjóðviljanum. Loks vil ég taka fullkomlega skýrt fram, án þess að blikna, að þó ég eigi að heita tónlistargagnrýnandi tel ég, svona fyrir sjálfan mig, skyn- bragð mitt á bókmenntir sköm- minni til skárra en á músík, þó ég fullyrði að hún sé æðri og yndis- legri. Þjóðviljanum er því alveg óhætt að gera rnig að bókmennta- gagnrýnanda þegar hann neyðist til að reka mig frá músíkinni vegna fjölda áskorana lesenda: ég sé „ekkert að skrifa um mús- ík“. En auðvitað er ég sami leik- maðurinn í að lesa og ég er í að hlusta. En fyrst og fremst er ég algjör leikmaður í að lifa og er staðráðinn í að verða leikmaður í að deyja drottni mínum þegar mér verður öllum lokið. Sigurður Þór Guðjónsson 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.