Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 14
Jóhannes Páll II páfi heimsækir ísland 3. og 4. júní. Mikill viðbúnaður vegna komu hans. Á íslandi mun hann í fyrsta skipti taka þátt í athöfn á stað sem ekki er í byggð. Erlendir fjölmiðlar sýna heimsókninni mikinn áhuga Laugardaginn 3. júní laust upp úr hádegi lendir Flug- leiöavél á Keflavíkurflugvelli. Flugvélin er aö koma frá Tromsö í Noregi. Niöur land- ganginn gengur hvítklæddur maður. Hann leggstáflugvöll- inn og kyssir kalt malbikiö. Þetta er Jóhannes Páll II páfi og mun hann dvelja hér á landi í rúman sólarhring. Um borö í flugvélinni er einnig 30 manna fylgdarlið páfa og 50 blaðamenn, sem fylgja páfa einsog skuggi í Norðurlanda- reisu hans. Þó enn séu fimm mánuðir í komu páfa til íslands er undir- búningur þegar hafinn og dag- skrá heimsóknarinnar að mestu fullmótuð. Peir sem standa að heimsókninni hér eru Kaþólska kirkjan, utanríkisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Reykjavíkur- borg. Sérstök móttökunefnd var skipuð, sem Gunnar J. Friðriks- son, formaður VSÍ, er formaður fyrir. Nýja Helgarblaðið ræddi við Ólaf H. Torfason, sem á sæti í Páfinn í heimsókn í Majdanek-útrýmingarbúðunum. Einsog sjá má er hann í skotheldu búri. nefndinni og bað hann að segja í stuttu máli frá dagskrá heimsókn- arinnar. Sérstæö heimsókn Að sögn Ólafs er hér um að ræða hirðisheimsókn en ekki op- inbera heimsókn hjá páfa. Hann fer um Norðurlöndin til þess að heimsækja söfnuði sína, en mottó Jóhannesar Páls II er: Farið og boðið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Að sögn Páfagarðs hefur þessi Norðurlandaför páfa yfir sér samkirkjulegt yfirbragð og við undirbúninginn hefur verið haft mikið samband við kirkjur mótmælenda, einsog sést á því að þjóðkirkjan er meðal þeirra sem Ný og léttari askja lýrir litla ísskápa Nú geturðu fengið Létt og laggott í nýjum 250 g öskjum. Það hentar stórvel fyrir litiar fjölskyldur - og það er alltaf ferskt og símjúkt úr ísskápnum. Lagaðu línurnar, settu Létt og laggott á brauðið! standa að heimsókninni hingað. „Það er óvíða sem mótmælend- akirkjur taka jafn mikinn þátt í móttöku páfa og hér á landi. í Danmörku hafa t.d. sprottið upp blaðaskrif og ritdeilur um heim- sókn páfans og hafa ýmsir kirkj- unnar menn mótmælt henni.“ Ólafur sagði að heimsókn páfa hingað væri um margt mjög sér- stæð. Strax það að páfi skuli koma við hér á ferð sinni um Norðurlönd verður að teljast sérstakt, þar sem söfnuðurinn hér telur eingöngu um tvö þús- und manns og er því lang minnsti kaþólski söfnuðurinn í Evrópu. Sé það hinsvegar skoðað miðað við höfðatölu þá eru íslendingar líklega kaþólskastir allra Norður- landabúa. Einungis í Svíþjóð er söfnuðurinn stærri sé miðað við fólksfjölda. Á það ber hinsvegar að líta að stór hluti sænska safn- aðarins eru innflytjendur frá ka- þólskum löndum. Það er einsdæmi að páfinn fljúgi með öðru flugfélagi en A1 Italia, en Flugleiðir munu sjá um að flytja hann og fylgdarlið hans til og frá landinu. En ýmislegt fleira hefur komið mönnum á óvart varðandi þessa heimsókn, t.d. það að páfi velji að vera um helgi á íslandi og urðu hinar Norðurlandaþjóðirnar mjög undrandi á því, því það er kappsmál allra að páfi heimsæki þeirra land um helgi. Þá er Þingvallaferð páfa eins- dæmi, en þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í athöfn sem er fjarri byggð og reyndu margir að koma í veg fyrir að hann færi til Þingvalla, jafnt menn í Páfagarði sem og íslendingar. En páfa varð ekki haggað og að sögn Ólafs þá mun hann hafa hlakkað mest til Þingvallaferðarinnar af öllu í Norðurlandareisu sinni. Jóhannes Páll II er lesinn í ís- lenskum fornbókmenntum og þekkir til sögu okkar og það er tvennt sem hann tengir heimsókn sinni á Þingvelli; annarsvegar kristnitakan og hinsvegar stofnun Alþingis. 3. júní Ef við snúum okkur aftur að dagskrá heimsóknarinn,ar þá verður móttaka á Keflavíkurflug- velli en þaðan heldur páfi til Bessastaða og hittir þar forseta fslands, frú Vigdísi, ráðherra og embættismenn. Ólafur sagði að Vigdís hefði 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.