Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 17
)■
Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17
er alveg undir hælinn lagt, hvar
það hafnar, í glugganum, uppi á
fataskápnum, eða á einhverri
veggmyndinni. Brjóstahaldarann
leggur hún venjulega á rúmgafl-
inn, höfðalagsmegin, og buxurn-
ar - við skulum, held ég, sleppa
þeim.
Karlmennirnir eru svo sem
lítið betri. Sumir fara þannig úr
buxunum, að þeir láta þær detta
ofan um sig, stíga vinstra fætinum
út úr skálminni, og sparka þeim
upp á kommóðuna með þeim
hægri. Aðrir hnuðla saman hverri
flík, sem þeir fara úr, og reyna að
hitta með þeim stóla og önnur
húsgögn í svefnherberginu. Vér
viljum leyfa oss að vara þig alvar-
lega við þessu hvorutveggju, les-
ari góður, jafnvel þótt þú gerir
það í góðri meiningu og af áhuga
fyrir íþróttum.“
Silkináttföt og
glitvefjarhempa
Þegar rekkjudýrið er komið úr
leppunum þá tekur næsta vanda-
mál við; hverju á það að klæðast
undir voðunum?
Svarið er stutt og laggott: Við-
eigandi náttfötum eða alls engu.
„Gamli þægilegi nætursloppur-
inn og náttsokkarnir eru algjör-
lega bannfærð plögg.
Sama er að segja um þann ljóta
vana, er einkum tíðkast meðal
togarakarla og vegavinnumanna,
að sofa í nærfötunum. Að leggj-
ast þannig niður hjá konunni
sinni er álíka skepnuskapur og að
draga hana á hárinu. Ég tala nú
ekki um, ef þú gengur í síðum
ullarnærbuxum, þykkum nærbol
og milliskyrtu með lausum flibba.
Sérhverri almennilega uppalinni
stúlku hlýtur að flökra við þess-
konar rekkjubúningi, og það er
þér sjálfum að kenna, ef hún
hleypur frá þér skrækjandi og
sveiandi. Þú ættir auðvitað að
vera í silkináttfötum og glitvefj-
árhempu þar utan yfir. Þá skaltu
bara sjá hvað ljúfan verður blíð
og brosleit og í allan máta þægileg
við þig, þegar hún kemur upp í.“
Láréttir
mannasiðir
En það er ýmislegt fleira að
varast en föðurlandsbrækur í
rekkúinni ,eða einsog bókarhö-
fui»daV benda á þá erum við flest
sæmilega upplýst hvað varðar
lífsreglur um allt sem viðvíkur
gangandi, sitjandi og standandi
mannasiðum. „En þegar maður
er lagstur og kominn í láréttar
stellingar, þá versnar nú í því!
Það er engu líkara en allir sið-
ferðispostular haldi, að maður
standi upp á endann eða sitji bæði
nótt og dag. Þess vegna eru allir
mannasiðir lóðréttir, ef svo mætti
að orði kveða.“
Bókin rekkjusiðir reynir að
bæta úr þessum skorti og svarar
ýmsum spurningum sem óhjá-
kvæmilega hljóta að kvikna hjá
rekkjunautum.
Hvor á að hátta fyrst, eigin-
maður eða eiginkona?
„Svar: Skynugar konur gæta
þess að komast í rekkju á undan
manni sínum. Þá lendir það á
honum að opna gluggann, gá
hvort útidyrahurðin er læst, at-
huga, hvort slökkt er á raf-
magnseldavélinni og hleypa út
kettinum."
Og hvaða samræðuefni skyldi
vera viðeigandi undir rekkjuvoð-
unum?
„Svar: Siðferði, efnahagur og
hátterni nágrannanna, menning-
arleysi þeirra, heimska og sóða-
skapur, hvað þeir eru nízkir og
hlægilegir og hvað krakkarnir
þeirra eru herfilega illa upp aldir.
Ef maður ræðir þetta af alúð og
samvizkusemi við konuna sína á
hverju kvöldi, er líklegt, að mað-
ur geti haldið ást hennar og virð-
ingu fram á elliár."
Á fætur
Komist menn klakklaust í
gegnum nóttina þá tekur næsti
Náttlampar,
heimilisleikfimi...
Mismunandi menningarsamfélög
hafa mismunandi rekkjusiði.
réttingum. Við þurfum ekki að
skilgreina þetta nánar, en það er
á allra vitorði, að slíkir fundir
hafa þann eiginleika að verða því
skemmtilegri sem þeir standa
lengur, í mótsetningu við þá
fundi, sem haldnir eru að degin-
um til.“
Þótt skemmtilegt sé á fundin-
um þá eru nú flestir eiginmenn
með smá snefil af samvisku og því
hendir marga að þeir hringja
heim í elskuna sína til þess að
tilkynna henni að þeir fari að
koma og það sé engin ástæða fyrir
hana að vaka eftir þeim. í bók-
inni Rekkjusiðir er þó ráðlagt að
menn athugi fyrst hvort þeir geti
komið slíkri hugsun óbjagaðri frá
sér áður en þeir hringi. Skilji þeir
ekki orð af því sem þeir segja þá
skuli þeir kalla á félaga og athuga
hvort hann skilji það sem þeir eru
að reyna að segja. Skilji hann
ekki heldur, þá er þjóðráð að
hringja alls ekki heldur fara aftur
inn á fundinn og halda áfram að
skemmta sér.
Að endingu halda þó flestir
heim á leið. Þá borgar sig ekki að
fara inn til eiginkonunnar, sem er
örugglega vakandi, heldur leggjst
í herbergi sem fjærst svefnher-
berginu.
„En sértu einn af þessum sjald-
sénu mönnum, sem kallaðir eru
hetjur (sálfræðingar vara mjög
við að rugla þeim saman við fá-
bjána, því tegundirnar eru sagðar
ákaflega líkar), og farirðu þrátt
fyrir allt inn í svefnherbergið, þá
meðtaktu frá oss nokkur heil-
ræði, sem að gagni mega koma:
Kveiktu umfram allt ekki ljós-
ið;...
...Eitt af því sem kenndum og
seinheimkomnum eiginmanni
hættir mjög við, er að reyna að
standa á öðrum fæti, meðan hann
fer úr sokkunum, - auðvitað til
þess að sannfæra konuna sína um
að hafi nokkru sinni ófullur mað-
ur komið heim að nótt, þá sé það
hann. - En fáir dauðir hlutir eru
jafn andstyggilega fláráðir og
sokkar; þeir virðast í fyrstu vera
lausir og liðugir á fætinum, en
þegar maður ætlar að svipta þeim
Það er víða komið við í bókinni
Rekkjusiðir. Til að mynda er
lögð þung áhersla á að rekkju-
nautar hafi góða náttlampa því
rekkjulestur er sjúklegur vani og
ólæknandi, enda góðbókmenntir
besta svefnmeðal sem þekkist.
Þá er fjallað um heimilisleik-
fimi sem getur „komið fram sem
farsótt og leggst þá aðallega á
kvenþjóðina, en örðugust við-
fangs er hún hjá karlkyninu, - í
því er hún ólæknandi."
Rekkjusiðir fjalla ekki ein-
göngu um svefnherbergisathafnir
heldur er kafli helgaður baðher-
berginu og annar kafli helgaður
morgunsamræðum og þar gildir
gamli málshátturinn: Þögn er
gulls' ígildi.
Saga rekkjusiða er rakin, fjall-
að um rekkjusiði á sumarhótel-
um, rekkjusiði á strandferða-
skipum og rekkjusiði í útilegum.
Bókinni lýkur svo á nokkrum
orðum í tíma töluðum.
Flugnavíkingar
„Flugur eru ákaflega hvimleið
kvikindi. Það er aðeins eitt, sem
er hvimleiðara en flugurnar,
nefnilega fólk sem veiðir flugur.
Þú kannast eflaust við
manntegund þessa: Ef þeim
finnst þeir heyra suð í flugukríli,
Ástarbrími eftir Géricault.
þá breytast þeir á svipstundu í
blóðþyrst rándýr, þjóta upp eins
og stálfjöður, þrífa það sem
hendi er næst, og no'ta það sem
barefli. Næstu mínúturnar eru
þeir beinlínis hættulegir lífi og
limum allra, sem nálægt þeim
eru, nema þá helst flugunnar.
Þessir flugnavíkingar eru alveg
sérstaklega örðugir í svefnher-
berginu. - Segjum að konan þín
elskuleg sé með þessu marki
brennd: Þið liggið hlið við hlið í
húmi næturinnar, og þú ert að því
kominn að festa blundinn, þegar
út með herkjubrögðum, en
gleymir að taka með þér sængina,
og verður að vefja þig inn í gól-
fteppið í betri stofunni. En flugn-
aveiðin heldur áfram alla nóttina.
- Það kemur nefnilega aldrei
fvrir, að flugan lúti í lægra haldi.
A daginn situr hún á speglinum,
sleikir á sér lappirnar og snýr upp
á yfirskeggið. Þegar líður að
miðnætti, kemur hún fram á sjón-
arsviðið aftur, sprellfjörug og til í
allt.
Það er fullkomin skilnaðaror-
sök, ef annaðhvort hjónanna
áfangi við, en það er að fara á
fætur morguninn eftir.
„Það eru bara söngfuglarnir,
þessir litlu, fiðruðu vinir manns-
ins, sem hoppa út úr hreiðri sínu á
morgnana syngjandi gleði-
söngva. En hin æðri dýr, svo sem
karlmenn og kvenfólk, eru ein-
mitt í allra versta ham á mor-
gnana, geðill og meinfýsin."
Og hvað er til ráða? Helst að
hafa vinnukonu sem færir eigin-
manninum kaffi og með því í
rúmið á morgnana. Best er þó að
temja sér að fara ekki á fætur,
fyrr en um hádegisbil, því morgn-
arnir eru yfirleitt leiðinlegir.
A6 koma
seint heim
„Þessi kafli er sérstaklega
handa þér, húsbóndi góður. Ef
oss skjátlast ekki, þá hættir þér
við að koma nokkuð seint heim á
stundum, - þú hefur verið á
fundi, - oftast nær er það fundur,
- eða í öðrum nauðsynlegum út-
af sér með snöggri hreyfingu, þá
er allt í einu eins og þeir séu
negldir fastir með fírtommun-
öglum. Maður missir jafnvægið,
snarsnýst í hring og lendir á nátt-
borðinu. Brak og brestir heyrast í
næturkyrrðinni, vatnsflaskan
kastast út í horn og mölbrotnar
og sjálfur liggur maður í allt ann-
að en yndislegum og virðulegum
stellingum á miðju gólfi."
Útstáelsi kvenna
Nú, konunum hættir einnig við
útstáelsi:
„Nú er hver einasta eiginkona,
sem hefur nokkurn snefil af virð-
ingu fyrir sjálfri sér, meðlimur í
10 eða 12 félögum og klúbbum,
svo sem kvenfélagi, er hefur sam-
komur á sunnudagskvöldum,
spilaklúbb, sem kemur saman á
mánudagskvöldum, saumaklúbb
fyrir þriðjudagskvöldin o.s.frv.
A þennan hátt kemst nýtízku
kona hjá því að vera heima og
ergja karlinn sinn og krakkana öll
kvöld.“
Og hvernig á karlinn að bregð-
ast við þegar konan kemur heim?
Best er að vakna alls ekki og
rumska ekki fyrr en næsta morg-
un og halda þannig elskunni í
óvissu um hvort hann hafi verið
vakandi eða sofandi. „Hún má
aldrei vera viss í sinni sök. Því að
framar öllu öðru laðast konan að
hinu dularfulla, og engan mann
fyrirlítur hún eins innilega og
þann er sýnir henni einlægni og
trúnað.“
1 . . i ■ i
Kettlingurinn eftir Fragonard.
Eitt er víst: Þú hefur fæðst I rekkju og í rekkju muntu deyja.
ofurlítið suð heyrist einhvers-
staðar í herberginu. í sama bili
kippist hjónarúmið til eins og í
snörpum jarðskjálfta. Þú rýkur
upp með andfælum og sérð hvítri
vofu bregða fyrir til fóta. Síðan er
kveikt, og þú lítur konu þína, sem
skyndilega er orðin að ægilegri
skjaldmey með blóðhlaupin
augu. Hún þrífur blómsturvasa í
aðra höndina og nærbuxurnar
þínar í hina og skimar haukfrán-
um augum í allar áttir. Síðan
byrjar leikurinn, og þar eru grið
hvorki gefin né þegin. Eftir
nokkra stund brotnar blómstur-
vasinn á skallanum á þér, og nær-
buxurnar sópa vatnsflöskunni
niður á gólf. Þú kemst að lokum
veiðir flugur. Þó hafa sumir reynt
að miðla málum þannig, að flugn-
akempan sé látin sofa ein í sér-
stöku herbergi með stálhús-
gögnum og sterkum járngrindum
fyrir gluggunum."
Handklæði
Að lokum fáein orð um hand-
klæði:
„Handklæði á ekki að nota til
eftirtalinna hluta:
Þurrka salernissetuna.
Bursta skó.
Drepa kóngulær.
Bursta tennur.
Snýta sér. “
-Sáf