Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 23
Síamstvíburar í Iðnó Fáirtvíburarhafaorðiö frægari en þeir Sjang og Eng, sem voru samvaxnir á hlið- inni. Þeirvoru fæddiríSíam (Thailandi) og síðan hafa allir samvaxnir tvíburar gengið undir nafninu síamstvíburar. Þeir bræður urðu frægir „sjóar- ar“ beggja vegna Atlantsála og tróðu uppi á leiksviðum í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi og Belgíu. Þeir voru kallaðir áttunda undur ver- aldar. Þegar þeir voru 31 árs giftust þeir systrunum Söru og Adelaide Yates, sem voru um tvítugt og áttu með þeim 21 barn. Afkom- endur þeirra telj a nú á þriðj a þús- und manns. Þeir bræður voru um margt ólíkir einstaklingar og segir sagan að Sjang hafi blótað Bakkus óspart en Eng verið stakur reglu- maður, hvernig sem það hefur gengið þar sem þeir höfðu sam- eiginlega blóðrás. Sænski rithöfundurinn Göran Tundström hefur skrifað leikrit byggt á ævi þeirra bræðra og mun það verða frumsýnt í Iðnó í kvöld, en Þórarinn Eldjárn sá um þýðinguna. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Sjang en Sigurður Sigur- jónsson Eng. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson. -Sáf E*ttAiafuhel®tU sérkennurrl Þjóðleikhússins er stuðlabergsstíllinn í byggingunni. Loftið í áhorfendasalnum er alse stuolabergi, sem nu er að molna i sundur og því mikil þörf á að gera við það. Leikferftir og skólasýningar Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri: Óhjákvæmilegt að loka húsinu um einhvern tíma. Verið að gera áætlun til að tryggja líflega starfsemi Endurbætumarsem þarf að gera á Þjóðleikhúsinu eru svo gagngerar að þær er ekki hægt að gera í áföngum, sagði Gísli Alfreðsson Þjóð- leikhússtjóri. Þegarleggja þarf nýjar rafleiðslur, vatns- lögn og loftræstingu og gera við sprungur í veggjum verður að gera það í einu lagi. Það er ekki hægt að hætta í miðri sprungu meðan sýning eða æfing stenduryfir. En leikhús- menn hafa gert áætlun í fimm liðum til að tryggja líflega starfsemi meðan húsið verður lokað. á meðan í fyrsta lagi er ráðgert að senda leikhópa í ferðir um landið. Þetta er ein af skyldum Þjóðleikhússins sem ekki hefur verið hægt að rækja eins og lög segja fyrir um. Helst vill Þjóðleikhússtjóri hafa tvo hópa á ferðalagi í einu. í öðru lagi á að leggja áherslu á að kynna leiklist í skólum, jafnvel vonast menn til að komast í heim- sókn í alla skóla landsins. Tengsl- in við skólana hafa rofnað á und- anförnum árum en nú á að bæta úr því. I þriðja lagi er fyrirhugað líf- legt starf á Litla sviðinu. f fjórða lagi er áætlað að koma upp barnaleikhúsi, setja á fót hóp til að sinna leiksýningum fyrir börn og unglinga. Það ættu bæði að vera hreyfanlegar sýningar sem mætti fara með í skóla og sýningar til dæmis í húsi íslensku óperunnar ef samningar nást um það. í fimmta lagi höfum við hug á að setja upp stærri sýningar aðrar en barnasýningar, hvort sem það yrði í íslensku óperunni eða ann- ars staðar, á skemmtistöðum eins og dæmi eru til um eða öðru húsnæði sem gæti hentað í þess- um þrengingum. Þegar Þjóðleikhúsinu verður lokað eru sem sé líkur á að starf- semi þess dreifist víða. Það verð- ur kannski ekki síðra „þjóð“-leikhús á meðan. SA Ólafur Haukur Símonarson Gaman og alvara Á dögunum birtist í kýklóps- auga því er nefnir sig sjálft Ríkis- sjónvarp, einn þessara óviðjafn- anlegu þátta sem gera að manni finnst skammdegið svo skammar- lega stutt. Þrír menn með ofsókn- aræðisglampa í augum héldu því fram að Svíar væru upphaf og endir allrar ógæfu Íslendínga. Þá gekk önnur sveit manna fram- fyrir myndavélina og vottaði að þetta væri orðum aukið, Svíar væru ekki eins slæmir og af væri látið: Sjáiði bara hvað við erum vel heppnaðir, ekki tókst Svíum að spilla okkur. Það er ömurlegt hlutskipti að eiga sér enga öfundar- eða hat- ursmenn. Og til allrar hamíngju eru Svíar ekki þær moðbrækur að þeim hafi ekki tekist að koma sér upp öflugri sveit öfundar- og hat- ursmanna víða um heim. Mest eru þeir hataðir fyrir það að reyna að stilla til friðar í styrjöld- um og gánga framfyrir skjöldu í mannréttindamálum. Því miður verður að viðurkenna að öfundar- og hatursmenn þeirra hér á landi virka enganveginn nógu sannfærandi ; þeir hafa ekki þá ástríðuglóð sem lyft gæti naggi þeirra og níði á æðra plan. Nema helst þegar borgarlögmaðurinn tók að fárast útaf því að sænskur valdsmaður skyldi leyfa sér að skiptast á orðum við meintan homma, þá blossaði upp smá eldur í augum hans. En í heild hljómar nöldur um útnesja- og dalamennsku og ómennskar skrifræðistilhneigíngar sænskra, falskt úr strjúpum íslenskra dala- og útnesjamanna sem sitja sjálfir einsog feitar köngulær í hinu ís- lenska valdakerfi miðju. Fyrir eyrum þeirra sem eitthvað þekkja til hinna Norður- landaþjóðanna hljómar viska á borð við „að við Íslendíngar séum af öðru bergi brotnir, við séum annarrar grunngerðar en hinar Norðurlandaþjóðimar", nákvæmlega einsog það sem hún er: rugl. Þjóðir eru aldrei og til allrar hamíngju bara svona og hinsegin. Þegar ég kom úngur maður til Danmerkur og fór með kunníngja mínum að vetrarlagi í sjávarpláss á vesturströnd Jót- lands, þá fannst mér ég kominn heim í Sandgerði eða Ólafsvík. Karlarnir og kerlíngarnar þær sömu. Kaupmannahöfn var svo annar heimur; og þó, stundum finnst mér að Reykjavík sé út- hverfi í Kaupmannahöfn, svona álíka og Gladsaxe. En það er annað og viðkvæmara mál. Á reiðhjóli fór ég norður um Svíþjóð og það var dálítið annað tóbak en að tylla niður rassi í Stokkhólmi og sitja á lángdregn- um fundum með kerfisköllum þar (sem ég gerði mörgum árum síðar). Á þessari löngu leið sem hjólið rann úr Lundi norður á bóginn varð á vegi mínum alls- konar fólk, margir staðirnir minntu mig á Selfoss og Akur- eyri, makindaleg, værðarleg framsóknar- og íhaldspláss með notalegt, greiðvikið, hreinlegt, heiðarlegt fólk, - Svía. í Stokk- hólmi er áreiðanlega meira en nóg af þessari merku dýrategund sem mennirnir í sjónvarpinu töldu að hefðu fjölgað sér óeðli- lega í Svíþjóð, hrokafullum kerf- isrottum; en vel að merkja: sú nagdýrategund er að fjölga sér, og hún er allsstaðar eins, í Stokk- hólmi, París, Róma, Reykjavík og Moskvu. Svo ég reyni nú að álykta á grundvelli eigin reynslu, sem er auðvitað afar óvísindalegt einsog „Nefndin til þróunar staðla í ís- lenskri hugsun“ hefur bent á, þá dirfist ég að segja þetta: Það er lífsreynsla og stéttarstaða sem sker úr um það hvort menn skilja hverjir aðra. 1 því sambandi láng- ar mig að minnast á eina blaða- grein Ólafs Gíslasonar úr Palest- ínu; þar var viðtal við sjóara sem ekki mátti róa til fiskjar, var meinað að afla sér og sínum lífs- viðurværis. Sjálfsagt hefðu allir íslenskir, norskir, danskir og sænskir sjóarar fundið til með þessum manni á svipaðan hátt og ég og fengið tár í augun. Ég fann til með honum afþví hann var sjó- maður einsog við hér í eynni, ég skynjaði næstum líkamlega harð- neskjuna sem hann var beittur, niðurlægínguna sem honum var haldið í; hvernig ætlunin var að brjóta vilja hans, fjölskyldu hans, þjóðarinnar. Á hinn bóginn hef ég alltaf átt erfitt með að skilja öreiga sem berast á banaspjót vegna blæ- brigða í trúarbrögðum, sjómenn sem myrða aðra sjómenn, fátæka bændur sem skjóta á aðra fátæka bændur, einsog í hinu hryllilega stríði írana og íraka. Ég les um það, sé það í sjónvarpi, en ég skil það ekki fremur en barnakross- ferðir kristinna manna á miðöld- um. En það er víst hægt, einsog dæmin óteljandi sanna, að magna hatur milli ólíklegustu manna og þjóða. Og það er gert með áróðri og lýgi; í nútímanum með því að fylla fjölmiðla af lygum og mis- jafnlega lævíslegum áróðri; það nægir jafnvel stundum bara að hampa heimskunni eða láta hana afskiptalausa. Og því miður, af meiði íllgirni og heimsku er sú ófrægíngarher- ferð sem farin hefur verið hér á landi af engri sýnilegri ástæðu á hendur Svíum; til allrar hamíngju með fremur klénum árángri. Því hvað sem segja má um sænska kerfiskarla og kerlíngar þá hefur almenníngur á íslandi góða reynslu af almenníngi í Svíþjóð. Og ekki að ástæðulausu, því Sví- ar eru vinnusamt, hreinlegt og þokkalega upplýst fólk, og síðast en ekki síst velviljað í garð ís- lendínga. Og það er ekki við Svía að sakast bótt þeir á samkomum Norðurlandamanna kunni venju- lega best skil á viðfángsefnunum, séu jafnan fyrstir að opna pýngju sína og leggi mest af mörkum til sameiginlegra verkefna; hafi mesta einurð til gagnrýni á sjálfa sig og aðra. Það er líka erfitt að leggja Svíum það til lasts að þeir sýna alveg sérstaka tilhneigíngu tilað greiða götu Íslendínga, styr- kja þá til náms og starfa í listum og vísindum, hefja þá til vegs og virðíngar í sínum röðum; láta okkur njóta sannmælis í flestu til- liti. Og skyldi það bera merki um ómannúðleg viðhorf þessarar þjóðar að íslenskar verðandi mæður streyma til Svíþjóðar að njóta þar átján mánaða fæðíngar- orlofs? Og eigum við að hata Svía fyrir það að skjóta skjólshúsi yfir hundruð einstæðra mæðra sem ís- lenska ofurmennasamfélagið hefur kreist úr hvern blóðdropa, brotið í mél andlega og líkam- lega? Merkilegir menn Íslendíngar, miklir víkingar, dálítið óöruggir á erlendri storð; við ælum framaní gestgjafann; kátir í andbyr, ham- íngjusamastir í nauðvörn. Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.