Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 18
Get ekki þagað við óréttlæti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þingmaður Borgaraflokksins kom ríkisstjórninni ekki baratil bjargar með því að sitja hjá við afgreiðslu mála á Alþingi fyrir jólin, heldur greiddi hún at- kvæði með tveimur af tekju- öflunarfrumvörpum hennar. Margir þóttust hafa fundið einn af „huldumönnum" Stef- áns Valgeirssonar en sjálf hefur hún aðrar skýringar á afstöðu sinni. Hún hefurverið framarlega í kjarabaráttunni í áratugi, var fyrsti kvenbréf- berinn í Reykjavík í fullri vinnu á fimmta áratugnum og varð formaður Sóknar árið 1976. Aðalheiður veiktist af berklum 1949 og segir að dvölin á Víf- ilsstöðum hafi haft afgerandi áhrif á lífsskoðanir hennar. Nýju Helgarblaði lék forvitni á að heyra skoðanir Aðalheiðar á stöðunni í stjórnmálum í dag og á því hver manneskjan að baki baráttukonunnar er í raun og veru. Strax við myndun ríkisstjórn- arinnar voru menn með getgátur, og einn aðili ríkisstjórnarinnar, Stefán Valgeirsson, var með yfir- lýsingar um að á Aiþingi leyndust „huldumenn“ sem myndu styðja ríkisstjórnina í hennar aðalmál- um, varst þú einn þessara huldu- manna? Nei, Stefán veit mætavel sjálf- ur að hann hafði engin loforð frá mér. Hins vegar er Stefán mjög glöggur maður og reyndur í pó- litík og hann hefur vafalaust gert sér grein fyrir því hvaða fólk ætti samleið í hugsunarhætti. En hafðir þú persónulega gert upp hug þinn til ríkisstjórnarinn- ar strax í haust, burt séð frá af- stöðu þíns flokks? Nei, í raun og veru ekki. Ég beið eftir því að hún sýndi hvað hún vildi og hefði raunar viljað taka meiri þátt í stjórnarmyndun- arviðræðunum strax í haust og að við hefðum reynt að ná saman þá. En þetta gerðist allt svo skyndi- lega og úr því varð ekki og þá fannst mér heppilegast að bíða og sjá hverju fram færi. Hvað fannst þér helst standa í vegi fyrir því að Borgaraflokkur- inn fari inn í þessa stjórn? Var full reynt á það? Það held ég ekki. En, ég býst við að stjórnarliðar hafi álitið að hjá okkur væri of mikið af hægris- innuðu fólki fyrir þeirra smekk, og að það sjónarmið hafi verið hjá okkur, að hjá þeim væri of mikið um rauðlitaða menn. En við höfum í raun aldrei talað verulega saman. En hvenær gerðir þú upp hug þinn, sem kom fram í þeirri af- stöðu þinni að greiða atkvæði með tveimur af tekjuöflunar- frumvörpum ríkisstjórnarinnar, í stað þess að sitja hjá, sem hefði dugað stjórninni? Hjáseta ekki að skapi Hjáseta á ekki vel við mitt skaþlyndi. Við reyndum hvað við gátum að hafa áhrif á bráða- birgðalögin til hins betra, og ég vona að það komi fram, að það var eftir hugmynd frá okkur að Atvinnutryggingasjóði er skilað aftur sínum 600 miljónum, ég lagði mjög mikla áherslu á það. Nú, verkfallsrétturinn, það var líka okkar tillaga sem leiddi til þess að honum var skilað aftur. Það kemur kannski mörgum spánskt fyrir sjónir hvað ég legg geysilega mikla áherslu á verk- fallsréttinn, þar sem ég er ekki þekkt fyrir að nota hann mikið sjálf í minni verkalýðsbaráttu. En það má segja að þetta sé meira alþjóðahyggja hjá mér, því allir vita að þar sem verkföll eru bönnuð er ríkjandi ófrelsi og kúg- un, andleg kúgun að minnsta kosti. Og verkfallsrétturinn er náttúrlega helgur réttur verka- manns, neyðarréttur verka- manns og þennan rétt má aldrei frá honum taka. Samt ætti að mínu mati að beita verkfalls- vopninu með mjög mikilli gætni, einmitt vegna þess að ég vil alls ekki missa það. Það náðist ekki samstaða um að fá samningsréttinn í gildi strax og það gerði það að verkum að ég treysti mér ekki til að greiða at- kvæði með bráðabirgðalögunum, og sat þess vegna hjá. Ríkisstjórnin sjálf hlýtur að hafa skimað í kringum sig þessa síðustu daga fyrir jól og reynt að reikna út sinn styrk. Það kom í Ijós að þinn þingflokkur vissi ekki þína afstöðu til tekjuöflunar- frumvarpanna og bráðabirgða- laganna fyrr en við atkvæða- greiðslurnar sjálfar, en hafði ríkisstjórnin haft eitthvert sam- band við þig? Nei ég ræddi þetta ekkert við ríkisstjórnina og þeir létu mig al- veg í friði, það verður að segjast þeim til hróss. Þeir þekkja mig margir hverjir ágætlega, og ég býst við að þeir hafi talið best að láta mig ráða fram úr því sjálfa hvað ég gerði. Málið er að ég vildi aldrei taka þátt í þeirri stjórnarandstöðu sem við tókum þátt í, hún var mér engan veginn að skapi. Þorsteinn Pálsson var auðvitað oddviti stjórnarandstöðunnar og mér fannst bara stjórnarandstaðan ekkert leggja til. Ég vildi að við værum sjálfstæð í okkar stjórnar- andstöðu og reyndum að hafa áhrif á það sem stjórnin var að gera, en værum ekki í þessu slag- togi. Nú, ég verð að segja það alveg eins og er að það urðu mér viss vonbrigði að stjórnarand- staðan skyldi ekki benda á neina tekjuöflun. Við verðum bara að horfast í augu við það, þrátt fyrir það sem sagt var um skattafrum- vörpin, að það er stórkostlegur halli á fjárlögum. Ég veit ekki hvort þær skattahækkanir sem nú er mest talað um dekka þennan halla. En að mínu viti er ekki hægt að reka ríkissjóð endalaust með miklum haiia, því einhverntíma kemur að skuldadögum og alltaf þarf að borga. Sú hugmynd var og er í mínum flokki að skipta þessum halla niður á nokkur ár, greiða hann niður á nokkrum árum. Ég hef ekki vanið mig á að skulda mikið um dagana og er líka manneskja sem yfirleitt hef- ur haft til hnífs og skeiðar, en stundum ekki það, og sjálfsagt eins og margar alþýðukonur í þessu landi brotið heilann um það fram eftir nóttu hvernig ætti að sjá fyrir heimilinu næsta dag. - En mér geðjast ekki að því að fresta skuldum, ég vil reyna að komast í gegnum þær og geta byrjað á hreinu. Við skuldum orðið 130 milj- arða þessi litla þjóð. Mér geðjast illa að því að skilja unga fólkið eftir í miklum skuldum, þó það búi í miklu betra þjóðfélagi á margan hátt en ég gerði sem ung manneskja. Ég held að við verð- um að fara að sýna einhverja skynsemi í fjármálum. Ljót pólitík Það kom mörgum á óvart á sín- um tíma að verkalýðskonan Að- alheiður skyldi ganga til liðs við Borgaraflokkinn. Og ég velti því fyrir mér hvort það hefði ekki truflað þig að flokkurinn hét þessu nafni, þó ekki hefði verið annað? Ég er nú kannski komin á þann aldur að ég er hætt að láta ýmis- legt trufla mig sem truflaði mig þegar ég var yngri. Þessi flokks- stofnun bar að með mjög óvenju- legum hætti. Það liggur við að það fari enn hrollur um mig þegar ég hugsa um margfrægan blaða- mannafund þar sem átti að taka Albert Guðmundsson pólitískt af. lífi, fyrir framan sjónvarpsvélar að honum fjarstöddum, þar sem hann var í erindum fyrir þá sömu ríkisstjórn og var verið að vísa honum úr. Ég vil ekki svona vinn- ubrögð inn í íslensk stjórnmál. Þetta særði mína réttlætis- kennd það mikið að það er engan veginn gróið enn. Það er allt í lagi að menn vegist og vegi hart, en menn eiga þá að gera það drengi- lega og gera það augliti til aug- litis. Þetta sama sjónarmið held ég að margir félaga minna hafi haft. Við höfðum átt góð sam- skipti ég og Albert og strax skipt- ist fólk í harðar fylkingar með eða á móti. Ég tók upp hanskann fyrir hann, ég er yfirleitt vinur vina minna eins og sagt er. Á þriðjudagskvöldi komu börn Alberts og buðu mér eiginlega hvaða sæti sem ég vildi á Reykja- víkurlistanum, nema auðvitað efsta sætið. Þessu gat ég auðvitað ekki svarað samstundis og bað um frest til að minsta kosti klukk- an þrjú næsta dag. Blöðin byrj- uðu að hringja strax klukkan átta morgumnn eftir og á hádegi var þessu eiginlega slegið föstu í ríkisútvarpinu. Ég gaf síðan mitt svar og óskaði eftir að vera í því sæti sem ég taldi vera baráttusæt- ið. Þetta var því ekki langur að- dragandi, það er ekki hægt að segja það. Það er kannski hægt að lá svona lífsreyndri manneskju að gera þetta með svo skömmum fyrirvara, en ég er nú tilfinninga- manneskja jafnframt og svarið kom, og það var þetta. Síðan minnist ég þess að blaðamaður á Þjóðviljanum spurði mig „hvern- ig þetta gæti eiginlega gerst“, eða eitthvað á þá leið. Eg benti hon- um á að þingmaður væri engu háður nema sannfæringu sinni og kæmi eitthvað þannig upp á að sannfæring mín neítaði eða væri ekki með, myndi ég fylgja minni sannfæringu og það hef ég gert. Hafðir þú við stofnun flokksins áhrif á stefnuskrá hans? Já, það hafði ég, vann mikið í henni. Okkur gafst stuttur tími til að vinna hana. Eins og allir vita byggðist þessi ákvörðun, þegar aðförin var gerð að Albert, á því að tíminn væri svo stuttur að ekk- ert væri hægt að gera. Og við urð- um að gera þarna allt í einu, finna fólk í framboð og móta stefnu- skrá og ég vann mikið í því. það sem ég taldi mig gera íþessari síðustu atkvæðagreiðslu. Ég taldi það mjög alvarlegt mál ef öll tekj- uöflunarfrumvörp ríkisstjórnar- innar yrðu felld, því það gæti ekki leitt til annars en þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Kosningar í því þjóðfélags- ástandi sem við erum í þykir mér skelfileg ákvörðun. Því eins og við vitum eru atvinnuvegirnir eiginlega stopp og þeir færu ekk- ert í gang á meðan kosningabar- átta stæði yfir. Þetta þýddi síðan skórkostlegt atvinnuleysi. Kjar- asamningar eru allir ógerðir, nokkrir eru runnir út og aðrir hefðu runnið út á meðan kosn- ingabarátta stæði yfir. Og ég heid að allir geri sér það ljóst, að á meðan kosningabarátta gengi yfir hefði verðbólga vaðið áfram. Ég held að það sé tvennt sem verði að gera. Það verða allir að leggjast á eitt við að koma at- vinnulífinu aftur í gang og við verðum að Ijúka gerð kjarasamn- inga og reyna að rétta þar hlut þeirra sem orðið hafa verst úti, áður en við höldum til kosninga. Albert fer illa með sig Albert hefur tckið það mjög nstinnt upp að einstakir þing- menn skyldu hlaupast undan merkjum. Tckur þú þessi við- brögð hans nærri þér? Ég tek þau í sjálfu sér ekkert nærri mér persónulega, því ég er sátt við sjálfa mig og það skiptir mig öllu máli. Ég hef líka fengið margar stuðningsyfirlýsingar frá fólki sem ég tel mitt fólk, launa- fólki og fólki héðan og þaðan að, meira að segja talsvert frá mörgu ágætu sjálfstæðisfólki, þó að hitt sé yfirgnæfandi að félagar mínir í verkalýðshreyfingunni eru mjög sáttir við það sem ég gerði og þótti vænt um það. Það verður náttúrlega hver að segja það sem hann hefur smekk fyrir. En það eina sem mér sárnar í þessu öllu er að mér þykir Al- bert ekki fara nógu vel með sjálf- an sig í þessu máli. Borgaraflokkurinn er ungur flokkur og hann verður til með sérkennilegum hætti og það hefur í raun ekki reynt á hann fyrr en í vetur. Þolir flokkurinn að missa Albert svona snemma? Það er nú það sem á eftir að sýna sig. Það eru margir hæfir einstaklingar í flokknum sem ég held að sé auðvelt að vinna með. Við verðum bara að láta reyna á þetta. Við komum sitt úr hvorri áttinni og eiginlega hefur okkur komið ótrúlega vel saman í flokknum og tekist að ná góðu samstarfi, fyrir utan þetta síð- asta. Einmitt vegna þess að við kom- um úr sitt hvorri áttinni, settum við okkur það markmið strax: Að svo miklu leyti sem við getum, verðum við öll saman, en hver einstakur þingmaður verður ekki bundinn. Það verður ekki gerð krafa til þess að hann gangi gegn sannfæringu sinni. Og það var Stjórnin er allt of veik Vonarðu að viðræður Borgar- aflokksins við ríkisstjórnina leiði til þess að flokkurinn fari til sam- starfs við þessa stjórn? Ríkisstjórnin er náttúrlega allt of veik, þó það sé kannski ekki betra að hún sé jafnsterk og hún var í fyrra og jafn ósamstæð. Það eru engin ósannindi að við sem vorum í stjórnarandstöðunni þá, þurftum oft ekkert að hreyfa okkur, vegna þess að stjórnar- sinnar höfðu nóg að gera við að rífast hver við annan. En þessi ríkisstjórn er hins vegar allt of veik, það er ekkert vafamál. Ég vil að minnsta kosti reyna á það hvort við getum ekki náð sam- stöðu um að vinna saman. Ef ekki verður af samstarfi og staðan verður áfram eins og hún er, munt þú þá áfram vera stuðn- ingsaðili ríkisstjórnarinnar ef hún heldur óbreyttri stefnu? Ef það er ríkisstjórnarinnar sök, ef hún útilokar okkur frá samstarfi, þá geri ég ráð fyrir að ég hugsi mig vel um áður en ég geri það. Ég met þá hluti þegar þeir liggja fyrir. En ef við víkjum að verkalýðs- málunum sem hafa verið stór mál hjá þér í áratugi. Þú segir unga fólkið hafa það betra nú en áður, en ef þú lítur yfir farinn veg, hvað hefur þá áunnist? Það sjá allir sem eru komnir á minn aldur, að það er allt óskap- lega breytt. Húsakynni og annað er allt öðruvísi, og þú þekkir ekki lengur hvort menn eru háskóla- stúdentar eða verkafólk á klæðn- aðinum. Sem betur fer á fólk allt aðra möguleika til menntunar, þó að við höfum því miður ekki náð nógu langt í þeim efnum, því enn er aðstöðumunur hjá fólki til menntunar eftir efnahag. Það er heldur ekki hægt að neita því að verkalýðsbaráttan 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.