Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 27
rf KYNLIF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR Kynlíf í sjónvarpi Margir segja „Ég hef aldrei fengið neina kynfræðslu". Sú staðhæfing er ekki rétt að öllu leyti því kynfræðsla fer fram víðar en í skólum í nútímaþjóðfé- lagi, í því sambandi er gerður greinarmunur á formlegri og ó- formlegri kynfræðslu. Formleg kynfræðsla er fræðsla sem fer markvisst fram í skólum og inni á heimilum. Par er tilgangur og markmið kennslunnar (sérstak- lega í skólum) skýr og efnisþættir námsins eru valdir með hliðsjón af því. Óformleg fræðsla er fræðsla sem fer ómarkvisst fram og tilgangur oftast ekki annar en að það sem fyrir augu og eyru ber sé skemmtun eða afþreying neytandans. I sjónvarpi fer fram heilmikil óformleg kynfræðsla. En það sem einum þykir siðlaust eða dónalegt þykir öðrum ekki svo að ég ætla ekki að fara að leggja neinn dóm á „góða“ eða „slæma“ fjölmiðlun. Þess í stað langar mig að minnast á ýmsa punkta varð- andi kynlífsefni í sjónvarpi í dag og koma með fáeinar ráðlegging- ar um hvernig hægt er að gerast virkari sjónvarpsnotandi í næstu viku. Á hverjum degi má sjá eitthvað sem skírskotar til kynlífs í sjónvarpinu. Auglýsingar, dæg- urlagamyndbönd, framhalds- þættir og bíómyndir nota kynlíf til að selja vöru og skemmta áhorfendum. f>ó það sé kannski algengara að sjónvarpsefni sýni samlíf og kynhlutverk kennir sjónvarpið okkur líka heilmikið um sambönd, lífsstíl og það hvernig fólk tjáir innileika við hvort annað. Efnistök kynlífs í imbakassanum Hvernig fjallað er um kynlíf er aðalatriðið þegar við lítum á skjá- inn. Eftirfarandi efnisþættir geta hjálpað okkur að taka betur eftir hvað og hvernig er verið að fjalla um í kynlífinu hverju sinni þegar við setjumst niður að horfa. Hvað með kynhlutverk: er yfir- leitt verið að sýna stereotýpur kynjanna eða sjáum við fjöl- breytta hegðun hjá hvoru kyn- inu? Hvað er karlmaður og hvað er kvenmaður? Hvað með lík- amsímynd: það sem einstak- lingum finnst um útlit sitt hefur áhrif á sjálfsímyndina og sjálfs- traustið. Eru það bara ungt og fallegt fólk sem lifir samlífi? Hvernig líður „venjulegri" manneskju þegar hún eða hann nær aldrei að líta út eins og „stað- alútlitið" segir til um? Eru fatlað- ir og aldraðir sýndir sem kynver- ur? Hvað með tjáningu tilfinn- inga: hvernig sýnir fólk væntum- þykju og ást til hvors annars? Hvenær er það í lagi að gráta, hlæja eða vera reiður? Hvað með hjónaband og fjölskyldu? Eru fjölskyldur yfirleitt maður, kona og barn/börn eða sést nokkurn tímann annarskonar samsetning fjölskyldna eða sambúðarforma? Hvernig taka pör á sambúðar- vanda, starfi utan og innan heimi- lis, jafnrétti, skilnaði, framhjá- haldi? Hvað með sambönd yfir- leitt: samskipti tveggja eða fleirri einstaklinga - vinir, vinnufé- lagar, foreldri og barn, kærustup- ör? Hvað felst í nánum sam- skiptum? Hvað gerir sambönd „góð“ - er viðmiðunin mismun- andi fyrir kynin? Hvað með tjá- skipti í kynlífi: hvernig tjá ein- staklingar kynferðislegar hugsan- ir eða tilfinningar til annarra? Eru sum orð eða málefni aldrei rædd? Á hvaða aldri er heppi- Auglýsingar, dægurlagamyndbönd, framhaldsþættir og bíómyndir nota kynlíf til að selja vöru og skemmta áhorfendum. legast að byrja að ræða við börn sín um sjálfsfróun, náin sam- skipti, kynhneigð o.fl.? Hver tal- ar við börnin - mamman, pabb- inn eða enginn? Hvað með náin kynni og afleiðingar: er nokkurn tímann hugsað útí notkun getn- aðarvarna, kynsjúkdóma eða viðhorf til ýmiskonar hegðunar s.s. skyndikynna eða framhjá- halda? Býflugur og blóm Af framantöldu má sjá að sjón- varpið er nær ónýtt auðlind sem hægt er að nota til að opna um- ræður um kynlíf inni á heimilum. Margir foreldrar veigra sér við að ræða um kynlíf við börnin sín út af mörgum ástæðum. Oft finnst foreldrum það hallærislegt og erf- itt að impra á kynlífi og vilja ekki bara setjast allt í einu niður og fara að tala um „býflugurnar og blómin“. Fjölskyldur horfa oft saman á sjónvarp - þessvegna er sá tími kjörið tækifæri að nýta sér öll kynfræðslutækifærin og mun ég fjalla nánar um það í næstu viku. Tal er óborganlegur Sigraði Jan Timman í 6 skáka einvígi Þó Garrí Kasparov hafi hreppt efsta sætið á heimsbikarmóti Stöðvar 2 sl. haust þá fór ekki fram hjá neinum hver var vinsæl- asti þátttakandinn. Mikhael Tal, þekktur undir nafninu „töfra- maðurinn frá Riga“, heillaði mótsgesti með glæsilegri tafl- mennsku og var í fararbroddi lengst af en hafnaði að lokum í 3. sæti. Tal gengur ekki heill til skógar og það gerir árangur hans enn eftirtektarverðari. Meðal fórnarlamba hans var hollenski stórmeistarinn Jan Timman sem varð að leggja niður vopnin eftir einungis 20 leiki. Kannski vildi Timman ná fram hefndum er hann valdi Tal sem andstæðing sinn í 6 skáka einvígi sem hol- lensk útvarpsstöð KRO, stóð fyrir í desember. Á vegum þess- arar stofnunar hefur Timman teflt einhverskonar jólaeinvígi allt frá 1982 og andstæðingar hans hafa verið Garrí Kasparov, Boris Spasskí, Lajos Portisch, Artur Jusupov, Lubomir Ljubo- jevic og Viktor Kortsnoj. Tim- man tapaði 2:4 fyrir Kasparov 1985 en hefur unnið Portisch og Ljubojevic og gert jafntefli í öðr- um einvígjum. Landar hans töldu hann eiga allskostar við Tal og að loknum þrem skákum var staðan 2:1 þeirra manni í vil. En Tal snarsneri atburðarrásinni sér í vil með tveimur snaggaralegum sigr- um sem minntu á fyrri daga er sókndirfskan braut alla mótstöðu á bak aftur. Timman mátti bíta í það súra epli að tapa einvíginu 2V2:3'/2 og getur einungis huggað sig við þá staðreynd, að í næstu hrinu áskorendakeppninnar sem senn hefst, mun hann tefla við skákmann sem hefur verið í enn meira óstuði upp á síðkastið, Ungverjann Lajos Portisch. En Portisch er harður einvígismað- ur. Besta skákin í þessu einvígi var áreiðanlega sú fimmta. Þetta er kannski ekki dæmigerð Tal-skák því fyrst tryggir hann sér betra endatafl sem hann þróar til sigurs með markvissri taflmennsku: Mikhael Tal - Jan Timman Enskur leikur 1. Rf3-Rf6 2. c4-c5 3. Rc3-Rc6 4. g3-d5 5. d4!? (Óvenjulegur leikur sem hefur tilætluð áhrif: Timman hittir ekki á besta svarið sem hlýtur að vera 5. ,.-cxd4 6. Rxd4-dxc4 o.s.frv.) 5. ..-dxc4 6. d5-Ra5 (Kannski var betra að leika 6. .. Rb4 en Timman kann að hafa óttast framhaldið: 7. e4-Bg4 8. Bxc4-Bxf3 9. Dxf3-Rc2+ 10. Ke2-Rxal 11. e5! með sterkri sókn.) 7. e4-b5?! (Slakur leikur sem Tal nær að notfæra sér.) 8. Rxb5-Rxe4 9. Re5-Bd7 10. Rxd7-Dxd7 11. Da4-Hb8 12. Rc7+-Kd8 13. Re6+! (Fyrir tilverknað þessa öfluga millileiks tryggir Tal sér hagstæð- ara endatafl.) 13. ..-fxe6 14. Dxa5+-Dc7 15. Dxc7+-Kxc7 16. Bf4+-Rd6 17. 0-0-0-g6 18. Be5-Hg8 19. dxe6-Bg7 20. f4! SKÁK HELGI ÓLAFSSON (Svartur er illa beygður. Eftir 20. ..-Bxe5-21. fxe5 nær hrókurinn að ryðja sér braut alla leið til d7. Eina von svarts liggur í mótspili eftir b-línunni.) 20. ..-g5 23. a3-Ha4 21. Hd2-gxf4 24. Hc2-c3 22. Bxf4-Hb4 (Þvingaður leikur því hvítur hót- aði 25. Hxc4 eða 25. Bxc4.) 25. bxc3-Hxa3 27. Bg2-Bf6 26. Kd2-Kc8 28. Ke2-Bg5 (Þessi leikur reynist ekki vel svo betra var 28. ..-Bxc3 eða 28. ..- Hxc3 þó staða svarts sé erfið í báðum tilvikum. Nú vindur Tal sínu kvæði í kross og þvingar fram stöðu þar sem hið fram- sækna e-peð reynistTimman afar erfitt í skauti.) 29. Bxd6!-exd6 32. Kd3-Bb6 30. Hbl!-He8 33. Hfl-He7 31. Bd5-Bd8 34. Ke4! (Kóngurinn Iætur sitt ekki eftir l'ggja.) 34. ..-c4 35. Hf8+-Kc7 36. Kf5+ - Gegn hótununni 37. Kf6 er eng- in haldgóð vörn svo Timman gafst upp. Nýi Elo-listinn í síðasta laugardagsblaði Þjóð- viljans var getið um stöðuna á nýjum skákstigalista FIDE. Skráin yfir stigahæstu skákmenn heims lítur þannig út: 1. Garrí Kaparov (Sovétr.) 2775. 2. Anatoly Karpov (Sovétr.) 2750. 3. Nigel Short (England) 2650. 4. Jonathan Speelman (England). 2640. 5. Alexander Beljavskí (Sovétr.) 2640.6. Valeri Ivanstjuk (Sovétr.). 2635. 7. Val- Mikhael Tal að tafli á heimsbikarmótinu sl. haust. Mynd: Þóm. erí Salov (Sovétr.) 2630. 8. Zoltan Ribli (Ungverjaland) 2625. 9. Ulf Andersson (Svíþjóð). 10. John Nunn (England) 2620.11. Jóhann Hjartarson 2615. 28 skákmenn eru með 2600 Elo-stig og meira. Garrí Kaspar- ov er nú aðeins 10 stigum frá því sem Bobby Fischer náði hæst og bætti við sig 15 stigum frá síðasta lista. Anatoly Karpov bætir við sig 25 stigum. Jóhann Hjartarson er einn í ellefta sæti en hann bætir við sig 5 stigum. Tíu stigahæstu skákmenn íslands eru þessir: 1. Jóhann Hjartarson 2615. 2. Jón L. Árnason 2550. 3. Margeir Pétursson 2530. 4. Helgi Ólafsson 2520.5. Friðrik Ólafsson 2485.6. Hannes Hlífar Stefánsson 2480.7. Guðmundur Sigurjónsson 2465. 8. Karl Þorsteins 2430. 9. Þröstur Þórhallsson 2415. 10. Björgvin Jónsson 2405. Stærsta stökkið er hjá Hannesi Hlífar sem bætir við sig 85 stigum frá síðasta lista. Skákþing Reykjavíkur 4989 Skákþing Reykjavíkur 1989 hófst sl. sunnudag og er það fjöl- mennasta skákþing sem sögur fara af. Yfir 100 skákmenn skráðu sig til leiks í opna flokkn- urn og þar má finna þrjá alþjóð- lega meistara, þá Hannes Hlífar Stefánsson, Þröst Þórhallsson og Sævar Bjarnason. Keppni í ung- lingaflokki, 14 ára og yngri, hefst á morgun kl. 14 í skákheimili TR við Grensásveg 44-46. Líkur eru á því að þetta verði í síðasta sinn sem Skákþing Reykjavíkur fer fram í húsakynnum TR við Grensásveg. Taflfélagið hefur.nú fest kaup á u.þ.b. 1000 fermetra húsnæði í Skeifunni en vonir standa til að það verði tekið í notkun hæsta haust. Er hér um að ræða langstærstu fjárfestingu skákhreyfingarinnar fyrr og síð- ar. Föstudagur 13. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.