Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 32
Baddi í kvikmynd? Einsog sagt hefur verið frá bárust Kvikmyndasjóði sex umsóknir um styrki til leikinna kvikmynda af fullri lengd, og mun vera úr vöndu að ráða fyrir stjórnarmenn. Þeir í Kvik- myndasjóði hafa einsett sér að þegja sem fastast um allar umsóknir, og ber að virða það við þá. Eftir öðrum leiðum: Ágúst Guðmundsson er meðal þeirra sem sækja um, og ætlar að búa til íslenska miðaldamynd í viðbót við Út- lagann sinn, -blóð, ástir og forneskja. Friðrik Þór Friðriksson leggur fram áætlun að mynd um síðasta ævintýri gamal- menna á elliheimili sem strjúka, íslensk „road-movie“ af sérstakri gerð. Lárus Ýmir Óskarsson, Sigurjón Sighvatsscn og Ólafur Haukur Símonarson sækja um til að búa til kvik- mynd uppúr hinu vinsæla leikriti Ólafs Hauks um Bíla- verkstæði Badda. ■ Óhressir með Hollustuvernd _Megn óánægja ríkir vestur á ísafirði með störf forstöðu- manns Hollustuverndar Þór- halls Halldórssonar. í vik- unni bjóst stjórn Fjórðungs- sjúkrahússins við tillögum frá Hollustuverndinni varðandi frágang á steinullareinangrun utan á loftstokkum og glerull- arplötum í lofti. Frágangur á þessum hlutum þykir með eindæmum lélegur og mikil hætta á mengun af þeirra völdum. Þegar til kastanna kom barst aðeins bréf frá Þór- halli þar sem forðast var eins og heitan eld að taka afstöðu með eða á móti því hvað beri að gera. Þetta fór sann-ar- lega fyrir brjóstið á ísfirðing- um sem þegar hafa meðtekið tvö minnisblöð frá Þórhalli og eru engu nær um afstöðu Hollustuverndar í málinu. Fyrir vestan er því haldið fram að þessi vinnubrögð Hollustu- verndar séu dæmigerð fyrir þá þjónustu sem landsbyggð- in fái frá höfuðborgarsvæðinu og mundi Þórhallur aldrei komast upp með þessa ósvinnu við heilbrigðisstofn- anir fyrir sunnan. ■____________ Deilt um koss páfans Einsog lesendum er kunn- ugt kemur Jóhannes Páll II páfi við á íslandi í Norður- landareisu sinni í sumar. Mót- tökunefnd hefur verið starf- andi á íslandi um nokkurt skeið til þess að undirbúa komu hans og hefur nefndin verið í sambandi við Páfa- garð. Páfi hefur þann sérk- ennilega sið að kyssa ætíð jörðina (með undantekningu þó í S-Afríku) þegar hann stíg- ur frá borði flugvélarinnar. Þeir í Páfagarði gerðu sér grein fyrir því að það^gæti ver- ið viðkvæmt mál á Islandi ef páfinn kyssti flugbrautina í Keflavík, þar sem flestir ís- lendingar líta á það svæði sem amerískt yfirráðasvæði. (slendingarnir höfðu ekki eins miklar áhyggjur af þessu en þó heyrðust raddir um að þetta gæti valdið deilum. M.a. kom sú hugmynd fram að stinga upp torfu á Þingvöllum og láta páfann kyssa hana. Þá datt einhverjum í hug að páfi gæti lent á Reykjavíkurflu- gvelli en ráðamönnum leist það ekki eins glæsilegur kost- ur og að taka á móti honum í nýju Flugstöðinni, einkum þar sem fjöldi erlendra frétta- manna mun fylgjast með heimsókn páfans. Niðurstað- an varð sú að páfinn mun kyssa malbikið á Miðnesheiði en hinsvegar verður það utan girðingar því Flugstöðin er ekki inni á hernámssvæðinu. Páfi ávarpar ■■■■■■■■■■Ma djöfsa Ýmsir telja heppilegast að páfi haldi útimessu sína í skeifunni við Háskólann. Hugmyndin er að reisa pall niðri í skeifunni en lýðurinn gæti svo verið í grasbrekkun- ríður Sæmundur fróði seln- um í myndverki Ásmundar Sveinssonar niðri í skeifunni. Þeir sem þekkja til sögunnar vita að selurinn er enginn annar en djöfsi sjálfur. Það er því spurning hvort páfinn verði fyrir aftan styttuna og messi því yfir bakhluta djöfsa, eða hvort pallurinn verði fyrir framan styttuna og djöfullinn því að baki páfa. ■ Ráðherrarótarinn Umstangið í kringum , fundaferðalag formanna A- flokkanna hefur mælst mis- jafnlega fyrir og þykir mörgum sviðsetningin minna meira á bandarískar kosninga- skemmtanir en málfund ís- lenskra jafnaðarmanna. Höf- uðpaurinn og framkvæmda- stjóri fundaferðalagsins er Ámundi Ámundason, um- boðsmaður og skipuleggjari Jóns Baldvins, sem gengur nú undirnafninu „ráðherrarót- arinn“. Margir félagar og stuðningsmenn Ólafs Ragn- ars eru ekki mjög hrifnir af ýmsum uppátækjum hans við þetta fundaferðalag og finnst Ólafur hafa látið allan undir- búning um of í hendur krat- anna og Kátu maskínunnar. Bænastund við mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ■ jötuna Þrátt fyrir fjálglegar frá- sagnir í Alþýðublaðinu afm öllum undirbúningi fyrir fyrsta fund AA-formannanna á ísa- firði í kvöld, vantar eitt aðal- dagskráratriðið í upptalningu blaðsins. Heimildir Nýja Helg- arblaðsins herma að funda- höldin í Alþýðuhúsinu, fæð- ingarheimili „frelsara" Al- þýðuflokksins, mun hefjast á fæðingarstaðnum sjálfum á efstu hæðinni, með stuttri bænastund við jötuna. ■ Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/b klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 Vz klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Hluti Hluti starfsmanna: atvinnurekenda: 1987 1,0% 1,5% 1988 2,0% 3,0% 1989 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LfFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild • byggingamanna bygg.iðnaöarmanna í Hafnarf. Dagsbrúnar og Framsóknar Félags garðyrkjumanna framreiðslumanna málm- og skipasmiða matreiðslumanna , rafiðnaðarmanna , Sóknar verksmiðjufólks • Vesturlands • Bolungarvíkur • Vestfirðinga • verkamanna, Hvammstanga* stéttarfélaga í Skagafirði • Iðju á Akureyri • Sameining, Akureyri • trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.