Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 12
PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Tilkynning til símnotenda Athygli símnotenda er vakin á því aö um næstu helgi veröa allir símar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa númer er byrja á 61 og 62 tengdir nýrri stafrænni símstöð í Landssímahúsinu við Austur- völl. Búast má við einhverjum símatruflunum á meðan á umtengingu stendur. Vinsamlegast sýnið þolinmæði á meðan á þess- ari umtengingu stendur. Símstjórinn í Reykjavík \* ml mmm r m r ■ a m r m mm Felagsmalastjori Staða félagsmálastjóra hjá ísafjarðarkaupstað er laus til umsóknar. Menntun á félags- eða sál- fræðisviði, og/eða reynsla, æskileg. Upplýsingar gefur bæjarstjóri eða félagsmála- stjóri í síma 94-3722. Umsóknarfrestur er til 26. 01. 1989. Bæjarstjórinn á ísafirði L LANDSVIRKJUN Breytt símanúmer Frá og með mánudeginum 16. janúar 1989 verð- ur símanúmer aðalskrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, 91-600700. REYKJMIÍKURBORG ZtiúUtn Starfsmaður óskast að skóladagheimili Breiðagerðisskóla. Fóstru- og/eða uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 84558 og heima í síma 33452. Ný fótaaðgerðarstofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inngrónar neglur, almenn fóta- snyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9.30 - 10.30. Guðríður Jóelsdóttir, med. fótaaðgerðarsérfr. Borgartúni 31, 2. h. h., sími 623501. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. janúar n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármáiaráðuneytið ÞORFINNUR ÓMARSSON Práttfyrir engan undirbúning undirstrikaði landsliðið ágœta stöðu sína miðað við aðrar B-þjóðir. Knattspyrnulandslið okkar verður aðfá œfingaleiki Landsliðið er komið á skrið eftir fremur daufa framgöngu hér heima í kringum hátíðarnar. Lið- ið lék í gær sinn síðasta leik í fjög- urra þjóða móti í Danmörku og Svíþjóð, Eyrarsundsmótinu, og leikur síðan tvo landsleiki gegn Austur-Þjóðverjum um helgina. Komist liðið klakklaust í gegnum þá leiki má telja það í mjög góðri æfingu og má því vænta mikils af liðinu í B-heimsmeistarakeppn- inni í næsta mánuði. Eyrarsundsmótið Árangur landsliðsins á Eyrar- sundsmótinu verður að skoðast nokkuð góður. Liðið hefur nán- ast ekkert æft síðan fyrir ólym- píuleikana og fóru leikmenn liðs- ins þreyttir út í byrjun vikunnar eftir erfiða deildarleiki hér heima um síðustu helgi. Eins marks tap gegn Svíum var að vísu nokkuð sárt því liðið lék þá, að sögn, mjög vel, en því miður gerði sænska liðið það einnig. Sigurinn gegn Dönum var síðan nokkuð öruggur og enda þótt leikur landsliðsins væri ekki mjög góður gegn Búlgörum í gær vannst þar fimm marka sigur. Úrslit þessara leikja skipta í sjálfu sér engu máli en gefa vísbendingu um að liðið sé í ágætu formi. Þá má minna á að Búlgarir leika með íslending- um í riðli í B-keppninni og virðast liðin hreinlega ekki í sama klassa. Eftir þetta mót fær landsliðið ekki frið frekar en endranær heldur skal harma hefna gegn A- Þjóðverjum í Höllinni um helg- ina. Þjóðirnar léku síðast inn- byrðis í Seoul og eins og allir muna réð sá leikur úrslitum um hvort liðanna félli í B-grúppu heimsmeistaramótsins. Leikur- inn tapaðist með minnsta hugsan- lega mun því leikurinn var tví- framlengdur og síðan unnu A- Þjóðverjar í vítakeppni. Það má minna handboltaunnendur á að leikir þessara þjóða eru jafnan sérlega skemmtilegir og bjóða gjarnan upp á allt sem íþróttin hefur upp á að bjóða. Erfitt val Bogdans Landsliðshópur sá er lék á Eyrarsundsmótinu var skipaður sex leikmönnum sem ekki léku í Seoul. Þessir leikmenn hafa allir staðið sig vel í vetur og flestir gerðu það einnig nú ytra. Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson eru greinilega í góðu formi og verður erfitt fyrir Bogdan landsliðsþjálf- ara að gera upp á milli þeirra. Atli Hilmarsson leikur sem kunn- ugt er í sömu stöðu og þeir kum- pánar en óvíst er hvort hann get- ur tekið þátt í undirbúningi lands- liðsins vegna meiðsla. Þá hefur Valdimar Grímsson leikið mjög vel í vetur og gæti komið inn í liðið í stað Karls Þráinssonar, en hann verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir 23. þessa mánaðar sökum Háskólaprófa. ÍÞRÓTTIR Héðinn Gilsson lék mjög vel á Eyrarsundsmótinu og verður erfitt að horfa framhjá honum við endanlegt val landsliðsins. Hinir þrír „nýliðarnir" eiga mun erfiðara með að komast í endanlegan landsliðshóp. Birgir Sigurðsson hefur að vísu leikið sérstaklega vel í vetur og er lang markahæsti línumaðurinn í 1. deildinni en ljóst þykir að pláss er aðeins fyrir tvo leikmenn í þeirri stöðu sem hljóta að vera Þorgils Óttar Mathiesen og Geir Sveins- son. Markverðimir Hrafn Mar- geirsson og Leifur Dagfinnsson léku lítið á nýafstöðnu móti og því ólíklegt að Bogdan ætli þeim stóra hluti með liðinu. Einar Þor- varðarson mun eflaust leika nær alla leiki liðsins, og þar sem Bog- dan hefur margsinnis látið þá skoðun sína í ljós að markverðir verði að búa yfir mikilli reynslu til að geta tekið þátt í stórmótum, má reikna með að Brynjar Kvar- an eigi nokkuð víst sæti í liðinu. Verði hins vegar þrír markverðir í förinni hlýtur annar hinna efni- legu markvarða að verða fyrir valinu. Æfingaleikir nauðsynlegir Og úr einum boltaleiknum í annan. Forysta KSÍ lýsti því yfir á liðnu ári að markið væri sett hátt í undankeppni heimsmeistara- keppninnar. Enda þótt andstæð- ingar okkar í riðlinum væru af erfiðari gerðinni er markmið landsliðsins að hafna í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins en í honum eru, auk íslands, lið Sov- étríkjanna, A-Þýskalands, Austurríkis og Tyrklands. Sannarlega erfitt verkefni og því mátti búast við miklu átaki frá landsliðsnefnd KSÍ. En hvað ger- ist? Eftir þokkalega framgöngu landsliðsins á síðasta ári (jafntefli gegn Sovétmönnum og Tyrkjum, tap fyrir A-Þjóðverjum) hefur verið ákveðið að engir æfinga- leikir skuli fara fram áður en landsliðið heldur til Moskvu í vor. „Afturför um 10-20 ár“, hef- ur Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins, látið hafa eftir sér og eru það orð að sönnu. Landsliðinu hafði verið boðið á fjögurra þjóða æfingamót á Möltu í febrúar og einnig hafðj verið fyrirhuguð keppnisferð til Búlgaríu seinna í vor. Fjárhags- staða KSÍ er það slæm um þessar mundir að sambandið treystir sér ekki til að standa í útgerð sem þessari. Það er því engu líkara en að orð forráðamanna KSÍ í fyrra um að stefna á úrslit heimsmeistarakeppninnar á ítal- íu 1990 séu algerlega út í loftið. Hvernig á íslenska landsliðið, sem er eitthvert það slakasta í Evrópu, að vinna sigur á sér miklu fremri þjóðum án nauðsynlegrar æfingar? Af þeim þjóðum sem leika í riðli íslend- inga náðu þær allar betri árangri á síðasta ári og með þessari ákvörðun má búast við óbreyttri niðurstöðu á þessu ári. Það er ekki að sjá að landsliðsnefnd KSÍ hafi reynt mikið fyrir sér í fjár- öflun fyrir landsliðið og verðum við látum sem þessi mál okkur einhverju skipta að vonast til að KSÍ endurskoði afstöðu sína í þessu máli. Viðunandi árangur á Eyrarsundsmótinu 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989 L! Atíifc 11"»M tibCt TBlMBt TUgLLUIfc’O-.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.